Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 4
é -MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 rD^tr FRÉTTIR Siðareglux Þingflokkur Samíylkingarinnar, með Bryndísi Hlöðversdóttur sem fyrsta flutningsmann, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um setningu siðareglna í viðskiptum á Qármálamarkaði. Vilja flutningsmenn að viðskiptaráðherra sjái um að allar stofnanir og fyr- irtæki á íjármálamarkaði setji sér sérstakar siðareglur. Bent er á að Evrópusambandið hvetji til þess að slík- Bryndís ar replUr séu settar á evrópska efnahagssvæðinu. Hlöðversdóttir. Réttindi sjúMinga Þuríður Backman og Ögmundur Jónasson hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga. í lagafrumvarpinu felst að Vísindasiða- nefnd verði skipuð samkvæmt tilnefningu læknadeild- ar, lagadeildar, Líffræðistofnunar- og Siðfræðistofn- unar Háskóla Islands, Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og Læknafélags Islands en ráðherra skipi formann án tilnefningar. Aðgerðir í byggðamálum Þingflokkur VG undir forystu formannsins hefur lagt fram þingsályktunartillögu í byggðamálum. Þar er lagt til að ríkisstjórnin veiti einum milljarði árlega til nýsköpunar og eflingar atvinnulífi í formi framlaga til atvinnuþróunarfélaga á landsbyggðinni. Arlega verði veitt einum milljarði til viðbótar tekjum Vegasjóðs til að hraða vegaframkvæmdum, einum milljarði árlega Steingrímur J. til jarðgangagerðar og síðan heldur minni upphæðum Sigfússon. til hinna ýmsu verkefna, sem geta eflt byggð úti á Iandi. Þuríður Backman. Kanna nauðsyn á nýju ráðuneyti Steingrímur J. Sigfússon vill að kannað verði hvort færa skuli undir eitt ráðuneyti málefni lífeyrissjóða, almannatrygginga og vinnumark- aðsmála. Þessi tillaga hefur verið flutt á tveimur síðustu þingum en ekki verið útrædd. Fyrirspumaflóð Segja má að síðan Alþingi kom saman 1. október sl. hafi verið fyrirspurnaflóð á þinginu. Þær skipta orðið fleiri tugum íyrirspumirnar sem lagðar hafa verið fram. Ögmundur Jónasson er með fyrirspurn til fé- lagsmálaráðherra um framboð á leiguhúsnæði, Kol- brún Halldórsdóttir spyr umhverfisráðherra um stöðu Islands gagnvart rammasamningi SÞ um umhverfisá- hrif. Sighvatur Björgvinsson spyr fjármálaráðherra um heildarskuldastöðu ríkissjóðs. Fleiri spurningar Ögmundur Jónasson spyr fjármálaráðherra um end- urskoðun laga um almannatryggingar, skatta og lífeyr- issjóði. Kristján Pálsson spyr menntamálaráðherra um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Kristján Möller spyr iðnaðarráðherra um orkuverð til stóriðju, fiskvinnslufyrirtækja og garðyrkjubænda. Hann spyr sömuleiðis um lækkun húshitunarkostnaðar. Sighvat- ur Björgvinsson og Guðjón A. Kristjánsson spyrja samgönguráðherra um rekstur ferju um ísafjarðar- djúp. Jóhanna Sigurðardótir spyr dómsmálaráðherra um lagabreytingar í kjölfar hækkunar sjálfræðisald- urs. Jóhanna spyr líka fjármálaráðherra um greiðslur viðbótarlauna til starfsmanna ríkisins. Hún spyr líka fjármálaráðherra um frádrátt gjafa og framlaga frá tekjum við álagningu skatta. Jóhanna Sigurðardóttir. Ögmundur Jónasson. Enn fleiri spumingar Jóhann Arsælsson spyr fjármálaráð- herra um aukatekjur ríkissjóðs og gjaldtöku ríkisstofnana. ísólfur Gylfi Pálmason spyr samgönguráðherra um uppbyggingu fjarskipta á landsbyggð- inni. Jóhanna Sigurðardóttir spyr iðn- aðarráðherra um gjaldtöku og þóknan- ir hjá Landsbanka íslands og Búnaðar- bankanum. Kolbrún Halldórsdóttir spyr sjávarútvegsráðherra um aðgerðir til að vinna gegn áhrifum loftslags- breytinga. Hún spyr h'ka iðnaðarráðherra um kostnað af losun gróð- urhúsalofttegunda. Rannveig Guðmundsdóttir og Guðrún Ög- mundsdóttir spyrja dómsmálaráðherra um vopn og fíkniefni, sem lagt hefur verið hald á. - S.DÓR Jóhann Kolbrún Ársælsson. Halldórsdóttir. Með samningi við verktaka tókst að flýta smíði nýju heilsugæslustöðvarinnar í Efstaleiti en upphafleg verklok voru áætluð í mars á næsta árí. Á þjónustusvæði stöðvarinnar eru tæplega 12 þúsund manns en á stöðina eru skráðir 6500 einstaklingar. Myndin er frá opnun stöðvarinnar. mynd: þök Ný heilsugæslu- stoð í Efstaleiti Töluverð uppbygging heilsugæslustöðva í Reykjavík og ná- grenni. Nýja stöðin kostar 172 milljónir. Samvinna við sjúkra húsin. Töluverð uppbygging hefur verið á heilsugæslustöðvum í Reykja- vík og nágrenni á síðustu árum og misserum. Alls hefur verið varið um 478 milljónum króna til þessarar uppbyggingar af þeim 679 milljónum sem áætlað var til verksins samkvæmt skýrslu heil- brigðisráðuneytisins frá árinu 1996. Um sl. helgi var vígð ný heilsugæslustöð í Efstaleiti sem tekur við starfsemi stöðvarinnar í Fossvogi. Nýja stöðin kostar með öllum búnaði um 172 milljónir króna og bætir stórlega alla þjón- ustu við almenning og sjúklinga á starfssvæði sínu. Varanlegar lausnir Auk þess er unnið að varanlegum lausum og eflingu heilsugæslu- stöðva í Grafarvogi, í Voga- og Heimahverfi, á Hlíðarsvæðinu og stækkun heilsugæslustöðvarinn- ar í Arbæ. Þá hefur verið samið um varanlegar Iausnir á heilsu- gæslustöðvunum í Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ, Hafnar- firði og í Keflavík. Um sl. mán- aðamót voru t.d. mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavík- ur og mæðravernd Kvennadeild- ar Landspítalans sameinaðar í Miðstöð mæðraverndar. Hin sameinaða starfsemi mun verða til húsa í Heilsuvemdarstöðinni. Þessi sameining er talin marka stórt skref í átt til aukinnar sam- vinnu heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna. Jafnframt er þess vænst að þessi samvinna muni aukast í framtíðinni, báðum aðil- um til hagsbóta. - GRH 3 niillj ónir haiula börnuin í Indlandi Gengið hefur verið frá lokaupp- gjöri söfnunarinnar Börn hjálpa börnum, sem fram fór í mars síð- astliðnum. Samtals söfnuðust rúmar 3 milljónir króna. A þriðja þúsund barna víðs vegar af land- inu tók þátt í söfnuninni með því að ganga í hús og safna framlög- um í merkta bauka. Allur kostn- aður og vinna við söfnunina var gefín og vaxtatekjur að upphæð kr. 55.605,85 sem bættust við söfnunarféð. Söfnunarfénu var deilt á milli þriggja heimila fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn, sem ABC hjálparstarf rekur og sér um að byggja upp á Indlandi. Fénu var ráðstafað á eftirfar- andi hátt: Ein milljón var send til að innrétta fyrstu hæð korna- barnahúss í Orissa fylki á lnd- landi. Hún hefur nú þegar verið tekin í notkun. Ein milljón fjögur þúsund fjörutíu og tvær krónur og 25 aurar voru sendar til Heimilis Iitlu ljósanna á Indlandi til byggingar skóla fýrir 1.-5. bekk. Þetta er í annað skipti sem Islendingar byggja skóla fyrir heimilið, en hin skólabyggingin er nú notuð fyrir 6.-10. bekk. Verið er að byrja á nýju skóla- byggingunni og er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin um áramót. Ein milljón fimmtíu og fímm þúsund sex hundruð og fímm krónur og 83 aurar voru síðan sendir til E1 Shaddai barnaheim- ilisins við Madras á Indlandi, þar sem verið er að byggja rúmlega þúsund fermetra hús fýrir börn- in. Búið er að steypa grunninn og gera upp brunn á landinu. Húsið kostar um tíu milljónir, en rúm milljón sem safnaðist í áheitahlaupi Eiðs Aðalgeirssonar og á Útvarpsstöðinni Lindinni í maí sl. fór einnig í þessa bygg- ingu. Tekið er á móti framlögum til byggingarinnar í Islandsbanka á söfnunarreikning nr. 515-14- 280 000. ABC hjálparstarf vill koma á framfæri þakldæti til allra barna sem tóku þátt í söfnuninni, skólastjóra, kennara og annarra sem hjálpuðu til við skipulag söfnunarinnar og allra þeirra sem létu fé af hendi rakna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.