Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 - S Iðnskólinn í „fjötr- um hugarfarsins44 Enn á ný ríkir ólga innan Iðnskólans í Reykjavík og nú vegna ráðningar Baldurs Hermannssonar kennara og eðlisfræðings í stöðu kynningarfull- trúa skólans. Baldur Hermannsson ráðinn kynningarfuU- trúi Iðnskólans í Reykjavík. Skóla- nefnd ekki einhuga. Skólameistari segir hann hæfastan. Ráðn- ingiii harðlega átalin í bókun. Enn á ný ríkir ólga innan Iðnskól- ans í Reykjavík og nó vegna ráðn- ingar Baldurs Hermannssonar, kennara og eðlisfræðings, í stöðu kynningarfulltrúa skólans. Oskar Bergsson skólanefndarfulltrúi segir að ráðningin bendi til að skólinn sé í fjötrum hugarfarsins á sama tíma og skólinn sé nánast í gjörgæslu menntamálaráðu- neytisins vegna fyrri ýfinga innan skólans og þess gæðaátaks sem unnið sé í skólanum. Ingvar As- mundsson skólameistari segir að Baldur hafi verið hæfasti um- sækjandinn um stöðuna og því hefði hann verið ráðinn. Ingvar gerir ráð fyrir að Baldur taki við starfinu sem fyrst. FrestunartiUaga felld Á fundi skólanefndar í fyrradag bar Gunnar Björnsson, formaður skólanefndar, upp þá ósk skóla- meistara að Baldur Hermanns- son yrði ráðinn í starfið. Aðrir umsækjendur voru þau Erlingur Þorsteinsson, Guðlaug Kjartans- dóttir, Haukur M. Haraldsson og Valgerður Þ. E. Guðjónsdóttir. Áheyrnarfulltrúi kennara, Baldur J. Baldursson, bar þá upp tillögu að ráðningu kynningarfulltrúa yrði frestað þar til lægi fyrir form- legur og hlutlægur samanburður á umsækjendum m.a. með tilliti til menntunar, starfsreynslu, kennsluferils og starfsaldurs við skólann. Hann vildi einnig að ráðning Baldurs yrði rökstudd sérstaklega. Tillagan var felld. Tillaga formanns um ráðningu Baldurs Hermannssonar var síð- an samþykkt með fjórum atkvæð- um gegn einu atkvæði Óskars Bergssonar. Hörð gagmrýni Þegar það lá fyrir létu áheyrnar- fulltrúi kennara og Óskar Bergs- son bóka þar sem þessi ráðning var harðlega átalin. I bókuninni kemur m.a. fram að ráðning Baldurs endurspeglar óviðunandi stjórnunar- og samskiptahætti skólans þar sem kennarar geta ekki treyst því að störf þeirra séu metin að verðleikum né að starfs- umsóknir þeirra fái hlutlægt og sanngjarnt mat. I bókuninni kemur einnig fram að með sam- þykki sínu á ósk skólameistara á ráðningu Baldurs sé skólanefndin að Iáta ganga úr greipum sér möguleika til að bæta starfsand- ann í skólanum. Ekki fyrir fjöimiðla Gunnar Björnsson, formaður skólanefndar, sagðist ekki ræða rökin fyrir ráðningu Baldurs Her- mannssonar við fjölmiðla enda sé það ekki fjölmiðlamál. Hann sagði þó að skiptar skoðanir hefðu verið um ráðningu Baldurs eins og gengur og gerist. Gunnar sagði það vera ákvörðun skóla- meistara hvenær Baldur hæfi störf sem kynningarfulltrúi. Hann sagði jafnframt að skóla- nefndin sé aðeins umsagnaraðili um mannaráðningar innan skól- ans. Það sé í verkahring skóla- meistara að sjá um ráðningar starfsfólks. Ingvar Ásmundsson skólameistari segir að Baldur sé starfandi kennari við skólann og starf kynningarfulltrúa sé aðeins 25% starf. I starfslýsingu kemur fram að kynningarfulltrúinn á að kynna skólann út á við, sjá um heimasíðu skólans og sjá um samskipti vegna Leónardó-verk- efna. - GRH MUljarðiir í land- kynningu vestra Færriátu alifugla Iýjötsalan í ágústmán- uði sl. var 6,3% meiri en í sama mánuði 1998. Aukningin varð mest í svína- kjöti, eða 20%, og 7% í nauta- kjöti. Salan í alifuglakjöti var ör- lítið meiri en í fyrra en undan- farna mánuði hefur söluaukn- ing, borið saman við sama tíma í fyrra, verið 30%. Sala á alifugla- kjöti var 287 tonn í júlí en fór niður í 229 tonn í ágústmánuði og því hefur tilfærslan verið fyrst og fremst yfir í svína-, nauta- og kindakjöt frá alifugla- kjöti. Þess má geta að töluvert dró úr því magni sem kom til inn- vigtunar á mjólkurstöðvunum í ágústmánuði, sfðasta mánuði verðlagsársins. Framleiðsla um- fram heildargreiðslumark varð Iiðlega 5,5 milljónir lítra. - GG ATM-stoð á Raufarhöfn Landssíminn hefur ákveðið, í samráði við sveitarstjórn Rauf- arhafnarhrepps, að setja upp skiptistöð fyrirÁTM-gagnaflutn- ingsnetið á Raufarhöfn. Þessi ákvörðun er tekin í ljósi þess að tveir stórir viðskiptavinir á staðnum, lslensk miðlun og Landsbankinn, eru nú að byggja upp víðnet á ATM-netinu og er skiptistöðin því hagkvæmur kostur. Án ATM-skiptistöðvar þurftu þessir aðilar að greiða fyrir 134 km stofnlínu til Húsa- víkur, þar sem næsta ATM-stöð er staðsett. Tveggja ára áták í kynningu á íslaudi vestauhafs. Áhersla lögð á náttúru lauds- ins. MiUjarður í verk- efnið. Samgönguráðherra hefur skipað stýrihóp átta málsmetandi manna sem hefur með höndum að hrinda í framkvæmd kynningar- átaki í Bandaríkjunum á Islandi undir yfirskriftinni náttúra. Gert er ráð fyrir að verja allt að einni milljón bandaríkjadala til þessa verkefnis á næstu fimm árum og mun íslenska ríkið leggja til allt að 70%, en aðrir þeir sem hags- muna eiga að gæta það sem upp á vantar. Verkefnið stendur í að minnsta kosti tvö ár, en að þeim Kennsla í Dalvíkurskóla hófst í haust í mun stærra húsnæði þar sem tekin var í notkun ný við- bygging sem er um 800 fermetrar þannig að skólabyggingin sjálf er orðin liðlega 1.500 fermetrar. Byggingakostnaður nam 200 milljónum króna, og hefur hár byggingakostnaður verið nokkuð til umræðu í sveitarfélaginu, og komið til umræðu í bæjarstjórn. Með nýrri viðbyggingu tekst að einsetja skólann eins og lög gera ráð fyrir. Skólinn var formlega vígður um helgina og íbúum til sýnis en einnig var kynnt starf- semi tónlistarskólans og útvegs- sviðs Verkmennaskólans á Akur- Stur/a Böðvarsson hefur skipað stýrihóp vegna kynningarátaks í Bandaríkjunum. tíma liðnum verður það endur- skoðað og Iagt á það mat. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Islandsflugs, hefur verið skipaður formaður starfs- eyri sem eru í gamla skólahús- næðinu. Sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson, sóknarprestur, blessaði húsið. hópsins en aðrir sem í honum eiga sæti eru meðal annars full- trúar frá Flugleiðum, íslensku fisksölufýrirtækjunum vestanhafs og Bændasamtökum Islands. Sem áður segir verður sjónum einkum beint að íslenskri náttúru í þessu kynningarátaki, enda hafa rannsóknir sýnt að hún sé einmitt áhrifaríkasta vopn Islands í kynn- ingu á landinu. Is og snjór er Bandaríkjamönnum ofarlega í huga þegar Island ber á góma, en því viðhorfi er kynningarátakinu ætlað að breyta og fá fólk til að huga að fleiri þáttum. - Sérstak- Iega er lagt til að tækifæri einsog ráðstefnan Konur og lýðræði, sem nýlega var haldin, verði not- uð til að kynna land og þjóð, jafn- framt því sem fjölmiðlar verði hvattir til að kynna íslenska nátt- úru, vörur, framleiðslu, vísindi og þar fram eftir götunum. - SBS. Nemendur við Dalvíkurskóla eru á þessu skólaári 248 talsins, kennarar alls 26 en starfsmenn 44 að tölu. - GG Dalvíkurskóli vígður Dalvíkurskóli er glæsileg bygging, en byggingarkostnaður viðbyggingar nam um 200 milljónum króna. mynd:gg Styttist í FBA-til- boð Þeir sem ætla að gera tilboð í 51 % hlut ríkisins í Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, FBA, verða í síðasta lagi að skila því inn á morgun, fyrir kl. 14 á skrifstofu Ríkiskaupa. Af þeim aðilum sem Dagur hefur rætt við, sem þótt hafa h'klegir þátttakendur í út- boðinu, hefur enginn viljað við- urkenna að hann ætli að skila inn tilboði. Þá erum við aðallega að tala um lífeyrissjóðina, spari- sjóðina og Kaupþing. Eftir að einkavæðingarnefnd hefur farið yfir tilkynningarnar fá þeir aðilar frest til 29. október sem ekki hafa uppfyllt skilyrði nefndar- innar. Endanleg tilboð þurfa að berast fyrir 1. nóvember og þau verða svo opnuð föstudaginn 5. nóvember nk. Sá aðili sem býður best þarf síðan að staðgreiða um 10 milljarða eigi síðar en 15. nóvember. - BJB Laus ur varðhaldi Karlmaður á fimmtugsaldri sem úrskurðaður var í vikulangt gæsluvarðhald að kröfu efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra í tengslum við rannsókn á „stóra fíkniefnamálinu" svokall- aða er laus úr haldi. Gæsluvarð- hald mannsins rann út í gær og var framlengingar ekki krafist. Talið er að hans þáttur í málinu liggi það Ijós fyrir að ekki hafi þótt ástæða til framlengingar með rannsóknarhagsmuni í huga. Maðurinn er grunaður um að hafa gerst sekur um svo- kallað „peningaþvætti" í tengsl- um við einhvern eða einhverja þeirra sem enn sitja í varðhaldi og sæta rannsókn vegna fíkni- efnamálsins. Varðhald manns sem úrskurð- aður var upphaflega í mánaðar varðhald hefur verið framlengt til 12. nóvember þannig að nú sitja níu menn inni vegna rann- sóknar málsins. Beint frá Berlín Þeir sem halda að Rík- issjónvarpið sýni eingöngu beint frá íþróttakapp- leikjum af ýmsu tagi geta andað léttar í dag Olafur_Ragnar. því þegar klukkuna vantar fimm mínútur í níu (að morgni) verður Sjón- varpið með beina útsendingu frá opnunarhátíð sameiginlegs sendiráðs Norðurlandaþjóðanna í Berlín. Á meðal viðstaddra verður forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra og fleiri embættismenn. - H1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.