Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUD AGU R 20. OKTÓBER 1999 - 13 r ÍÞRÓTTIR ^ Eyjólfur og félagar fá AC Milan iheimsókn Átta leikir fara fram í riðlum E-H í Meistara- deild Evrópu í kvold. Mesta spennan er í H-riðli þar sem Eyjólfur Sverris- son og félagar í Herthu Berlín taka á móti stórlið- inuACMilan. I kvöld fara fram seinni átta leik- irnir í 4. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið verður í riðlum E- H og fer athyglisverðasti leikur kvöldsins án efa fram á Olympíu- leikvanginum í Berlín, þar sem Eyjólfur Sverrisson og félagar hjá Herthu Berlín taka á móti ítalska liðinu AC Milan í H-riðli. Liðin eru bæði ósigruð í riðlin- um og skipa þar tvö efstu sætin á undan enska liðinu Chelsea, sem mætir Galatasaray í Tyrklandi á sama tíma. Leikurinn í Berlín er mjög mikilvægur fyrir stöðuna í riðlinum, ekki síst vegna þess að liðin hafa þegar leikið fyrri leikinn í Mílanó, þar sem úrslitin urðu 1 - 1 jafntefli. Sá árangur ætti að gefa Berlínarliðinu auldð sjálfstraust fyrir leikinn í kvöld og ekki skemmir heldur að síðast þegar Iiðin mættust í Evrópuleik í Berlín hafði heimaliðið sigur í eftirminni- legum leik, leiktímabilið 1971-72. Hertha verður í leiknum í kvöld án gríska vamarmannsins Kostas Konstantinidis, sem er að ljúka þriggja leikja banni, en Eyjólfur sem er óðum að ná sínu fyrra formi eftir meiðsli ætti að vera til- búinn í slaginn, þrátt fyrir smá magakveisu sfðustu daga. Eftir jafnteflið í Mílanó fyrir þremur vikum hefur Hertha leikið þijá leiki, tvo í þýsku úrvalsdeild- inni og einn í bikarnum. Fyrsta leikinn sem fram fór helgina á eft- ir, léku þeir gegn MSV Duisburg í deildinni og unnu 2-1. Annan leikinn, sem var í bikarnum gegn Brasiliumaðurinri Giovane Eiber hjá Bayern Munchen, skorar framhjá Eyjólfi Sverrissyni í sigurleik Bæjara gegn Herthu Berlín um helgina. nágrannaliðinu Tennis Borussia Berlin, unnu þeir svo 3-2 eftir framlengdan Ieik, en töpuðu svo 3- 1 á laugardaginn gegn Bayern Múnchen í deildinni. Vonandi tekst Eyjólfi Sverris- syni, landsliðsfyrirliða og félögum í Herthu Berlín að reka af sér slyðruorðið fyrir leikinn í kvöld og með sigri halda efsta sætinu í riðl- inum. Leikir 4. umferð í kvöld: E-riðill Porto - Real Madrid Molde - Olympiakos F-riðill Rangers - Eindhoven Valencia - B. Múnchen G-riðill Sp. Moskva - Bordeaux Willem II - Sparta Prague H-riðill Hertha Berlin - AC Milan Galatasaray - Chelsea E-riðill Úrslit fyrri leikja: 1. rnnferð Olympiakos - Real Madrid 3-3 Molde - Porto 0-1 2. utnferð Porto - Olympiakos 2-0 Real Madrid - Molde 3. umferð Real Madrid - Porto Olympiakos - Molde Staðan í E-riðli Real Madrid 3 2 10 10-5 7 Porto 3 2 0 1 4-3 6 Olympiakos 3 111 6-6 4 Molde 3 0 0 3 2-8 0 Næstu umferðir: 5. umferð 26. oikt. Real Madrid - Olympiakos Porto - Molde 6. uniferð 3. nóv. Olympiakos - Porto Molde - Real Madrid F-riðill Úrslit fyrri Ieikja: 1. umferð B. Múnchen - Eindhoven 2-1 Valencia - Rangers 2-0 2. umferö Rangers - B. Múnchen 1-1 Eindhoven - Valencia 1-1 3. umferð Eindhoven - Rangers 0-1 B. Múnchen - Valencia 1-1 Staðan: Valencia 3 1 2 0 4-2 5 B. Múnchen 3 1 2 0 4-3 5 Rangers 3 111 2-3 4 Eindhoven 3 0 1 2 2-4 1 Næstu umferðir: 5. umferð 26. okt. Eindhoven - B. Múnchen Rangers - Valencia 6. umferð 3. nóv. B. Múnchen - Rangers Valencia - Eindhoven G-riðill Úrslit fyrri leikja: 1. umferð Sp. Prag - Bordeaux 0-0 WiIIem II - Sp. Moskva 1-3 2. umferð Sp. Moskva 1 Sp. Prag 1-1 Bordeaux 3 Willem II 3-2 3. umferð Bordeaux - Sp. Moskva 2-1 Sp. Prag - Willem II 4-0 Staðan í G-riðli Bordeaux 3 2 1 0 5 3 7 Sparta Prag 3 1 2 0 5 1 5 Spartak Moskva 3 1115 4 4 Willem II 3 0 0 3 3 10 0 Næstu umferðir: 5. umferð 26. okt. Sp. Moska - Willem II Bordeaux - Sp. Prag 6. umferð 3. nóv. Sp. Prag - Sp. Moskva Willem II - Bordeaux H-riðill Úrslit fyrri Ieikja: 1. umferð Galatasaray - Hertha Berlin 2-2 Chelsea - ÁC Milan 0-0 2. umferð Hertha Berlin - Chelsea 2-1 AC Milan - Galatasaray 2-1 3. umferð AC Milan - Hertha Berlin 1-1 Chelsea - Galatasaray 1 -0 Staðan í H-riðli Hertha Berlin 3 1 2 0 5-4 5 AC Milan 3 1 2 0 3-2 5 Chelsea 3 111 2-2 4 Galatasaray 3 0 1 2 3-5 1 Næstu umferðir: 5. umferð 26. okt. AC Milan - Chelsea Hertha Berlin - Galatasaray 6. umferð 3. nóv. Chelsea - Hertha Berlin Galatasaray - AC Milan Vignir sigrar á mn einu júdómótmu vestan hafs Vignir G. Stefánsson, júdókappi, hefur verið mjög sigursæll á júdómótum vestan hafs að undanförnu. Vignir G. Stefánsson, júdókappi, sem keppir fyrir háskólann í DaUas í Texas, vann enn einn júdósigurinn vestan hafs, þegar hann lagði aUa sina andstæðinga á stórmóti í Monterrey í Mexikó nin síðustuhelgi. Um síðustu helgi vann Vignir G. Stefánsson, júdókappi, enn eitt stórmótið vestan hafs. Mótið sem heitir „The Borrego Open“ er ár- Iegt alþjóðlegt mót og er haldið í borginni Monterrey í Mexíkó. Alls tóku 260 keppendur frá sex lönd- um þátt í mótinu og kepptu 16 þeirra í flokki Vignis, sem er -73 kg flokkur. Lagði alla andstæðingana Eins og í síðustu mótum náði Vignir að Ieggja alla andstæðinga sína á mótinu. Fyrsta glíman var gegn Mexíkómanni, sem Vignir vann létt eftir tveggja mínútna glímu. Næsta glíma var svo við bandarískan lands- liðsmann og var hún mjög hörð og erfið fyrir Vigni. Bandaríkjamaður- inn byrjaði að sækja mjög stíft á Vigni og náði að skora grimmt í byrjun glímunnar. Var kominn með mjög vænlega stöðu á móti okkar manni, en gerði af- drifarík mistök í lokin sem Vignir nýtti sér til fulls með því að Ieggja hann á fullnaðarsigri, eða Ipponi eins og það er kallað á júdómáli. Þriðja glíman var svo gegn Kúbverja og lagði Vignir hann á Ipponi eftir tveggja mín. glímu. Lagði Mexíkómeistaraim á Ippon I undanúrslitum keppti Vignir svo við sjálfan Mexíkómeistarann. Strax í byrjun glímunnar náði Vignir að hala inn stig, en þá snéri Mexíkóinn glímunni sér f hag og tókst að jafna metin á stigum. Síð- an var jafnræði með köppunum þar til ein og hálf mínúta var eftir af glímunni, að Vignir náði að rífa andstæðinginn upp og kasta hon- um beint á bakið og ná þar með fullnaðarsigri. I úrslitum keppti Vignir fyrst við mjög sterkan landsliðsmann frá Equador. Snemma í glímunni meiddist Vignir á öxl eftir að hafa snúið sér út úr kasti frá mótheijan- um. Eftir meiðslin náði keppinaut- urinn að hala inn stig og var útlit- ið ekki gott fyrir okkar mann. Þeg- ar rétt um ein mínúta var til loka náði Vignir svo sterku yfirhandar- bragði og kastaði mótherjanum beint á bakið og náði þar með fullnaðarsigri og sigri í sínum þyngdarflokki á mótinu. Keppii á Opna bandaríska meistaramótinu um næstu helgi Sigurinn á mótinu hefur milda þýðingu fyrir Vigni og gefur hon- um góðan byr fyrir næsta mót, sem er það sterkasta sem hann hefur tekið þátt í til þessa. Það er sjálft Opna bandaríska meistaramótið, sem fram fer í Colorado Springs um næstu helgi, með þátttöku keppenda frá ellefu þjóðum. Gísli Jón Magnússon, Ármanni, sigurvegari í opnum flokki á haustmóti júdósambandsins. Gíslijónvann opna flokkinn Haustmót Júdósambands Islands fór fram í íþróttahúsinu við Aust- urberg í Reykjavík um síðustu helgi. Alls 32 keppendur tóku þátt í mótinu í sex flokkum karla og fór keppnin að öllu leyti mjög vel fram. Nokkuð óvænt úrslit urðu í nokkrum glímum og má þar nefha glímu þeirra Ingibergs J. Sigurðs- sonar, JR, gegn Óskari Valgarðs- syni, Ármanni, í -90 kg. flokki, þar sem Óskar vann mjög óvæntan sigur á Ingibergi, sem betur er þekktur sem Glímukóngur Is- lands. Óskar náði mjög góðu mót- bragði gegn öflugri sókn Ingibergs og komst þar með í úr- slitaglímuna. Þar tapaði Óskar gegn Jón Gunnari Björgvinssyni, Ármanni, eftir ágætis glímu. I Opna flokknum vann Gísli J. Magnússon úrslitaglímuna gegn Bjarna Skúlasyni, þar sem Gísli sigraði eftir eina og hálfa mínútu. Kom það fáum á óvart þar sem 30 kílóa munur er á köppunum, Gísla í hag. Þetta var þó lífleg og snörp glíma og bjuggust menn fyr- irfram við hörðum bardaga, þar sem Bjami hefur unnið Gísla einu sinni á þessu ári í opnum flokki. Úrslit eru eftirfarandi: Opinnflokkur karla 1. Gísli J. Magnússon, Arm. 2. Bjarni Skúlason, UMFG 3. Jón Kristinn Þórsson, Árm. -90 kgflokkur karla 1. Jón Gunnar Björgvinss., Arm. 2. Óskar Valgarðsson, Árm. 3. Kristinn Guðjónsson, JR -81 kg flokkur karla 1. Bjarni Skúlason, UMFS 2. Jón Kr. Þórsson, Arm. 3. Bjarni Jónsson, Arm. -73 kgflokkur karla 1. Hinrik S. Jóhannesson, Árm. 2. Smári Stefánsson, KA 3. Agúst M. Ágústsson, Árm. 3. Valdimar Þór Ólafsson, JR -66 kgflokkur karla 1. Höskuldur Einarsson, JR 2. Hörður Jónsson, Vog 3. Kristinn Adolf Hilmarss., JR 15 og 16 ára flokkur unglinga 1. Aron Sigurbjörnsson, Vog 2. Sigurður Örn Sigurðarson, JR 3. Hrafn Helgason, Vog Bikardráttur í fyrradag var dregið um það hvaða Iið leika saman í 1. umferð bikarkeppni HSI í handknattleik karla. Leikirnir fara fram dagana 2.-4. nóvember. Breiðablik - Fram FH B - HK Fram B - Valur Þór Ak. - Víkingur Njarðvík - KA ÍBV B - Haukar Fylkir - Stjarnan Valur B - Breiðablik B Fjölnir - ÍBV Selfoss - ÍR ÍR B - ÍH Völsungur - FH Grótta/KR, Hörður, Valur C og Afturelding sitja hjá í 1. umferð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.