Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 - 11 Ttgptr ERLENDAR FRÉTTIR Rússar lofa að stððva penmgáþvætti Ráöstefna sjö helstu iðnríkja heims og Rússlands hófst í Moskvu í gær. Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði við upphaf ráð- stefnu „átta ríkja hópsins" svo- nefnda, sem hófst í Moskvu í gær, að Rússar ætli að beita öll- um ráðum til að koma í veg fyrir peningaþvætti. Meginefni ráð- stefnunnar er baráttan gegn skipulegri glæpastarfsemi og hryðjuverkum, og voru undirrit- aðir samningar um sameiginleg- ar áherslur og samstarf í þeirri baráttu. Pútín sagði í ræðu sinni að Rússar stefni að því að „Ioka fyr- ir allar uppsprettur óhreinna peninga" í Rússlandi og „koma í veg fyrir að óhreinir peningar frá Rússlandi séu þvegnir í erlend- um bönkum.“ Nokkur kaldhæðni þykir að ráðstefnan skuli haldin í Moskvu í ljósi þess að nýlega komu upp mál sem tengjast peningaþvætti og grunur um að ráðamenn í Rússlandi eigi þar hlut að máli. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist ókvæða við þeim ásök- unum og sagt þær vera áróðurs- bragð andstæðinga Rússlands og rússnesku stjórnarinnar. Pútin tók undir það í ræðu sinni í gær og sagði að rússnesk stjórnvöld hafi engan þátt átt í alþjóðlegri peningaþvættisstarfsemi. Orð Pútíns benda þó til þess að rússnesk stjórnvöld hafi full- an hug á að taka virkan þátt í baráttunni gegn peningaþvætti, en þó er ljóst að sú barátta gæti orðið erfið í framkvæmd vegna þess m.a. hversu flókið rússn- eska skattkerfið er og vegna þess hve mikið er um skipulagða glæpastarfsemi í Rússlandi. Þnr menn hafa verið kærðir í Bandaríkjunum fyrir að hafa tekið þátt í að koma ólöglegu fé f gegnum reikninga í banka í New York, og er talið að alls hafi þeim tekist að „þvo“ um sjö milljarða bandarískra dollara með þessum hætti frá því 1996 og þangað til í ágúst 1999. Þessi upphæð samsvarar um 500 milljörðum íslenskra króna. Ráðstefnuna í Moskvu sitja bæði innanríkisráðherrar og dómsmálaráðherrar ríkjanna átta, þ.e. Rússlands, Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands, Kanada, Italíu, Japans og Þýska- lands. Boðað var til ráðstefnunn- ar á Ieiðtogafundi átta ríkja hópsins f maí árið 1998. Fiöldagröf fannst á A-Tímor Alpjóðlegu friðargæslusveitirnar hafa fundið fjöldagröf á Austur-Tímor og er þetta í fyrsta sinn sem ummerki finnast um fjöldamorð þar. I gröf- inni eru um það bil 20 lík. Hópar vígamanna fóru með ofbeldi um eyj- arhelminginn eftir að efnt var til kosninga þar í ágústlok. Þúsundir flóttamanna, sem hröktust frá Austur-Tímor meðan versta ofbeldisald- an gekk yfir, streyma nú til baka á hveijum degi. Talið er að um 260.000 manns, eða nærri þriðjungur allra íbúa á Austur-Tímor, hafi flúið yfir landamærin eða verið fluttir burt nauðugir. Sendiráðin í Berlín opnuð í dag ÞÝSKALAND - í dag verður nýtt sendiráð íslands í Berlín formlega opnað ásamt sendiráðum Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar. Norðurlöndin hafa staðið sameiginlega að því að byggja fimm hús á sömu Ióð í hjarta Berlínar til að hýsa sendiráðin. Norrænu sendiráðin verða opnuð á sama tíma með hátíðlegri athöfn að viðstöddum þjóð- höfðingjum og utanríkisráðherrum allra Norðurlandanna. Vegna for- mennsku íslands í Norðurlandasamstarfinu flytur Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, ávarp fyrir hönd Norðurlandanna. Sharif fyrir herrétt? PAKISTAN - Hugsanlegt er að Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans sem steypt var úr embætti í stjórnarbyltingu í síðustu viku, verði leiddur fyrir herrétt vegna meintrar tilraunar til að ráða Pervez Musharraf, hershöfðingjann sem rændi völdunum af Sharif, af dögum. Rannsókn málsins er þegar hafin, en samkvæmt pakistönskum lögum getur herdómstóll kveðið upp dauðadóm. Pinochet sákaður um þátttöku í pyutmgum BRETLAND - Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, hefur verið formlega kærður fýrir að hafa sjálfur tekið þátt í pyntingum á stjórnartíð sinni. Það voru tveir lífverðir Salvadors Allendes, sem var forseti Chile þar til Pinochet gerði stjórnarbyltingu árið 1973, sem lögðu fram kæru þess efnis fyrir spænskum dómstól, en Pinochet bfð- ur nú þess í London að úrskurðað verði hvort framselja eigi hann til Spánar vegna kæru um pyntingar. brimborg Tvisturinn Faxastíg 36, Vestmannaeyjum Simi 481 3141 SIRI0N CX stílhreinn og framsækinn smábíll með öllu. CU0RE ofursparneytinn fimm dyra smábíll á einstöku verði. SIRI0N 4x4 öruggur sparnaður með alsjálfvirku fjórhjóladrifi. su*mfi TERI0S fjórhjóladrifsbill með læsanlegum millikassa og tregðulæsingu APPLAUSE GRAN M0VE fágaður og öflugur fjölskyldubíll með 100 hestafla vél. rúmgóður fjölnotabíll sem hettiar jafnt í snúninga sem ferðalög Brimborg-Þórshamar Biley Betri bílasalan Bílasalan Bílavík Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Reykjanesbæ Sími 462 2700 Sími 474 1453 Sfmi 482 3100 Sfmi 421 7800 Reiknaðu dæmið til enda Japönsku gæðingamir frá Daihatsu eru annálaðir fyrir gott verð, spameytni, lítið viðhald og auðvelda endursölu. Lægri bifreiðagjöld og tryggingariðgiöld koma eigendum Daihatsu enn frekar til góða. brimborg.is Daihatsu býður fjölbreytt úrval bíla, með miklum staðalbúnaði. Daihatsu hefur þá sérstöðu að allir bílamir fást sjálfskiptir. Þú getur skoðað bílana á brimborg.isogsannreyntkostiþeirra í reynsluakstri. DAIHATSU Daihatsu f er þínar eigin spamaðarleiðir \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.