Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 12
.................................................. Iiimnnmmmmi mn 111 hti mimmmnninii 12- MIDVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 Simi 462 3600 * Hótabraut 12 • www.nett.is/borgarbio Midvilcud. Icl. 21 Siðasta synincj RÁÐHÚSTORGI SlMI 461 4666 TFlX ÍPRÓTTIR Suðumesja- risamir dróg- ust sautau Um helgina var dregið um |rað hvaða lið leika saman í 1. um- ferð bikarkeppni KKI (Renault- bikarnum), í körfuknattleik karla. Athyglisveröasti leikurinn í drættinum er án efa leikur Suðurnesjarisanna, Keflavíkur og Njarðvíkur, en það eru einu úrvalsdeildarliðin sem mætast í 1. umferðinni. Leikirnir fara fram helgina 30.-31. október. Leikir 1. umferðar: Breiðablik - Hamar Dalvík - Selfoss Stjarnan - UMFG Keflavík - UMFN Fjölnir - Haukar Árm./Þróttur - Tindast. ÍS - KR Stafholtst. - KR B Þór Ak. - KFÍ Þór Þorl. - Skallagr. HK - Snæfell ÍV - ÍR GK. Grindav. - Smári Valur - ÍA______________ Úrslit leikja í gærkvöld Fótbolti Meistaradeild Evrópu A-riðill Dinamo Kiev - B. Leverk. 4-2 Maribor - Lazio 0-4 B-riðill Fiorentina - AIK Solna 3-0 Arsenal - Barcelona 2-4 C-riðill Feyenoord - Boavista 1-1 Bor. Dortm. - Rosenborg 0-3 D-riðill Marseille - Man. Utd 1-0 St. Graz - Croatia Zagreb 1 -0 Leikir í kvöld Handbolti Úrvalsdeild kvenna Kl. 20.00 ÍR - Fram Kl. 20.00 KA - Stjarnan KI. 20.00 Valur - Grótta KR Kl. 20.00 UMFA - Haukar Kl. 20.00 ÍBV - FH Úrvalsdeild karla Kl. 20.00 HK - Fylkir Ferguson leitar áfram Fréttir berast nú af því að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sé á höttunum eftir Edilson, hinum 20 ára gamla brasilíska framherja hjá Corinthians í Brasilíu. Þessi frábæri knattspyrnumað- ur, sem mun vera falur fyrir átta milljónir punda, lét hafa eftir sér á dögunum að hann hefði vonast til að geta haldið þessu leyndu. „Eg viðurkenni að þessar þreifingar eru í gangi, en á ekki von á að neitt gerist fyrr en eftir yfirstandandi keppnistímabil. Eg vildi svo sannar- Iega fá tækifæri til að leika fyrir United og er tilbúinn til að yfirgefa Brasilíu og reyna eitthvað nýtt,“ sagði Edilson. Áhangendur United fá tækifæri til að sjá Edilson leika með liði sínu, Corinthians, í heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fer í Brasilíu í janúar nk., en þar er brasilíska liðið á meðal þátttakenda eins og United. Þar að auki mun Ferguson nú einnig vera á höttun- um eftir spánska unglingalandsliðsmiðverðinum Unai, sem leikur með spænska liðinu Merida. Unai er mjög vænlegur kostur fyrir Ferguson, þar sem hann mætti taka þátt í meistaradeildinni seinna í vetur og þrátt fyrir að vera eftirsóttur af nokkrum stórliðum Evrópu er hann ekki verðlagður nema á þrjár milljónir punda. Glímuvertíðin að hefjast Islenska glímuvertíðin hefst um næstu helgi með 1. Landsglímunni sem fram fer á laugardaginn, fyrsta vetrardag, að Laugum f Suður- Þingeyjarsýslu. Landsglíman er þriggja móta röð þar sem krýndur er sigurvegari eftir hvert mót og síðan Landsglímumeistari í saman- lögðu eftir síðustu Landsglímuna, sem fer fram í febrúar nk. Næsta mót er svo I. Sveitaglíma unglinga sem fram fer í Grundar- firði þann 13. nóvember og eins og við sjáum á mótaskránni hér að neðan rekur svo hvert mótið annað þar til keppnistímabilinu lýkur með sjálfri Islandsglímunni þann 6. maí í vor, þar sem keppt verður um Grettisbeltið og sæmdarheitið Glímukóngur Islands. Mótaskrá Glímusambands íslands 1999-2000 Dags: Mót: Mótsstaður: 23. okt. - 12:00 1. Landsglíma Laugar, S.-Þing. 13. nóv. - 10:00 1. Sveitaglíma Islands, unglingafl. Grundarfjörður 20. nóv. - 13:00 2. Landsglíma Laugarvatn 15. jan. -10:00 2. Sveitaglíma Islands, unglingafl. Laugar, Dalasýslu 30. jan. - 13:30 Þorramót GLI Hagaskóli, Rvík 12. feb. - 13:00 Bikarglíma Islands Laugar, S.-Þing. 27. feb. - 13:30 3. Landsglíma, lokamót Hagaskóli, Rvík 11. mars - 10:00 Grunnskólamót GLI Dalshús 2, Rvík 12. mars - 10:00 Meistaramót Islands Dalshús 2, Rvík 25. mars - 10:00 Sveitaglíma íslands, allir flokkar Hvolsvöllur 9. apr. - 13:30 Landsflokkaglíma, 17 ára og eldri Hagaskóli, Rvfk 6. maí - 13:00 Islandsglíman Dalshús 2, Rvfk Sameiginleg norræn álykt- un gegn kynpáttafordómiun íþrótta- og ólympíusamband ís- lands hefur nýlega sent frá sér sameiginlega ályktun allra íþrótta- og ólympíusambanda á Norður- löndum, um íþróttir gegn kyn- þáttafordómum, sem samþykkt var á fundi Samstarfsnefndar sam- bandanna í síðasta mánuði. í ályktuninni kemur fram að samstarfsnefndin vill í auknum mæli beijast gegn kynþáttahatri á Norðurlöndunum með því að leggja meiri áherslu á blöndun inn- flytjenda í íþróttahreyfíngunni og koma þannig í veg fyrir að fyrirfram ákveðnar skoðanir hindri það að fólk með ólíkan menningarlegan bakgrunn geti starfað saman. Alyktun samstarfsnefhdarinnar: íþróttir á móti kynþáttfordóm- um - með blöndun. íþróttalegar hefðir á Norður- löndunum eru mjög svipaðar. Þær byggja á iýðræðislegum sjónarmið- um ásamt reglum um frjálsræði. Þessi atriði eru grundvöllur nor- ræns íþróttastarfs og er skilyrði fyr- ir blöndun nýrra ríkisborgara á Norðurlöndunum. Þær áherslur sem ríkja innan norrænna íþrótta bjóða upp á bestu möguleika til sameiginlegra áhugamála þar sem allir hafa jafna möguleika og rétt- indi. Reynslan sýnir að margir inn- flytjendur þekkja ekki til þeirra möguleika sem íþróttahreyfingin býður uppá, og hvaða réttindi og skyldur fylgja því að vera þátttak- andi í íþróttastarfí. Þess vegna er það mikilvægt að íþróttahreyfíngin miðli þeim upplýsingum til þeirra. Með stuðningi frá Norræna Ráðinu hefur Finnska íþróttasam- bandið haft frumkvæði að því að koma á fót umræðum um það hvemig hægt sé að stöðva og ekki síst fyrirbyggja kynþáttahatur inn- an íþróttanna. Finnska íþróttasam- bandið bauð til fundar í Helsing- fors í desember 1998 þar sem mættir voru fulltrúar allra íþrótta- sambanda á Norðurlöndunum. Samstarfsnefnd Iþróttasam- banda Norðurlanda vill í auknu mæli beijast gegn kynþáttahatri á Norðurlöndunum með því að leggja meiri áherslu á blöndun inn- flytjenda í íþróttahreyfingunni og þannig koma í veg fyrir að fyrirfram ákveðnar skoðanir hindri það að fólk með ólíkan menningarlegan bakgrunn geti starfað saman. Lykillinn að blöndun liggur í þeirri einlægni og gleði sem því fylgir að taka þátt í líkamlegri þjálf- un ásamt þeirri félagslegri samvcru sem því fylgir og er einn af horn- steinum íþróttahreyfingarinnar. Hin breiða íþróttahreyfíng skal með raunhæfri starfsemi vera virk- ur hvati til blöndunar sem tryggir jafnframt að kynþáttahatur er ekki fyrir hendi innan íþróttanna. Börn og unglingar eru von fram- tíðarinnar og með réttum áhersl- um sem beinast að nýrri kynslóð getur íþróttahreyfíngin stuðlað að því að skapa samfélag þar sem rúm er fyrir alla óháð kynþætti, þjóð- erni eða trúarskoðunum. íþrótta- hreyfingin hefur öll þau bestu skil- yrði til að blöndun geti átt sér stað, því allir sem koma við sögu reyna að Ieysa vandamálin í stað þess að skapa ný. Hér getur fólk hist við sömu skilyrði óháð færni og metn- aði. Sameiginlegt markmið er að norræn íþróttahreyfing skuli vera til, fyrir alla. Þess vegna vill Samstarfsnefnd íþróttasambanda Norðurlanda vinna að því að: - íþróttimar á Norðurlöndunum virki sem tæld þannig að markmið- in að skilja, virða og samþykkja tjöldann verði uppfyllt. - auka þekkingu um norrænt íþróttastarf með auknu upplýs- ingaflæði auk þess að miðla þeirri reynslu sem til er á milli Norður- landanna. - vinna að gagnkvæmri viður- kenningu fyrir siðum bæði meiri- og minnihluta og nota til þess þver- menningarlegt upplýsingaflæði. - norrænni samvinnu gegn kyn-' þáttahatri verður haldið áfram með því að skiptast á upplýsingum og reynslu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.