Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 6
6 -MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 rÐ^ftr ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag. Útgáfustjóri. Ritstjóri. A ðstoðarritstjóri. Framkvæmdastjóri. Skrifstofur. DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo og soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.ooo KR. Á MÁNUÐI Lausasöiuverð: 150 KR. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netfong auglýsingadeildar: greta@dagur.is - gunnarg@dagur.is Sfmar auglýsingadeildar: (reykjavíK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 Gunnar Gunnarsson 460-6192 Gréta Björnsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 creykjav(k) Þingið gegn þjóðinni? í fyrsta lagi Ný skoðanakönnun Gallups sýnir ótvírætt að lítil breyting hef- ur orðið á afstöðu landsmanna til kröfunnar um lögformlegt umhverfismat vegna Fljótsdalsvirkjunar. Um 73 prósent telja það skipta „öllu“ eða „miklu“ máli að virkjun í Fljótsdal verði ekki undanþegin lögformlegu mati á umhverfisáhrifum. Sam- bærileg niðurstaða í síðustu könnun var 79 prósent. Harðn- andi áróðursstríð hefur því ekki breytt miklu. Þó ber könnun- in með sér að minnstur munur er á afstöðu Austfirðinga - en þar skiptast íbúarnir nánast til helminga. 1 öðru lagi Niðurstaða könnunarinnar er svo afgerandi að hægt er að tala um þjóðarvilja í þessu máli. Það er ljóslega vilji mikils meiri- hluta Iandsmanna að Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt um- hverfismat þannig að almenningur hafi formlegan farveg til að hafa áhrif á niðurstöðuna. Sú spurning hlýtur að leita á ráða- menn hvort skynsamlegt sé að virða að vettugi þennan vilja fólksins. Ef ráðherrum tekst ekki að breyta afstöðu tugþús- unda Islendinga í málinu, þá er Ijóst að með því að láta Alþingi samþykkja ítrekun á leyfi Landsvirkjunar til að hefja fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun, væri þingið vísvitandi að ganga gegn vilja meirililuta kjósenda. í þriöjalagi Allt frá því krafan um lögformlegt umhverfismat vegna Fljóts- dalsvirkjunar var fyrst sett fram hafa ráðamenn hafnað henni með þeirri röksemd að ekki væri nægur tími til að láta slíkt mat fara fram. Augljóst er þó að ef þessi krafa hefði verið sam- þykkt árið 1997 eða 1998 væri því ferli, sem felst í matinu, nú þegar lokið og niðurstaða fengin. Ef fyrir liggja jafn ítarlegar rannsóknir og Landsvirkjun vill vera láta, væri vafalaust enn hægt að Ijúka lögformlegu umhverfismati áður en fram- kvæmdir eiga að hefjast. Það er því enn á valdi ríkisstjórnar- innar að fara að vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. En til þess þarf meira en sáttavilja í orði - það þarf að sýna hann í verki. Elías Snæland Jónsson Ávextir góðæris Garri er maður góðærisins. Honum líður aldrei betur en einmitt þegar ávextir góðæris- ins eru fullþroska og tilboðin hrannast upp um að ganga út á akurinn og tína að eigin vild epli, appelsínur, mangó, ban- ana, vínber og aðrar gjafir jarð- ar sem þar eru í boði. Satt að segja minnir þetta dáfítið á biblíusögurnar, þegar þau skötuhjúin í Eden gengu um nakin og gátu fengið allt það sem hugur þeirra girntist. Eða þá á æskudaga Garra þegar enginn kvóti var kominn og allir sem vildu gátu hrint bátskektu á flot og gerst útgerðarmenn. Þá áttu allir fiskinn í sjónum og spurningin snerist einfaldlega um að ná í hann. Það var tími ótakmarkaðrar sóknar í lífsgæði og auðlindir. Tjaldvag I dag búum \ ninii við við svipað ástand, því allir geta nú veitt sér allt og enginn þarf að láta sig vanta neitt. Þannig rakst Garri inn í tjaldvagnabúð á dögunum og sölumaðurinn þar - afskaplega elskulegur maður - sá náttúrulega í hendi sér að tjaldvagn var einmitt það sem Garra vanhagaði um. Ef ekki hefði verið fyrir tóm Ieiðindi í eiginkonu Garra hefði þessi fötlun, sem tjald- vagnaskortur er, verið yfirunn- in í einu vetfangi. Maðurinn bauð Garra að taka vagninn strax en ekki þurfti að byija að borga fyrr en eftir hálft annað ár. Til viðbótar þessu ætlaði hann að útvega geymslupláss fyrir hann yfir veturinn. Fyrir veskislausan mann var þetta tími ótakmarkaðrar sóknar í lífsgæðin - að ganga svo bara út með þennan fína tjaldvagn! Bílliim Eins var það þegar Garri og frú rákust inn í bílaumboðið. Þar var nú ekki nánasarhátturinn að teíja fyrir hjólum viðskipta- lífsins. Garri var kominn hálf- ur út úr húsinu á nýjum jeppa þegar eiginkonan upphóf sín venjubundnu Ieiðindi um að bíll- inn væri of dýr! Rétt eins og það skipti einhverju máli?! Það þurfti hvort sem er ekkert að borga fyrr en eftir dúk og disk! Henni tókst nú samt að snúa jeppakaupunum upp í kaup á heldur tilkomulitlum fólksbíl. Enda lætur Garri sig nú hafa það að ganga í vinnuna, og ber því við að um heilsubót sé að ræða. Hjónabandið Iafir að vísu enn, þrátt fyrir að eigin- konan sé að skemma góðærið fyrir Garra. Að því leyti sver hún sig í ætt kynsystra sinna þeirra Evu og Fiskveiðistjórnu - hún er alltaf að skemma sæl- una fyrir alvöru karlmennum! Garra er það þó huggun harmi gegn að sjá að kynbræður hans margir láta ekki fara svona með sig og bergja óhræddir á brunni góðærisins. Það er alltaf viss svölun og von í því fólgin að vita, að enn eru til karlmenn á Islandi. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Svolítið er það undarlegt að halda fram að alltumlykjandi Evrópusamband sé ekki á dag- skrá stjórnmálaflokka. Davíð for- sætisráðherra endurtekur sí og æ þegar málefni sameinaðar Evr- ópu ber á góma, að að nánari samruni sé ekki á dagskrá. Samt er þátttaka Islands í Evrópska efnahagssamningnum á dagskrá á hverjum einasta degi, helga sem virka. Og sá samningur og samruni breytist ört í framþróun ríkja um vestanverða Evrópu. Núna horfa málin þannig við að íhaldsöflin ffaman og aftan á flokkaflórunni (það má alveg eins nota þessa viðmiðun eins og úreltu hugtökin hægri og vinstri) hafna öllum viðræðum um vænt- anlega inngöngu í Evrópusam- bandið, en þeir flokkar sem eru að reyna að hasla sér völl á miðj- unni telja tímabært að fara að sækja um aðild fyrir Islands hönd til að athuga hvað í boði er mörlandanum til handa. Það þarf ekki mikla spádóms- Dagskrármál utan dagskrár gáfu til að sjá, að Evrópska efna- hagssvæðið og forveri þess EFTA eru á leið út úr Evrópumynstr- inu. Fastur á lfnnnnl Þá er komin upp sú staða að Vinstri-grænir eru orðnir bálskotnir í EES og segja að það muni passa okkur vel um aldur og eilífð. En þegar sömu aðilar voru enn í allaballafélaginu voru samtökin aðeins tæki heimsauðvaldsins til að klófesta íslenskar auðlindir. Hitt íhaldið hefur aftur á móti verið til í tuskið að ganga í EES, en ekki feti lengra inn í Evrópusamrunann. Er Dav- íð fastur á línu Margrétar Tatcher í málefnum Evrópu. Kratar hafa alltaf verið upp- næmir fyrir að sækja um aðild að Evrópusambandinu, enda líta þeir á það sem einn allsherjar krataflokk. Framsóknarmenn voru með hundshaus þegar gengið var í EES og gengu það Iengst í atkvæðagreiðslu um mál- ið, að sitja hjá þótt foringi þeirra berðist hart fyrir því að atkvæði væru greidd á móti. Þetta var nú þá og er nú bæði Evrópusam- bandið og íslenska pólitíkin búin að taka stakkaskiptum svo um munar. Framsókn brosir Ekki má á milli sjá hvor íhaldsflokkurinn er betra afturhald þegar kemur að Evrópumál- um. Alþýðubandalagð er á hrað- ferð yfir í róttækan íhaldsflokk græningja. Aðrir allaballar hafa ákveðið að gerast kratar og stendur nú fyrir dyrum stofnun slíkrar breiðfylkingar, sem vafa- lítið mun stefna að inngöngu í Evrópusambandið. Og nú upp á síðkastið eru framsóknarmenn farnir að brosa sætt til Samfylk- ingarinnar og farnir að kallsa hvort ekki sé tímabært að koma sér inn í Evrópusambandið á meðan þess er enn kostur. Þarna getur því myndast breið miðjusamstaða um að skella sér inn í Evópusamrunann, taka upp sameiginlega gjaldmiðilinn og beijast við aðrar þjóðir um valda- stólana í Brussel. Gamli góði fjórflokkurinn er við völd sem fyrr og nokkrar nafnabreytingar skipta engu máli um hvernig kaupin gerast á póli- tísku eyrinni. Það munar heldur engu til eða frá hvort mál, sem brennur á öllum þjóðarbúskapn- um er á dagskrá eða ekki. Þótt sjálfstæðismenn ræði það ekki í Valhöll, er þeim ekld varnað máls annars staðar. Og ekki heyrist betur en að Halldór Ás- grímsson haldi málinu á dag- skránni af fullri einurð, þótt svo eigi að heita að málfrelsi ríki ekki í Stjórnarráðinu. Er Davíð fastur á Hnu Margrétar Tatcher í málefnum Evrópu. ErJjarvitinsla lausnar- orð landsbyggðarínnar? Jósef A. Friðriksson sveitarstjóri á StöövarfiidL „Fjarvinnsla skiptir sífellt meira máli fyr- ir landsbyggð- ina. Hún skap- ar nayðsynlega fjölbreytni í störfum og gef- ur krökkum sem fara til náms líka von um að störf víðar en í frystihúsinu séu til staðar í heimabyggð þegar námi lýkur. Á Stöðvarfirði var nýlega opnuð fjarvinnslustöð sem veitir þrett- án manns vinnu og er hún lyfti- stöng fyrir byggðarlagið þó við eigum enn eftir að sjá margfeld- isáhrif. Fjarvinnsla er góð stoð byggðar á smærri stöðum, þó við þurfum frumvinnsluna líka.“ Björg Ágústsdóttir svdtarstjóri í GmndarfiröL „Eg held að fjarvinnsla geti verið hluti af þeim lausnum sem þarf. Hún eykur fjöl- breytni f at- vinnulífinu, fólk getur valið um til dæmis störf í frystihúsi eða við upplýs- ingaiðnaðinn - og ég held að val í atvinnumálum sé stórt sálrænt atriði og íbúum mikilvægt. Mik- ilvægt er jafnframt að starfsemi í upplýsingaiðnaði fari fram víða út um landið. En fleira þarf að koma til í eflingu Iandsbyggðar- innar, svo sem almenn jöfnun á lífsskilyrðum fólks þar og á höf- uðborgarsvæðinu." Haukur Ágústsson fjaritennslustjóri VMA. „Fjarvinnsla er ekki endanleg lausn lands- byggðarinnar, en getur verið það að umtals- verðu leyti. Þekkt er til dæmis frá Bandaríkjunum að margir flytji úr þéttbýlinu á sér þekkilegri staði og stundi þar sína vinnu í gegnum tölvur. Ég trúi því að þróunin sé eindregið í þessa átt. Helsta vandamálið í þessum efn- um eru há tengigjöld Landssím- ans og á því máli þarf að finna lausn." Einar Már Sigurðsson þingntaðurSamfylkingar. „Eitt af mörg- um lausnar- orðum lands- byggðarinnar er fjarvinnsla. En hún er ekki patent-lausn. Fjarvinnsla skapar ýmis sóknarfæri og bætist í þann milda íjölda tillagna sem fyrir liggur um aðgerðir á landsbyggð- inni og nú einsog oft áður reynir frekar á framkvæmdir en hug- myndaauðgi - og að skilyrði til framkvæmda verði sköpuð. Á þessu sviði væri táknrænt ef op- inberar stofnanir sýndu frum- kvæði og flyttu hluta starfsemi sinnar út á land með fjar- vinnslu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.