Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 9
8- MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÚBER 1999 MIDVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 - 9 .Thgpr Aldrei verðmiði á bj örgun Rairnir rjúpnaveiði- maima fyrstu daga rjúpnaveiðitímabils- ins hafa vaMð upp ýmsar spumingar, meðal aimars um ör- yggismál, tryggingar, skotvopnareglur og fleira. Dagur ræddi við veiðistjóra, skot- veiðimenn, lögregln- menn og björgunar- sveitarmenn um ástandið. Stríðsástand er eitt þeirra orða sem komið hefur fram í umræð- unni um fyrstu daga rjúpnaveiði- tímans þegar þúsundir veiði- manna arka á fjöll í leit að bráð, oft margir á takmörkuðu svæði og eiga þar með á hættu að lenda í skotlínu annarra veiðimanna. Ar- viss leit og óhöpp tengd rjúpna- veiðinni fylgdu upphafi rjúpna- veiðitímans um helgina, nánast jafn örugglega og dagur fylgir nótt. Slíkum atvikum fer þó mjög fækkandi að mati þeirra sem að málinu koma. Oháð einstökum atvikum um liðna helgi og hvort útbúnaður manna sem þeim tengdust var í lagi eða ekki er eðlilegt að spurt sé um eftirlit, ör- yggismál, útbúnað, kostnað við leit og ekki síst hæfni veiðimanna til að fara með sín vopn. Þurfa að kuiiiia á tækin Kristján H. Birgisson, erindreki hjá Slysavarnafélaginu Lands- björgu, segir að þrátt fyrir allt sé það tilfinning björgunarsveita- manna að útbúnaður og öryggis- mál veiðimanna hafi farið batn- andi á liðnum árum. Þar hafi orð- ið hugarfarsbreyting hjá veiði- mönnum. Hinsvegar séu alltaf til undantekningar og sumir fari vanbúnir til fjalla. Öflugasta leið- in til að bæta ástandið sé með fræðslu um það hvaða útbúnað þurfi. Helstu öryggistækin sem veiðimenn þurfi séu áttaviti, gps- tæki, nmt-sími, kort, ljós, neyðar- blys og sjúkragögn. „Útbúnaður hefur farið batn- andi og síðastliðin fimm ár hefur eiginlega orðið bylting á þessu sviði,“ segir Kristján. „Menn eru orðnir mjög meðvitaðir um að vera vel klæddir, vera með áttavit- ann, gps-tæki og kort. En síðan gerast alltaf einhver slys sem eng- inn ræður við. En það er aldrei of oft brýnt fyrir mönnum samt sem áður að taka með sér kort og átta- vita og kannski það sem mestu máli skiptir, að kunna á þá.“ Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss, Skotveiðifélags íslands, tekur í sama streng og segir út- búnað rjúpnaveiðimanna tví- mælalaust hafa batnað og þeir séu mun upplýstari í dag en fyrir fáeinum árum. „Það varð bylting Þessi rjúpnaskytta fékk gott veður í Vaðlaheiðinni nú í vikunni en ekki eru aiiir sro heppnir þegar farið er á fjöii í leit að rjúpu. Þokan hefur oft reynst mönnum erfið en þá er mikiivægt að réttur örygg- isbúnaður sé með í för. - mynd: brink með tilkomu gps-tækjanna. Það hefur stórdregið úr því að menn séu að villast. Allur fatnaður er orðinn miklu, miklu betri,“ segir Sigmar. „Mér telst svo til að um þessa helgi hafi verið þtjú þúsund og fimm hundruð til fjögur þús- und menn á Ijöllum uppi við mjög erfið skilyrði, þoku og rigningu, og það urðu ekki fleiri óhöpp en þetta.“ Trygging vegna leitar? A hverju ári þarf að leita að rjúpnaskyttum sem ýmist hafa villst, slasast eða hvort tveggja. Eðlilegt er því að spurt sé hvort skylda eigi veiðikorthafa til að kaupa sér tryggingu til að standa straum af kostnaði við Ieit og björgun. Besta ráðið er auðvitað að fara varlega en leit að veiði- mönnum er árviss, hvort heldur ástæðan er vanbúnaður eða óhöpp. „Menn eiga ekki að ana út í vitleysu þegar þeir eru ókunnug- ir á svæðinu og ótryggt veðurútlit, að vera þá ekki að taka sénsa,“ segir Áki Ármann Jónsson veiði- stjóri. „Eg held að veiðimenn séu bara þverskurður af þjóðfélaginu. Mestur hlutinn er í lagi en síðan eru alltaf svartir sauðir inn á milli," segir Aki. Varðandi það hvort skylda eigi menn til að kaupa sér tryggingar segir Aki að sumsstaðar erlendis sé slíkt gjald Iagt ofan á veiðikortagjaldið. „Það er spurning hvort við eigum að fara þá leið eða hvort menn eigi bara að hafa þetta í hendi sér,“ segir Aki. Sigmar segist ekki telja ástæðu til að skylda veiðimenn til að kaupa sér tryggingar. „Björgunar- sveitirnar hljóta ýmiss konar stuðning af ríkisvaldinu og það ætti þá að skylda alla til þess, bæði fjallgöngufólk, skíðafólk, bændur og aðra. Tölfræðin sýnir að af þeim hópum sem stunda útivist eru ekki mjög mörg útköll vegna skotveiðimanna." Kristján H. Birgisson hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu segir erfitt að svara því frá sjónarhóli björgunarsveitamanna hvort skylda eigi veiðimenn til að kaupa sér tryggingar til að kosta björgun og leit ef til kemur. „Það hefur í sjálfu sér aldrei verið í umræð- unni. Við komum aldrei til með að neita neinum um leit. Við lif- um á almannafé þannig að það væri þá almenningur sem myndi fara fram á það, stjórnvöld eða einhverjir sem sjá fram á beinan kostnað." Hinsvegar sé erfitt fyrir björgunarsveitarmenn að svara þessu. „Við erum ekki vanir og munum aldrei leggja fram verð- miða á okkar aðgerðir. Það er al- veg á hreinu," segir Kristján. Treyst á veiðimeimina Björgunarskólinn býður upp á námskeið í rötun og ferða- mennsku fyrir almenning sem Kristján H. Birgisson segir að hafi verið töluvert sótt af veiðimönn- um. Skotvís sér um veiðinám- skeiðin í samvinnu við lögregluna og rekur að auki skotveiðiskóla, sem margir hafa sótt, þannig að veiðimenn eru greinilega að afla sér þekkingar, ekki bara af skyldu, heldur af eigin áhuga til að hæta sig. „Við gefum út fréttabréf með miklum fróðleik, veglegt blað einu sinni á ári og svo erum við níu mánuði á ári með rabbfundi fyrsla miðvikudag>hvers mánaðan Þar er alls konar fróðleikur um öryggismál, Iíffræði og annað slíkt. Helsti þáttur í starfsemi okkar er fræðslan og hún hefur skilað sér mjög vel.“ Ef til vill kennir reynslan mönnum að gagnlegra væri að björgunarsveitirnar kæmu beint inn á skotvopna- og veiðikorta- námskeiðin með það að markmiði að enginn hefði leyfi til veiða án þess að hafa gengið í gegnum ít- arlega fræðslu um útbúnað og ör- yggismál fyrst. Forvarnir og fræðsla er ef til vill besta tækið til að koma í veg fyrir að vanbúnað- ur verði mönnum að fótakefii á Ijöllum. „Eg hef trú á að það sé farið yfir þessa hluti að einhverju leyti á þcssum námskeiðum en það má kannski alltaf gera það betur,“ segir Kristján og Sigmar tekur í sama streng. „Útilífs- og öryggisþátturinn er ágætur. Það er mjög vel að því staðið en hann mætti vera stærri,“ segir Sigmar. „En hinsvegar hvetjum við menn til að afla sér þekkingar sjálfir. Það er þannig með skotveiði- menn að þeir eru í ýmsu öðru sporti þannig að yfirleitt eru menn mjög vel að sér þó svo það komi alltaf fyrir og er ótrúlegt að menn skuli álpast á fjöll án þess að hafa áttavita. Mér virðist þessi slys sem verða þegar menn villast verða helst þegar menn ætla stutt. r.Menn aatla. bar«, á-bakvið. hólinn, bara rétt upp í gilið. Menn ætla stutt en svo getur veiðigleðin hlaupið með menn í gönur, eða skollið á myrkur, þoka eða þá að menn átta sig ekki.“ Veiðiskýrslur á síðustu stundu Þeir sem til margra ára hafa haft skotvopnaleyfi þurfa nú að fara á hæfnisnámskeið til að fá veiði- kort. Aki segist hafa leyft mönn- um að fara beint í próf án þess að fara á námskeiðið, ef menn hafi Áki Ármann Jónsson veiðistjóri: „Ég tei að fræðsla eigi að skiia sér því þó við myndum skylda veiðimenn til að vera með áttavita og gps-tæki á sér þá myndi kannski ekki nema heimingurinn af þeim vera með þessi tæki." talið sig hæfa til þess, en dæmin sýni hinsvegar að slíkt sé í raun tímasóun því enginn veiðimaður hafi náð prófinu með þeirri að- ferð. Nú eru 16.000 veiðikorthaf- ar á skrá hjá embættinu og hafa tæplega tíu þúsund endurnýjað sín kort fyrir yfirstandandi veiði- ár, en kortið gildir til árs frá 1. apríl -31. mars. Til að fá veiðikort sín endurnýjuð þurfa veiðimenn að skila inn veiðiskýrslum en af þeim þúsund veiðimönnum sem óskuðu eftir endurnýjun veiði- Snorri Sigurjónsson hjá Ríkislög- regiustjóraembættinu: „Kennsiugögn eru kannski ekki ai- veg í takt vió nýju reglurnar. Menn hafa aðlagað sig að breyttum iög- um og spunnið út frá þvi. Meining- in er að taka á þessu í samvinnu við veiðistjóra." korts á síðustu tveimur vikunum fyrir upphaf rjúpnaveiðitímabils- ins skiluðu um sjö hundruð veiði- skýrslum um leið. Aki segir skil á veiðiskýrslum til fyrirmyndar en að skýrslurnar vilji koma frekar seint inn, sérstaklega skýrslur um rjúpnaveiði. Þegar um það er að ræða að veiðimenn skila ekki skýrslu fyrr en þeir hreinlega verða að gera það til að fá veiðikortið endurnýj- að má spyrja hve áreiðanlegar skýrslurnar eru. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotvíss: „Mér telst svo til að um þessa helgi hafí ve'rið þrjú þúsund og fimm hundruð til fjögur þúsund menn á fjöllum uppi við mjög erfið skiiyrði, þoku og rigningu, og það urðu ekki fleiri óhöpp en þetta." Forsjár- eða fyrirhyggja Ekki eru til samræmdar reglur um öryggistæki en á námskeiðunum er mönnum ráðlagt að taka með sér áttavita, gps-tæki, síma eða annað slíkt. Þá er lögð áhersla á að menn fari ekki út í óvissuna, hugi vel að veðurspá og öðru slíku. Notkun áttavita og gps-tækja er ekki kennd á námskeiðunum en Áki segir vissulega þörf á slíhri kennslu þótt ávallt sé spurning um hve mikið hægt er að taka inn á námskeiðin. Hann segist hins- vegar ekki hlynntur því að skylda veiðimenn til að hafa ákveðinn ör- yggisbúnað. „Ég er á móti forsjár- hyggju almennt. Ég tel að fræðsla eigi að skila sér því þó við mynd- um skylda veiðimenn til að vera með áttavita og gps-tæki á sér þá myndi kannski ekki nema helm- ingurinn af þeim vera með þessi tæki. Eg vil frekar uppfræða menn þannig að þeir viti þetta og geri þetta að eigin frumkvæði." Aki segir erfitt að koma algjörlega í veg fyrir að menn týnist þegar skyndilegar breytingar verða á veðri þrátt fyrir að útbúnaður sé í lagi. Hann viðurkennir að eftirlit með slíku yrði mjög erfitt, um- fangsmikið og dýrt. „Það er mjög lítið eftirlit með skotveiðimönnum núna og mjög mismunandi eftir umdæmum hvernig því er háttað,“ segir Aki. Hann telur farsælast að þetta eftirlit sé á höndum veiði- stjóraembættisins eða ríkislög- reglustjóra. Oft og tíðum geti tengslin heima í héraði gert mönnum erfiðara fyrir við eftirlit- ið. Best væri ef einhver utanað- komandi hefði þetta eftirlit með höndum. Eftirlit erfitt og dýrt Veiðistjóri viðurkennir að almennt mættu þessi mál vera í betra far- vegi. Eftirlit með skotveiði sé al- mennt lítið, enda sé slíkt eftirlit bæði umfangsmikið og dýrt. Sam- kvæmt upplýsingum frá Snorra Sigurjónssyni hjá Ríkislögreglu- stjóra hefur veiðistjóri sent til embættisins ábendingar og tillög- ur um hvað betur mætti fara. Snorri segir að vissulega sé alltaf hægt að bæta hlutina og umræða um slíkt sé af hinu góða. Hann viðurkennir eins og aðrir sem að málinu koma að erfitt sé að koma við mjög virku og öflugu eftirliti með skotveiðimönnum, eðli máls- ins samkvæmt, og slíkt eftirlit sé í raun afskaplega lítið. „Ég held að við verðum fyrst og fremst að byggja á þessum námskeiðum og ég veit að skotfélögin hafa unnið ágætis starf með kynningu innan sinna vébanda. Af hálfu lögreglu yrðu þetta fyrst og fremst skyndikannanir sem fara fram. Ég veit að það hefur verið lagður þungi á þetta þegar allt er hvað heitast, eins og núna þegar rjúpan er að byija. Þá hafa menn lagst í víking og heilsað upp á veiðimenn, kannað þeirra búnað og jafnvel að það hafi verið teknar byssur af mönnum sem ekki höfðu þau leyfi sem þeir áttu að hafa. Það gerist á hverju hausti og sýnir að lögreglan þarf að vera vakandi." Skortir samræmingu Ríkislögreglustjóri hefur yfirum- sjón með skotvopnanámskeiðum en í raun er framkvæmdin hjá Iög- reglustjórum heima í héraði ásamt úthlutun skotvopnaleyfa. I nýju vopnalögunum (16/1998) og reglugerð um skotvopn, skotfæri og fleira, er gert ráð fyrir sam- ræmdum skotvopnanámskeiðum um allt land og það er ríkislög- reglustjórans að samræma þessi námskeið. „Það verður að segjast eins og er að það hefur ekki verið gert ennþá öðruvísi en þannig að lögreglu- stjórum hefur verið falið sérstak- lega að annast þetta áfram eins og verið hefur, að vísu með tilliti til breyttra laga og reglna," segir Snorri Sigurjónsson. „Ég er nú ekki tilbúinn að gefa hverju nám- skeiði einkunn fyrir sig en það á nú að vera svo að þarna sé jafn- ræði og ég veit ekki betur en að svo sé. Það stendur til hinsvegar að taka á þessu upp á nýtt. Kennslugögn eru kannski ekki al- veg í takt við nýju reglurnar. Menn hafa aðlagað sig að breyttum lög- um og spunnið út frá því. Mein- ingin er að taka á þessu í sam- vinnu við veiðistjóra. Það er spurning með hvaða hætti nám- skeiðin verða haldin framvegis. Ég á von á að lögreglustjórum verði áfram falið að sjá um þau en þetta er fyrst og fremst spurningin um kennslugögn og samræmd vinnu- brögð. Ég hef heyrt um það að það er ekki fullkomin ánægja með þetta og ég veit að það þarf að taka á einhverju. Almennt held ég að þetta sé í lagi,“ segir Snorri. Samgönguráðherra vígir Siglufjarðarveg með formiegum hætti. - mynd: brink Bundið slitlag tll Siglufjarðar Samgönguráðherra af- hjúpaði stuðlahergs- drang með koparskildi sem sýnir legu vegar- ins. Drangurinn stend- ur skammt norðan Hofsóss við Höfða- hóla. Þriðjudaginn 14. september verður skráður í sögu Sigluljarð- ar því þann dag náðist sá áfangi í samgöngumálum Siglfirðinga, og reyndar Norðurlands vestra að bundið slitlag var komið á allan Siglufjarðarveg og þar með á helstu aðalvegi milli þéttbýlis- staða kjördæmisins. Siglufjörður komst fyrst í vegasamband árið 1946 með vegalagningu um Siglufjarðarskarð en sá vegur var oft ekki opinn nema fjóra mánuði á ári. Arið 1967 lauk svo jarð- gangagerð gegnum Strákafjall og vegalagningu um Almenninga. Kostnaður vegna endurbygg- ingar Siglufjarðarvegar frá árinu 1983 nemur um einum milljarði króna á verðlagi ársins 1999, þ.m.t. endurbygging Stráka- ganga og sjö brúa á leiðinni. Siglufjarðarvegur telst í dag vera 102 km að lengd og ná að sunn- an frá Syðstu-Grund í Út- Blönduhlíð í Skagafirði og þaðan um Höfðaströnd, Sléttuhlíð, Fljót og að hafnarsvæðinu á Siglufirði. Sl. föstudag afhjúpaði samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, stuðlabergsdrang með koparskildi sem sýnir legu vegar- ins en honum var valin staður skammt norðan Hofsóss við Höfðahóla til að minnast þessa áfanga í samgöngumálum á Norðurlandi vestra. — GG ti bytcm%i | fí.Vfí-ri i 8 Hilmar Ragnarsson, forstöðumaður símstöðvadeildar Landssímans, sýnir áhugasömum sýningargestum hugbúnaðarlausnir fyrir símafyrirtæki á Telecom ‘99 í Genf. Landssímiim á Telecom ’99 Á Telecom ‘99 í Genf í Sviss, einni stærstu fjarskiptasýningu heims, kynnti Landssíminn hug- búnaðarlausnir fyrir símafyrir- tæki. Tvö hugbúnaðarkerfi, sem þróuð eru á tölvu- og hugbúnað- ardeild símstöðvadeildar Lands- símans, vöktu talsverða athygli á sýningunni, en þar kynntu yfir 1.000 fjarskiptafyrirtæki og framleiðendur Qarskiptabúnaðar starfsemi sína og vörur. Um er að ræða tvö miðlunar- kerfi, sem miðla upplýsingum á milli sjálfvirkra símstöðva og við- skiptamanna- og reikningagerð- arkerfa símalyrirtækja. Annað kerfið flytur gjaldfærsluupplýs- ingar úr símstöðvum yfir í reikn- ingagerðarkerfi, en hitt flytur skipanir úr viðskiptamannakerfi, t.d. um breytingar á sérþjónustu, yfir í símstöðvar. Kerfin hafa, ýmist annað eða bæði, þegar ver- ið seld til EMT í Eistlandi, Foroya Tele í Færeyjum og ís- landssíma á íslandi. Þá eru líkur á að fleiri samningar náist nú í kjölfar Telecom ‘99.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.