Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 20.10.1999, Blaðsíða 3
MIDVIKUDAGUH 20. OKTÓBER 1999 - 3 „ SídðaMofningur44 hj á Skagfír ðmgum Meirihlutiim í sveit- arstjóm Skagafjaröar er klofiuu í afstöðu siuui til uppbyggiug- ar og reksturs skíða- svæðis við Tiudastól, fjallið semuug- mennafélagið sækir nafn sitt til. Sveitarstjórn Skagafjarðar sam- þykkti með naumum atkvæða- mun í gær samning við Ung- mennafélagið Tindastól um upp- byggingu og rekstur skíðasvæðis í Lambárbotnum í Tindastóli. A fundi byggðaráðs Skagafjarðar sl. miðvikudag var lögð fram kostnaðaráætlun upp á rúmar 66 milljónir króna og klofnaði meirihlutinn um málið er þau Gísli Gunnarsson, forseti sveit- arstjórnar og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks, og Ingibjörg Hafstað, efsti maður á Skaga- fjarðarlista, greiddu atkvæði gegn samningum, en með hon- um greiddu atkvæði Herdís Á. Sæmundardóttir, formaður byggðaráðs og efsti maður á lista Framsóknarflokks, Elínborg Hilmarsdóttir, Framsóknarflokki Gísli Gunnarsson. og Ásdís Guðmundsdóttir, Sjálf- stæðisflokki. Meirihluti sveitar- stjórnar er skipaður 9 fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks gegn 2 fulltrúum Skaga- fjarðarlista. Af 5 fulltrúum sjálf- stæðismanna greiddu Gísli Gunnarsson, Helgi Sigurðsson og Sigrún Alda Sighvatsdóttir at- kvæði gegn samþykktinni en Ás- dís Guðmundsdóttir og Árni Eg- iisson með henni og tillagan því naumlega samþykkt með 6 at- kvæðum gegn 5, en allir fram- sóknarmennirnir greiddu henni atkvæði, en báðir fulltrúar Skagafjarðarlistans lögðust gegn henni. Herdís Sæmundardóttir. Bág staða sveitarsjóðs Á byggðaráðsfundinum lét Ingi- björg Hafstað bóka að hún teldi ekki tímabært að fara út í samn- ingsgerð við skíðadeild Tindastóls vegna bágrar stöðu sveitarsjóðs og ekki síður vegna þess að vinnu við forgangsröðun verkefna við íþróttamannvirki í sveitarfélaginu væri ekki lokið. Einnig væri máls- meðferð verulega ábótavant, þar sem samningurinn hefði ekki hlotið efnislega umfjöllun og af- greiðslu í Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd, en hann var þó á dagskrá nefndarinnar 13. október sl. Við samninginn mun heildar- greiðsla sveitarfélagsins fara úr 5,3 milljónum króna í 8,7 millj- ónir króna auk 2 milljóna króna í rekstrarframlag þannig að greiðsla sveitarfélagsins nemur um 11 milljónum króna á ári. Gert er ráð fyrir í samningnum að sveitarfélagið greiði 80% af áð- urnefndum 66 milljónum króna, eða 53 milljónir króna, og Tinda- stóll þá 13 milljónir króna. Greiðslutíminn er 10 ár, fyrsta greiðsla árið 2000 og eru bundn- ar byggingavísitölu auk 6% vaxta. Áætluð verklok eru árið 2003 en í áætluninni er m.a. ekki gert ráð fyrir bílastæðum. Ekki sótt nm Landsmót UMFÍ Samþykkt samingsins táknar vafalaust að sveitarfélagið hyggst ekki sækjast eftir því að halda landsmót ungmennafélaganna árið 2004, en í þá framkvæmd þarf að leggja a.m.k. 1 50 milljón- ir króna. Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2002, sem einnig kostar verulegar fjárhæðir og endurnýja þarf sundlaugina á Sauðárkróki. Skagafjörður er frcmur snjólétt svæði og þar ekki ríkjandi mikil „skíðamenning“. Því vilja margir sjá þessum pen- ingum fremur varið til íþrótta- greina sem Skagfirðingar eru þekktari fyrir, eins og t.d. körfu- bolta og knattspyrnu. — GG Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Árborgar. Leikskóla- kemnarar snúa aftnr Ellefu leikskólakennarar í Ár- borg, sem sagt höfðu upp störf- um, eru snúnir til starfa aftur eft- ir að bæjarstjórn kynnti að ákveð- ið hefði verið að leggja fé til átaksverkefnis, sem miðar að því að lylgja eftir nýrri aðalnámskrá fyrir leikskóla. Verkefni þetta hefst í þessum mánuði og stend- ur til loka þessa árs. Fyrir þátt- töku í verkefninu fá leikskóla- kennarar greiddar 12 yfirvinnu- stundir aukalega í hverjum mán- uði og eru það allnokkrar kjara- bætur. Enn er þó ekki ljóst hver heildarkostnaður bæjarsjóðs vegna þessa verkefnis er, að sögn Ingunnar Guðmundóttur, forseta bæjarstjórnar. Það að leikskólakennarar hafa snúið aftur til starfa, breytir þó ekki þeirri staðreynd að áfram er rekið fyrir Félagsdómi prófmál það sem Árborg höfðaði til þess að fá skorið úr með lögmæti upp- sagna þeirra. Niðurstöðu Félags- dóms er að vænta á næstu dög- um. — SBS Hefði verið rangt að fara ekki til Úkraínu Halldór Ásgrímsson lauk opinberri heint- sókn sinni til Úkra- ínu í gær. Hann segist vonast tU að ferðin beri tUætlaðan árang- ur og telur að það hefði verið rangt að fara hana ekki. Opinberri heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Ukraníu lauk í gær. I samtali við Dag sagði hann að heimsóknin hefði að sínu mati gengið vel og það væri alveg Ijóst að það hefði verið rangt að fara ekki í ferðina en nokkur gagnrýni hefur komið fram vegna þessarar heimsóknar. Halldór og fylgdarmenn hans Halldór Ásgrímsson. lögðu mikla áherslu á að mann- réttindi yrðu virt og alveg sér- staka áherslu á að dauðarefsing, sem enn viðgengst í Ukraínu, verði afnumin. Fyrir þessu feng- ust vilyrði stjórnvalda í Ukraínu. Tókst að ná athygli „Okkur tókst að ná athygli ráða- manna á því sem þarf að gerast í landinu til þess að Ukraína upp- fylli þau skilyrði sem þrýst er á um að þeir geri. Við fengum vil- yrði frá ráðherrum í ríkisstjórn og forseta landsins og þinginu um að þessum umbótum sem kallað er eftir verði hraðað," sagði Halldór Ásgrímsson. Hann sagðist vonast til að þessi loforð ráðamanna verði efnd en það muni að sjálfsögðu tíminn einn leiða í Ijós. „Það hefði verið mjög rangt að fella þessa ferð niður og það voru allir sem í hana fóru sam- mála um nauðsyn hennar og mikilvægi," segir Halldór Ás- grímsson. — s.DÓR Fiskaren á Akranesi Norska sjávarútvegsblaðið „Fiskaren, kystens næringsavis" opnar ritstjórnarskrifstofu á Is- landi þann 1. desember nk., og verður hún staðsett á Akranesi. Forstöðumaður er Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður, sem m.a. hefur starfað hjá Fiskaren f Noregi. Meginverkni hans verð- ur að fylgjast með sjávarútvegs- málum á Bretlandseyjum, Ir- landi, Færeyjum, Islandi og báð- um heimsálfum Ameríku að Grænlandi meðtöldu. Fiskaren kemur út þrisvar í viku og hefur lagt aukna áherslu á að flytja fréttir úr sjávarútvegi á öllum Norðurlöndum en markmiðið er að gera blaðið að vettvangi um- fjöllunar um norrænan sjávarút- veg, en það var stofnað árið 1925 og er elsta og stærsta sjávarút- vegsblað Norðurlanda með höf- uðstöðvar í Bergen. Fiskaren tók þátt í Islensku sjávarútvegssýningunni í Kópa- vogi í byrjun septembermánaðar og gaf þá m.a. út blað á íslensku til þess að vekja athygli á blað- inu. Þar var á forsíðu því slegið upp að Norðmenn væru slegnir út af laginu í lúðueldi og að nótastríð væri hafið á íslenska markaðnum og mynd birt af Sig- urði VE með nót frá Asíu á síð- unni í stað norskrar nótar, enda helmingi ódýrari að sögn blaðs- ins. — GG Veritas á íslandi 20 ára Det norske Veritas á Islandi (DNV), sem einkum er frægt fyrir skipa- skoðanir og -tryggingar, er 20 ára um þessar mundir og heldur upp á tímamótin í dag með móttöku og fyrirlestrum á Hótel Sögu. DNV stofnaði fasta skrifstofu í Reykjavík sem útibú frá aðalskrifstofunni í Noregi hinn 1. október 1979 og hefur Agnar Erlingsson verkfræðing- ur veitt henni forstöðu f’rá upphafi. Starfsmenn eru nú fjórir. DNV var stofnaði í Noregi 1864 sem skipaflokkunarfélag. Upphaflega fólst starfsemin í að vinna að öryggismálum skipa en þetta hefur breyst í tíma og rúmi. Nú tengist starfsemin einnig mannvirkjagerð á hafi, s.s. olíuhreinsunarstöðvum, og iðnaðarfyrirtækjum á landi, bæði með ráðgjöf og útgáfu vottana. DNV er með 300 fastar skrifstofur í yfir 100 löndum um allan heim. Starfsmenn eru um 4.700 af 75 þjóð- ernum. Nú eru 10 Islendingar starfandi hjá DNV víðs vegar í Evr- ópu. Þannig er yfirmaður starfssvæðis í Þýskalandi og Mið-Evrópu Islendingur, Guðmundur Sigþórsson verkfræðingur. Fimdað um íslendingafélög Vináttufélag Islands og Kanada stenaur fyrir fundi í kvöld í Lögbergi í Háskóla Islands. Þar ætlar Jón Ásgeirsson, fýrrum fréttamaður, rit- stjóri Lögbergs-Heimskringlu og formaður Þjóðræknifélags íslend- inga, að greina frá starfsemi Islendingafélaganna í Ameríku sem og í Evrópu. Fundurinn hefst kl. 20 og er öllum opinn. Auðar Auðuns minust á ALþingi Auður Auðuns, fyrrverandi borgar- stjóri, alþingismaður og ráðherra, lést aðfaranótt 19. október, 88 ára að aldri. Hennar var minnst á Al- þingi í gær. Auður Auðuns var fædd á ísafirði 18. febrúar 1911. Hún lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1935. Hún sat í borgarstjórn og á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var borgarstjóri með Geir Hall- grímssyni 1959-1960 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1970-1971. Hún sat í borgarstjórn 1946-1970 og var alþingismaður frá 1959 til . „ . . . am . 1 & Auður Auðuns. L i!l!p fjQ riR fitfi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.