Dagur - 20.10.1999, Síða 2

Dagur - 20.10.1999, Síða 2
r u ■> 1 2 - MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1999 l FRÉTTIR Mesta launahækkunin var 8,2% hjá sérhæfðu verkafólki en minnsta kauphækkun, 4,7%, fengu iðnaðarmenn. Konur hafa hækkað meira i launum en karlar á landsbyggðinni, samkvæmt könnun Kjararannsóknarnefndar. Kauphækkanir mest hj á konum Laim kvenna hækkuðu meira en karla og laun á landsbyggðinni heldur meira en syðra og iðnað- armenn fengu minnsta hækkun. Kjararannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að dagvinnulaun kvenna hafi hækkað um 6,2% en karla aðeins 5,3% milli annars ársijórðungs síðasta og þessa árs. Og sömuleiðis að launin hafi hækkað ívið meira á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Þessar launabreytingar eru mældar einungis meðal þeirra einstaklinga sem voru í úrtaki nefndarinnar báða þessa ársþ'órðunga, þeir voru í pöruðu úrtaki. Dagvinnulaun hafa að jafnaði hækkað um 5,6% á þessu tímabili, eða næstum 2% meira en hækkun sam- kvæmt almennum kjarasamningum. Mesta launahækkunin var 8,2% hjá sérhæfðu verkafólki en minnsta kaup- hækkun, 4,7%, fengu iðnaðarmenn. Landshlutamimur í verslun og þjúnustu I ljósi umræðna um að þenslan og launahækkanirnar séu bara lyrir sunn- an vekur athygli að Kjararannsóknar- nefnd finnur engan mun á dagvinnu- launum verkafólks og iðnaðarmanna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð- inni og einnig fremur lítinn launamun milli sérhæfðs verkafólks, vélgæslu- fólks og skrifstofufólks og skrif- stofukarla. A hinn bóginn voru meðallaun fyrir þjónustu-, sölu- og afgreiðslustörf miklu hærri á höfuðborgarsvæðinu, bæði hjá körlum og konum. Karlar í tæknistörfum eru lfka mun betur laun- aðir syðra en konur í sömu störfum talsvert betur Iaunaðar úti á Iandi. Sér- fræðingar, það er karlar, voru lfka með 30 þús.kr. hærri laun syðra en á lands- byggðinni. Karlar tóku fyrr á flug Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur ASI, var spurð um líklegar skýringar á óvæntri kauphækkun kvenna umfram karla. „Góðir kaupaukasamningar í fiskin- um, sem er nánast eingöngu úti á landi, eru það fyrsta sem manni dett- ur í hug,“ sagði hún. I öðru lagi hafi launaskriðið kannski síðar komið til hjá konunum, sem um leið gæti hugs- anlega skýrt minnsta hækkun til iðn- aðamanna, þ.e. að þeir hafi verið komnir hátt á loft í launaskriðinu strax í byrjun síðasta árs og jafnvel fyrr, sem þýði þá hlutfallslega minni hækkun í ár. Karlakaup 10-50 þúsundum hærra Launamunur milli kynja er hins vegar geysimikill þótt hann hafi kannski minnkað um 1% síðan f fyrra, sem áður segir. Hjá verkafólki er munurinn 10 þús.kr. körlum í hag, eða 93 og 103 þús.kr. Meðal fjölmennustu stéttanna munar um nærri 30 þúsund í skrif- stofustörfum og rúmlega 40 þúsund í verslunar- og þjónustustörfum, en í þessum greinum eru karlar á um 140 þús.kr. dagvinnulaunum á mánuði. I tækni- og sérfræðistörfum fer launa- munur kynjanna upp í 50 þúsund krónur. -HEI FRETTAVWTALIÐ í pottinum voru menn að ræða niðurstöður nýrrar Gallup-könnunar fyrir Nátt- úruvemdarsamtök íslands um virkjunarmál og um- hveríismat. Þar kom í ljós að þrír af hverjum ljómm ís- lendingum vilja að Fljóts- dalsvirkjun fari í umhverfis- mat. Pottverjum fannst það heldur skrítið ef þingmenn þjóðarinnar ætluðu virkilega að hundsa þenn- an meirihlutavilja kjósenda sinna. Pottverjar höfðu einnig hlerað að frá Náttúmvemdar- samtökunum, sem Ami Finnsson stýrir af myndarbrag, væm stórtíðindi væntanleg allra næstu daga. Tíðindin gætu náð út íyrir land- steinana, eftir því sem pottverjar komast næst, og alla leiðina til Brussel... 1 pottinum kom til umræðu hvað menn söknuðu Ólafs Ólafssonar úr stóli landlækn- is. Lítið væri um „krassandi" yfirlýsingar núverandi land- læknis, Sigurðar Guðmunds- sonar, sem hefði yfir sér öllu meiri emhættismannabrag en forverhm og væri varkár í yf- irlýsingum. Auðvitað eru engir tveir menn eins, eins og einn pottveiji minonti á, og rifjaði upp af því tilefni sögu af Sigurði er hann var „óbreyttur" læknir á Landspítalan- um. Þá vom einir þrír læknar sem hétu Sigurð- ur Guðmundsson nema að tveir höfðu milli- staf. Núverandi landlæknir hefur ekkert miUi- nafn og var þvl gjaman kallaður Sigurður „staflausi" á göngum spítalans. Síðan hrá svo við að Sigurður kom heim frá skíðaferð í Ölp- unum með brákaðan fót og þá var hann kallað- ur Sigurður staflausi með stafimi... F - y , - Sigurður „staf- lausi" Guð- mundsson. ÁstrááurB. Hreiðsirsson yfirlæknir á göngudeild sykur- sjúkra á Landspítalanum Fundist hejur erfðavísir sem veldur sykursýki hjá litlum hluta þeirra sem eru með tegund 2 sykursýki. Sú tegund hrjáir 3-5 prósent Vesturlandabúa ogersam- spil afeijða- og umhveifis- þáttum. Auðveldar leið til lækninga - Útfrá sjónarhóli sjúklinganna, ekki skil- ar þessi uppgötvun sér til þeirra í dag eða á tnorgun? „Nei, hvorki í dag né á morgun. í fyrsta lagi er þetta bara mjög lítill hluti sykursjúkra sem er með þessa tegund sykursýki, það er bara brotabrot. I langflestum tilfellum vitum við ekki orsökina en þarna er komið dæmi um að það sé hægt að finna orsök. Þetta er í fyrsta skipti á Islandi sem að finnst svona erfðafræðileg breyting sem veldur sykursýki. Svipaðar breytingar hafa fundist hjá sjúkling- um erlendis. Þó má segja að hvað sjúklinginn sjálfan snertir þá líður fólki alltaf betur ef það veit eitthvað um orsök sjúkdómsins sem það er með. I öðru lagi hlýtur það að komast nær orsökinni að opna meiri möguleika á meðferð í framtíðinni. Það er hugsanlegt að einhverjar svipaðar breytingar séu hjá fleir- um en það er bara ekki búið að finna þær.“ - Sjúklingar geta gengið með tegund 2 sykursýki alllengi án þess að vita það. „Það er rétt, því einkennin eru oft ekki mjög mikil. En hinsvegar er það alveg jafn slæmur sjúkdómur og tegund 1 sykursýki. Þónokkur hluti þeirra sem eru með tegund 2 sykursýki eru komnir með fylgikvilla, skemmdir í líffærum útaf sykrinum þegar sjúkdómurinn greinist, til dæmis augn- skemmdir og fleira." - Með þessari vitneskju niína, getur greining þá orðið fyrr þannig að skemmdir verði minni? „Það er hugsanlegt hjá þröngum hópi fólks. Til dæmis að það sé hægt að greina þetta áður en sjúkdómurinn breiðist út hjá fjölskyldunni. Það er ávinningur." - Sú uppgötvun að ofneysla eða offita sé ekki í raun nauðsynlegir þættir í þróun þessa sjúkdóms, tegutid 2 af sykursýki, er það ný vitneskja? „Það á bara við vissan hluta af þeim sem eru með tegund 2 sykursýki. Það fer nokkuð eftir Iöndum en sennilega eru upp undir 80 prósent sem eru með tegund 2 sykursýki of feitir. Það er hægt að láta sjúkdóminn minnka eða jafnvel ganga til baka ef fólk grennir sig. En þarna spila erfðir mjög sterkt inní. Það virðist sem þessi breyting sem hef- ur fundist hjá þessu fólki hafi fyrst og Iremst áhrif á insúlínframleiðsluna. Aftur er það sem er algengast við tegund 2 sykursýki er að það sé viðnám í frumum líkamans gegn insúlíni. Það eykst sérstaklega ef fólk fitnar, þá verður svokallað insúlínviðnám, þannig að þó fólk sé að framleiða mikið insúlín þá virkar það ekki og sykurinn kemst ekld inn í frumurnar." - Hve langt þurfum við að horfa fram í tímann til að sjá hf eða aðferð setn lagað gæti eða læknað sykúrsýki í þessum hópi sem um ræðir? „Ég þori ekki að segja það. Það er mjög margt í gangi í þessum genarannsóknum og hugsanlegum genalækningum. Karl Tryggva- son, prófessor í Stokkhólmi og hans félagar, fengu fyrr á árinu mjög stóran styrk til rann- sókna meðal annars á meingenum sem valda því að sumir með sykursýki fá nýrnaskemmd- ir. Sumir virðast ekld fá nýrnaskemmdir og það sem hann er að vona er að finna eitt- hvert meingen sem gerir sykursjúka útsetta fyrir nýrnaskemmdum. Þetta fólk sem hefur þá tegund sykursýki sem var verið að finna orsökina fyrir núna er fólk sem hefur verið á göngudeild sykursjúkra hér hjá okkur. Á sama hátt komum við til með að vera í sam- starfi við Karl Tryggvason varðandi rannsókn á því hvort það séu einhver gen sem útsetja fólk varðandi nýrnasjúkdóma. Þessi uppgötvun sem nú hefur verið gerð nýtist líka til að þróa og búa til lyf til að lagfæra þennan kvilla.“ — Hl

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.