Dagur - 21.10.1999, Síða 3

Dagur - 21.10.1999, Síða 3
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 - 3 Greiðslumatið er órauuhæft Eh'n Sigrún Jónsdóttir forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármái heimiianna íbúðalánasjóðux er að lána út á aUs óraun- hæft greiðslumat að mati forstöðumanns Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanua. „Það er ekki nóg að hafa greiðslumat - það verður að vera raunhæft. Og það er langt frá því að svo sé með það greiðslumat sem Ibúðalánasjóður er að leggja til grundvallar lánveitingum sín- um í dag. Þar er miðað við tölur um framfærslukostnað fjöl- skyldna sem eru fjarri lagi og ekki líklegt að nokkurt heimili lifi á til lengdar, þannig að greiðslumatið á ekki við nein rök að styðjast," segir Elín Sigrún Jónsdóttir, for- stöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, sem kveðst sérstaklega hafa varað við því að nota lágar viðmiðunarupphæðir Ráðgjafarstofu til grundvallar greiðslumati. SérstaMega varað við Ibúðalánasjóður vísar um fram- færslukostnað til reynslutalna frá Ráðgjafarstofunni. „Já, það er vísað til okkar tölulegu for- sendna, en bara tekinn hluti af þeim,“ segir Elín. En það hafi margsinnis verið ftrekað að Ráð- gjafarstofan sé að vinna með fólki sem er að reyna að vinna sig út úr greiðsluvanda, og leggi þess vegna til grundvallar þær lægstu tölur um framfærslukostnað fjöl- skyldna sem hugsanlegt sé að komast af með tímabundið. „En það fólk sem er að taka húsnæðislán í dag er að reyna að greiðslumeta sig til framtíðar og þá er algerlega óraunhæft að leggja þessar tölur okkar til grundvallar. I rauninni eru þetta svo lágar upphæðir að það lifír enginn á þeim. Viðmiðunartölur Ibúðalánsjóðs eru samt ennþá lægri en okkar tölur - enda höf- um við sérstaklega varað við því að leggja þær til grundvallar,“ segir Elín. Speirnt upp fasteignaverðið Hjá Ibúðalánasjóði hafa menn samt fagnað stórum minnkandi vanskilum núna að undanförnu? „Ég held að það gleymist í þessu samhengi að taka tillit til fjölda lána sem hefur verið skuldbreytt og fryst og ekki hvað síst að í ágúst á þessu ári var vaxtabótum fjölmargra skuldajafnað á móti vanskilum hjá sjóðnum," segir Elín. I kjölfar breytts greiðslumats og viðbótarlána hefur fjöldi lág- launafólks bæst í hóp þeirra sem kaupa íbúðir á almennum lána- kjörum? „Já, sem aftur hefur leitt til mikillar hækkunar á fast- eignaverði - vegna þess að þarna hefur bæst við stór kaupenda- hópur sem ekki hefði staðist greiðslumat samkvæmt eldri reglum, sem ýmsum þóttu nú allt of frjálslegar. En það er Ijóst að lánareglurnar eru mun frjáls- legri í dag. Greiðslumat er gott - en það verður að vera raunhæft til þess að það hafí eitthvert leið- beiningargildi," segir Elín, sem óttast enn útbreiddari erfiðleika ef eitthvað mundi slá í bakseglin í efnahagslífinu. - HEI Skoðum skýrsluna „Það er margt áhugavert þar og við skoðum það allt með opnum huga,“ segir Pétur Bolli Jóhann- esson, sveitarstjóri í Hrísey, um skýrslu um nýsköpun í gagna- og fjarvinnslu, sem nýlega var kynnt. Hann segir ekki búið að ákveða neitt í þeim efnum varð- andi Hrísey en á listanum sé fullt af verkefnum sem gætu hentað Hríseyingum eins og öðrum. „Við vinnum í þessu íjar- vinnslumáli eins og öðru og það er ekki hægt að segja annað en að það er bjart ffamundan í þeim efnum," segir Pétur Rolli, en staðfest er að Hríseyjar- hreppur hefur Ioforð frá Is- lenskri miðlun um að fyrirtækið setji þar upp starfsstöð ef verk- efni finnast. „Þetta snýst um verkefnisöflun fyrst og fremst. Annað er í hendi,“ segir Pétur Bolli. - Hl Jámblendið fær aðvömnarbréf Gult spjald. Minnt á ákvæði starfsleyfis vegna mengunar- vama. Enga bólstra að sjá í gær. HoIIustuvernd ríkisins hyggst senda stjórn Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga í Hvalfirði aðvörunarbréf, þar sem minnt er góðfúslega á ákvæði starfsleyfisins með tilliti til mengunarvarna. Þetta bréf kem- ur í framhaldi af þeim mikla út- blástri á kísilryki og vatnsgufu sem hefur verið frá verksmiðj- unni vegna viðvarandi bilana sem verið hafa í reykhreinsibún- aði í þriðja ofni hennar. Sérstakar aðstæður Hermann Sveinhjörnsson, for- stjóri Hollustuverndar ríkisins, segir að ef ekkert gerist og ekki tekst að koma í veg fyrir þessa bilun, þá sé hugsanlega viðbúið að verksmiðjan verði að draga úr starfsemi þriðja ofnsins. Hann segir þó aðstæður verksmiðjunn- ar í þessu máli vera dálítið sér- stakar vegna þessarar bilunar sem orðið hefur í reykhreinsi- búnaðinum og þess að eltki sé hægt að komast að biluninni nema því aðeins að hafa ofninn í gangi. Af þeim sökurn sé ekki annað hægt en að sýna verk- smiðjunni svona hæfilegan skilning til að byrja með að minnsta kosti. Enda telur Her- mann að stjórnendur Járnblendi- verksmiðjunnar hafi staðið sig vel í mengunarvörnum í gegnum tíðina. Aftur á móti sé það mjög áberandi og stuðandi þegar út- blásturinn sé jafn rnikill og raun hefur orðið síðustu daga. Hann sagði í gær að svo virtist sem dregið hefði verulega úr þeirn miklu bólstrum sem lagt hafa frá verksmiðjunni frá sl. helgi. I það minnsta var enga bólstra að sjá frá verksmiðjunni út um glugga forstjórans í höfuðstöðvum Holl- ustuverndar í Armúlanum í gær, enda mun hafa verið dregið úr virkni ofnsins. - GRH Nýr framkvæmdastjóri Gilfélagsins Dögg Matthíasdóttir verður næsti framkvæmda- stjóri Gilfélagsins en fyrst um sinn í hálfu starfi á móti núverandi framkvæmdastjóra, Finni Magnúsi Gunnlaugssyni. Ekki hefur verið gengið formlega frá ráðningu Daggar en það verður gert á næstu dögum. Dögg stundar nú nám á ferðaþjónustusviði rekstrarfræðibrautar Háskólans á Akureyri og segir spennandi að geta tengt námið og þær aðferðir sem hún lærir og notar við námið við það starf sem fram fer á vettvangi Gilfélagsins. Boðar þetta hugsanlega breyttar áherslur í starfi Gilfélagsins? „Vonandi, allavega eru þeir að leita til mín með þessa tengingu í huga, tengingu við háskólann, rekstrarfræði og ferðaþjónustusviðið," segir Dögg. Dögg mun verða í hálfu starfi þangað til hún lýkur námi í júní á næsta ári en síðan í fullu starfi í framhaldi af því. - HI Dögg Matthías- dóttir verður næsti fram- kvæmdastjóri Gilfélagsins. mynd: brink Melaskóli emsetinn Með glæsilegri nýbyggingu við Melaskóla hefur skólinn verið ein- setinn, fjórði grunnskólinn í Reykja- vík í haust. Skólastjóri Melaskóla fékk nýlega lyklavöldin að nýrri byggingu úr hendi borgarstjóra. I ný- byggingunni eru 15 kennslustofur auk annarra rýma. I skólanum eru nú 580 börn í 1. til 7. bekk. Við skól- ann starfa 44 kennarar, auk skóla- stjóra og aðstoðarskólastjóra og á þriðja tug annarra starfsmanna. Byggingin er alls um 1.500 fermetr- ar að flatarmáli og kostnaður við framkvæmdina nam 230 milljónum króna. Nýbyggingin við Melaskóla. Þjóðin klnfín í klámbúlluináluin Mjög skiptar skoðanir eru um hvort þingmenn eigi að setja lög til að loka svokölluðum klám- búllum eða nektardansstöðum. Hátt í tvö þúsund notendur greiddu atkvæði á Vísisvefnum um eftirfarandi spurningu Dags: A Alþingi að loka „klámbúllujt-. um" með Iögum? Svarendur skiptust í tvo jafna flokka - 50% sögðu já og 50% nei. Nú er hægt að svara nýrri Dagsspurningu á vcfnum, svohljóðandi: Sýna nýju gögnin að kjarnorkuvopn hafi verið igeymd á Islandi? Slóðiú .er .vjsjiijs, Fjölmiðlaþing 1999 Aðalfundur Fjölmiðlasambandsins verður haldinn nk. laugardag á Hótel Borg. Um 60 þingfulltrúar frá sex aðildarfélögum samhandsins sitja fundinn sem jafnframt er Fjölmiðlaþing 1999. Félögin eru Blaðamannafélag Islands, Félag bókagerðarmanna, Félag grafískra teiknara, Rafiðnaðarsamband Islands, Starfsmannasamtök Ríkisút- varpsins og Verslunarmannafélag Reykjavíkur. A Fjölmiðlaþingi verða tvö meginmál til unrfjöllunar. Rætt verður um framtíð og stöðu Fjölmiðlasambandsins, en við undirbúning kom- andi kjarasamninga hafa verið töluverðar unrræður um samvinnu og samstarf aöildarfélaganna. Þá verður einnig sérstök umræða um sanr- rij,na.Sjónvarps, tiilyu og síma og stejrtu samJrapdsins v þcim efnum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.