Dagur - 21.10.1999, Síða 10
10- FIMMTVDAGUR 21. OKTÓBER 1999
SMÁAUGLÝSINGAR
Til sölu
Til sölu eru IKEA-kojur f fullri lengd úr
furu, seljast ódýrt.
Upplýsingar í síma 461-3777 og 898-3300.
Húsnæði óskast____________________
Öska eftir herbergi til leigu á Akureyri.
Upplýsingar í síma 464 1486 eða 861 2629.
Húsnæði í boði____________________
Til leigu húsnæði f Kaupangi á 2. hæð.
Hentugt fyrir skrifstofur og fl.
Upplýsingar gefur Axel í síma 462-2817 og
462-4419 eftir kl. 18.00.
Skrifstofuhúsnæði
Til leigu 200 ferm. skrifstofuhúsnæði á
besta stað á Akureyri, Hafnarstræti 82, 2.
hæð. Leigist annað hvort í heilu lagi eða í
smærri einingum.
Nánari upplýsingar í síma 894 2967.
Samhygð
Samhygð samtök um sorg og sorgarvið-
brögð á Akureyri og nágrenni verða með
opið hús í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 21. október kl. 20.00. Sr. Þor-
grímur Daníelsson á Grenjaðarstað talar um
hjónaskilnaði og fleiri sorgaráföll. Samtökin
fyrirhuga að vera með starf í minni hópum
þar sem fólk getur hitt þá sem orðið hafa
fyrir svipuðum áföllum. Við höfum fengið
fagfólk okkur til aðstoðar.
Allir velkomnir, ekkert þátttökugjald.
Stjórnin.
Ökukennsla
Kenni á nýjan Mercedes Benz A-class
(litla Benzinn).
Útvega öll náms- og prófgögn. Kenni allan
daginn, á kvöldin og um helgar.
Anna Kristín Hansdóttir, ökukennari
Þingvallastræti 18
heimasími 462-3837
GSM 893-3440.
VÐ ERUM MIÐSVÆÐIS
MELVEGUR 17 • HVAMMSTANGA
SÍMI 451 2617 • FAX 451 2890
Sýnishorn af bílum og tækjum
á sýningarsvæði
Hyundai Stavex 7 manna Diesel 4x4
árg.99
Subaru Legacy nýr árg. 99
Landrover douplecap 5 cyl. Diesel árg.
99
Nissan Diesel 4x4 árg. 99
Suzuki Grand vitara 6 syl. nýr árg. 99
Suzuki Balleno st. 4x4 nýr árg. 99
MMC douple cap 4x4 árg.95
Subaru Legacy árg.90
Hyuandai Elantra árg. 95
Hyuandai Sonata árg. 97
Lada Sport árg. 88
Grand Cherocy 6 syl. árg. 93
Toyota Turing árg. 95
Ford Explorer árg. 91
MF 4255 95ha 4x4 árg. 99
Ford newholland 6640 4x4 árg. 96
Ford newholland 5635 árg.97
Rúlluvél Wermer 504 árg. 99
Pökkunarvél K 7335 árg. 99
Pökkunarvél Tangó árg. 99
Sláttuvélar
Kunn GMD 700 árg. 99
Niemeyer Eurodiese 260 árg. 99
Sturtuvagn 8,5 tonn
Muavél nyemaier RS 340-DA árg. 99
Springmaster hestaflutningakerra árg.
99
Vegna mikillar sölu vantar allar gerð-
ir af bílum og tækjum á söluskrá.
‘Tmðsíunet
Framkvæmdastjóri
Fræðslunets Suðurlands
Auglýst er laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra
Fræðslunets Suðurlands frá og með 1. janúar 2000.
Fræðslunet Suðurlands er nýstofnuð sjálfseignar-
stofnun sem að standa 34 aðilar; sveitarfélög,
fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök. Markmið
Fræðslunetsins er að stuðla að því að Sunnlendingar
geti stundað háskólanám í heimahéraði í samvinnu
við háskólastofnanir og efla hverskonar símenntun
og fullorðinsfræðslu á Suðurlandi.
Starfssvið:
Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur og
mótun starfseminnar í samvinnu við stjórn.
Menntun og hæfniskröfur:
Umsækjandi þarf að hafa háskólamenntun og
reynslu af stjórnunarstörfum. Æskilegt er að umsæk-
jandi hafi þekkingu og reynslu á sviði fræðslumála,
m.a. hvað varðar símenntun og fullorðinsfræðslu.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt
frumkvæði í starfi.
Skriflegar umsóknir þar sem tilgreind er menntun,
aldur og fyrri störf sendist stjórn Fræðslunets
Suðurlands, Austurvegi 56, 800 Selfossi fyrir 5.
nóvember 1999.
Upplýsingar um Fræðslunet Suðurlands er að finna á
heimasíðu www.sudurland.is/fraedslunet. Nánari
upplýsingar um starfið veitir formaður stjórnar,
Þorvarður Hjaltason í síma 482-1088.
■ - ■
www.visir.is
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Ðaffur
Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður rúmar 200 miiijónir, sem er 47 milljónum hærri upphæð en upphaf-
lega var lagt upp með. - mynd: brink
SkautahöU rís
á Akureyri
Starfsmenn SJS verktaka á Akur-
eyri vinna þessa dagana við að
reisa sperrur á Skautahöllina
nýju. Að jafnaði hafa starfað 10-
14 manns við bygginguna og
segir Jón Björnsson verkstjóri að
verkið gangi þokkalega en sé
eitthvað aðeins á eftir áaetlun.
Fyrirtækið á að skila Skautahöll-
inni tilbúinni í mars en Jón vildi
ekki fullyrða um hvort það tæk-
ist. Upphaflega var áætlað að
Skautafélag Akureyrar gæti hafið
æfingar á svellinu þann 14. nóv-
ember. Jón segir að ekki geti orð-
ið af því en vonast þó til að æf-
ingar geti hafist fyrir áramót.
Þrátt fyrir þær tafir ættu skauta-
menn að geta fagnað því þegar
höllin verður komin í gagnið því
þá þurfa þeir ekki að treysta á
veðrið á keppnisstað þegar ís-
hokkímenn úr Reykjavík koma
norður, heldur aðeins á ferða-
veðrið þannig að sunnanmenn
komist norður.
Heildarkostnaður við bygging-
una er áætlaður rúmar 200
milljónir, sem er 47 milljónum
hærri upphæð en upphaflega var
lagt upp með. Bæjarráð sam-
þykkti í sumar að bæta þeirri
upphæð við vegna þess að ákveð-
ið var að byggja stærra hús en f
upphafi var tekin ákvörðun um.
Bygging skautahallar á Akureyri
var á stefnuskrá allra stjórnmála-
flokkanna fyrir kosningarnar í
fyrra. — HI
LeikskólafuUtníi
verður ráðiim
Ákveðið hefur verið að ráða leik-
skólafulltrúa að Grunnskóla-
deild Akureyrarbæjar og er Krist-
ján Þór Júlíusson bæjarstjóri
bjartsýnn á að úr deilu bæjarins
og leikskólakennara leysist.
I vikunni átti bæjarstjóri fund
með leikskólastjórum vegna
deilumála þessara aðila, en frá
þeim hefur Dagur áður greint.
Eftir þennan fund er bæjarstjór-
inn bjartsýnn á að lausn sé í
sjónmáli. Hann lýsti því yfir á
bæjarstjórnarfundi á þriðjudag,
eftir fyrirspurn frá Marsibil
Fjólu Snæbjörnsdóttur, að eftir
fundinn með leikskólastjórunum
væri ekki ástæða til að óttast að
um þjónusturof yrði að ræða í
þessum málaflokki eins og hald-
ið hafi verið fram. Kristján benti
á að megin kröfur Ieikskólakenn-
ara hafi verið þær að leikskóla-
fulltrúi yrði ráðinn á grunnskóla-
deildina og að yfirmaður deildar-
innar væri leikskólakennari.
Hann sagði að til þessa hafi ekki
starfað leikskólafulltrúi hjá bæn-
um, en hins vegar deildarstjóri
Ieikskóladeildar. Hugmyndin
væri að á grunnskóladeildinni
myndi starfa starfsmaður sem
sæi um leikskóladeildina þótt
ýmis önnur þjónusta og ráðgjöf
flyttist til fjölskyldudeildar og
Háskólans á Akureyri. Varðandi
yfirmann deildarinnar sagðist
Kristján ekki telja nauðsynlegt
að hann væri leikskólakennari
og uppeldismenntun önnur ætti
þar ekki síður við.
Guðmundur Ómar Guð-
mundsson, bæjarfulltrúi fram-
sóknar, kvaddi sér einnig hljóðs
á fundinum í gær og fagnaði
þessari stefnubreytingu bæjaryf-
irvalda, að ráða IeikskólafuIItrúa
og vonaðist hann jafnframt eftir
að lausn næðist í þessu máli sem
fyrst.
Árangur í „30 km hverfi66
Framkvæmdir sem miða að því
að lækka umferðarhraða í tveim-
ur hverfum á Akureyri, Suður-
Brekkunni og Innbænum, ganga
vel og sýna mælingar að umferð-
arhraði hefur Iækkað um 6-10
kílómetra á klukkustund að sögn
Gunnars Jóhannessonar, deild-
arverkfræðings hjá Akureyrarbæ.
Líkur eru á að framkvæmdum
ljúki f næstu eða þarnæstu viku
við þann hluta sem meiningin
var að gera á þessu ári en síðan
verður lokið við framkvæmdina
næsta vor.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða
hverfi verður tekið fyrir næst.
„Við höfum verið með Hlíða-
hverfið í huga og það er bara út
frá talningu á slysum. Hlíðar-
hverfið er verst að því leyti,“ seg-
ir Gunnar, en endanlega er það
pólitísk ákvörðun hvaða hverfi
verður tekið og hve miklir fjár-
munir verða til umferðaröryggis-
mála. Skipulagsnefnd hefur
hinsvegar velt fyrir sér lækkun á
umferðarhraða á Eyrinni.
Á þessu ári ver bærinn tíu
milljónum til þeirra mála, sem
að hluta fóru til að setja upp um-
ferðarljós á mótum Skógarlund-
ar og Þingvallastrætis sem kveikt
var á um liðna helgi ásamt fram-
kvæmdum við umrætt „30 kíló-
metra“ hverfi. Gunnar segir að
ef sama upphæð verður til ráð-
stöfunar á næsta ári ætti að vera
hægt að taka heilt hverfi á næsta
ári, hvort heldur það verður
Oddeyrin eða Hlíðahverfið. — HI