Dagur - 22.10.1999, Page 5
FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1999 - S
T>;yur
rj& nfi
Aðilar tengdir Orca
með tilboó í FBA
Fulltrúar einkavædingarnefndar og Ríkiskaupa gera fjölmiðlum grein .
þátttökutilkynningum. Frá vinstri eru það Guðmundur Ólason frá einka-
væðingarnefnd, Hreinn Loftsson, formaður nefndarinnar, og Jón Sveinsson
nefndarmaður. Á innfelldu myndinni er Árni Hauksson að skiia inn tilkynn-
ingu í anddyri Ríkiskaupa. - myndir: hilmar þór
Einkavæðingamefnd
segir „tilboð“ hafa
borist í FBA en npplýs-
ir ekki hversu mörg.
Líklegt er talið að aðil-
ar tengdir Orca-hópn-
iiin hafi skilað inn til-
hoði.
„Klukkan er rétt skriðin yfir tvö og
ég get upplýst ykkur á þessu stigi
að það bárust tilboð. Það verður
farið yfir þau í framhaldinu. Ekki
verður upplýst hversu margir
þessir hópar eru, einn eða fleiri,
né heldur hverjir eiga aðild að til-
boðunum. Það verður farið yfir
þetta núna af hálfu framkvæmda-
nefndar um einkavæðingu og
ákveðins hóps sem skipaður var í
því skyni. Það má gera ráð fyrir að
niðurstöður þeirrar skoðunar liggi
fyrir fljótlega eftir helgi, hvort að
þessir aðilar uppfylli þau skilyrði
sem sett voru fyrir sölunni," sagði
Hreinn Loftsson, formaður einka-
væðingarnefndar, við fjölmiðla í
húsakynnum Ríkiskaupa í gær
eftir að frestur rann út til að skila
inn þátttökutilkynningum í út-
boðinu á 51% hlut ríkisins í FBA.
Hrcinn varðist limlega þeim
spurningum Ijölmiðla frá hverjum
tilkynningar hefðu borist og af
hverju ckki væri sagt frá þátttak-
endum. Samkvæmt heimildum
Dags er talið líklegast að tilboð
hafi í mesta lagi borist frá tveim-
ur hópum.
„Eins og lýst er í söluskilmálum
munum við kanna þessa aðila og
tengsl þeirra og átta okkur á því
hvort þeir upplý'lla sett skilyrði. Á
meðan það liggur ekki fyrir er
ekki hægt að upplýsa um málið,"
sagði Hreinn. Hann sagði að ef
enginn þátttakandi uppfyllti skil-
yrðin yrði væntanlega ekkert af
sölunni að svo stöddu. Uppfylli
aðeins einn aðili skilyrðin getur
ríkið áskilið sér rétt til að hafna
því tilboði eða bjóða þeim aðilum
hlutinn á lágmarksgenginu 2,80.
Orca segir ekkert
A meðan fjölmiðlar biðu í anddyri
Ríkiskaupa kom aðeins einn aðili
með tilkynningu. Það var Arni
Hauksson, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Frjálsrar fjölmiðlunar. Hann
vildi ekki upplýsa fyrir hvaða aðila
hann hefði verið að erinda. Það að
Arni hafi skilað inn tilkynningu
bendir óneitanlega til þess að
Orca-hópurinn sé viðriðinn þátt-
töku. Eyjólfur Sveinsson, stjórn-
arformaður Orca, vildi ekkert láta
hafa eftir sér er Dagur hafði sam-
band við hann. Vísaði hann að-
■ '
eins á einkavæðingarnefnd og
Ríkiskaup vcgna málsins.
Jón Sveinsson lögmaður, sem
sæti á í einkavæðingarnefnd og er
í þeim hópi sem fer yfir tilkynn-
ingarnar, vildi í samtali við Dag
ekkert urn það segja hvort tilkynn-
ing hefði borist frá fleiri en einum
aðila, eða hvort þær komu crlend-
is frá eða frá innlendum aöilum.
I sölugögnum Ríkiskaupa kem-
ur fram að þátttakendur áttu að
skila inn upplýsingum um inn-
byrðis samsetningu og skiptingu
eignarhluta innan hópsins, þar
sem hámark hvers er 6%. Lág-
markshlutur hvers aðila innan
hópsins er 6 milljónir króna. — BJB
„Fjallið tók jóðsótt
og fæddist lítil mús“
Hrannar B. Alfreð Guðlaugur Þór
Arnarsson. Þorsteinsson. Þórðarson.
Minna verður veitt afnorsk-ís-
lensku síldinni á næsta ári.
Minna af síld
Samkomulag helur tekist um
veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum á árinu 2000 milli Is-
lands, Færeyja, Noregs, Rúss-
lands og Evrópusambandsins.
Heildaraflinn er 1.240.000 lestir
á næsta ári, sem er minnkun um
tæpar 50 þúsund lestir frá leyfi-
legum hámarksafla á þessu ári.
Aflinn skiptist þannig að í hlut
Islands koma 194.230 lestir, í
hlut Færeyja 68.270 lestir, f hlut
Noregs 712.500 Iestir, í hlut
Rússlands 160.200 lestir og í
hlut Evrópusambandsins
104.800 Iestir. Hlutur íslands er
því 16%.
Það nýmæli felst í samkomu-
laginu að ákveðið var að frá og
með árinu 2001 skuli nota afla-
reglu sem miðast við fiskveiði-
dánarstuðulinn 0.125 f stað 0.15
sem verið hefur viömiðunin und-
anfarin ár. Þetta cr mikilvægt
skref til að draga úr hættu á
hruni stofnsins og tryggja jafnari
veiði á komandi árum. Aðilar
urðu ennfremur sammála um að
grípa til enn strangari veiðitak-
markana, ef ástand stofnsins
gæfi tilefni til. — GG
Hraunar B. Amarsson
tekur sæti í borgar-
stjóm. Alfreð Þor-
steinsson segir um að-
förina að Hrannari að
fjaHið hafi tekið jóð-
sótt og fæðst hafi lítil
mús. Guðlaugur Þór
Þórðarson segir að
Hrannar eigi að leggja
mál sitt á borðið.
„Þetta var góður fundur með
borgarstjóra og nú er ekkert í veg-
inum að ég taki sæti mitt í borgar-
stjórn. Eg kvíði því ekki eftir allt
sem á gekk fyrir kosningar og er
raunar fullur tilhlökkunar. Arás-
irnar á mig fyrir kosningar voru
mikil lífsreynsla sem ég vona að
sé nú yfirstaðin," sagði Hrannar
B. Arnarsson borgarfulltrúi, eftir
fund með Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra í gær.
Eins og menn muna gerðu
sjálfstæðismenn mikla hríð að
Hrannari fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar og sökuðu
hann um fjármálaspillingu og
óreiðu. Nú hefur yfirskattanefnd
gengið frá hans málum. Nefndin
Ijallaði um átta atriði varðandi
skattamál Hrannars. Hann var
sektaður fyrir þrjú atriði um sam-
tals 450 þúsund krónur en ekki
þótti ástæða til að aðhafast neitt í
fimm atriðum. Nefndin hefur ver-
ið fimrn ár að fjalla um málið.
Eðlilegt að Hraimar taki sæti
„Það má segja um þetta mál að
„Ijallið hafi tekið jóðsótt og fæðst
lítil mús“. Niðurstaðan í máli
Hrannars er ekki í samræmi við
allt það ógnar fjaðrafok sem var í
kringum það fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar. Það er fjöldi manns
í þessu þjóðfélagi sem verður að
sæta skattrannsókn og málum
lyktar oft með einhverjum sektar-
greiðslum. Það scm þetta mál
snérist um var hvort á ferðinni
væru einhver alvarleg brot, sem
vörðuðu ákæru. Svo er ekki. Mér
finnst því ekkert óeðlilegt að hann
taki sæti sitt í borgarstjórn," sagði
Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi
um mál Hrannars.
Allt á borðið
Sjálfstæðismenn fóru hamförum í
þessu máli fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar. Hvað segir Guð-
Iaugur Þór Þórðarson, einn af
borgarfulltrúum þeirra, um nið-
urstöðuna:
„Það er auðvitað hið bcsta mál
að þessu skuli lokið. Það hafa ver-
ið afskaplega miklar umræður um
málið, svo ekki sé nú dýpra í ár-
inni tekið og því tel ég hreinlegast
fyrir Hrannar að birta úrskurð yf-
irskattanefndar. Eins og menn
muna eflaust fengu þeir Hrannar
og Helgi Hjörvar fleiri útstrikanir
í kosningunum en nokkru sinni
hefur gerst áður. Hrannar segir
nú að hann hafi ekkert að fela og
því teldi ég best fyrir hann að
birta úrskurðinn. Við vitum að ef
einhver fær sekt hefur hann brot-
ið einhver tiltekin lög,“ segir Guð-
laugur Þór. — S.DÓR
Sex mánuðir fyrir
ölvunaraJístur
Hæstiréttur hefur staðfest dóm
Héraðsdóms Revkjavíkur um sex
mánaða fangelsi manns og svipt-
ingu ökuréttar manns ævilangt
frá 19. desember 1998 að telja en
maðurinn var ákærður lýrir að
hafa þrívegis ekið undir áhrifum
áfengis og án ökuréttinda, fyrst
1 5. október 1998 og síðan tvíveg-
is 31. sama mánaðar. Maðurinn á
að baki langan sakaferil, einkum
vegna kynferðisafbrota, og hafði
m.a. 17 sinnum hlotið refsingu
fyrir ölvun við akstur. Ekki var
fallist á að honum hefði verið
nauðugur kostur að aka í eitt
skiptið vegna aðsúgs, sem gerður
var að honum, enda hafi honum
verið önnur úrræði tæk.
Líkamsmeiðingar af
gáleysi
Okumaður hefur í Hæstarétti
verið dæmdur í eins mánaðar
skilorðsbundið fangelsi, sviptur
ökuréttindum í tvö ár og til að
greiða 80 þúsund króna sekt fyr-
ir að hafa ekið bifreið sinni yfir
óbrotna línu, fram úr annarri bif-
reið og framan á bifreið sem kom
úr gagnstæðri átt á Reykjanes-
braut þann 1 1. janúar á þessu ári
en við áreksturinn hlutu öku-
maður og farþegi í bifreiðinni
sem kom úr gagnstæðri átt
áverka.
Annar ökumaður var í Hæsta-
rétti dæmdur í þriggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi, 1 50 þús-
und króna sekt og til sviptingar
ökuréttinda í tvö ár fyrir að aka
fram úr tveimur bifreiðum og
framan á bifreið sem kom úr
gagnstæðri átt þann 1. júní 1997
á Vesturlandsvegi. Okumaður
bifreiðarinnar sem kom úr gagn-
stæðri átt og farþegar í báðum
bifreiðum hlutu stórfelld meiðsl.
Dæindur fyrir
línuveiðar á Breiðafirði
Skipstjóri hefur verið dæmdur til
600 þúsund króna sektar sem
renni í Landhelgissjóð íslands,
auk þess sem verðmæti fiskilínu
og afla, rúm ein milljón króna,
rennur til sjóðsins. Skipstjóran-
um var gefið að sök að hafa verið
á línuveiðum á Breiðafirði þann
1. desember, inni í hólfi sem lok-
að var fyrir línuveiðum sam-
kvæmt reglugerð. Hæstiréttur
féllst ekki á þá vörn ákærða að
þær takmarkanir á heimildum til
fiskveiða, sem mælt er fýrir um í
regiugerð nr. 262/1994, séu
skorður á atvinnufrelsi manna í
skilningi 75. gr. stjórnarskrárinn-
ar, sbr. 13. gr. stjórnarskipunar-
laga nr. 97/1995.
Laudsbauktnn veiti
upplýsiugar
Landsbankinn
var í gær dæmd-
ur fyrir Hæsta-
rétti til að veita
Ríkisskattstjóra
upplýsingar um
innistæður 1.347 einstaklinga en
með kröfunni um upplýsingarnar
vildi Ríkisskattstjóri bera saman
framtaldar Ijármagnstekjur þeirra
og þær fjárhæðir sem bankar og
sparisjóðir höfðu reiknað og
dregið af þeim í staðgreiðslu fjár-
magnstekjuskatt. Dómur Hæsta-
réttar staðfestir fýrri dóm Hér-
aðsdóms í málinu. — hi