Dagur - 22.10.1999, Side 8
■-JBSW.
Ttyur
FÖSTUDAGVR 22. OKTÓBER 1999 - 9
8 ~ EÖS TUDAG UR :2 2 . OKTÓBER 1999
FRÉTTASKÝRING
Oagur
Fær Jón meira en Tensen?
Að „kassadömum" frátöldum eru ráðstöfunartekjur danskra verslunarmanna ótrúlega jafnar, eða á billnu 100-124 þús.kr. á mánuði miðað við meðalgengi, en 90-113 þús.kr. reiknað á jafnvirðisgengi og
aukavinna er nær engin.
*.«• -jsn JIEIÐUK HELGA- DOTTIR
K :ís y>\ ;/- SKRIFAR
Einkaneysla á íslandi
er nú um þriðjungi
meiri en í Danmörku.
íslendingar standa
undir þessari umfram-
neyslu með 7-8 stunda
lengri viniiuviku en
Danir. Dagvinnulaun
eru miklu hærri í Dan-
mörku en vegna mjög
hárra skatta og gjalda
eru útborguð laun fyr-
ir dagvinnu oft eins há
á íslandi - og kaup-
máttur krónunnar
meiri hér á landi.
Ráðstöfunartekjur íslenskra
verslunarmanna eru nú álíka
háar og starfsbraeðra/systra í
Danmörku - og hærri eftir að Is-
Iendingarnir hafa bætt við auka-
vinnunni - samkvæmt nýrri sam-
anburðarrannsókn sem Hag-
fræðistofnun Háskólans gerði
fyrir Verslunarmannafélag
Reykjavíkur. Þetta eru umskipti
frá sams konar könnun 1995, en
síðan þá hefur kaupmáttur launa
vaxið mun meira hér. Þetta gildir
þó ekki um lágmarkslaunin sem
eru næstum tvöfalt hærri í Dan-
mörku en hér - Iíka töluvert hærri
eftir að skatturinn hefur tekið
sinn skerf.
MiMu meiri launamunur á
Fróni
Launamunur milli hinna ýmsu
hópa verslunarmanna er nefni-
lega miklu meiri á Islandi en í
Danmörku - bæði íyrir skatt og
eftir skatt. I báðum löndunum
eru „kassadömur" á botninum,
nánast á lágmarks dagvinnulaun-
um, um 75.000 krónum á Islandi
en 137.400 f Danmörku. A Fróni
er hæst launaði hópurinn (inn-
kaupafulltrúar) með 180% hærri
laun, (210.000 kr.) en í Dan-
mörku eru hæstu launin aðeins
75% hærri en þau Iægstu
(240.000 kr.) Eftir skatt er mun-
urinn 110% á Islandi en aðeins
58% í Danmörku. Það er því lík-
lega að vonum að Danir stefna nú
að því að hækka laun menntaðs
fólks meira en þeirra ófaglærðu -
sem sagt að auka launamuninn.
Kassadömumar á botninum
Að „kassadömum“ frátöldum eru
ráðstöfunartekjur danskra versl-
unarmanna ótrúlega jafnar, eða á
bilinu 100-124 þús.kr. á mánuði
m.v. meðalgengi, en 90-113
þús.kr. reiknað á jafnvirðisgengi
og aukavinna er nær engin. Ráð-
stöfunartekjur dagvinnulauna Ís-
lendinga í sömu störfum eru aft-
ur á móti á bilinu 76-140 þúsund
krónur - og hækka upp í 100-1 50
þúsund eftir að aukavinnan bæt-
ist við. Þetta sýnir að fólk í lægra
launuðu störfunum - milli 80 og
120 þús.kr. á mánuði á íslandi -
er stórum verr sett á íslandi en í
Danmörku, en hæst launuðu
hóparnir halda miklu meira af
launum sínum hér á landi.
Fleiri gjöld og hærri
Þótt almenn mánaðarlaun versl-
unarmanna fyrir dagvinnu séu
allt að tvöfalt hærri í Danmörku
fær Jón jafnvel meira útborgað en
Jensen starfsbróðir hans að frá-
dregnum; skatti, vinnumarkaðs-
gjaldi (sem er 8% aukaskattur í
Danmörku m.a. notaður til að
fjármagna atvinnuleysistrygging-
ar), stéttarfélagsgjaldi (sem er
margfalt hærra í Danmörku) og
Iífeyrissjóðsiðgjaldi (sem líka er
mun hærra). Sýnd eru dæmi um
hjón á íslandi og í Danmörku.
Bæði eru í fullu starfi (afgreiðslu-
og skrifstofustarfi), eiga 2 börn
og skulda 80% af meðalverði 3-4
herbergja íbúðar (sem er talsvert
dýrari í Kaupmannahöfn en
Reykjavík).
Dýrara að lifa í Danaveldi
Mánaðartekjur íslensku hjón-
anna eru 270 þúsund en þeirra
dönsku 395 þúsund (46% hærri).
En þrátt fyrir að dönsku hjónin
megi draga íbúðalánavextina frá
tekjuskattsstofninum þá verða
þau að borga um 163 þúsund í
skatta og lífeyrisiðgjald, eða hátt í
fjórum sinnum meira en þau ís-
lensku sem, að frádregnum vaxta-
bótum, sleppa með 46 þús.kr. í
skattinn og lífeyrissjóðinn.
Barnabætur dönsku hjónanna
eru hins vegar miklu hærri, enda
ekki tekjutengdar. Reiknað á
meðalgengi hefur Jensensfjöl-
skyldan um 249 þúsund til ráð-
stöfunar eftir skatt, 18 þúsund
meira en sú íslenska. En á „jafn-
virðisgengi" verður kaupmáttur-
inn svipaður í báðum löndunum -
því ótrúlegt nokk, þá er kaup-
máttur krónunnar meiri á Islandi
en f Danmörku.
Þetta skýrist einkum af því að
mjög stórir liðir eins og húsnæð-
iskostnaðurinn og útgerð einka-
bílsins kosta mun meira í Dan-
mörku. Jensen-fjölskyldan þarf
því raunverulega að borga jafn-
virði fleiri íslenskra króna fyrir
„heimilisrekstrar-pakkann" en
Jón Jónsson. Þó eggin, gulræt-
urnar og svínakjötið sé dýrara á
Fróni vegur það svo miklu minna
í heimilisútgjöldunum en íbúðin,
orkureikningurinn og bíllinn,
sem gleypa hátt í helming tekn-
anna.
íslensM skatturinn gráðugri
íbætur
Skýrsluhöfundar segja það al-
gengara að bætur séu tekjutengd-
ar og skattskyldar á lslandi cn í
Danmörku. Þannig eru barna-
bætur t.d. hvorki tekju- né eigna-
tengdar í Danmörku eins og hér
og mæðralaun og húsaleigubætur
ekki skattskyldar í Danmörku
eins og hérlendis.
Þótt hámarksbarnabætur séu
hærri hér - sérstaklega til ein-
stæðra foreldra - verða barnabæt-
ur íslensku hjónanna (í dæminu
hér að framan) aðeins 40% af
bótum dönsku hjónanna (6.200
kr. á móti 16.500 kr. á mánuði)
og meðalbarnabætur á hvert barn
í Iandinu þar af leiðandi um þriðj-
ungi hærri í Danmörku. Einstæð-
ir foreldrar fá þó hærri bætur hér
á landi (og meðlagið er 70%
hærra hér) - en mæðra/feðralaun
eru aftur á móti mildu hærri í
Danmörku. Samanlagðar barna-
bætur, mæðra/feðralaun og með-
lagsgreiðslur einstæðs foreldris á
miðlungslaunum eru þó talsvert
hærri á Islandi, eða 52 þúsund á
mánuði á móti 41 þúsundi í Dan-
mörku.
Álíka fæðingarorlof - fyrir
skatt
Fæðingarorlof er jafn langt og
skattskylt í báðum löndunum.
Eftir skatt standa eftir 66 þúsund
hér en 76 þúsund í Danmörku.
Húsaleigubótakerfið miðast við
tekjur, fjölskyldustærð og
leiguupphæð í báðum löndunum
en er samt ólíkt uppbyggt. Hjón-
in í dæminu hér að framan fengju
í hvorugu landinu húsaleigubæt-
ur. En einstætt foreldri á miðl-
ungs launum fengi álíka bætur í
báðum löndunum, um 15 þús-
und á mánuði, sem lækkuðu síð-
an í 9.500 kr. eftir skatt á IslandL
Atvinnuleysisbætur eru um tvö-
falt hærri í Danmörku en eftir
skatt aðeins um þriðjungi hærri.
I skýrslunni eru einungis skoð-
uð áhrif af millifærslum velferð-
arkerfisins en hins vegar ekki
hvort miklu hærri skattgreiðslur
Dana skili sér til baka í ódýrari
eða betri velferðarþjónustu, sem
mundi þá bæta stöðu danskra
fjölskyldna. Athygli vekur þó að á
íslandi eru fleiri læknar á hverja
1.000 íbúa en í Danmörku og
raunar fleiri en í nolrkru hinna
Norðurlandanna, þótt aldrað fólk
sé hlutfallslega mun færra hér.
Jensen duglegri í vinnunni
Skýrsluhöfundar eru almennt
sammála um það, að verg lands-
framleiðsla (VLF) á hvern lands-
mann gefi best til kynna hvaða
lífsgæða landsmenn njóta. Og að
VLF sé núna nokkru hærri á Is-
landi en í Danmörku. Landsfram-
leiðsla á hverja unna vinnustund
er þó töluvert meiri í Danmörku,
sem þýðir að Danir eru í rauninni
talsvert duglegri - meðan þeir eru
í vinnunni. En Islendingar ná
þeim, og komast frani úr þeim,
bæði með því að hér er um 5%
hærra hlutfall karla og kvenna í
vinnu, auk þess sem lslendingar
vinna jal'naðarlega um 7-8 stund-
um lengur í hverri viku - sem
svarar til þess að þeir vinni um
tvo aukamánuði á ári.
En Jón duddar lengux og
eyðir meiru
Með þessu móti tekst Jóni að fjár-
magna miklu meiri einkaneyslu
en Jensen. Arið 1990 var einka-
neysla á mann um 40% meiri hér
en í Danmörku, bilið mjókkaði
niður í 10% á samdráttarárunum
(1994) en íslendingar voru al’tur
komnir 34% umfram í fyrra. fs-
lendingar áttu t.d. 40% fleiri
einkabíla í fyrra heldur en Danir.
Sterkar líkur þykja benda til að
Islendingar hafi fjármagnað tölu-
verðan hluta þessarar um-
frameinkaneyslu með lánsfé.
Þannig hafa skuldir íslenskra
hcimila aukist um 65% síðustu
sjö árin (og aldrei meira en 1998),
en skuldir danskra heimila aukist
helmingi hægar, auk þess sem
meðalskuldir á heimili eru líka
töluvert lægri.
2.700 prósenta kauphæMom
Skýrslan sýnir nánast grátbroslegt
dæmi þess hvað kjör fólks ráðast í
rauninni lítið af kauphækkunum.
Frá 1980 hefur meðaltímakaup í
iðnaði hælikað um 160% í Dan-
mörku en 2.700% á lslandi. Þessi
hækkun hefur gefið Dönum hæga
en jafna kaupmáttaraukningu^
samtals um 20% á tímabilinu. Á
Islandi hefur kaupmátturinn aft-
ur á móti tekið ógurlegar dýfur og
oftast aukist miklu minna en hjá
Dönum, ef frá eru taldir toppar;
1982, 1988-89 og síðan mikil
hækkvin frá 1996. En þessi
2.700% kauphækkun hefur að-
eins skilað okkur kringum 27%
kaupmáttaraukningu á síðustu
átján árum - en 2.673% brunnu
upp í verðbólgunni.
Lág verðbólga besta vörnin
Enda er Edda Rós Karlsdóttir
hagfræðingur ASI á þeirri skoðun
að besta vörn kaupmáttarins sé
lág verðbólga. Og eina leiðin til
þess að koma í veg fyrir að fólk
dragist aftur úr um tugi prósenta
á örfáum árum sé jafn og stöðug-
ur hagvöxtur en ekki þessir miklu
toppar og lægðir sem við þekkjum
svo vel hér á landi og ævinlega
leiða til þess að einhverjir hópar
sitji eftir. Þenslan sé mesti óvinur
láglaunamannsins, þegar upp er
staðið.
Fáir á kauptaxta-laiuiakerfi
I Danmörku eru aðallega notuð
þrjú launakerfi. Kauptaxtalauna-
kerfi (sem við þekkjum best) hef-
ur verið á hröðu undanhaldi og
vinnur nú aðeins sjötti hver Dani
eftir slíku kerfi, og fá þá eingöngu
laun samkvæmt kauptöxtum
kjarasamningsins, sem eru margir
og nákvæmlega kveðið á um röð-
un í flokka og þrep.
Langflestir, eða 2/3, vinna eftir
svokölluðu lágmarkslaunakerfi og
afgangurinn eftir kerfi „engra
kauptaxta", sem breiðist hratt út.
Astæðuna segja menn m.a. óskina
um sveigjanlegri launamyndun. 1
þessum kjarasamningum er ráð
fyrir því gert að starfsmenn og at-
vinnurekendur taki tillit til að-
stæðna á viðkomandi vánnustað.
Langflestir á
lágmarkslaunakerfl
1 lágmarkslaunakerfi er bara
samið um eina launatölu, sem
segir til um lágmarkslaun. Síðan
er gert ráð fyrir að einstaklings-
bundnar greiðslur og álög komi til
viðbótar, en um þau skulu at-
vinnurekandi og launamaður
semja sín á milli. Þegar stéttarfé-
lagið semur um hækkun lág-
markslaunanna er heldur ekki
sjálfgefið að laun þeirra sem eru
yfir lágmarkslaunum hækki sjálf-
krafa. Atvinnurekanda er í raun
heimilt að lækka einstaklings-
bundin álög um það sem lág-
markslaunin hækka. Hins vegar
skuldbindur hann sig til þess að
leggja kerfisbundið mat (á hæfni,
færni, sveigjanleika, menntun og
fleira) til grundvallar einstaklings-
bundnum álögum, og að gæta sér-
staklega að kynjajafnréttti við það
mat.
Kaupt axt al aiisiun
sanmmgiun fjölgar
Kauptaxtalausum kjarasamning-
um hefur fjölgað mjög síðasta ára-
tuginn og eru fyrst og fremst
gerðir fyrir skrifstofufólk og sér-
fræðinga. Sérhver starfsmaður og
atvinnurekandi hans skulu semja
um laun sfn í milli og skulu þau
endurspegla vinnuframlag, hæfni,
menntun og færni einstaklings-
ins. Þessir samningar innihalda
líka skuldbindingarákvæði um að
árlega skuli meta hugsanlegar
breytingar á launakjörum.
Engin tryggingarákvæði gagn-
vart verðbólgu tíðkast í dönskum
kjarasamningum. A hinn bóginn
hafa opinberir starfsmenn trygg-
ingu fyrir því að fá 80% af því
launaskriði sem verður á almenn-
um vinnumarkaði.
Meira fyrir samninga en
lögbindingu
Samkiptareglurnar á dönskum
vinnumarkaði eru að stærstum
hluta ákvarðaðar í samningum
milli aðila vinnumarkaðarins.
Mikilvægastir er svokallaður
„Rammasamningur", sem tekur á
mörgu sem á íslandi er lögbund-
ið, „Samningur um samráð“. Og
samkvæmt svokallaðri „Friðar-
skyldu" hafa aðilar vinnumarkað-
arins skuldbundið sig til að fara
ekki í verkfall eða setja á verk-
bann meðal kjarasamningur er f
gildi - og síðan ekki með minna
en 3ja mánaða fresti. Embætti
sáttasemjara er líka mög valda-
mikið í Danmörku, samningsaðil-
ar geta t.d. ekki slitið viðræðum
nema með hans samþykki.
I stórum dráttum er vinnu-
markaður landanna ekki mjög
ólíkur. Alíka margir eru í iðnaði
(19%), verslun og veitingarekstri
(17-18%) og samgöngum. Heldur
fleiri Danir eru í þjónustu (38%)
og trygginga- og peningastofnun-
um (11%) en tvöfalt fleiri Islend-
ingar (8%) við landbúnað og fisk-
veiöar.
FRÉTTIR
Vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda á Fljótsdal og álvers í Reyðarfirði
hafa Náttúruverndarsamtök íslands kært stjórnvöld til EFTA. - mynd: gva
Kæra til EFTA
Miklir náttúruvemdar-
hagsmimir em í húfi
að mati samtakanna og
því hafa Náttúmvemd-
arsamtökm óskað þess
að kæran fái flýtimeð-
ferð hjá Eftirlitsstofn-
uninni.
Náttúruverndarsamtök íslands
hafa kært íslensk stjómvöld til Eft-
irlitsstofnunar EFTA (European
Surveilence Authority) fyrir að
brjóta gegn tilskipun ráðsins frá
27. júní 1985 nr. 85/337/EBE um
mat á áhrifum sem tilteknar fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera
eða einkaaðila kunna að hafa á
umhverfið. Enn fremur hafa Nátt-
úruverndarsamtökin óskað eftir
flýtimeðferð í ljósi þess að stjóm-
völd, Norsk Hydro og Landsvirkj-
un stefna að því að ljúka samn-
ingsgerð um fyrirhugaða byggingu
álvers á Reyðarfirði og sölu á orku
frá fyrirhugaðri Fljótsdalsvirkjun.
Miklir náttúruvemdarhagsmunir
eru í húfi að mati samtakanna og
því hafa Náttúruverndarsamtökin
óskað þess að kæran fái flýtimeð-
ferð hjá Eftirlitsstofnuninni.
Náttúruverndarsamtökin kæra
stjórnvöld fyrir að bijóta gegn 1.
málsgrein 2. greinar, sbr. 1. máls-
grein 4. greinar tilskipunarinnar
sem lögleidd var með 5. grein, sbr.
12. grein laga nr. 63/1993 um mat
á umhverfisáhrifum. Náttúru-
verndarsamtökin kæra stjórnvöld
einnig fyrir brot á samningnum
um Evrópska efnahagssvæðið
(EES-samninginn) fyrir að hafa
ekki uppfyllt skyldur sínar skv.
samningnum um að gera allar
nauðsynlegar ráðstafanir innan til-
skilins tíma til að tryggja rétta inn-
leiðingu tilskipunarinnar í íslensk
lög og reglugerðir. Náttúruvernd-
arsamtökin telja Fljótsdalsvirkjun
og fyrirhugað miðlunarlón við
Eyjabakka vera eitt erfiðasta mál
úrlausnar, sem Islendingar hafi
staðið fi*ammi fyrir hin síðari ár.
Sveigja leibreglur
„Því miður virðast stjómvöld ætla
að beita öllum brögðum til að
komast hjá því að umhverfisáhrif
Fljótsdalsvirkjunar verði metin í
samræmi við gildandi lög. Nú
hyggst ríkisstjórnin beita Alþingi
fyrir sig í því skyni að afla væntan-
legri skýrslu Landsvirkjunar um
umhverfisáhrif Fljótsdalsvirkjunar
trausts og fylgis í þjóðfélaginu.
Með slíkum vinnubrögðum hyggst
framkvæmdavaldið sveigja Iýðræð-
islegar leikreglur að vilja sínum og
virða að vettugi kröfur almennings
um að fram fari lögformlegt mat á
hinni umdeildu framkvæmd,“ seg-
ir m.a. í yfirlýsingu Náttúruvernd-
arsamtaka íslands. — GG
UNIFEM á Is-
landi 10 ára
í tilefni af Degi Sameinuðu þjóð-
anna 24. október nk. stendur
UNIFEM á íslandi fyrir hátíðar-
morgunverðarfundi að morgni
sunnudagsins á Hótel Loftleiðum.
Heiðursgestur verður sjálfur fram-
kvæmdastjóri alheimssamtaka
UNIFEM, hún Noeleen Heyser.
UNIFEM er þróunarsjóður Sam-
einuðu þjóðanna til styrktar kon-
um í „þróunarlöndum". Sjóðurinn
var stofnaður 1976 í kjölfar fyrstu
kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna sem haldin var í Mexíkó
1975 fyrir tilstuðlan kvenna sem
störfuðu innan SÞ. Nú eru 10 ár
síðan UNIFEM stofnaði deild hér
á landi. Núverandi formaður er
Sigríður Margrét Guðmundsdótt-
ir, umsjónaður menningarþáttar-
ins Kristals á Stöð 2 með meiru.
UNIFEM-sjóðurinn styrkir í
dag þróunarverkefni kvenna í 60-
70 löndum. Sjóðurinn er rekinn
fyrir frjáls framlög aðildarríkja
Sameinuðu þjóðanna og er mark-
mið hans að berjast gegn fátækt á
meðal kvenna í þróunarlöndum og
hjálpa þeim til sjálfsbjargar. Meg-
ináhersla er Iögð á að aðstoðin
skili varanlegum árangri sem síðan
hafi marfeldisáhrif inn í samfélag-
ið.
Noeleen Heyser, framkvæmdastjóri
UNIFEM.
UNIFEM minnist 10 ára af-
mælis um þessar mundir og var að
gefa út vandað afmælisrit þar sem
málsmetandi menn skrifa um þró-
unaraðstoð og sagt er frá starfi
UNIFEM á Islandi ogýmsu fleiru.
Auk þess verður á morgunverö-
arfundinum hylltur fyrsti heiðurs-
félagi UNIFEM á Islandi en það
er stofnandi samtakanna, Sæunn
Andrésdóttir. Tónlistar- og dansat-
riði verða Ilutt og ávarp flytja
Noeleen Heyser, Sigríður Margrét
og Sigríður Dúna Kristmundsdótt-
ir.
.iouu 1 1 j ltí<j Ht Ji- iii«;uilO(ej I
-ii|ilo mtnnu* nniálifj>i
nnoin licd cnugniíiy! ibdBtmv z*Ji*>vdirm mugav ou uuna w
'.JOl