Dagur - 02.11.1999, Page 4
4 - l’RIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1999
i FRÉTTIR
Styrktarsjóður Landvemdar
- AMamótasjóður
Aðalfundur Landverndar, landgræðslu- og
náttúruverndarsamtaka Islands, var haldinn
í Félagsheimili Seltjarnarness 30. október
sl. Landvernd, landgræðslu- og náttúru-
verndarsamtök Islands, eru „regnhlífarsam-
tök“ u.þ.b. 60 félaga, félagasamtaka og fyr-
irtækja og eiga samtökin 30 ára afmæli á
þessu ári. Aðalfundurinn samþykkti álykt-
anir um verndun hafsins, loftslagsbreyting-
ar, Fljótsdalsvirkjun og nýtingu orkulinda á
hálendinu, náttúruvernd, akstur utan vega,
verndun menningarlandslags og upp-
græðslu og gróðurvernd. Þá ákvað fundur-
inn stofnun sérstaks sjóðs sem ber heitið
Styrktarsjóður Landverndar - Aldamótasjóð-
ur og fær hann það hlutverk að styrkja verk-
efni sem Landvernd vinnur að eða önnur verkefni sem eru í samræmi við
stefnu Landverndar. Jón Helgason var kosinn formaður Landverndar til
næstu tveggja ára.
Verndun hafsins
Landvernd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í þá átt að gera hnatt-
rænan samning um aðgerðir til að draga úr losun þrávirkra lífrænna efna,
en bendir á nauðsyn þess að kanna til fullnustu tilvist og útbreiðslu efn-
anna hér á landi. Þá skora samtökin á stjórnvöld að beita sér fyrir því að
notkun botnmálningar á skip sem inniheldur tríbútylin-sambönd (tbt)
verði bönnuð bæði hér landi og alþjóðlega. Landvernd beinir þeim til-
mælum til stjórnvalda að efla rannsóknir um áhrif veiðarfæra á sjávar-
botni. Rannsóknir þurfa að upplýsa hvar kunna að leynast mikilvæg bú-
svæði á hafsbotni sem eru sérstaklega viðkvæm fyrir raski. Landvernd
fagnar þeim áherslum sem lagðar hafa verið á að innleiða umhverfisvæna
kælimiðla í frystikerfí skipa í stað kælimiðla sem valda eyðingu ósónlags-
ins og gróðurhúsaáhrifum. Þá hvetur Landvemd alla aðila að vinna með
markvissum hætti að því að bæta orkunýtingu við fiskveiðar og vinnslu
og á þann hátt stuðla að minni Iosun koldíoxíðs út í andrúmsloftið.
Loftslagsbreytingar
Landvernd beinir þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjómarinnar að vinna
markvisst að aðild íslands að Kyotóbókuninni. I því samband vísar Land-
vernd í skýrslu ráðgjafanefndar frá því í febrúar sl. þar sem segir m.a. að
að því gefnu að ekki verði ráðist í stóriðju, umfram þau verkefni sem þeg-
ar eru ákveðin, bendi niðurstöður til þess að hægt verði að mæta skilyrð-
um Kyotobókunarinnar án þess að það verði mjög íþyngjandi fyrir ís-
lenskt efnahagslíf. Landvernd varar stjórnvöld við því að semja um um-
fangsmeiri rekstur stóriðju hér á landi ef ekki Iiggur ljóst fyrir hvernig
verður hægt að mæta þeirri miklu aukningu í losun gróðurhúsaloftteg-
unda sem honum kann að fylgja. Þá bendir Landvernd á að tækifæri eru
til að auka bindingu koldíoxíðs á Islandi til mikilla muna og beinir því til
stjórnvalda að framlengja og efla núverandi áætlun sem miðar að því að
auka bindingu koldíoxíðs í gróðri og jarðvegi.
Fljótsdalsvirkjim og þjóðgarður
Því er beint til Alþingis að það beiti sér fyrir því að tillögur um gerð
Fljótsdalsvirkjunar verði metnar með sambærilegum hætti og lög um mat
á umhverfisáhrifum kveða á um. Með tilliti til þeirrar áherslu sem ríkis-
stjórnin leggur á að fara eftir gildandi lögum við framkvæmd virkjunar-
innar og þeirrar réttaróvissu sem ríkir í þeim málunr, er afar mikilvægt að
meðferð kæru Náttúruverndarsamtaka Islands til Eftirlitsstofnunar
EFTA verði flýtt eins og kostur er. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að
láta sem fyrst skoða saman alla virkjunarkosti vegna stóriðju norðan
Vatnajökuls varðandi hagkvæmni og vernd náttúrufars og landslags. Jafn-
framt skorar Landvernd á ríkisstjórnina að beita sér íyrir því að kanna
með hvaða hætti megi samræma tillögur um þjóðgarð á svæðinu norðan
Vatnajökuls og fyrirliggjandí áform og hugmyndir um nýtingu vatnsafls.
Vemdun meimingarlaiidslags
Landvernd beinir því til stjómvalda að taka með markvissum og skipu-
lögðum hætti á vemdun menningarlandslags og menningarminja hér á
landi. Telur Landvernd það afar brýnt að koma nú þegar af stað tilrauna-
verkefni á þessu sviði. Aðalfundurinn ítrekar því samþykkt síðasta aðal-
fundar að ríkisstjórnin Ieiti til íbúa Arneshrepps um samvinnu að sam-
starfsverkefni við varðveislu og styrkingu byggðar í Ámeshreppi vegna
mikillar landfræðilegrar sérstöðu hans. Því er beint til stjórnvalda að
vinna að tillögum um aðgerðir til verndunar búsetu og menningarlands-
lags í Arneshreppi og leita eftir víðtæku samstarfi í þeim tilgangi.
Jón Helgason endurkjörinn
formaður Landverndar.
Sjálfbær nýting forsenda
sauðfj árbúskapar
Landvemd fagnar þeim aðgerðum sem stuðlað hafa að því að bæta gróð-
urfar á hálendi Islands. Astand gróðurs á hálendinu er þó enn víða bág-
borið og frekari aðgerða er þörf. I byggð er gróðureyðing einnig víða
verulegt vandamál, sérstaldega af völdum hrossabeitar. Landvernd skor-
ar því á stjórnvöld að grípa til þeirra aðgerða að sjálfbær nýting Iands og
gróðurs verði forsenda stuðnings við sauðfjárbúskap; að stuðla að því að
gerð verði gróðurnýtingaráætlun á öllum jörðum; að vinna að fækkun
hrossa og koma í veg fyrir tjón af völdum beitar stórgripa í hlíðum og að
efla stöðu gróðurverndar með nýjum landgræðslulögum sem sett verði á
yfirstandandi þingi. — GG
Reyndist ekki
„kótilettukarl! “
Helgin vax góð að því
leyti að lítið var um
alvarlega atburði en
samt var nokkur eriU
hjá lögreglunni. Til
dæmis var hún köHuð
á heimili vegna þess
að þar hafði verið boð-
ið upp á kótUettur í
kvöldmat.
Um kvöldmat á laugardag kvart-
aði maður yfir hávaða og látum
frá íbúum á efri hæð í miðborg-
inni. Kvaðst hann hafa heyrt ein-
hverskonar hótun. Farið var á
vettvang og kom þá í ljós að fjöl-
skyldumeðlimur var ósáttur við að
kótilettur væru í kvöldmat og rauk
á dyr.
11 teknir fyrir ölvunarakstur
Um helgina voru 11 ökumenn
grunaðir um ölvun við akstur og
42 um of hraðan akstur. Þá var of
mikið um árekstra en 35 árekstr-
ar voru tilkynntir til lögreglu. Um
hádegi á laugardag fór bifreið út
af Þingvallavegi við Seljabrekku
og valt. Fjórir útlendingar voru í
bifreiðinni og voru þeir allir í belt-
um. Tveir farþegar í bifr. voru
með skurð á hendi. Sjúkrabifreið
kom á vettvang og voru þeir flutt-
ir á slysadeild til athugunar. Síð-
degis á laugardag fauk stór hesta-
kerra aftan úr bifreið á Kjalarnesi.
Vindhraði var þarna mikill. Þá
fauk sófi af pallbifreið í Mosfells-
bæ og lenti á annarri bifreið.
Maður hrasaði og datt niður úr
tröppu í Hlíðunum á laugardags-
morgun. Hann hlaut skurð á
enni. Maðurinn var fluttur á
slysadeild með sjúkrabifreið.
Tveir gripnir
A föstudag var farið inn í hús í
Víkurhverfí og tekið mikið magn
af verkfærum. I Laufrima var til-
kynnt um yfirstandandi innbrot
og að tveir menn væru að bera
sjónvarpstæki og annan húsbún-
að út í bifreið. Þeir voru farnir af
staðnum þegar Iögreglan kom og
fundust ekki þrátt fyrir leit.
Mennirnir komu aftur, en skildu
bifreiðina eftir skammt frá. Þeir
sáust hlaupa burt frá húsinu í
þann mund sem lögregla kom.
Tveir menn voru handteknir
skömmu síðar og færðir á lög-
reglustöð. Auk þess sem stolið var
ullu þjófarnir miklum skemmdum
á húsmunum sem þeir skildu eft-
ir.
Síðdegis á sunnudag var par
staðið að verki í verslun í Kringl-
unni þegar það reyndi að stela ný-
lenduvörum að upphæð um
3.000 kr. í ljós kom að fólkið
hafði stolið vörum að verðmæti
um 7.000 kr. úr annarri verslun.
Talsvert er um að fólk sé tekið við
hnupl í verslunum.
Lögregluvör springur
A laugardagskvöld bað kona í
austurborginni um skjóta aðstoð
þar sem maður væri að reyna að
brjótast inn í íbúðina til hennar.
Hann var baldinn og beitti ofbeldi
gegn lögreglumönnum sem hugð-
ust íjarlægja hann og sprengdi vör
á lögreglumanni. Maðurinn var
handtekinn og færður til gistingar
í fangageymslu.
Kveikt í ruslatuunum
Kveikt var í 8-10 ruslatunnum
sem stóðu upp við leikskólann í
Hraunbergi síðdegis á laugardag.
Töluverður eldur var er lögregla
og slökkvilið komu á staðinn.
Slökkvilið slökkti eldinn. Eldur-
inn komst í þakskegg Ieikskólans
og reykur inn í húsnæðið.
Skemmdir urðu á grindverki og
ruslatunnurnar eru ónýtar. Ekki
urðu neinar kemmdir inni í leik-
skólanum. A Iaugardagskvöld var
tilkynnt um eld eða eldglæringar
upp úr þaki húss á Laugavegi.
Þetta reyndist vera frá arni, þeg-
ar hurð var opnuð myndaðist mik-
ill trekkur í arninum og eldglær-
ingar komu upp úr skorsteini.
Seint á laugardagskvöld var til-
kynnt um eld í blaðagámi við
Rofabæ, slökkviliðið slökkti hann.
Endaslepp partý
Síðdegis á laugardag tilkynnti
maður að hann hefði boðið 3 kon-
um í heimsókn kvöldið áður og
var nokkur ölvun í spilinu. Er
hann vaknaði morguninn eftir var
búið að stela nánast öllum eigum
hans úr herberginu. Lögreglan
telur sig kannast við a.m.k. eina
af þessum konum. Aðfaranótt
laugardags hringdi húsráðandi í
húsi í austurborginni og kvaðst
vera að halda partí en það væri al-
gerlega farið úr böndunum. Var
óskað aðstoðar við að koma fólk-
inu út úr húsinu og var um 50
ungmennum vísað út.
Þá voru tveir menn staðnir að
þvaglátum í anddyri í Tryggvagötu
og voru þeir kærðir fyrir gjörning
þennan. Mennirnir voru allnokk-
uð við skál.
Okeypis netfang
Nú gefst gestum Vísis.is kostur á
ókeypis tölvupósti. Hér er um
nýja þjónustu að ræða þar sem
hver og einn fær sitt eigið net-
fang á Vísi.is, - t.d. sigga@visir.is.
Það eina sem gestir Vísis.is þurfa
að gera er að skrá sig.
Sú þjónusta sem Vísir.is fer
hér af stað með er þeim kunn
sem hafa reynslu af erlendum
þjónustusvæðum á Internetinu.
Þar sem þjónusta Vísis.is er öll á
íslensku er óhætt að segja að
fyrir allan almenning er hún ein-
faldari og aðgengilegri en
erlenda þjónustan. Hægt er að
nálgast þennan tölvupóst hvaðan
sem er í veröldin svo fremi að
notandinn hafi aðgang að verald-
arvefnum.
Ruslpóstur síaður burt
Ymis viðbótarþjónusta er einnig í
boði eins og tölvupóstsía sem
flokkar hurt ruslpóst og sjálfvirk
svarþjónusta þegar þess er óskað
eins og t.d. þcgar fólk er í fríi og
nær ekki að svara pósti jafn-
harðan. Ef notendur óska þess
þá er tölvupósti eytt sjálfkrafa og
hann flokkaður eftir þörfum
fólks.
Gestir Vísis.is sem nýta sér
þjónustu Frípóstsins geta einnig
geymt drög að bréfum og jafn-
framt býðst áhugasömum að
tengjast í gegnum Frípóstinn
spjallrásum sem þekktar eru
undir skammstöfuninni ICQ.
Frípóstinn iná finna á slóðinni
www.visir.is.
i