Dagur - 02.11.1999, Síða 7
P u o r « ■» « 1« M M Á ’í c M n h n 1\ \ o \
ÞRIÐJUDAGUR 2. NÚVEMBER 1999 - 7
ÞJÓÐMÁL
Kjarni niálsins
eða klisiur
jOn KRIST-
JANSSON
FORMAÐUR FJÁRLAGA-
NEFNDAR ALÞINGIS
SKRIFAR
Halldór Laxness sagði eitt sinn um
Islendinga að þeir væru öðrum
duglegri að þrasa um tittlingaskít,
en setti hljóða þegar kæmi að
kjarna málsins. Eg verð að játa að
oft kemur mér þessi tilvitnun í
hug, þegar að þjóðfélagsumræð-
unni kemur.
Flokkiirimi in i n n
Flokkurinn minn og ekki síður for-
ustumenn hans hafa ekki farið var-
hluta af klisjukenndri umræðu þar
sem ekki er reynt að nálgast málið
á hlutlægan hátt. Þegar gengi
flokksins hjá Gallup er lágt, eins
og núna, fara alls konar skýringar
af stað. Eg skal nefna nokkrar.
Virkjunar- og stóriðjumál fæla fólk
frá flokknum. Ráðherrar hans hafa
óvinsæla málaflokka. Formaðurinn
hefur bytjað umræðu um Evrópu-
mál. Ekki fer saman að vera for-
maður flokks og utanríkisráðherra.
Flokkurinn hefur svikið kosninga-
loforð um baráttu gegn eiturlylj-
um. Þannig mætti lengi telja.
Þetta er svo endurtekið við ýmis
tækifæri og að lokum fara menn
að trúa.
Það er rétt að huga að þessum
atriðum og þá fyrst virkjunarmál-
um. Vafalaust er það mál flokkn-
um erfitt. Aróðurinn hefur verið
rekinn á tilfinningalegum nótum
og skeyti hvergi spöruð eins og
þegar slíkt gerist. Efnisleg umræða
hefur í mörgum tilfellum vikið til
hliðar. Með þessu hefur verið
reynt að búa til almenningsálit
sem er andstætt þeim ráðherrum
„Með þessu hefur verið reynt að búa til almenningsálit sem er andstætt þeim ráðherrum sem í eldlínunni standa
í máiinu. Þetta almenningsálit er talið speglast í skoðanakönnunum um lögformlegt umhverfismat, “ segir Jón m.a.
í gre in sinni.
sem í eldlínunni standa í málinu.
Þetta almenningsálit er talið spegl-
ast í skoðanakönnunum um lög-
formlegt umhverfismat. Staðreynd
er hins vegar að rannsóknarþáttur
umhverfismatsins hefur farið fram
og umsagnarferill mun verða op-
inn við þinglega meðferð málsins.
Þetta mál er Framsóknarflokknum
erfitt, en þessa orrustu verður að
taka. Hún er tekin vegna framtíð-
aratvinnuuppbyggingar og aukn-
ingar þjóðartekna í þágu landsins
alls og hún er tekin vegna byggða-
mála. Verkamannasamband Is-
lands gerði sér glögga grein fyrir
þessu máli eins og kom fram á
þingi þess í síðustu viku.
Evrópa
Önnur ástæða sem nefnd er til er
sú að afstaða formanns flokksins
til Evrópusambandsins sé jákvæð,
og þetta fæli frá flokknum fylgi.
Hér er dæmi um fljótandi umræðu
þar sem staðreyndir málsins eru
ekki viðstaddar. Við erum í Evr-
ópska efnahagssvæðinu og studd-
umst þar við önnur ríki sem svipað
var ástatt um. Þeim ríkjum hefur
fækkað. Jafnframt fer þeim ríkjum
fjölgandi sem sækja um aðild að
EB. Utspil Halldórs Asgrímssonar
í málinu er það að láta taka saman
skýrslu um stöðu okkar ef það
kæmi upp að Island og Liechten-
stein væru fyrir utan samstarf Evr-
ópuríkja. Sú vinna er undirstaða
viðbragða í málinu. Það hefur ekk-
ert verið rætt um inngöngu í Evr-
ópubandalagið, ekki verið sótt um
hana, en þekking og upplýsingaöfl-
un er forsenda fyrir samskiptum
við Evrópu í framtíðinni og á
henni byggist mat á möguleikum
okkar. Þessi viðbrögð eru skynsam-
leg og eðlileg og hafa ekkert með
„Evrópuvírus” að gera.
Þýðing utanrQdsmála
Utanríkismál og vinna við þann
málaflokk tengist málefnum dags-
ins hér innanlands meir en nokkru
sinni. Oft virðist umræðan um
þennan málaflokk einkennast af
viðhorfum fortíðarinnar. Af þeim
meiði eru þau viðhorf að formaður
stjómmálaflokks eigi ekki að fara
með utanríkismál. Utanríkismál
eru forsenda stefnumótunar
stjómmálaflokka í ríkari mæli en
nokkru sinni og skipulag stjóm-
málaflokka verður að gera ráð fyrir
því að flokksformaður geti unnið á
þessum vettvangi.
Islendingar em sérstaklega ná-
tengdir utanríkismálum sem lítil
þjóð og íramsækin sem vill hafa
sem greiðust samsldpti við aðrar
þjóðir á öllum sviðum, ekki síst um
nýtingu og vemdun auðlinda hafs-
ins og sem greiðust viðskipti.
Kosningaloforö
Dæmi um klisju, án efnisraka eru
fullyrðingar um að Framsóknar-
flokkurinn hafi svikið kosningalof-
orð sín um fíkniefnamál. I kosn-
ingabaráttunni var lögð höfuðá-
hersla á að Ieggja til atlögu gegn
þessari plágu og veija til þess Ijár-
magni, um einum milljarði króna.
Eftir kosningar kom síðan upp
krafa um það að þessi milljarður
yrði reiddur fram á fyrstu mánuð-
um kjörtímabilsins og stjómmála-
menn í stjómarandstöðu hrópuðu,
svik, hver í kapp við annan. Stað-
reyndirnar eru hins vegar þær að
þegar hafa verið reiddir fram fjár-
munir í frumvarpi til íjárlaga og
fjáraukalaga til þessarar baráttu og
samstarfsnefnd ráðuneyta er að
skila af sér tillögum um frekari að-
gerðir.
Getur vel viö unað
Framsóknarflokkurinn getur vel
við unað þegar kjami málsins er
skoðaður og upphrópunum linnir.
Fyrir okkur sem vinnum í stjóm-
málum gildir það eitt að ganga til
verlta. Okkar hlutverk er erfitt, en
það gildir einu. Það er öllum hollt
að lenda í erfiðum verkefnum. Við
framsóknarmenn höfum sett okk-
ur markmið. Stjórnmálaflokkur
þar sem ekkert er sagt, ekkert er
gert og aldrei tekin áhætta, er ekki
mikils virði þegar til lengdar lætur.
Ekki heldur stjórnmálaflokkar þar
sem margt er sagt, en lagst af alefli
á móti flestum framfaramálum.
Um leikskólafulltrua
SJGRIÐJJR
SITA PET-
URSDOTTIR
FYRRVERANDI DEILDAR-
STJÖRI LEIKSKÓLA-
DEILDAR AKUREYRAR-
BÆJAR
SKRIFAR
Af einhveijum ástæðum hefur sá
misskilningur farið af stað að ekki
hafi verið starfandi leikskólafull-
trúi hjá Akureyrarbæ og nú eigi
loksins að ráða einn að gmnn-
skóladeild bæjarins. Til að leið-
rétta þennan misskilning langar
mig til að eftirfarandi komi fram.
DeUdarstjóri
Frá 1. janúar 1981 þar til 1. októ-
ber 1999 hefur verið dagvistarfull-
trúi, síðar deildarstjóri leikskóla-
deildar, starfandi hjá Akureyrarbæ.
Hlutverk deildarstjóra leikskóla-
deildar hefur verið, m.a. að vera
næsti yfirmaður leikskólastjór-
anna, að hafa yfirumsjón með öll-
um rekstri Ieikskólanna, að hafa
faglegt eftirlit með starfsemi Ieik-
skólanna, að koma fram fyrir hönd
leikskólakerfisins, að hafa yfirsýn
yfir stöðu leikskólamálaflokksins.
Á leikskóladeild (nú skóladeild),
starfa einnig almennir leikskóla-
ráðgjafar, hætta 1. janúar, þeir sjá
um alla almenna ráðgjöf til leik-
skólanna, m.a. að veita stuðning
og ráðgjöf við einstaka starfsmenn
og vegna einstakra bama, ásamt
því að sinna dagmæðrum og
gæsluvöllum bæjarins. Leikskóla-
ráðgjafi vegna sérkennslubarna,
hættir 1. desember, veitir foreldr-
um og starfsfólki Ieikskóla ráðgjöf,
þannig að þau böm sem þurfa á
sérkennslu að halda fái notið þess
að vera í leikskóla eins og önnur
böm. Leikskólaráðgjafi vegna sér-
kennslubarna ásamt almennu leik-
skólaráðgjöfunum gera m.a. fyrstu
skoðun á bami ef grunur er um
frávik í þroska og leiðbeina og að-
stoða við að fá greiningu fyrir
barnið hjá réttum greiningaraðil-
um, hvort sem um er að ræða sál-
fræðing, bamalækni eða talmeina-
fræðing.
Einnig er starfandi á Leikskóla-
deild (Skóladeild) rekstrarfulltrúi
sem sér um innritun bama í leik-
skóla, úthlutun plássa í samráði
við leikskólastjórana og annast
innheimtu gjalda.
Leikskóla gert jafnhátt iiiulir
höföi
Staða deildarstjóra leikskóladeild-
ar Akureyrar er samskonar staða
og stöður leikskólafulltrúa í öðrum
sveitarfélögum, það var að ósk
Akureyrarbæjar að kalla þessa
stöðu deildarstjórastöðu því þeir
vildu í þá daga gera leikskólanum
jafríhátt undir höfði og öðrum
deildum bæjarins, það var í þá
daga.
Leikskóladeild Akureyrar hefur
verið í stöðugri þróun, með það að
markmiði að veita sem besta þjón-
ustu, starfið eins og það er í dag
hefur byggst upp á löngum tíma í
samvinnu Leikskóladeildar, leik-
skólanna og þeirra sem hafa þurft
á þjónustunni að halda.
Leikskóladeildin hefur verið
baldand leikskólanna, þangað gátu
bæði foreldrar og starfsfólk leitað
eftir aðstoð og ráðgjöf. Leikskóla-
deildin var sjálfstæð deild og hefur
frá fyrstu tíð verið hluti af stjórn-
sýslukerfi Akureyrarbæjar.
Leikskóladeild flytur
Árið 1997, þegar leikskóladeildin
flutti í núverandi húsnæði, varð
deildin hluti af Fræðslu- og frí-
stundasviði bæjarins, þetta var á
sama tíma og Fræðsluskrifstofan
var Iögð niður í þeirri mynd sem
hún var og reksturinn fór til bæjar-
ins en Skólaþjónusta Eyþings
(SE), var sett á Iaggimar og sinnti
faglegri þjónustu við gmnnskól-
ana. Aður hafði farið fram mikil
vinna meðal stjómenda í bæjar-
kerfinu og þeirra starfsmanna sem
málið varðaði, við að skoða og
greina hvar sú þjónusta sem boð-
ið væri upp á ætti að vera staðsett
og hvernig henni væri best fyrir-
komið. Ein af ástæðunum fyrir því
að SE tók ekki við þjónustunni við
leikskóla Akureyrar var að sú þjón-
usta sem þegar var veitt til leik-
skólanna var mjög góð og skilvirk
og því ákveðið að halda henni
áfram í þeirri mynd sem hún var.
Þörfin fyrir þá þjónustu sem í
boði hefur verið, þ.e. almenn ráð-
gjöf við starfsfólk leikskólanna og
foreldra leikskólabama, er stöðugt
að aukast og hefur því frekar verið
þörf fyrir að auka við fremur enn
fækka. Nágrannasveitarfélögin
höfðu gert þjónustusamning við
Leikskóladeildina, þar sem leik-
skólunum sem þar starfa var veitt
sama þjónusta og leikskólum Ak-
ureyrar, einnig veittum við einum
einkareknum leikskóla sömu þjón-
ustu.
Breytingar
Eftir síðustu sveitarstjómarkosn-
ingar var ákveðið að gera breyting-
ar á stjómsýslukerfi bæjarins, ég
ætla ekki að fara nánar út í það hér
því það væri of langt mál. En eitt
af því sem þessar breytingar fólu í
sér var að gera eina deild úr Leik-
skóladeild og Grunnskóladeild,
deildin heitir Skóladeild og fer
með málefni leikskóla, grunnskóla
og tónlistarskóla.
Það er mjög mikilvægt að gott
samstarf sé milli skólastiganna, en
gæta verður að því að það samstarf
sé á forsendum beggja og að á
hvorugan halli, annað skólastigið
er ekki yfir hitt hafið á nokkurn
hátt.