Dagur - 10.11.1999, Page 5
T
FRÉTTIR
í.
MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBEK 1999 - S
Nýjar hrærmgar í
kj ordæmamaliiiu
Einar K. Guðfiimsson
alþingismaðm' segir
kjordæmamálíð vera
galopið hvaé ianda-
mæri kjördæmanna
varðar. Kristján MöH-
er alþingismaður seg-
ir Skagfirðinga ræða
um að þeir teljist með
Norðausturkjördæmi.
Eins og kom fram í Degi í gær, er
Kristinn H. Gunnarsson, for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins, með róttækar hug-
myndir uppi varðandi kjördæma-
skipanina, sem afgreidd verður á
þessu kjörtfmabili. Kristinn er
ekki einn um að vera óánægður
með þá niðurstöðu sem fékkst á
síðasta þingi varðandi málið.
Fleiri hugmyndir eru komnar á
loft. Til að mynda um að Skaga-
fjörður fylgi með Norðaustur-
kjördæminu. Þá segir Einar K.
Guðfinnsson alþingismaður að
kjördæmamálinu sé hvergi lokið,
það sé galopið.
Þegar Alþingi samþykkti á síð-
asta þingi að breyta kjördæma-
skipan voru samþykkt sérstök
kjördæmalög. Þau gera kleift að
hreyta landamærum kjördæma
án þess að það teljist breyting á
stjórnarskrá og þurfi að sam-
þykkjast á tveimur þingum. Þetta
gerir mögulegt að breyta landa-
mærum kjördæma eftir fólks-
fjölda hveiju sinni en miðað er
við að fólksfjöldi sé sem jafnast-
ur í kjördæmunum.
Einar K. Guðfinnsson var for-
maður nefndar, sem lagði til til-
lögur í byggðamálum í tengslum
við breytingar á kjördæmaskip-
an. Hann var inntur álits á hug-
mynd Kristins H. Gunnarssonar
um citt stórt landsbyggðarkjör-
dæmi frá Snæfellsnesi vestur og
austur um allt til Austurlands
mcð Akureyri sem miðstöð.
Kristján L. Möller.
Málið opið
„Ég hef ekki hugsað þetta mál til
enda eins og Kristinn hcfur reif-
að málið við mig. Hugmynd hans
er að mínum dómi síst lakari inn
í þetta púkk allt sama en hvað
annað. Ég held að menn séu í
raun í vanda. Kjördæmabreyt-
ingin var að mínu mati misráðin
og ég held að það séu mörg ljón
á veginum sem menn þurfa að
sigrast á áður en þeir eru komn-
ir á leiðarenda. Þess vegna tel ég
að það sé opin öll umræða um
kjördæmaskipanina. Það er
rangt sem fram hefur komið að
þingmenn hafi ekki óbundnar
hendur í að endurskipuleggja
kjördæmin. Stjórnskipunarlög
breyttust í meðförum Alþingis á
síðasta þingi þannig að opnað
var á að hafa kjördæmin sjö í
stað sex, eins og um var rætt í
frumvarpinu. Það gefur til kynna
að löggjafinn hafi gefið færi á því
að endurskipuleggja kjördæma-
skipanina á annan veg en talað
var um á síðasta þingi,“ segir
Einar Kristinn.
Hann bendir á að skipuð hafi
verið nefnd til að lara yfir þessi
mál með fulltrúum stjórnmála-
flokkanna á Alþingi. Hann sagð-
ist telja að nefndin muni skoða
málin frá grunni með opnum
huga.
Skín við sólu...
Kristján MöIIer alþingismaður
kannast ekki við að Siglfirðingar
vilji hætta við að tengjast Norð-
austurkjördæminu en það hefur
heyrst. Eftir að samgönguráð-
herra sagði að gangagerð yfir til
Ólafsfjarðar væri ekki á næsta
leiti hafi Siglfirðingum snúist
hugur.
„Ég var á Sauðárkróki fyrir
skömnui og þá nelndu margir
menn við mig þá hugmynd að
Skagatjörður myndi tengjast
Norðausturkjördæmi en ekki
Norðvesturkjördæmi eins og gert
var ráð fyrir varðandi kjördæma-
skipanina á síðasta þingi,“ sagði
Kristján Möller. - S.OÓR
Forráðamenn SL og Ferðaskrif-
stofu stúdenta kynna samninginn.
- mynd: hilmar þúr
Stúdenta-
ferðir til SL
Samvinnuferðir-Landsýn munu
taka við rekstri Ferðaskrifstofu
stúdenta af Félagsstofnun stúd-
enta frá og með 15. nóvember
nk. Samhliða samningi um yfir-
töku á rekstri gerðu Félagsstofn-
un stúdenta, Samvinnuferðir
Landsýn og Stúdentaráð Há-
skóla lslands með sér samstarfs-
samning í gær um ferðir fyrir
stúdenta.
Samvinnuferðir-Landsýn eru
nú með um 31% markaðshlut-
deild af ferðalögum og var aukn-
ing veltu á fyrstu 6 mánuðum
ársins 10% frá sama tíma í fyrra.
Starfsmenn Samvinnuferða-
Landsýnar eru um 100 talsins
en á Ferðaskrifstofu stúdenta
starfa 10 manns.
Félagsstofnun stúdenta hóf
rekstur á Ferðaskrifstofu stúd-
enta árið 1980. Forráðamenn
SL ætla að halda þeim mark-
miðum uppi að gera náms-
mönnum og öðru ungu fólki
kleift að ferðast með eins hag-
kvæmum hætti og unnt er. Lögð
verður áhersla á ódýr fargjöld og
verða allt að 5.300 sæti á sér-
kjörum í boði á næsta ári fyrir
stúdenta við HÍ. - BJB
„Varöskip“ stoðvað
aí varðskípsinonniun
Það fræga skip Þór, sem nú heitir Thor. Varðskipsmenn stöðvuðu ferð
þessa gamla varðskips út af ísafjarðardjúpi í gær.
Varðskipsmenn stöðvuðu í gær
siglingu þess gamla varðskips
Þórs, sem nú heitir Thor, sem
var á siglingu frá Húsavík og
suður til Halnarfjarðar. Thor
scm er í cigu Sjóferða Arnars,
hefur verið breytt í veitinga- og
gististað og rekið sem slíkt. Skip-
ið var á siglingu út af lsafjarðar-
djúpi í gærdag þegar varðskips-
menn stöðvuðu siglingu þess.
Við athugun kom í Ijós að haf-
færnisskírteini skipsins var ekki
gilt og um borð voru ekki þau
skipsskjöl sem áskilið er að þar
séu. Þá var aðeins einn af fimm
mönnum í áhöfn með á sér áskil-
in skilríki um réttindi sín.
Landhelgisgæslan vísaði jiví
skipinu tafarlaust inn til Isa-
fjarðar, þar sem það lónaði á
Skutulsfirði þegar síðast fréttist.
Málið er nú komið til kasta Sigl-
ingastofnunar og Sýslumannsins
á Húsavík, samkvæmt upplýsing-
um frá stjórnstöð Landhelgis-
gæslu.
Fyrirætlanir eru uppi um að
um borð í Thor í Hafnarfjarðar-
höfn verði sambærileg starfsemi
og veriö hefur nyrðra. Thor var
lengi varðskip Landhelgisgæsl-
unnar, en síðar komst það í eigu
Slysavarnaskóla sjómanna og hét
Sæbjörg. Sjóferðir Arnars eign-
uðust skipið á síðasta ári. - SBS
Aukaframlög aukin
Samþykkt var á fundi borgarráðs
í gær að bæta 70 milljónum við
sömu upphæð sem þegar hafði
verið samþykkt til leikskóla borg-
arinnar sem auka rekstrarfé. Þá
var samþykkt að fela leikskóla-
ráði borgarinnar að endurskoða
hlutdeild foreldra í rekstrar-
kostnaði leikskólanna á næsta
ári, sem hefur verið að dragast
saman síðustu tvö ár, og tillaga
að fjárhagsáætlun Lcikskóla
Reykjavíkur fyrir næsta ár verði
endurskoöuö með tilliti til þessa.
I bókun sem fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins lögðu fram í borg-
arráði segir að úrræðaleysi hafi
einkennt viðbrögð R-listans í leik-
skólamálum og í þeirn sé ríkjandi
vandræðaástand. Kosningaloforð
listans hafi ekki staðist og vænt-
ingar kjósenda brugðist. Einu úr-
ræði R-Iistans hafi veriö hækkun
leikskólagjalda forcldra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri Iét bóka að grcini-
legt væri á bókun sjálfstæðis-
manna að þeir væru efnislega
sammála tillögunni þó þeir
rcyndu eins og endranær að firra
sig ábyrgð á aðkallandi verkefn-
um. Það hafi kornið í hlut R-Iist-
ans að takast á við hinn mikla
vanda leikskólanna, sem varð til
vegna úrræðaskorts í valdatíð
sjálfstæðismanna. -SBS
Ekki stærsta hagsmimamál
veiðimanna
„Það er búið að afgreiða þetta frumvarp úr ríkis-
stjórn og það er í meðförum þingsins,“ segir Einar
Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður umhverfisráð-
herra, spurður um viðbrögð við orðum Sigmars B.
Haukssonar, formanns Skotvís, í blaðinu í gær. Þar
átelur Sigmar vinnubrögð ráðuneytisins við smíð á
frumvarpi til breytinga á lögum um vernd, friðun
og veiðar á Hlltum fuglum og villtum spendýrum
og segir veiðimenn eldd sátta við þá hækkun sem
lagt er til að verði á veiðikortagjaldi, sem að hluta
á að renna til rannsókna á rjúpnastofninum. „Mér
finnst þetta ekki vera stærsta hagsmunamál veiðimanna," segir Ein-
ar um þessa hækkun. Hann segist ekki vita í hvaða heiðurssamkomu-
lag Sigmar sé að vísa varðandi veiðikortagjaldið. - H1
SamtíningUT keyptur í HÞ
Landsbankinn hefur keypt 6,63% hlut i' Hraðfrystistöð Þórshafnar.
Hluturinn er að nafnvirði 24,3 milljónir króna og samkvæmt gengi
hlutabréfa í Hraðfrystistöð Þórshafnar er markaðsvirði bréfanna lið-
lega 51 milljón króna.
Jóhann A. Jónsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn-
ar, segir að Landsbankinn hafi verið að kaupa samtíning á hluta-
bréfamarkaðnum. Forsvarsmönnum Hraðfrystistöðvarinnar sé ekki
kunnugt um að neinn einn eigandi hafi verið að selja svo stóran hlut
í fyrirtækinu. - GG
Tveggja stafa tala
Hitastig náði tíu gráðum á mæl-
inum á Ráðhústorgi á Akureyri í
gær. Slíkt sætir nokkrum tíðind-
um á þessum tíma árs - og ekki
er útlit lý'rir annað en þessi veðr-
átta haldist áfram enn um sinn,
þegar Veðurstofan spáir suðlæg-
um áttum og sæla vindum þýð-
um næstu daga.
Einar Svein-
björnsson, að-
stoðarmaður
umhverfisráð-
herra.