Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 20

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 20
36- LAVGARDAGVR 27. NÓVEMBER 1999 .Dagur R A Ð I \ II G L Ý S 1 n 1 G A R ATVINNA AT V1NNA U T R 0 Ð Akureyrarbær Giljaskóli á Akureyri Giljaskóli er nýr skóli á Akureyri, í fallegu húsnæði með góðu starfsfólki og nemendum. í vetur eru 187 nemendur við skólann og kennt í 1. - 6. bekk og í sérdeild fyrir mikið greindarfötluð börn. Skólinn er enn í uppbyggingu og því gefst hér einstakt tækifæri til þess að taka þátt í uppbyggingarstarfi. Unnið er jafnt og þétt að gerð skólanámskrár, einnig er í gangi þróunarverkefni í lestri og handbók skólans er í vinnslu. • íþróttakennara vantar í 78% starf frá 1. janúar2000 • Einnig vantar kennara til þess að sinna tilfallandi forföllum. • Frá febrúar til maí mun vanta handmenntakennara vegna barnsburðarleyfis. Upplýsingar veita skólastjórnendur Halldóra og Þorgerður í síma 462 4820 Síðuskóli á Akureyri • íþróttakennara vantar í 33% starf frá 1. janúar 2000 Starfið getur verið viðbót við starf íþróttakennara í Giljaskóla. Upplýsingar veita skólastjórnendur Ólafur og Sigríður Ása í síma 462 2588 Umsóknum skal skilað í upplýsingaandyri hjá Akureyrarbæ Geislagötu 9 eða í skólana á eyðublöðum sem þar fást. Landbúnaðarráðuneytið Laus embætti héraðsdýralækna Framlengdur til 1. desember er umsóknarfrestur um eftirtalin embætti héraðsdýralækna skv. 11. gr. nýrra laga nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sem tekur gildi 1. desember 1999: Embætti héraðsdýralækna í Vestfjarðaumdæmi. Embætti héraðsdýralækna í Austurlandsumdæmi nyrðra. Skipað verður í framangreind embætti frá og með 1. desember 1999. Embætti héraðsdýralækna eru skv. lögum veitt af landbúnaðarráðherra til fimm ára í senn og eru laun héraðsdýralækna ákvörðuð af kjaranefnd. Skriflegar umsóknir skulu sendar landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Mc msóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar u menntun og fyrri störf. Umsóknarfre : ertil 1. desember 1999. Nánari upplý: ;r um embættin veitir Halldór Runólfsson 'ralæknir í síma 560-9750. Umsóknir þí umsækjandi óskar nafnleyndar verða ekki 1 gildar. Landbúnaðarráðuneytinu, 24. nóvember 1999 Kennarar - íþróttakennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla frá næstu áramótum til að kenna íþróttir og bóklegar greinar. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða S T Y R K I R Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Danmörku. Stjórnvöld í Danmörku bjóða fram fjóra styrki til handa íslendingum til háskólanáms í Danmörku skólaárið 2000-2001. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 4.450 d.kr. á mánuði. Umsóknir um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 4. janúar nk., á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 26. nóvember 1999. www.mrn.stjr.is SJOBIR HUSFRIÐUNAR- SJÓÐUR Húsfriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir umsóknum til Húsfriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: • undirbúnings framkvæmda, áætlanagerðar og tæknilegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsafriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1 .febrúar 2000 til Húsafriðunarnefndar ríkisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milli kl. 10.30 og 12.00 virka daga. Húsfriðunarnefnd ríkisins. UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir tilboðum í jarðvinnu vegna gerð tennisvalla fyrir Þrótt í Laugardal. Um er að ræða jarðvegsskipti. Helstu magntölur eru: Fyllingar: 2.500 m3 Uppúrtekt: 3.000 m3 Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 5.000 kr skilatr. Opnun tilboða: 2. desember 1999, kl. 14:00 á sama stað. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sfmi 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 UTBOÐ I F.h. Stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í HVlTAN PAPPÍR, 80 gr. í stærðini A4. Æskilegt er að pakkning sé 500 bl. í pakka. Áætluð heildarkaup eru 12.000 pakkar. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar. Opnun tilboða: 8. desember 1999, kl. 11:00 á sama stað Linnkaupastofnun REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 - 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616/561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 Akureyrarbær Utboð - sorppokar Bæjarverkfræðingur f.h. bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboðum í 700.000 st. sorppoka vegna áætlaðar tveggja ára notkunar við sorphreinsun á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Geislagötu 9, eftir kl. 13:00, 29. nóvember 1999. Tilboðin verða opnuð á sama stað 14. desember 1999 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska Bæjarverkfræðingur. F U N D I R Frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar Vetrarfundur Héraðsnefndar Eyjafjarðar verður haldinn á Fosshótel KEA, miðvikudaginn 1. desember n.k. og hefst fundurinn kl. 9:30 RYSSUMENN Byssumenn!!! Afsláttur á hreinsun + öryggisprófun á skotvopnum fyrir rjúpnavertíðina. Opið mánud. og miðvikud kl. 17-19, þriðjud. og fimmtud. kl. 20-22. Högni Harðarson, byssusmiður. Kaldbaksgötu 2, 600 Akureyri, símar 899 9851 og 462 1261.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.