Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 18
34 - LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 lyagjwr DÓMADRÁPA BESTA ROKKPLATA ÁRSINS? popphetja með Hljómum, Trú- broti o.m.fl. Björn sem einn helsti djassrokkgítaristi landsins m.a. með eigin tríói. Jón Rafnsson, sem er þriðji meðlimur tríósins Guitar Islandicu er e.t.v. minna þekktur, en samt kunnur fyrir sitt kontrabassaspil, bæði í djassi og klassík og var hann t.a.m. mjög áberandi í tónlistarlífi Akureyrar. Saman hafa þeir þrír starfrækt tríóið í rúmt ár og hafa meir og meir tekið ástfóstri við íslenska þjóðlagið. A plötunni er að finna 11 útsetningar þeirra á jafnmörg- um þjóðplögum fyrir tvo kassagít- ara og kontrabassa. Þar eru t.d. Vísur Vatnsenda Rósu, Fagurt galaði fuglinn sá, Kindur jarma í kofanum, Grátandi kem ég nú Guð minn til þín og Góða veislu gjöra skal. Auk þess er svo eitt lag eftir Björn. Má segja með sanni að „Góða gítarveislu" með bass- ann sem drifkraft hafi hér verið sett á. Allt er mjög svo vel unnið og útsetningarnar fágaðar og gefa lögunum nýjan og ferskan blæ. Einir albestu tónleikar sögunnar, allavega af rokktagi, voru án efa þeir sem Rage against the machine héldu á Listahátíð í Hafnarfirði sumarið 1993. Þá höfðu félagarnir fjórir nýlega komið inn í rokkheiminn með miklum hvelli með fyrstu sam- nefndu plötunni. Harðir fönk- rokkarar með hápólitíska texta sem gáfu ansi mörgum gott spark í rassinn. Onnur plata Rage Evil empire kom út 1996 og fór á toppinn m.a. í heimalandinu og nú fyrir stuttu var sú þriðja, Baltle of Los Angeles að koma frá De La Recha, Morello og félög- um þeirra. Líkast til er einfald- lega þar um að ræða bestu plötu þeirra til þessa og það sem meira er, áreiðaniega eina af bestu plöt- um þessa árs. Hárbeitt ofurkraft- mikil tónlistin er heilsteypt þannig að fáir ef nokkrir gallar eru á. Sannir rokkunnendur vita hvað um er að ræða. Guitar Islandicu - Sami titill Gítarveislu gjöra skal Gítarleikar- ana slingu, Gunnar Þórðarson og Björn Thorodd- sen þarf kynna þeir hafa orðið landsfrægir hvor á sinn hátt, Gunnar sem Til að vinna góð og vel fram- bærileg verk, þurfa menn ekki endilega að vera frægir og margreyndir, þótt allavega það síðarnefnda sé oftar en ekki ávísun á viss gæði. Það sann- aðist til dæmis ágætlega á Húsvíkingnum, gítarleikaran- um og lagasmiðnum með meiru, Sveini Haukssyni á síð- asta ári, er hann sendi frá sér plötuna Sólfingur, sem var af- skaplega stílhreint og vel skap- að verk. Hann er hvorki þekkt- ur í íslensku tónlistarlífi né á hann langan feril í hljómsveit- um að baki, en hefur þó svo lítið hefur borið á gefið út plöt- ur og þá reyndar með hjálp góðra manna, hljóðfæraleikara og söngvara. Sólfingur var með lögum eftir hann sjálfan að uppistöðu, en nú á nýju plöt- unni, Sólbrot, sem hann var að senda frá sér leggst hann í það að margra mati erfiða verk, að túlka lög sem mörg hver hafa orðið vinsæl með frægum tón- listarmönnum á ýmsum tím- um. AIIs eru þessi túlkunarlög sjö, en auk þéirra eru svo þrjú önnur eftir Svein, Sólfingur, Sólbrot og Brot. Dæmi um er- lendu lögin eru svo No woman no cry eftir Bob Marley, Stairway to heaven með Led Zeppelin. Throgh the barricades frá nýbylgjupoppsveitinní Spandau ballet, þjóðlagið Greensleafes og Nights in white Er þetta ansi hreint fjölskrúðug blanda en sömuleiðis bara vel saman hrist. satin úr smiðju Justin Hayward. Sömuleiðis er svo þarna útgáfa af ABBA laginu Arrival. Er þetta ansi hreint fjölskrúðug blanda en sömuleiðis bara vel saman hrist. Því ræður ekki hvað síst mjög vandaður umbúnaður, smekklegar útsetningar, þannig að um bæði mjúka og milda áferð er að ræða. Sérstaða plöt- unnar er svo einnig sú, að lögin eru ósungin, þannig að lögin mörg hver fá nýjan og betri blæ. Er þetta ein af þeim plötum sem henta vel í hægindastólnum heima í stofu eða á kyrrlátu kvöldi. Ensími - BMX Slípun stílsins A síðasti ári litu dagsins Ijós mörg fín byrjendaverk í rokkinu. Kafbátamús- ík með Ens- ími var tví- mælalaust eitt þeirra sem vakti hvað mesta athygli fyrir góð og vönduð vinnubrögð. Nú kemur svo önnur platan, BMX og víst er að þar hefur viss slípun átt sér stað í og með samt hráum og frísklegum blæ. Upptökustjórinn frægi, Steve Albini tekur upp tæp- an helming laganna og tryggir þennan skemmtilega blæ. Kraft- mikið rokk í bland við sterkar og gípandi laglínur er áfram að finna en nú er þéttleikinn í spila- mennskunni jafnvel enn meiri en á fyrri plötunni. Kannski ekki mikið ferskari plata en sú, en stendur fyllilega undir væntingum hvað aðra plötur varðar. Jungle Brothers - V.I.P. Jafnvel betri en síðast Rappunn- endur fögn- uðu mikið fyrir tveimur árum þegar Blóma- rappshetj- urnar í Jungle Brothers snéru aftur eftir nokkurt hlé með plötunni Raw deluxe. Sú plata var fín, en sú nýja, V.I.R er jafnvel enn betri. Byggist það einna helst á því að hún er Ijöl- breyttari, lleiri straumar á borð við rokk og Big beat heyrast og al- mennt er þessi nýja plata melodískari. Kannski verða harðir aðdáendur óánægðir með þessa útvíkkun, en aðrir ættu að kætast og ekki er að vita nema að nýir fylginautar bætist við. The Wannadies - Yeah Gott jaðarrokk The Wannadies mun vera sænsk að uppruna og nýja platan Yeah vera sú sjöunda þegar allt er talið á um áratugs ferli. Kom sveitin upp í „Grun- geinu“ og var í takt við hana til að byrja með, en hefur tekið inn áhrif víðar f seinni tíð. Minnir þessa plata á bræðing af Nirvana, Blur og jafnvel Radiohead, ef það segir eitthvað. Fyrst og síðast er þó um gott jaðarrokk (Alternative) að ræða sem batnar meir við nán- ari hlustun. Valur og kumpánar hans eru nú komnir með aðra plötu. Nafn nýju plötunnar er skemmtilegt, Allt á útsölu og inniheldur hún 12 lög. BETRUMBÆTING Það vakti ekki svo litla athygli og misskilning, lagið Meira dót með rokksveitinni Butt- ercop á seinasta ári, en lagið var jafnframt eitt af þeim vin- sælli síðasta sumar. Fannst fólki að sungið væri „meira dóp“ og kannski ekki að ósekju, því drengirnir voru ekki svo skýrmæltir í flutningi lagsins. En þeir komust sem sagt ansi langt á þessu og seldu fyrstu plötuna sína bará bærilega. Valur og kumpánar hans eru nú komnir með aðra plötu. Nafn nýju plötunnar er skemmtilegt, Allt á útsölu og inniheldur hún 12 lög. Líkt og fyrri platan fékk byr undir báða vængi með Meira dót, hefur lagið Aleinn reynst góð- ur forsmekkur að nýju plöt- unni. Er þar um fína ballöðu að ræða. Onnur lög sem sér- staklega má nefna er Get ekki gleymt, annað á rólegu nótun- um og svo GSM sími, kraft- mikið rokk í sálaranda (þ.e. Soulstíl). Á einkar vönduðum og velunnum umbúnaði plöt- unnar, upptakan fín og þétt, verður ekki annað ráðið en að meiri tími og vinna hafi verið lögð í þessa aðra plötu en for- verann. Er það vel og virðist Butter cup nú vera komin á fullt í samkeppni við sveitir á borð við Skítamóral, Land og syni, Sóldögg o.fl. um hylli unglýðs landsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.