Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 7
D^ttr LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 ~ 23 I ffJJJ J J jsJ jjij Hvernig krakkar glíma við langanir Arthúr Björgvin Bollason starfar á Sögusetrinu á Hvolsvelli og sinnir þar viðamiklu starfi for- stöðumanns. Hans heimur er heimur forn- kappa á miðöldum og er það svolítið á skjön við viðskiptaumhverfið sem lýst er í bókinni Felix og kauphallarævintýrið. Sú bók er fýrir krakka! Að græða peninga er málið í dag og flestir vilja verða ríkir ekki seinna en strax. Unga fólkið ekki síður og er skemmst að minnast könnunar sem leiddi í ljós að á meðan unglingar á hinum Norð- urlöndunum hugsuðu fyrst og fremst um samfélagið og hvernig |ieir gætu komið að notum þar, hugsuðu íslenskir unglingar um það eitt að „meika það.“ Inn í slíkt umhverfi fellur bókin „Felix og kauphallarævintýrið" eins og flís við rass. Bókin sú er ætluð börnum og unglingum sem inngangur að verðbréfaviðskipt- um, hún útskýrir bókhald, sjóð og fleiri grundvallaratriði í bókfærslu lítils (ýrirtækis. En sagan er líka og ekki síður um það hvernig krakkarnir glíma við langanir sem keyra þau áfram og hvernig þau bregðast við samkeppni og kennir um leið að stundum er betra að flýta sér hægt. Þýðandi bókarinn- ar er Arthúr Björgvin Bollason og það liggur beinast við að spyija hann hvers vegna hann sem er af 68 kynslóðinni fór að þýða bók um það hvernig á að græða? „Tímarnir eru breyttir, segir Arthúr og brosir að spurning- unni. „Ég hef reyndar hugboð um að höfundur bókarinnar hafi sjálfur haft heldur minni áhuga á verðbréfaviðskiptum fyrir aldar- Ijórðungi eða svo en í dag, enda er hann af sömu kynslóð og ég. Þetta er hinsvegar til marks um þær breytingar sem orðið hafa á heiminum. Talandi um 68 kyn- slóðina, þá held ég að í sjálfu sér hafi það verið eitt af markmiðum þeirrar kynslóðar að stunda gagn- rýna upplýsingu og gera fólk hæf- ara til að skilja þjóðfélagið. Það er í sjálfu sér ekkert andstætt þeim hugsjónum að upplýsa fólk um hluti eins og þessa sem dynja á því öllum stundum. Varð ekki um sel Arthúr segir verðbréfatal af ýmsu tagi vera daglegt brauð í öllum Ijölmiðlum og að áður en hann fór að þýða bókina hafi hann helst snúið sér að öðru á meðan langar talnarunur runnu yfir skjá- inn og kannski verið hálf hrædd- ur við þennan heim sem hann þekkti svo lítið. „Upphaflega varð mér ekki um sel þegar ég var beðinn um að þýða bók sem væri sambland af ævintýrabókunum og inngangi að verðbréfaviðskiptum fyrir ung- linga. Þó svo farið væri varlega í að útskýra efnið fyrir mér fyrst í stað las ég þetta á milli línanna. „Ég tel mikilvægt að fólk kynnist þessum heimi, það þýðir ekkert að loka augunum fyrir honum hvort sem er. Og það er gömul saga og ný að vart er til betri leið til að innvígja fólk í heim sem það óttast en að setja slíkar upplýsingar inn í spennandi og skemmtilega skáidsögu eins og þarna er gert, “ segir Arthúr Björgvin Bollason, for- stöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli og þýðandi bókarinnar Felix og kauphallarævintýrið. Þegar ég fór hins vegar að lesa bókina á frummálinu fannst mér mjög gaman að henni. Ég tel mikilvægt að fólk kynnist þessum heimi, það þýðir ekkert að loka augun- um fyrir honum hvort sem er. Og það er gömul saga og ný að vart er til betri leið til að inn- vígja fólk í heim sem það óttast en að setja slíkar upplýsingar inn í spennandi og skemmtilega skáldsögu eins og þarna er gert.“ Þessi bók er ekki sú fyrsta sem Arthúr þýðir af þessu tagi. Hann hefur áður þýtt bókina Talnapúk- ann sem er byggð á svipaðri hug- mynd, ætluð fólki sem hrætt er við stærðfræði eins og segir í undirtitli hennar. „Þetta kom má segja allt í kjölfar bókarinnar Ver- öld Soffíu þar sem Garder var að taka óttann af þeim sem hræddir voru við heimspeki," segir Arthúr. „Ég þurfti heilmikla ráðgjöf í sambandi við textann í „Felix“, því á köflum er verið að fjalla um verðbréfaviðskipti sem svona rétt- ur og sléttur skussi á því sviði botnaði hvorki uppi né niður í . En eftir þetta er ég ekki eins hræddur við verðbréfamarkað- inn.“ Þriðja ríkið Höfundurinn spilar á marga strengi og í bókinni er m.a fjallað um hinn erfiða kafla í þýskri sögu, þriðja ríkið en Arthúr segir það orðna ákveðna lensku þýskra höfunda sem fæðst hafa eftir stríð, að víkja að þessu tímabili í sögum sínum. Hann hefur þýtt aðra bók sem fjallar um uppgjör við þennan tfma, Lesarann, en segir hana gjörólíka Felix, enda ekki ætlaða yngri lesendum. „Les- arinn er gríðar- lega áhrifamikil saga og til merk- is um það er sú staðreynd að ég las bókina aftur eftir að hafa þýtt hana, ég lékk ekki leið á henni við þýðinguna,“ segir Arthúr. I Felix upplýsir Piper (höfundur- inn) krakkana um þetta tímabil og það er glúrið hvernig þeim þætti er fléttað inn í söguna. Þetta kemur alltátaka- laust og maður fær vissar skýring- ar á þessu tímabili í sögunni." Smá aðvörun Fólki hættir til að láta græðgina leiða sig í ógöngur og það á ekki síður við um söguhetjurnar í þessari bók. En ef hún er lesin „rétt“ þá má greina svolitla aðvör- un f henni, gát um að ekki megi ganga of langt í græðginni og ætla sér að verða ríkur á auga- bragði. „Það er reyndar draumur stórs hluta þjóð- arinnar held ég,“ segir Arthúr, „eins og ótal dæmi sanna og ekki síst það að dijúgur hluti þjóðarinnar rauk upp til handa og fóta til að kaupa hlutabréf í banka nýverið. En aðvörunin er þarna og hún er sett fram á skemmtilegan máta sem ætti að höfða til ungs fólks.“ Annað málsamfélag Þýskan er þekkt fyrir rniklar þér- ingar en í bókinni ber ekki mikið á slíku. Arthúr segist hafa talið rétt að fækka þeim til muna því þær virki framandi í íslensku mál- samfélagi. „Ég tók þann kostinn að láta krakkana þéra fólk sem þau hittu í fyrsta sinn erí sleppa þéringum þegar þau höfðu kynnst viðkomandi betur. Það var ekld hægt að sleppa þéringunum alveg, þær eru svo snar þáttur í þýsku málsamfélagi. Bókin er heldur ekki á neinu sérstöku barnamáli heldur hefur höfundur leitast við að hafa málfar sem eðlilegast og að láta það falla að aðstæðum hverju sinni. Það hef- ur tekist nokkuð vel þykir mér en margir eru á móti því að hafa eitt- hvert sérstakt mál á barnabók- um.“ Skemmtileg tilviljun Það vildi svo skemmtilega til að þegar Arthúr var beðinn um að takaað sér þýðingu á bókinni var hann staddur í Þýskalandi. Hann var á leið til Hamborgar og keypti bókina þar. Þá hitti hann þar kunn- ingja sinn sem er blaðamaður á Die Zeit. Þeir tóku tal saman og settust inn á kaffihús þar sem Arthúr dró upp bókina vænu og sagði frá því sem í bí- gerð var. Þá hló kunninginn við og sagði þetta skrýtna tilviljun. Höfundurinn hefði til margra ára verið vinnufélagi hans á blaðinu, áður en hann fór til dagblaðs í Munchen og gerðist þar viðskiptaritstjóri og að sonur sinn hefði verið fenginn til að (bls. 77-78) Kaupréttur: réttur - í framvirkum viðskiptum - til að kaupa vöru eða verðbréf á ákveðnum degi og ákveðnu verði. Slík réttindi heita á ensku call. (hls. 319 við- sliiptaorðabók) prufulesa handritið. Orðabók og fræðsla „Þessi bók hefur margt sér til ágætis fyrir utan að losa lesand- ann við hræðsluna við verð- bréfaviðskipti,“ segir Arthúr. „í henni er til að mynda ein sögu- hetjan ftölsk stúlka og hún kem- ur með skemmtilegar útskýring- ar á ýmsum orðum og orðatil- tækjum og sýnir svo ekki verður um villst hvernig merkingin varð til. Svo er viðskiptaorðabókin líka mikill kostur, en hún er aft- ast í bókinni og frábær til upp- flettingar ef eitthvað er óskýrt." Höfundurínn Nikolaus Piper, höfundur bókar- innar er fæddur árið 1952 í Hamborg. Hann er hagfræðing- ur að mennt og hefur unnið sem blaðamaður fyrir Associated Press, nokkur þýsk dagblöð, þeirra á meðal vikuritið Die Zeit í Hamborg en starfar nú sem viðskiptaritstjóri Súddeutsche Zeitung í Munchen. Hugmynd- ina að bókinni fékk hann þegar sonur hans, þá 8 ára gamall (13 í dag), fór að spyrja hann ein- staklega gáfulegra spurninga um hagfræðilcg málefni. Felix og kauphallarævintýrið hlaut Herbert-Quandt fjölmiðla- verðlaunin 1999 - verðlaun sem veitt eru fyrir blaðamennsku á sviði hagfræði. -vs „...á köflum er verið að fjalla um verðbréfavið- skipti sem svona réttur og sléttur skussi á því sviði botnaði hvorki uppi né niður í en eftir þetta er ég ekki eins hræddur við verðbréfa- markaðinn." „Ef hún er lesin „rétt“ þá má greina svolitla aðvörun í henni, gát um að ekki megi ganga of langt í græðginni og ætla sér að verða ríkur á augabragði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.