Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 14

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 14
LÍF OG HE/LSA LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 Rannsóknir sýna að reykingafólki er þrisvar til sjö sinn- um hættara við tannholdssjúkdóm- um. Reykingamenn tapa fleiri tönnum en aðrir. Rannsóknir, meðal annars íslenskar, sýna að marg- faldar líkur á tannholds- sjúkdómum og tannmissi eru meðal þess sem reyk- ingamenn eru útsettir fyr- ir í miklu meira mæli en þeir sem ekkí reykja. Reykingamenn tapa ekki aðeins fleiri tönnum og fyrr eri þeir sem ekki reyk- ja hcldur er líka árangur af tannholdsmeðferð þeirra lakari, og helmingi fleiri tannplantar bregðast hjá reykingamönnum en reyklausum. Reykingar eru næsti áhígttuþáttur tann- Ljótar tennur, andremma, tannholdssjúkdómar og i versta falli tannmissir reykingamanna bætast þannig við þá stórauknu hættu sem þeir eru I varðandi krabbamein, hjartasjúkdóma og lungnaþembu, svo að dæmi séu nefnd. Reykingafólk tapar tönnunum frekar taps á eftir slæmri munnhirðu og hækk- andi aldri. Óyndislegar aukaverkanir eru síðan meðal annars þær að tennurnar lit- ast, blettir geta myndast í tannholdi og vart verður við andremmu. Færri tennur og fleiri lausar Almennt sýna rannsóknir að reykinga- menn eru í 2,5 sinnum til sjö sinnum meiri hættu á að fá tannholdssjúkdóma en þeir sem ekki reykja og hættan eykst eftir því sem fyrr er byrjað að reykja, segir Kristín Heimisdóttir tannlæknir í Tann- læknahlaðinu, þar sem hún vitnar til ým- issa rannsókna meðal annars íslenskra rannsókna. Klínískar mælingar sýni að reykingamenn hafi dýpri poka meðfram tönnunum, fleiri lausar tennur, fleiri illa skaðaðar tennur, færri tennur í munni og meira beintap samkvæmt röntgenmynd- Nikótínið æðaherpandi - En hvers vegna koma reykingar svo mjög niður á tannheilsunni? Kristín segir að reyking- arnar virðist ekki hafa bein áhrif á bakteríurnar sjálfar. Bakteríuflóran virðist svipuð hjá reyk- ingamönnum og reyk- Mælingar sýna að reykingamenn hafa dýpri poka meðfram tönnunum, fleiri lausar tennur, fleiri illa skað- aðar tennur, færri tenn- ur í munni og meira beintap samkvæmt röntgenmyndum. lausum. Hins vegar hafi nikótín æðaherpandi áhrif og minnki hæfni til að vinna á bakteríum og fleiri þættir komi við sögu. Ljótar tennur, andremma, tannholds- sjúkdómar og í versta falli tannmissir reyk- ingamanna bætast þann ig við þá stórauknu hættu sem þeir eru í varðandi mörg krabbamein, hjarta- sjúkdóma, lungnaþembu og fleira sem lengi hefur verið vitað um. -MEI Ráð nr. 4 er: „Farðu í heitt fótabað ef þér er kalt“ Ágætis ráð eins og allir vita sem hafa prófað. Gott gegn kvefi Jurtir geta haft góð áhrif á flensu, kvef og hósta, ef maður bara kann að nota þær. Hér koma nokkur húsráð sem taka má tillit til þegar ónæmiskerf- ið hilar og pestin vellur upp. Það er bara að prófa sig áfram og nota jurtir þar sem það á við. 1. Sofðu með höf’uðið og efri hluta lík- amans í hærri stellingu en lappirnar. Það hefur góð áhrif á bólgnar slím- himnur í nefínu og dregur úr stíflu í nefi. 2. Hvíldu þig en hreyfðu þig samt öðru hvoru. Ekki reyna mikið á ])ig, sérstak- lega ekki ef þú ert slæm(ur) í hálsin- um og með hita. 3. Gættu þess að fá ekki harðlífi. 4. Farðu í heitt fótabað ef þér er kalt. 5. Forðastu mjólk ief þú hefur hósta. Mjólk myndar slím. Sólhattur, gufa... Eftirfarandi lyf eiga að hafa góð áhrif við kvefi: Rauður sólhattur, hvítlaukur, C- vítamín, anda inn gufu (blanda jurtum eða olíum saman við vatnið), sérstök jurtate (t.d. kamomillute, það róar), zink í töflu- formi, saltvatn (skolaðu nefið og munninn - má blanda sjálfur heima). Uppskriftir með hunangi Hitið mjólk þar til hún er við það að hitna. Bætið fjórum smátt skornum hvít- lauksriljum út í. Látið standa í fimm mín- útur. Blandið 2 msk. af hunangi út í. Bæt- ið út í safa af hálfri sítrónu og 1/2 tsk. pip- ar. Takið hvítlaukinn úr drykknum áður en hann er drukkinn. Farið svo í rúmið. Drykkur með hunangi og lauk Skerið einn Iauk smátt og bætið 4 msk. af hunangi saman við. Látið standa í þrjá tíma. Setjið vökvann í flösku eða glas. Tak- ið 1 msk. af lauksafanum þrisvar sinnum á dag eftir þörfum. Drykkurinn getur dregið úr hósta og losað slím. Hvftlaukshunang Bætið 3 nýkreistum hvítlauks- rifjum í hálfa dós af hunangi. Takið svo inn 1 tsk. eftir þörf- um eða á hveijum degi til að koma í veg fyrir kvef. Hvít- laukshunangið getur líka dregið úr hósta og mýkt upp hálsinn. í gufuna Blandið saman 1 tsk. timjan, 1 tsk. myntu, 1 tsk. rósmarín f 1 lítra af vatni. Náið upp suðu og andið svo að ykkur gufunni undir handklæði. Haft er fyrir satt að hvít- laukur sé góður við kvefi. Ertu umskorinn? KYIMLIF Ragnheiðup Eiríksdóttír skrifar Karlmannslimur- inn er nú aftur til umræðu eftir nokkurt hlé og f dag er það for- húðin sem á hug minn allan. For- húðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir hann linan og nær fram á eða alveg yfir reðurhúfuna þegar limur er í lág- stöðu. Þekkt hlutverk forhúðar- innar eru þrjú, varnar-, skyn- og kynlífsupplifanir. Hjá ungbörn- um ver hún viðkvæma reðurhúf- una fyrir þvagi, hægðum og nún- ingi og alla ævina á hún þátt í að halda húð reðúrhúfunnar mjúkri og ver hana hnjaski. Sérhæfðir taugaendar sem eru staðsettir í forhúðinni auka á kynnautn og stjórn í kynlífi, haftið sem liggur fráforhúðinni og festist á reður- húfuna í grennd við þvagrásarop- ið er kallað frenulum á fagmáli, er sérstaklega næmt fyrir örvun og ættu metnaðarfullar ástkonur að prófa sig áfram þar um slóðir. nú oft orðið glatt á hjalla... ehm, afsakið það var ekki mergur málsins - reyni aftur: Þegar limur rís og stækkar sér forhúðin til þess að skinnið strekkist ekki um of. Svo nuddast hún við reður- húfuna í samförum eða rúnki og þá verður þcssi líka fíná gagn- kvæma örvun svæðanna tveggja. Umskurður Umskurður kallast sú aðgerð þegar forhúðin er skorin af limn- um með beittum hníf, venjulega á fyrstu dögunum eftir fæðingu sveinbarnsins sem auðvitað hef- ur engan ákvörðunarrétt í mál- inu. Litli kúturinn er tekinn og hreinlega skorinn, oftast án mik- illar deyfingar, sVo tekur það hann viku til tíu daga að jafna sig s.s. að losna við verkina sem eru síst minni en hjá fullorðnum sem lendir í álíka. Batinn getur þó tekið mun lengri tfma ef dreng- urinn fær blæðingu eða sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar. Rannsókn- ir hafa sýnt að erfiðleikar í brjóstagjöf og tcngslamyndun sem á sér stað milli móður og drengs fyrstu daga og.vikur eftir , Jæðingucru nuin.aigcno.ui |H;gar Það hefði nú aldeilis tekið tima að umskera klámmyndahetjuna John Holmes en hér sést hann hvíla sig milli hvílubragða. umskurður er framkvæmdur. I BNA er ástæöulaus umskurður ennþá framkvæmdur á 50-60% sveinbarna, á lslandi er fý'rírbær- haldi í öðrum Evrópulönd- um og Kanada. Vörn gegn vá? Rök læknisfræðinnar fyrir umskurði snúast um varn- ir gegn sjúkdómum. Tippakrabbamein er al- géngára hjá óumskornum mönnum, u.þ.b. 37% þeir- ra sem fá slíkt krabbamejn ,.eru þó umskornir svo að Sþurningin er hvort það sé virkilegá þess virði að skera 100.000 litla strákalinga til að koma í veg fyrir að éinn þeirra fái tippakrabbamein þcgar hann er orðinn sjötugur. Einnig hafa verið uppi kenningar um að um- skornir séu hreinni í því neðra og fái því síður kyn- sjúkdóma. og konur þeirra síður leghálskfabbamcin, en þetfa er umdeilt og ætti líka að vera auðleyst með því að kenna forhúðuðum á sápu og smokka. Tilfinningar skera son sinn snúast um trú, hefðir eða tilfinningar. Pabbinn vill kannski að sonurinn hafi eins tippi og hann. Kannski hræðast foreldrar að drengurinn verði fyr- ir forhúðarstríðni ef hann er öðruvísi en félagarnir. Trúar- brögð eru líka algeng ástæða s.s. gyðingdómur eða íslam. A 18. öld var umskurður innleiddur í enskumælandi löndum í forvarn- arskyni gegn sjálfsfróun, en þá vissu jú allir að hún ylli alls kon- ar hræðilega hættulegum sjúk- dómum... Barátta Þarfalaus skurður sveinbarna er yfir meðallagi ógeðslegur enda eru öflug baráttusamtök gegn fyrirbærinu starfandi t.d. í BNA þar sem hlutfallið er ennþá ótrú- lega hátt. Fullorðnir menn leita líka æ oftar til lýtalækna sem geta endurskapað forhúð á þá. Þó má ekki gleyma .því að í viss- um tilfellum gctur verið nauð- synlegt að framkvæma umskurð t.d. ef forhúðin er of þröng eða í kjölfar alvarlegra sýkinga. fíagnheiður Eiríksdóttir er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.