Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 27.11.1999, Blaðsíða 4
WÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á Stóra sviði kl 20:00 KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS - Bertolt Brecht 6. sýn. mið 1/12 örfá sæti laus, 7. sýn. fim 2/12 örfá sæti laus, 8. sýn. fös 3/12 örfá sæti laus, 9. sýn. lau 4/12 örfá sæti laus, 10. sýn. 8/12 nokkur sæti laus, 11. sýn. 9/12 nokkur sæti laus, 12. sýn. 10/12 nokkur sæti laus. SJÁLFSTÆTT FÓLK - Halldór Kiljan Laxness Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir Fyrri sýning: BJARTUR -Landnámsmaður íslands ídag 27/11 kl. 15:00 uppselt - langur leikhús- dagur, síðasta sýning. Síðari sýning: ÁSTA SÓLLILJA -Lífsblómið í kvöld 27/11 uppselt - lan- gur leikhúsdagur, síðasta sýning. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson - sun 28/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt, sun 5/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 uppselt. Aukasýning lau 4/12 kl. 13:00 uppselt, fim 30/12 kl. 14:00 og 17:00 MEIRA FYRIR EYRAÐ - Pórarinn Eldjárn og Jóhann G.Jóhannsson sýning fyrir kortagesti sun 28/11 kl. 21:00 uppselt Sýnt á Litla sviði kl. 20:00 ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt sun 28/11 kl. 15:00 uppselt, þri 30/11 kl. 20.00 uppselt, sun 12/12 uppselt, mið 15/12 nokkur sæti laus, þri 28/12. Athugið ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Sýnt á Smíðaverkstæði kl. 20:30 FEDRA -Jean Racine. sun 28/11. Síðasta sýning. MEIRA FYRIR EYRAÐ söng og Ijóðadagskrá - Þórarinn Eldjárn og Jóhann G.Jóhannsson þri 30/11 síðasta sýning. Listaklúbbur leikhúskjal- larans Mán 29/11, kl. 20:30 Andblær frá Afríku - þremen- ningar frá Gíneu, Alsenyy Sylla, Yakaria Soumah og Cheick Abmed Tidiane Bangourg syngja og leika á hljóðfæri en Orville Pennant frá Jamaica dansar. Ennfremur sögur og Ijóð frá Afríku flutt af Sólveigu Hauksdóttur og Pórunni Valdemarsdóttur. Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20. Sfmapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551 1200 www.leikhusid.is - nat@theatre.is LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 „Lista skáldið góða!“ Margt og mikið hef’ur verið skrif- að um „lista skáldið góða!“ eins og skáld- bróðirinn Grím- ur Thomsen kallaði Jónas Hallgrímsson f erfiljóði sem birtist í Nýjum félagsritum Jóns Sigurðssonar árið 1846. Merkir höfundar hafa fyrr og síð- ar skrifað um skáldið, náttúru- fræðinginn, frelsishetjuna og manninn Jónas. Itarlega hefur verið fjallað um einstök Ijóð og eins um tiltekin atvik í lífi hans. Og skammt er síðan staðið var afar myndarlega að nýrri heildar- útgáfu á verkum Jónasar. En Páll Valsson, íslenskufræð- ingur, sem lengi hefur rannsakað ævi og verk þessa höfuðskálds Is- lendinga á nítjándu öldinni, gef- ur í nýrri ævisögu mun nákvæm- ari og heilsteyptari mynd af Jónasi Hallgrímssyni en öðrum hefur auðnast. Páll byggir að sjálfsögðu á öllu því besta sem aðrir hafa þegar skrifað, en legg- ur af mikilli þekkingu á viðfangs- efninu sitt eigið sjálfstæða mat á hvert umdeilt atriði. Niðurstaðan er ávallt Jónasi í hag. Hér birtist hann lesendum sem dugmikill og atorkusamur mað- ur, jafnt við nám sem fræðistörf. Þótt hann hafi fengið þann dóm af vinveittum samtímamanni að „hann skapar sér vesöld sína sjálfur" (bls. 359), þá er ljóst að Jónas kom miklu í verk á stuttum tíma þrátt fyrir harkalega and- stöðu og jafnvel hreinan fjand- skap margra presta og annarra áhrifamanna heima á Fróni. Sem dæmi um óvildina má nefna að einn klerk- urinn kallaði þjóð- skáldið sem síðar varð „hryllilegan við- bjóð“ í bréfi til koll- ega síns (bls. 357). Ást og dauði Fyrir utan ljóðin sjálf hefur Islendingum löngum verið tvennt sérlega hugleikið varðandi lífshlaup Jónasar. Annars veg- ar hver hafi verið stóra ástin í lífi hans. Hins vegar hvert var hið eiginlega dauða- mein hans. Páll Valsson fer rækilega ofan í saumana á ástarmál- unum. Alkunn er frá- sögnin um ung- meyna Þóru Gunars- dóttur sem Jónas varð samferða að sumarlagi norður í land, en lengi hefur verið talið að hún væri sú mikla ást sem skáldið orti síðar um í Ferðalokum og fleiri ástar- og saknaðarljóðum. Hér er þeirri kenningu algjörlega hafnað og hin unga og fagra Kristjana Knudsen talin sú stúlka sem Jónas harmaði alla daga, en hann féll fyrir henni þegar hann var skrifari hjá Iandfógetanum í Reykjavík. Vissulega hefur áður verið skrifað um ástir Kristjönu og Jónasar, en Páll færir hér svo sterk rök fyrir niðurstöðu sinni að vart þarf lengur um að deila ekki ráðið útslitum. „Það er því ekkert mystískt við dauðdaga Jónasar Hallgrímsson- ar, þegar állt kemur til alls“ (bls. 488) segir Páll. Um það kunna enn að vera skiptar skoðanir, en sjálfsagt að láta Jónas njóta vafans. Trú og skáldskapur I nýju ævisögunni er Iistilega fléttað saman æviferli og skáldskap Jónasar, en þar nýtur Páll á stundum góðs af merkum athugunum Hannesar Péturssonar á Ijóðum þjóðskáldsins. Itarlega er fjallað um trúarlega þáttinn - en sumir virtust túlka skrif náttúrufræðingsins Jónasar sem ábendingu um að hann væri veikur í trúnni. Páll lýsir af næmum skilningi sam- spili trúar og vfsinda f verkum Jónasar og ítrekuðum átökum hans við efann. Þessi myndarlega bók gefur heilsteypta og áhrifamikla mynd af lista skáldinu góða. Með henni hefur Jónas Hallgrínisson fengið þá ævisögu sem hann hefur lengi átt skilið. JÓNAS HALLGRÍMSSON ÆVISAGA. Höfundur: Páll Valsson Utgefandi: Mál og menning Jónas Hallgrímsson kom mlklu I verk á skömmum tíma. - því miður fyrir þjóðsöguna. Að því er varðar dauða þjóð- skáldsins eftir fallið fræga i' stig- anum, þá færir höfundurinn rök fyrir því að Jónas hafi átt við alvarlegt lungnamein að stríða frá því hann var nærri dauður á ferð sinni á Nýjabæjarfjalli haustið 1839 - sex árum fyrir andlátið - og því ekki þolað fót- brotið. Þótt næringarskortur og drykkja hafi óneitanlega skert mótstöðukraft Jónasar, hafi það Hreyfir við tilfinningunum ★ ★ ★ 1/2 KVIK- TARZAN og Kevin Lima. Handrit: Tab Murphy byggt á sögunni „Tarz- an Apabróðir“ eftir Edgar Rice Burroughs. Leikraddir: Jónmundur Grétarsson, Egill Hreiðar Pálsson, Inga María Valdimarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Amar Jóns- son, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Pálmi Gestsson. Þegar ævintýraskáldið Edgar Rice Burroughs birti fyrstu sög- una um hinn göfuga villmann árið 1912 komst hann á græna grein. Hann hafði áður stundað ýmiskonar viðskipti með léleg- um árangri. Hann fæddist í stórborginni Chicago. Skæður innflúensufaraldur reið yfir borgina þegar hann var á ungl ingsaldri og var hann þá sendur út í sveit þar sem bræður hans tveir voru með búgarð. Hann átti að verða herforingi og var látinn taka inntökupróf í West Point en féll. Síðan háði hann sín stríð á ritvellinum og skrif- aði meðal annars 24 bækur um Tarzan Apabróður. Um skógarstrákinn hafa verið gerðar á níunda tug kvikmynda, sú fyrsta var gerð árið 1918 en nú rúmum áttatíu árum síðar hefur Disney fyrirtækið sent frá sér teiknimynd um kappann. Þar er sögunni úr fyrstu bókinni fylgt nokkuð nákvæmlega. Ensk aðalshjón verða skipreka undan ströndum Afríku en komast við illan leik í land ásamt barnung- um syni sínum. Þau byggja sér hús uppí tré og setjast þar að en verða fyrir árás hlébarða. Apa- ynjan Kala heyrir barnsgrát skömmu seinna og verður hugs- að um ungann sinn. Hún renn- ur á hljóðið og kemur í tréhúsið og skynjar að eitthvað hafi kom- ið fyrir. Hún finnur þarna hvít- voðung í' körfu sinni og elur hann upp í óþökk Kertjaks, for- ingja GóriIIanna. Apamjólkin gerir Tarzan ofurmannlegan að styrk en þar sem Apabróðir er með mannsheila þá lærir hann að smíða sér verkfæri og nota mannlega hugkvæmni. Jafnvægi dýranna í skóginum er raskað þegar náttúruvísinda- maðurinn Porter mætir á svæð- ið ásamt Jane, dóttur sinni. Þau hafa með sér ævintýramanninn og veiðimanninn Clayton, hann er dæmigerður hrokafullur Englendingur. Hann skýtur á allt sem hreyfist og hcfur undir- búið að ná í nokkur villidýr til þess að flytja með sér úr skógin- um. Minnir á manninn í Dýrun- um í Hálsaskógi en eins og allir vita þá eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir. Talsetningin er afar skemmti- leg, að öðrum ólöstuðuni þá er Ólafía Hrönn Jónsdóttir í hlut- verki Terku, vingórillu Tarzans afar dásamleg. Eins fóru þeir Arnar Jónsson og Pálmi Gests- son vel með sín hlutverk eins og þeirra er von og vísa. Tónlistin er eftir Phil CoIIins, þann kunna skallapoppara, og sungin af þeim Stefáni Hilmarssyni og Guðrúnu Gunnarsdóttir og er það vel. Þó stakk það í eyrun þegar maður heyrði lokalagið hvað tónlistin var mun kraft- lausari á íslensku heldur en á ensku. Myndin hreyfir svo sannar- lega við tilfinningunum og í salnum mátti heyra bæði hlátur og grátur. Atriðið f trjánum þeg- ar villimaðurinn segir „Ég Tarz- an, þú Jane“ er afar hugljúft og eins er ég viss um að nokkrir felldu tár þegar að Kertjak varð fyrir skoti veiðimannsins Claytons og Tarzan tók forystu í flokki górillanna. Edgar Rice Burroughs skrifaði 24 hækur um Tarzan og nú er bara að vita hvað Disneymyndirnar verða margar. Það er hiklaust hægt að mæla með þessari mynd fyrir fjölskylduna. Unnendur góðra ævintýra verða ekki sviknir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.