Dagur - 23.12.1999, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 21
eru auðvitað sérstakir hlutir því
okkar líf er mjög einfalt og klaust-
urhættirnir þannig að það mundi
flokkast undir fátækt annars stað-
ar. En við þurfum sokka og jafn-
vel hlífðarföt til að nota þegar við
förum út í garð.“
Búnar að stofna
tvö ný klaustur
Klaustrið í Hafnarfirði var upp-
haflega stofnað 1939 af hollensk-
um systrum sem síðar urðu að yf-
irgefa það fyrir aldurs sakir. 1984
komu pólsku systurnar, meðal
þeirra systir Agnes. Hún heldur
áfram að segja frá:
„Þegar stúlka gerist nunna þá
er hún eftir það alltaf í sama
klaustri. Nema ef stofnað er nýtt.
I okkar reglu megum við bara
vera 21 í sama klaustri og þegar
fleiri sækja um að koma þá fáum
við fyrst leyfi til að fjölga tíma-
bundið og svo verðum við að
skipta okkur upp og búa til nýtt
ldaustur. Við komum hingað
1984 og síðan þá erum við búnar
að stofiia tvö ný klaustur. Arið
1990 varð til eitt í Tromsö í Nor-
egi og annað í Hannover í Þýska-
Iandi á síðasta ári.“
- Hafið þið samband við ætt-
ingja ykkar í Póllandi?
„Já, já við skrifumst á við þá,
þeir hringja til okkar og stundum
koma þeir í heimsókn.
- Hefnr aldrei verið hér íslensk
nunna?
„Nei, það voru 4 íslenskar hjá
st. Jósepssystrum en engin ennþá
hjá okkur í Karmel en ég vona að
Guð muni líka kalla íslenskar
stúlkur hingað."
- Lærið þið tslensku?
„Já, það er líka starf hjá okkur
að læra íslensku og alltaf koma
nýjar og nýjar stúlkur að utan
þannig að það þarf að halda
kennslunni við. Hér var kaþólsk
kona sem kenndi okkur sem kom-
um hingað 1984 og síðan önnur
sem var kennari í Flensborg."
- Fylgjast íslendingar með ykkar
helgihaldi dags daglega?
„Við förum með bænir í kapell-
unni oft á dag og á hverjum degi
er messað kl. 8 á morgnana og
1/2 9 á sunnudögum. Þá kemur
kaþólskur prestur og hann mcssar
alltaf á íslensku."
- Haftð þið mikil samskipti við
Islendinga?
„Já, við eigum marga vini sem
koma í heimsóknir. Þeir hjálpa
okkur, fara á pósthús og kaupa
fyrir okkur það sem okkur van-
hagar um. Hingað hringja margir
á hverjum degi og hiðja um bænir
og svo kemur fólk líka til að tala
um andleg mál, um vandamál sín
og hvað sem er.“
- Farið þið eitthvað lít úr
klaustrinu?
„Við förum daglega út í klaust-
urgarðinn en ekki út fyrir hann
nema við þurfum til læknis eða
eitthvað annað brýnna erinda.
Það eru skýrar reglur um allt
slíkt. Kaþólsku reglurnar eru mis-
mundandi. Við vitum að Jesú
vann við margt, stundum var
hann að predika, stundum að
Iækna og stundum að hiðja. Þessi
viðfangsefni skiptast svolítið milli
reglna. Sumar starfa í sjúkrahús-
um, aðrar við að predika og
kenna fólki og enn aðrar loka sig
af til að biðja. Karmelreglan vinn-
ur mest þannig. Samt vinnurn við
svolítið í höndununt líka eins og
ég gat um áðan og við lifum af
okkar vinnu. Margir sem leita til
okkar koma með eitthvað handa
okkur, fisk, ávexti og fleira og við
erum að sjálfsögðu sparsamar."
- Fáið þið fjárhagsslyrk frá regl-
unni ytra?
„Nei, hvert Iíarmelklaustur er
sjálfstætl og á að sjá um sig sjálft.
En við höfum mjög góð samskipti
við Karmclklaustur víða í veröld-
inni. Ef eitthvert þeirra er í neyð
hlaupa hín un'dir haggá.“'
Guðríður Karlsdóttir og Árni Rosenkjær að versla í klausturbúðinni. Þau eru meðal þeirra mörgu sem koma reglulega í klaustrið, sér tii sáluhjálpar og nunnun-
um til aðstoðar. Guðríður og Árni eru Lútherstrúar en segja það engin áhrifhafa á vinskap þeirra við systurnar.
að útiloka mig frá mjög mörgu,
það væru ótal hlutir sem ég gæti
ekki gert ef ég tæki þessa stefnu.
En eftir þennan eina dag tók ég
ákvörðun og sagði já. Þá fylltist ég
svo mikill gleði að ég geislaði af
hamingju. Fólk horfði á eftir mér
á götu og sagðist ekki þekkja mig
fyrir sömu manneskju. Ein vin-
kona mín sem er prestur sagði,
„hvað er þetta með þig, það mætti
halda að þú værir ástfangin!“
- En þurfa stúlkur ekki að lenda
í ástarsorg eða annarri sárri lífs-
reynslu áður en þær taka svo stóra
ákvörðun að ganga í klaustur?
„Nei, ég veit að mörgum finnst
þetta óeðlilegt líf að njóta ekki
þessara svokölluðu lystisemda
heimsins en við hljótum alveg
sérstaka náð hjá Guði um skiln-
ing og löngun til þess að þjóna
honum einum."
Búnar að skjóta rótum
í Stykkishólmi
í Stykkishólmi er st. Frans-
iskuklaustur og þar búa tíu nunn-
ur af fimm þjóðernum, Austur-
ríki, Frakklandi, Hollandi,
Kanada og Spáni. Þær eru á aldr-
inum 40 til 86 ára. Fimm þeirra
starfa á sjúkrahúsinu við hjúkrun,
þvotta og í bókhaldi. „Við hjálp-
um allsstaðar sem hægt er,“ segir
systir Petra, sent við náðurn síma-
sambandi \nð eitt kvöldið. En
hvernig undirbúa þær jólin? Því
svarar hún svo:
„Það gerum við rnikið í bæn og
ritningalestri. Og líka í okkar tíð-
um sem við syngjum að morgni, í
hádeginu og á kvöldin. Svo erum
við eins og aðrir Islcndingar að
við skrilum okkar jólapóst sem
við sendum ættingjum okkar og
vinum. Við fýlgjumst mjög vel
með systrum um heim allan og
erum f bréfasambandi við þær.
Fáum mikinn jólapóst bæði er-
lendis frá og frá vinum okkar hér
á landi. Við erum búnar að vera
hér svo lengi og þekkjum orðið
marga.“
Systir Petra er frá Haag í
Hollandi og er búin að vera í
Stykkishólmi síðan 1961. Hún er
því búin að skjóta rótum. „Hér er
fólk eins og ein stór fjölskylda og
tdð systurnar erum hluti af þeirri
tjölskyldu. Við erum rneðal fólks-
ins, störfum með því á spítalan-
urn og förurn stundum í lúth-
erskar messur," segir hún.
Þar sem klaustrið er við hlið st.
Fransiskuspítalans horða systurn-
ar á spítalanum, ásamt öðru
starfsfólki hans, bæði á jólum og f
annan tíma. Þær sniðganga ckki
kjöt en eru hrifnari af grænmeti.
„Grænmeti og ávextir er það sem
okkur þykir best að fá en við
borðum hara það sem cr á horð
borið," segir systir Petra.
A jólanótt er næturmessa í
klaustrinu og systir Petra segir
jafnan koma margt fólk til þeirrar
helgiathafnar. „A eftir bjóðum viö
því í kakó og kökur uppi í spítal-
anum, eins og venja er á Islandi
því þá eru komin jól.“
Eins og ástfangin
Systir Agnes er falleg kona og yfir
henni er sérstök heiðríkja. Hvað
skyldi hún hafa verið gömul þegar
hún tók þá ákvörðun að gerast
nunna og ganga í klaustur?
„Eg var 21 árs og það er algengt
að á því skeiði taki fólk ákvörðun
um lífsstarfið. Ég var byrjuð að
læra náttúru-líffræði í háskóla og
hitti þar fólk sem kom saman og
las biblíuna, fór í ferðalög og
skemmti sér saman á kristilegan
hátt. Þegar ég tengdist þessum
hópi og fór að lesa biblíuna þá
fann ég æ meira að Guð getur
gefið miklu meiri gleði og ham-
ingju en nokkuð annað í heimin-
um. Mig langaði að aðrir fýndu
þá hamingju líka. Því bytjaði ég
að boða fólki sem ég þekkti orð
Guðs. Samt varð þetta ekki til að
Ég veit að mörgum
finnst þetta óeðlilegt
líf að njóta ekki
þessara svokölluðu
lystisemda heimsins
en við hljótum alveg
sérstaka náð hjá Guði
um skilning og
löngun til þess að
þjóna honum
einum.
ég tæki þá ákvörðun að gerast
nunna. Ég þekkti enga Kar-
melnunnu og fór aldrei í Kar-
melldaustur."
- Hvað varð það þá
„Ég átti gott líf, hafði gaman af
að Iæra og var að byija þriðja árið
í háskóla. Dag einn þegar ég var
ein í herbergi fann ég fýrir Jesú
þótt ég sæi hann ekki. Hann kall-
aði mig til starfa og spurði hvort
ég vildi gerast Karmelnunna. Ég
vissi að hann var að spyija mig af
sínum kærleika af því hann
elskaði mig og vildi hafa mig í
þjónustu sinni. Ég vissi líka að
hann gæfi mér frelsi til að svara
hvort sem væri játandi eða neit-
andi. Ég varð að taka ákvörðun.
Ég fór í skólann næsta dag og
háði stranga baráttu innra með
mér. Vissi að ef ég segði já væri ég
„Þótt þú hafi oft áður lesið einhvern texta í Biblíunni geturþú alltaf fundið eitthvað nýtt iþeim texta, “ segir
systirAgnes.