Dagur - 23.12.1999, Side 7

Dagur - 23.12.1999, Side 7
 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 23 - Hvernig finnst þér kirkjan hafa snúið sig út úr erfiðleikum sínum? „Að mörgu leyti vel en sum mál ræður hún illa við. Styrkur hennar er meðal annars fólg- inn í mikilli kjölfestu og seiglu. En kirkjan er svifasein og henni verður ekki kúvent á einum degi. Hún á erfitt með að taka á vissum málum, til dæmis agabrotum. Kirkjan er í grunninn mjög umburðarlynd og sein til vandræða og sein til að valda fólki vandræðum. Ef þjónar hennar lenda í ógöngum þá er hún sem betur fer ekki eins og harðskeytt kapítalistískt fyrirtæki sem er byggt upp sem brattur pýramídi þar sem menn eru miskunnarlaust skornir niður við trog ef þeim verður eitthvað á. En hana hefur skort úrræði til að færa menn til sem hafa lent í ógöngum. Hún virð- ist ekki hafa uppgötvað gula spjaldið, hvað þá það rauða.“ Gerum okkur að athlægi - Svo við vtkjum að öðru. Þú skrifaðir sögu sem vakti heldur betur athygli. Hvað vakti fyrir þér? „Fólk hefur túlkað þessa sögu á ýmsa vegu. Það sem vakti fyrir mér var að standa vörð um það sem er heilagt og hefur tilfinningalegt og andlegt gildi í vitund fólks. Eg er að tala á móti því að það sé settur verðmiði á allt. Esjan er óend- anlega falleg og fegurðin skipt- ir gríðarlegu máli. Hún er í þessari sögu tákngervingur margvíslegra verðmæta sem þjóðin á sameiginlega. Sumt fólk skildi söguna sem árás á Islenska erfðagreiningu. Eg hafði gaman af því að heyra viðbrögð rithöfunda við sög- unni að það kom þeim alger- lega í opna skjöldu að IE væri viðfang sögunnar. Þeir sáu í henni skírskotun til hálendis- ins,“ segir hann og kveðst einmitt hafa verið að fjalla um hálendið, en líka fiskimiðin og kvótamálið og gagnagrunninn. „Eg hef í sjálfu sér ekkert á móti gágnagrunninum sem slíkum ef staðið er að honum á þann hátt að það sé verjandi siðferðislega. Við gerum okkur til dæmis að athlægi fyrir það að hundsa upplýst samþykki. Við höfum vakið undrun vís- indamanna um víða veröld fyrir það að snúa við þeirri reglu að leita eftir upplýstu samþykki. Þetta er regla sem sett var í kjölfar sfðari heimsstyrjaldar og allir siðvitrir vísindamenn telja sér skylt að fara eftir. Þarna eru höfð endaskipti á hlutun- um, þjóðin er snurpuð eins og síld í nót, á einu bretti og svo mega einstaklingar skrá sig úr gagnagrunninum ef þeir vilja. Það er ótrúlegt að þjóðþingið hafi látið leiða sig út í þetta," segir Orn Bárður og minnir á að margir setji spurningamerki við einkaleyfi Islenskrar erfða- greiningar. Vafasöm aðgerð „Mér finnst að það hafi verið rangt að þessu staðið. Það var farið af stað með mjög góða hugmynd en heilbrigðar leik- reglur voru ekki virtar. Eg vil taka það sérstaklega fram að ég var mjög opinn fyrir hugmynd- inni um gagnagrunninn f fyrstu, mætti á fundi og hlustaði á Kára, en svo fóru að renna á mig tvær grímur. Frumvarpið var keyrt í gegnum þingið með flokksaga og marga grunar að það hafi öðrum þræði verið gert til þess að tryggja gott gengi fyr- irtækisins og hátt gengi .hlutar bréfa. Þetta var viðskiptaflétta sem þingið lét leiða sig út í og það finnst mér vafasöm aðgerð af hálfu löggjafans. Að líta á þjóðina eins og sauðsvartan al- múga sem megi fara með að vild er hættuleg afstaða. Ég held að þarna hafi verið ægilegur mata- dor í gangi. Mönnum sást ekki fyrir og auðtrúin bar sigurorð af siðvitinu." Orn Bárður telur að gagna- grunnurinn sé galopinn í allar áttir og máli sínu til stuðnings bendir hann á að nýjar upplýs- ingar um tiltekna einstaklinga sem bætt verður í grunninn rati á réttan stað og tengist því sem fyrir er þrátt fyrir alla dulkóðun. „Grunnurinn er því eins og opin tvístefnugata. Hann er opinn í báða enda. Auðvitað er bara kjánaskapur að telja fólki trú um að það hvíli fullkomin leynd yfir þessu. En ef staðið hefði verið við kröfuna um upplýst sam- þykki þá hefði þetta verið allt í lagi.“ Ritskoðun? - Kom þér á óvart hversu miklu fjaðrafoki sagan um Esjuna olli? „Eg skrifaði þessa sögu á ný- ársdag. Hún birtist fyrri hluta aprílmánaðar. Ég hlustaði á áramótaræðu forsætisráðherra og forseta. Það var á nýársdag að ég settist niður við tölvuna, horfði á Esjuna og var með f huga landið og fjöregg þjóðar- innar. Þá varð þessi saga til. Ég sendi Mogganum hana í byrjun janúar. Hún lá þar í salti í þrjá mánuði og svo birtist hún 10. apríl. Margir telja að það hafi verið myndin sem vakti svona rækilega athygli á sögunni en það var fyrst og fremst forsæt- isráðherra sem vakti athygli á henni. Myndina sá ég ekki fyrr en ég fékk blaðið í gegnum lúg- una,“ segir hann. Morgunblaðið baðst afsökun- ar á myndbirtingunni og Orn Bárður veltir fyrir sér nú hvort það hafi verið rétt hjá blaðinu. „Var það ekki ákveðin ritskoð- un? Er ekki tjáningarfrelsi í landinu? Var einhver ástæða til þess að biðjast afsökunar á henni?,“ spyr hann og svarar: „Ég held ekki.“ Hamingjuóskir vegna sógunnar - Hefur þetta haft frekari afleið- ingarfyrir þig? „Eirjs i og kunnugt er var ákveðið að skipta um ritara hjá kristnihátíðarnefnd en ég hafði gegnt því starfi í nokkur ár. Það þótti mér skrítin ráðstöfun og á hæpnum forsendum. Hugur minn hefur stefnt aftur í prest- skap um nokkurt skeið. Ég hef starfað í níu ár á Biskupsstofu. Mér bauðst afleysing í níu mán- „Ég kem úr viðskiptalíf- inu og mér finnst ekkert að því að fólk hagnist í viðskiptum með dugn- aði, útsjónarsemi og aðhaldi í rekstri. Hér áður fyrr gátu slíkir ein- staklingar kannski eignast á heilli ævi and- virði nokkurra einbýlis- húsa... í dag er ungt fólk komið með verðmæti á milli handa sem eru sambærileg við allar húseignir í heilum kaupstöðum og borgar- hverfum. Þetta er allt orðið svo risastórt og skakkt.“ „Þetta var viðskiptaflétta sem þingið lét leiða sig út í og það finnst mér vafasöm aðgerð af hálfu löggjafans. Að líta á þjóðina eins og sauð- svartan almúga sem megi fara með að vild er hættuleg afstaða." uði £ Neskirkju og þáði það með þökkum. Ég sé svo til hvað verð- ur að því loknu. Ótrúlegur Ijöldi fólks hefur brugðist við sögunni í mín eyru með mjög jákvæðum hætti en neikvæðum í garð ráð- herrans. Sama má segja um ákvörðunina um að víkja mér úr kristnihátíðarnefnd. Blaðaskrif voru mikil. Aðeins einn maður tjáði. sig :í blaði ,og studdi i mál- stað ráðherrans og einn hringdi í mig sömu skoðunar. Allir aðrir óskuðu mér til hamingju með söguna og hneyksluðust jafn- framt á framferði ráðherrans. Margir tjáðu mér að þeir hefðu ekki kosið Sjálfstæðisflokkinn vegna þessa máls. Kannski komu viðbrögð ráðherrans í veg fyrir að flokkurinn næði hrein- um meirihluta.“ - Er þetta ekki skrílin stjórn- srýsla? „Mér finnst það. Þessi reynsla hefur sýnt mér að landinu er allt öðruvísi stjórnað en margan grunar. Svona reynsla opnar augu manns fyrir því sem maður hafði heyrt en vildi tæpast trúa.“ Harðari hagsmunagæsla - Hvernig er landinu öðruvtsi stjórnað? „Það er harðari hagsmuna- gæsla í gangi en maður hefur áttað sig á. Ég nefndi áðan að saga mín hefði öðrum þræði fjallað um sjávarútvegsstefnuna - og maður veltir fyrir sér hvern- ig stjórnvöld komast upp með það að hafa afhent fiskimiðin örfáum einstaklingum. Ég kem úr viðskiptalífinu og mér finnst ekkert að því að fólk hagnist í viðskiptum með dugnaði, út- sjónarsemi og aðhaldi í rekstri. Hér áður fyrr gátu slíkir einstakl- ingar kannski eignast á heilli ævi andvirði nokkurra einbýlishúsa. Það var nú allt og sumt. I dag er ungt fólk komið með verðmæti á milli handa sem eru sambærileg við allar húseignir í heilum kaupstöðum og borgarhverfum. Þetta er allt orðið svo risastórt og skakkt. Ég held að þjóðin uni ekki svona órétti," segir hann og spyr hvort hægt sé að draga þá til ábyrgðar sem áttu að sjá þetta fyrir en létu það viðgangast. „Mér finnst þetta glæpur gegn þjóðinni og ekkert annað. Það duga engin mótrök um hagræð- ingu í sjávarútvegi og þess konar froðusnakk. Eitt er að koma á kvóta og stýra aðgengi að auð- lindinni en að afhenda hann sem seljanlega vöru er allt ann- að og alvarlegra mál.“ Þora ekki gegn foiystunni - Lítur þú á þig sem markaðs- hyggjumann? „Já ég geri það - en með miklum fyrirvörum. Afi minn og amma í föðurætt og margt skyldmenna minna voru eitil- harðir sjálfstæðismenn. Ég er ekki viss um að þau myndu fylgja Sjálfstæðisflokknum í dag. Ég held að þau hafi fyrst ogfremst viljað einstaklings- frelsi til athafna og bjargræðis en ekki gegndarlausa mismun- un og óhefta frjálshyggju. Ég held að mörgum finnist um- ræddur flokkur hafa villst illi- lega af leið. Andspænis slíku endurskoðar maður lífsafstöðu sfna og skoðanir í pólitík. I mínum huga fylgir maður sannfæringu sem byggist á lífs- afstöðu. Sú sannfæring getur speglast í öllum flokkum. Mér hugnast til dæmis ekki að vera flokksbundinn, að vera sagt hvernig ég á að kjósa eða hvað ég á að gera. Það er hryggilegt að fylgjast með þingmönnum þessa dagana sem margir hverj- ir virðast selja sannfæringu sína fyrir völd og áhrif í flokki sínum. Þeir þora ekki að vera á móti forystunni. Mér finnst kristin trú, sem kennir manni ákveðna lífsspeki og dýpt og gefur manni ákveðna sýn á líf- ið, vera besti leiðarvísirinn í stjórnmálum." Örn Bárður er maður sam- ræðunnar. Hann hefur skrifað greinar og Iátið til sín taka í þjóðmálaumræðunni. „Það rísa alltaf á mér hárin ef fólk ætlar að kúga aðra til þess að vera sama sinnis. Ég trúi á samræð- una, að hún leiði okkur að nið- urstöðu. 1 nákvæmlega sama anda skrifaði ég söguna á sín- um tíma og skrifa greinar í blöð, ég er að taka þátt í sam- ræðu. Mótrökin geta auðvitað farið í taugarnar á mér og ég get orðið pirraður en ég reyni að virða þau. Það er réttur fólks að vera ósammála. Mér finnst ógeðfellt þegar reynt er að þröngva skoðunum upp á aðra. I alvöru samræðum hend- um við boltanum á milli. Ef við virðum skoðanir hvors annars leiðir það vonandi til þess að við komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Lýðræði þrífst ekki nema menn geti sýni gagnrýna samstöðu." Gagnkvæm virðing - Hvemig spáir þú fyrir um þró- unina á næstu árum? „Spámaður er ég ekki en þyk- ist þó greina ákveðna þróun. Við erum hluti af alþjóðasamfélagi og tengjumst því með vaxandi hætti. Við erum ekki eyland lengur sem þjóð. Ég held að það eigi eftir að breyta gífurlega miklu. Vafalaust hefur það þau áhrif á kirkjuna að hér skapast eitthvert jafnvægi. Fríkirkjum og öðrum trúfélögum vex fiskur um hrygg. Auðvitað vil ég veg þjóð- kirkjunnar sem mestan en ég held að það sé ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að hún haldi sínum hlut. Hún hefur haft yfir 90 prósent af þjóðinni innan sinna vébanda. Nú er það komið niður fyrir 90 prósent. Ég ímynda mér að það fari niður í 70 prósent á næstu árum. Ég held að það sé að mörgu leyti hollt fyrir kirkjuna að fá sam- keppni. Hún hefur gott af því að þurfa að hafa lyrir hlutunum. Hún þarf líka að aðgreina sig enn frekar frá ríkinu." - Heldurðu að það verði að- skilnaður ríkis og kirkju? „Ég held að svo verði enda stefna bæði ríki og kirkja að auknu sjálfstæði kirkjunnar. Það getur verið samstaða um að hér sé þjóðkirkja meðan meirihluti fólksins tilheyrir kirkjunni en ég held að tengsl okkar við valdið sé varhugavert. Við þurfum að lifa í góðu sam- býli við valdið en það verður þá að vera á sama grundvelli og í hjónabandi, að það sé gagn- kvæm virðing. Samband þar sem annar kúgar hinn - þ^ð gengur ekki.“ „Við þurfum að lifa ígóðu sambýli við valdið en það verður þð að vera á sama grundvelli og I hjónabandi, að það sé gagnkvæm virðing. Samband þar sem annar kúgar hinn - það gengur ekki, “ segir séra Örn Bárður Jónsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.