Dagur - 23.12.1999, Síða 10

Dagur - 23.12.1999, Síða 10
 JÚUllírJU J LAjJDJjJU ) 26 - FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999 Jól eru hald- Krists. Heiðnir menn Á lambahátíðinnl velja múslimar lamb, það er svipað og þegar fjölskyidan velur sér jólatré. Myndin er tekin í Blómavali, Jóhanna, Brahim og Helgi Idder, sonur þeirra, með þeim á myndinni er Hassan (bróðir BrahimsJ. mynd: teitur héldu hátíð á þessum tíma til þess að fagna lengdum sólargangi. Þannig eru jólin hátíð Ijóss og friðar. Hér á landi býr fólk sem hefur margar mismunandi trú- arskoðanir og hafa sumir hátíðir á öðrum tímum, sem eru í mörgu sam- bærilegar við jólin. Hvað gera Múslimar, Ásatrú- armenn, Vottar Jehóva og Bahaíar um jólin. Jólatré einsog lamb „Múslimar halda ekki jól en auðvitað eru haldin jól á þessu heimili. Það eru hara venjuleg íslensk jól,“ segir Jóhanna A.H. Jóhannsdóttir blaðamaður um jólahald fjölskyldunnar. Eigin- maður Jóhönnu er Brahim Boutarhroucht flugþjónn frá Marokkó en hann er múslimi. Hún segir að fjölskyldan hafí það náðugt um jólin og geri vel við sig í mat. Vestfirsk skata á Þorláksmessu með jólakveðjun- um í útvarpinu. Brahim hefur tekið vel í skötuátið og vill hafa hana vel kæsta og fjólubláa. „Svo eru rjúpur á aðfangadags- kvöld eins og ég er alin upp við. Eftirrétturinn hefur tilheyrt ætt- inni frá dögum langömmu minnar, Guðríðar í Brennu við Bergstaðastræti í Reykjavík. Þetta er kaffifrómas, sem er lag- aður eftir rúmlega 100 ára gam- alli uppskrift. Meðan við borð- um er nauðsynlegt að láta út- varpsmessuna hljóma sam- kvæmt gamalli hefð,“ segir Jó- hanna. Færist samkvæmt tungli Núna stendur yfir föstumánuð- ur múslima, Ramadan, en föst- unni líkur með hátíð. Að sumu leyti ér sú hátíð lík jólum því fjölmennt er í moskurnar til bænahalds, ætlast er til að fjöl- skyldan hittist oft, bakaðar eru smákökur í miklu magni, heimil- ið þrifið, ný klæði keypt á börnin og lítilmagnanum sinnt. „Tíma- tal múslima er tungltímatal þannig að tími föstunnar og lokahátíðarinnar breytist frá ári til árs. Það er einnig önnur há- tíð sem er jafnmikilvæg í okkar trú og hún færist Iíka samkvæmt tungli. Hægt er að kalla hana Lambshátíðina á íslensku en hún er til þess fagna því að Ibra- him fór með son sinn lsmael og átti að fórna honum en guð þyrmdi syninum og hann slátr- aði lambi í staðinn. Kristnir þekkja þessa frásögn af sögunni af Abraham og Isak. I tilefni hátíðarinnar velur fjöl- skyldan sér gott og vænt lamb til slátrunar. Ég upplifi svipaða stemmningu þegar ég fer með fjölskyldu minni að velja jólatré. Sumir vilja lítið og grannt tré, aðrir stórt og mikið tré,“ segir Brahim og segir að það hafi honum þótt mest spennandi sem barni að fara með föður sínum að velja lambið. Vinirnir héldu uppá jólin Þau nefna eina hátíð enn sem kallast „ashura“ á arabísku. Þá er algengt að kveikt sé á hál- köstum og flugeldar sendir á loft. „Þessi hátíð er sérstaklega fyrir börnin. Þá eru þeim gefn- ar gjafir, leikföng og ný föt. Af- lögufærir eiga að gefa tíund af eigum sfnum," segja þau. Brahim segir að það sé ekk- ert í trú músiima sem að banni þeim að halda jól. „Við viður- kennum að Jesús Kristur var spámaður þannig að það er hvorki glæpur né guðlast að halda jól. Þrátt fý'rir að meiri- hluti íbúa Marrokkó séu múslimar eru aðrir trúarhópar, svosem kristnir og gyðingar, fjölmennir. Þegar að ég bjó í Marokkó og síðar Frakklandi héll ég stundum upp á jólin með vinum mínum væri mér boðið. Auðvitað held ég því uppá jólin hér með fjölskyldu minni. Bróðir minn verður í heimsókn hjá okkur og ætlar að halda jólin með okkur. Líklega verður hann hér enn í Iok Ramadan og þá höldum við há- tíð að okkar hætti," segir Brahim. Ekki stafkrókur um jólahald í Biblíunni „Við erum ekki með nein hátíð- arhöld og þetta er ekki hátíð hjá okkur. Það er ósköp ein- stakl-ingsbundið hvað menn gera. Fólk er í fríum og þess háttar og margir foreldrar eru með börnum sínum," segir Svanberg Jakobsson. Hann er í söfnuði Votta Jehóva og starfar sem upplýsingafulltrúi. Svan- berg segir að Vottar hafi enga sambærilega hátíð en þeir geri sér glaðan dag við ýmis tæki- færi og gefi börnum sínum gjafir. Það þurfi ekki endilega sérstakar dagsetningar til þess. Vottar fari ekki á mis við lífsins gæði þó að þeir haldi ekki jól. Svanberg segist ekki vera í neinni krossferð gegn jólahaldi. „Mér finnst í rauninni sjálfsagt að menn hafi frelsi til til þess aðhaldajól. Það iná hinsvegar skjóta því inn að margir hafa af því áhyggjur að það sé vont fyr- ir börnin. okkar að halda ekki jól. Eg get hinsvegar sagt þér það að reynslan sýnir hið gagn- stæða. Börnunum okkar finnst ekkert að þau séu útundani Þau vita að jafnaði af hverju þau halda ekki jól. Eg gæti nefnt þér mörg dæmi þegat ungir krakkar í skóla eru kannski að skrifa ritgerð um jólin. Þá veit ég mörg dæmi að börnin okkar skrifi af hverju þau haldi ekki jól og lesa hana upp fyrir bekkinn. Þau vita af hverju þau hafa þessa afstöðu; Ef að þau hafa trú sfna á hreinu, sem er yfirleitt, þá standa þau alveg fyrir sinni af- stöðu og geta varið hana ef á þarf að halda.“ Uppruna til heiðin hátíð Ástæðan fyrir því að Vottar rannnn/ rnfíinMalti: áiijl ijjáiíy/il Svanberg Jakobsson, segir Votta Jehóva gera sérglaðan dag viðýmis tækifæri og þurfi ekki endilega sérstakar dagsetn- ingar til þess að gefa börnum sínum gjafir. mynd: pjetur i “lAT!-—1---------——.1-----------------------— fir. dilutl 'iiil,, .iðafl fiiiiixntríijijiíJnab Pjetun St. Anason skrifar in hátíðleg út um allan heim. Á norðurhveli jarðar er stystur dagur en eftir jólin fer dag að lengja aftur. Krístnir menn halda fæðingaríiá- tíð frelsara síns Jesú Mismunandi jól

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.