Dagur - 23.12.1999, Page 11

Dagur - 23.12.1999, Page 11
 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1999- 27 halda ekki jól liggur í upp- runa hátíðarinnar. Svan- berg segist fara í heimsókn til tengdamóður sinnar en þar verði ekki haldin jól. Efnislega sé ekkert til- stand í kringum þetta. „Jólin eru að uppruna til heiðin hátíð og Arni Björnsson, þjóðháttafræð- ingur, hefur verið manna iðnastur við að sýna okkur fram á það. Hátíðin kom inní kristnina á sínum tíma þegar trúin varð að ríkistrú í Róm. A þessum árstfma var hvort sem er haldin hátíð og það hafi ekki verið neitt vinsælt að afnema hana. Til þess að réttlæta að hún væri tekin upp í kristninni, voru fengnir reiknimeistarar til þess að finna út að Jesús hefði fæðst á þessum tíma. Okkur finnst ekki rétt að halda hátíð sem á þennan uppruna og ber nafn Krists ranglega. Það er eiginlega ástæðan fyrir því að við höldum ekki jól. Það er ekki stafkrókur fyrir því í Biblíunni að við eigum að halda upp á fæðingu Jesú Krists, það er aðeins ein hátíð sem okkur er ætlað að halda og það er minningarhátíð um dauða Jesú. Ef þetta væri Biblíuleg skylda að halda þess hátíð hefði Biblían eflaust sagt hvenær meistarinn hefði fæðst. En það er ekki staf- krókur um það í Biblí- unni. Það er eiginlega rökrétt að það hafi verið tekið fram því nógu vel er nú margt annað tímasett í Bihlíunni. Það er til að mynda all nákvæmnlega tímasett til dæmis hvenær Jesú hóf þjónustu sína. Það Iiggur í hlutarins eðli að ef það væri hvatt til jólahalds í Biblíunni þá væri að sjálfsögðu sagt þar livenær Kristur hefði fæðst.“ Endurkoma sólarinnar „Jólin eru upphaflega ásatrúar- hátíð og við höfum eiginlega haldið öllum gömlu siðunum. Þannig að hin kristna jólahátíð er keimlík gömlu hátíðinni," segir Jörmundur Ingi Hansen, allsherjargoði ásatrúarmanna. Hann segir að í heiðni hafi menn haldið að minnsta kosti fimm ef ekki níu daga veislur og miðar þá við það sem menn brugguðu af öli til jólanna. „Jól voru alltaf haldin með dálitlum ærslum og látum og það hefur síðan færst yfir á gamlárskvöld og Þorláksmess- una. Það var a.m.k. siður á einni lítilli eyju í Danmörku að þá klæddu menn sig upp í grímubúninga á aðfangadags- kvöld og gengu á milli húsa og heimtuðu öl. Þetta er einasti dagur ársins sem menn komast upp með þetta, en þetta er æfaforn jólasiður,11 segir Jörm- undur Ingi. Jólakertin galdur Það er ótalmargt sem við ger- um sem að tengist fornum jóla- siðum, og nefnir Jörmundur það að kveikja á kertum. „Það eru til sagnir um það frá Nor- egi að jólageitin, sem er þeirra Grýla, komi alltaf nær og nær bænum eftir því sem að líður að jólum og nóttin verður styttri. A lengstu nótt ársins þá er jólageitin komin alveg inní bæ og þá verða menn að kveikja Ijós allsstaðar. Annars ' *aai \ Jörmundur Ingi Hansen, allsherjargoði ásatrúarmanna, minnir á að jólin eigi rætur sínar í fornum siðum heiðinna manna. mynd: e.ól nær myrkrið yfirhöndinni og nóttin hættir aldrei. Jólakertin eru í sjálfu sér ekkert annað en ósk eða ákveðinn galdur til þess að fá sólina upp á himin- inn. Það sem verið er að fagna og allir vita, hvort sem þeir eru kristnir eða heiðnir að jólin séu hátíð ljóssins. Svo er æfaforn siður sem hefur borist hingað til Iands annað hvort frá Litháen eða Skandinavíu. Það er að bera jólagreinar inní hús. Greinarn- ar eru náttúrulega tákn Asks Iggldralsins sem er lífsins tré. Askurinn er borinn þarna inn í hús og hengdar á hann stjörnur himinsins með ljósum. Siðirnir eru eiginlega í sjálfu sér þeir sömu nema nú hafa menn bætt kristsmessunni þarna inn.“ Allt fornir siðir Jörmundur segir að fjölskyldu- samkoman sé hluti af jólunum og sjálfur fer hann í fjölskyldu- boð á jólum. „Ef að einhver vill hlusta á messu þá er ég ekkert að fetta fingur útí slíkt. Þannig að þetta er allt saman ósköp álíka nema að við höldum okk- ar jól, ýmist nákvæmlega á sól- hvörfum eða næsta sunnudag á undan. Ásatrúarmenn héldu jólablót sitt síðastliðinn sunnu- dag og tókst það vel. En svo hefur myndast sú hefð að þetta sé gert nokkrum dögum fyrr. Það eru ekki dagsetningar sem skipta máli heldur er það hugarfarið og það sem maður gerir er aðalatriðið.“ Með jólunum er verið að halda uppi á endurkomu sólar- innar og segir Jörmundur að jólin þýði það einfaldlega. Hann segist ekki vera var við að þeir sem tilheyra kirkjunni hafi aðra afstöðu til jólanna en ásatrúarmenn hafi. „Eg held að jól þýði upphaf eða endurnýj- un. Þannig að jólhreingerning- in er líka siður sem á rætur sínar í heiðni. Menn vildu hyrja nýtt ár með því að hafa allt hreinl. Þetta er náttúrulega hátíð endurnýjunar, hátíð barn- anna, hátíð Ijóssins og svo framvegis. Það er gaman að segja frá því að ég sá bók útí Norræna húsi sem hét „Sænsk jól“. Þar var mikið af myndum af jólaskreytingum. Mikið af myndum af allskonar kök- um og öðru. A þessum sól- arhátíðum þá borðuðu menn kökur, smákökur, þær eru kringlóttar, af því að það er tákn sólarinnar. Laufabrauðið sem yfirleitt er með einhverjum táknum á. Þetta eru sólarkökur sem að menn éta til að hjálpa sólinni og til að von- ast eftir að sólin verði stór og gul og falleg, eins og laufabrauðið. Það er eigin- lega sama hvað maður grefur upp. Þetta eru eig- inlega allt saman æfafornir siðir sem að tengjast sólar- dýrkun," segir Jörmundur Ingi. Hugguleg helgi „Ef að jólin hafa verið löng þá höfum við verið með það sem við köllum vetrar- skóla. Þá höfum við fundið einhverja fyrirlesara og aðra slíka til þess að vera með eitthvert efni í sam- bandi við okkar trú,“ segir Böðvar Jónsson, apótekari. Hann er Bahaíi og segir helgidaga þeirra tengjast atburðum í sögu Bahaí-trú- arinnar. Að sögn Böðvars er það þannig að Bahaí-fjölskyld- ur nota fríið til þess að gera eitthvað saman. „Það hefur oft verið þannig að Bahaí samfélagið leigir sér hús og notar helgina til þess að vera saman. Þá fáum við gjarnan fyrirles- ara erlendis frá og erum með öfluga starfsemi á þessum tíma. Eins og núna þá eru þessi jóla bara helgi þannig að það er of mikið mál að leggja í svoleiðis þegar fríið er svona stutt.“ Viðurkenna Krist Bahaíar halda trúarhátíð í febr- úarlok sem er sambærileg jól- unum. Þá koma fjölskyldurnar saman og það eru gefnar gjafir. En helsta hátíð Bahaía er í apr- ílmánuði og tengist hún því að þá opinberaði höfundur trúar- innar sig sem boðbera guðs. „Bahaíar trúa því að öll trúar- brögð séu sprottin úr einum og sama jarðvegi. Það sé bara einn guð og öll trúarbrögð eigi þar sínar rætur. Það er því ekkert vandamál fyrir okkur að taka þátt í hátíðarhöldum kristinna manna um jól. Það eru margar fjölskyldur sem þannig eru uppbyggðar að annað hjónanna er kannski Bahaíi og hitt krist- ið. Það verður kannski til þess að á því heimili séu haldnar tvær hátíðir á ári, annars vegar jólahátíðin og hins vegar Ba- haíhátíðin í apríl. Það kemur ekkert í veg fyrir það að sá sem er Bahaíi geti tekið þátt f því sem snýr að andlegum þáttum jólahaldsins. Við viðurkennum Krist en það eru takmörk fyrir því hvað við getum haldið margar hátíð- ir. Alveg eins og ég var að segja áðan að kristnir menn viður- kenna Móse og alla þá sögu sem þar er á bakvið, en þeir halda bara sínar hátíðir, þeir halda ekki hátíðir gyðingdóms- ins líka," segir Böðvar. Ekki bannað að gefa gjafir Hann segir að fjölskyldan haldi ekki uppá jólin á sama hátt og var áður en eiginkona hans gerðist Bahaíi. „Það liðu ein- hver sex ár á milli þess að ég gerðist Bahaíi og þangað til hún gerðist það. Þetta var hinsvegar ekkert vandamál hjá mér og minni konu á sínum tfma. Hún var mjög fús til þess að halda Bahaíhátíðirnar líka og meðan að það var þá héld- um við þetta tvöfalt allt saman. Við eigum þrjú börn, en ein dóttir okkar býr hérna á Akur- eyri og ætlum við að verja helg- inni með henni og tengdasyni okkar og barnabörnum. Þau eru líka Bahaíar. Það er hins- vegar ekkert sem bannar það að utanaðkomandi ættingjar sem að ekki eru Bahaíar gefi krökkunum gjafir og ætla þau að opna pakkana sína. Þannig að ég býst við að þetta verði mjög hugguleg helgi,“ segir Böðvar. „Við viðurkennum Krist en það eru takmörk fyrir þvi hvað við getum haldið margar hátíðir. Alveg eins og ég var að segja áðan að kristnir menn viðurkenna Móse og alla þá sögu sem þar er á bakvið, en þeir halda bara sínar hátíðir, þeir halda ekki hátíðir gyðingdómsins líka, “ segir Böðvar Jónsson, apótekari á Akureyri. mynd: brink

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.