Dagur - 07.01.2000, Side 6

Dagur - 07.01.2000, Side 6
6 -FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 .Thjgur ÞJÓÐMÁL Utgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: A ðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Simar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Netföng auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Simbréf auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.900 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is (REYKJAVÍK)563-161 5 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYR 1)460-6192 Karen Grétarsdóttir. 460 6161 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) mB-— FLugslys í Landsbankaniun Almannavamafíattta í fyrsta lagi Það er skiljanlegt að Arni Mathiesen vilji róa þjóðina með því að reyna að draga úr mikilvægi dómsniðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða í máli Vatneyrarinnar. Arni hefur bent á að enn eigi Hæstiréttur eftir að fjalla um málið og hann hefur einnig tal- að um að hann telji afar ólíklegt að þar verði dómur undirrétt- ar staðfestur. Hins vegar má á það benda að ráðherrann hefur líka upplýst að hann taldi ólíklegt að undirréttur kæmist að þeirri niðurstöðu sem hann komst, þannig að óvarlegt er að gera of mikið úr skoðun hans eða annara ráðherra á því hver verði hin endanlega dómsniðurstaða. í öðru lagi Ljóst er að um gríðarlegt hagsmunamál er að tefla. Fulltrúar útgerðar og margir stjórnmálamenn hafa talað um að sjálft fiskveiðistjórnunarkerfið sem og grundvöllur efnahagsskipan- arinnar sé í húfi. Það má að verulegu leyti til sanns vegar færa. Gerist það að Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar, verða veiðar við Island í raun frjálsar samdægurs. Eignarhald á aflaheimildum yrði merkingarlaust og ógerningur er að sjá fyrir hvaða áhrif slíkt myndi hafa á hlutabréfa- og fjármála- markað og á bankakerfið sem hefur baktryggt sig með veðum sem byggja á eignarhaldi á aflaheimildum. 1 þriðja lagi Því er það, að þótt eðlilegt sé að sjávarútvegsráðherra tali í ró- andi tón um málið til að byrja með, þá er sannleikurinn sá að langvarandi rólegheit af hálfu stjórnvalda væru afar heimsku- leg í stöðunni. Það þykir sjálfsagt og eðlilegt að skipuleggja almannavarnir og undirbúa viðbrögð þegar hugsanlegar nátt- úruhamfarir eru annars vegar. Sama á auðvitað að gilda um þjóðfélagshamfarir af því tagi sem hér eru í farvatninu. Hvort það er gert með því að heija nú þegar undirbúning við að breyta kvótakerfinu svo það standist jafnræðisreglu stjórnar- skrárinnar eða með einhverjum öðrum hætti verður bara að koma í Ijós. Hitt er ljóst, að dómur undirréttar er ekkert ann- að en almannavarnaflauta, sem kallar á þjóðfélagslega al- mannavarnaáætlun. Birgir Guðmundsson „Taktu flugið með betri banka." Þetta slagorð var það fyrsta sem blasti við - í stóru rauðu letri - í bréfi frá Lands- bankanum sem Garri fékk í vikunni. Eftir þessa kveðju var Garri eðlilega ekki lítið spenntur að opna meðfylgj- andi yfirlit um ávöxtun bank- ans á aukasjóðnum sem hann er að safna sér til elliáranna, vænnar fúlgu sem var orðin hvorki meira né minna en 422.500 kr. í ársbyrjun 1999. Þennan sjóð hafði Landsbank- inn síðan ávaxtað fyrir hann á óhreifðri Kjörbók, sem bank- inn hefur löngum auglýst sem afar góða ávöxtunarleið. Garri sá fyrir sér stórkostlegt flug í ávöxtun þar sem ellisjóðurinn hans væri nú kominn vel yfir hálfa milljón, sem er einmitt einn af þessum sálfræðilega mikil- vægu áföngum. Brotlending Vonbrigði Garra urðu þeim mun sárari, þegar bréfið góða geymdi bara brotlendingu. Landsbankinn hafði skenkt honum 23.420 króna vexti á árinu - sem þýðir bara 5,5% vexti!! En Garri mundi að á þessu sama tímabili hækkuðu helstu verðvísitölur í landinu um 5,6% - þannig að ellisjóður Garra hafði raunverulega minnkað - en ekki vaxið - í vörslu Landsbankans. Til að bæta gráu ofan á svart heimtaði Ríkissjóður sinn 10% skatt - eða 2.340 krónur - af vöxtunum, sem í rauninni voru minni en engir vextir. Krónurnar í sparisjóði Garra voru því bara 5% fleiri í árs- byrjun 2000 en ári áður. Sjóð- urinn hafði því raunverulega rýrnað um 2.600 krónur á ár- inu í meðförum Landsbanka og Qármálaráðuneytis. Garra finnst því ellisjóður- inn sinn - sem hann einmitt ætlaði að nota til ferðalaga eða annarrar upplyftingar á elliár- unum umfram það sem fátæk- legur ellilífeyririnn leyfir - hafa lent í harkalegu flugslysi í Landsbankanum. L Landsbanki íslands í forystu til framtíðar Utlánaflug Eða misskildi Garri kannski þetta með flug Landsbankans? Meðalávöxtun nýrra útlána bank- anna tók nefnilega flugið í fyrra upp í ein 14-15% - ogvar þannig í kringum 150% hærri heldur en „meðalávöxtun- in“ sem Landsbankinn borgaði af ellisjóð Garra garnisins. Enda hafa bankarnir sjaldan ef nokkru sinni komist á annað eins útlánaflug og í lyrra - raunar svo glannalegt að for- sætisráðherra sá ástæðu til að fjölga enn í Seðlabankakórn- um, þaðan sem viðvaranir um brotlendingu herast nú orðið álíka oft og viðvaranir Veður- stofunnar um djúpa lægð á Grænlandshafi. Og Garra sýnist á öllu að hann muni í ellinni þrátt fyrir allt taka þátt í þessu mikla Landsbankaflugi - því ætli hann að lyfta sér upp er greinilegt að ellisjóðurinn mun hvergi duga og nauðsyn- legt verði að slá lán í Lands- bankanum! GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Aldamótamaduriim nýi Menn greinir á um hvort síðustu áramót marka aldamót eða ekki og þá jafnframt hvort ný þúsöld er hafin eða hvort enn þurfi að bíða í ár eftir þeim tímamótum. En á kristinni tíð hefur tímatalið ruglast annað eins og láta sjálf- sagt sér í Iéttu rúmi liggja hvoru megin í tíðinni Jesúbarnið var Iagt í jötu. En hvað sem aldamót- unum Iíður hafa fjölmiðlar víða um heim keppst við að velja menn, og plötur og bækur aldar- innar og sýnist sitt hvetjum um það val. En það einkennir öll þau skrípalæti að fæstir muna fyrri áratugi aldarinnar og einskorðast valið yfirleitt við skammtíma- minnið og auglýsingamátt nútím- ans. Samkvæmt því er auðvelt að velja mann aldarinnar á Islandi. Rétt fyrir áramótin sló Finnur Ingólfsson öll fyrri met stjórn- málamanna um að komast á toppinn. Hann hefur enn ekki náð miðjum aldri og á stutta og göfuga stjórnmálasögú1 áð1 bá'tál' ■> Það er til dæmis ekki ár liðið frá því að hann náði þeim áfanga að vera kosinn varaformaður flokks síns. Toppnum náði hann þegar hann gerði hinum stjórnarherr- unum tilboð sem þeir gátu ekki neitað og skipaði sjálfan sig í ævi- langa stöðu seðabanka- stjóra, hækkaði kaup sitt um nokkrar milljónir og eftirlaunin verða glæsileg. Flokkadrættir Frami Finns er slíkur, að honum tókst að slá öll fyrri met pólitíkusa í óvinsæld- um í skoðanakönnun. Það eitt sýnir hvílíkur afburðamaður hann er í að hlaða undir sjálfan sig og nýtur tilstyrks ríkisstjórnar og valdamikils flokks síns. Jafnframt því að hoppa upp í eitt feitasta embætti landsins los- ar Finnur sig úr alls kyns vanda- málum, sem hann var húinn að flækja sig í sínum ráðherradómi og eru þau nú komin í góðar héhdsilm 'Eríi 'Ú\eíi-ÚJ'éH^ kiéýlc- * -tít/1 go TfinnÍTBÓöiq lloJí ctov Aldamótamað- urinn nýji. fúsar til að æsa þjóðina upp á móti sjálfri sér og ala á flokka- dráttum og ófriði. Flokkur Finns hefur tekið sér Kvennaflokkinn sáluga sér til fyr- irmyndar og veit mæta vel hvar atkvæðanna er að leita. Árangur- inn er stórbrotinn eins og vænta má. Fylgið hrynur jafnt og þétt af erfingjum femínismans og er Sam- fylkingin að ná hefð- bundnu fylgi krataflokks- ins litla og Framsókn er komin í sögulegt lágmark og er enn á niðurlcið sem minnsti angi fjórflokksins. Gleymska Svona lætur stjórnviskan ekki að sér hæða á síðustu önn þúsaldar, sem hófst með kristnitöku og nokkurn veginn siðlegri stjórnmálabaráttu, sem lengi var í minnum höfð. En andlegir leiðtogar og stjórnmálaeárjJar fýrrí tíðtí erU0 firmi.rn ömnnurl gTörn c liánnng gleymdir þegar verið er að velja og útnefna menn árþús- undsins eða aldarinnar. Víðkunnir vitmenn hrista höf- uð þegar þeir eru beðnir að nefna þá sem skarað hafa fram úr í þjóðlífinu. Sem vænta má eru auglýsingastof- ur og ímyndarfræðingar búnir að hanna svörin og tyggur svo hver eftir öðrum hvaða vel- gjörðarmenn þjóðarinnar hafi kynnt Island mest og best í út- löndum. Hvílíkur mælikvarði! Heimastjórnin og fyrsti íslenski ráðherrann cru öllum gleymd, fæstir muna þýðingu fullveldis og jafnvel Iýðveldistaka og fyrsti for- setinn hafa lent í glatkistunni. En frægðin að utan og ótrúlegur frami Finns eru öllum í fersku minni og því hlýtur hann að vera hinn nýji aldamótamaður ásamt þeim dægurlagasöngvurum sem hæst bera í ímyndunarframleiðsl- liÍ1 tVH iJKHorj ii rnununioJii uJaad v.t 6b xja öc| T3 nnhunum .gibnalia svarað Eiga að koma til sérstækaraðgeióir til bjargar illa stöddum byggðarlögum á lands- byggðinni? (Byggðastofnun telur að þetta sé það eina setn dugi til bjarg- ar byggðutn, einsog til dætnis Isafjarðarbæ og Hrtsey.) Guðni Geir Jóhannesson forseti bæj'arstjómar ísafjatdarbæjar. “Helst myndi ég vilja sjá leiðrétt- ingu á tekjustofn- um, þar sem verk- efni hafa flust frá ríki yfir á sveitar- félög án þess að tekjur þeirra hafi verið auknar til samræmis. Ein- faldasta leiðin væri í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, en einnig mætti auka hlut sveitarfé- laga í útsvari. Ýmis sveitarfélög eiga undir högg að sækja, fólki fækkar og það veikir stoðir þjón- ustu sem veitt er. Ef fækkar enn meira þarf að draga saman í þjónustu, sem gæti leitt til enn meiri fækkunar íbúa. Þetta er vítahringu r.“ Steinunn Valdís Óskardóttix borgaifiilltníi í Reykjavík. “Það er í sjálfu sér ekki eftirsóknar- vert að stærri sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu stækki á meðan fiarar undan ýms- um minni sveitar- félögum úti á landi, því höfuð- borgarsvæðið er ekkert án öllugr- ar landsbyggðar og öfugt. Eg tel að ýmsu sé til þess fórnandi að halda landsbyggðinni öflugri, en til þess þarf markvissar áætlanir. Ný öld kallar á nýjar lausnir og ég tel að við eigum að styrkja fáa stóra byggðakjarna í hverjum fjórðungi sem geta virkað sem stoð fyrir byggðirnar í kring." Steindór Siguxdsson sveitarstjóri Öxarfjarðarhrejrps. “Slíkt getur orðið raunin, hvort sem það er með sam- einingu sveitarfé- Iaga, tilstyrk við atvinnulífið eða breytingu á tekju- stofnum, rétt eins og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga tók á málum um daginn. En stóra málið er að þar sem atvinnulíf er í rúst eru tekjur sveitarfélaga eng- ar að verða - og beinar tekjur af fyrirtækjum eru almennt ekki miklar." Kristján L. Möller þingmaðurSamfylkingar. “Tvímælalaust. Slíkar aðgerðir eru þeldctar í ná- grannalöndum oklcar og því skyldum við þá ekld gera slíkt hið sama. Eg sé fyrir mér að aðstoð í gegnum skatta- kerfið, sem bæði er notað til að mismuna og jafna. Gott dæmi um það er skattafsláttur vegna hlutabréfakaupa. Þá má ívilna mönnum á landsbyggðinni vegna fjárfestinga í atvinnurekstri. Otal aðra þætti gct ég nefnt, það sem Ifijdy'jH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.