Dagur - 07.01.2000, Side 7

Dagur - 07.01.2000, Side 7
XWw- ÞJÓÐMÁL FÖSTUDAGUR 7. JA\ÚAR 2000 - 7 Raunlaimákerfi RSI; Reykjavík - landid GUÐMUNDUR GUNNARSSON formadur Rafiðnadar- sambands íslands skrifar Fram til 1. október 1987 var Raf- iðnaðarsambandið með kjara- samning við VSI (nú SA), sem kvað á um 36 skilgreinda launa- flokka á almennum markaði. Þessi taxtar voru töluvert ijarri raunlaunum. Þá var sett fram krafa um að taxtakerfið væri fært að raunlaunum. Ekki náðist um það samkomulag, svo RSI valdi frekar þann kost að semja ein- ungis um lágmarkslaun við SA, en að endurnýja kjarasamning með launakerfi sem væri fjarri raunveruleikanum. Þau lág- markslaun sem RSÍ samdi um 1987 voru 28% hærri en hæsti þágildandi taxti. Markaðslaun 1 kjölfar þessa samnings við SA, náði RSI samkomulagi við sam- tök fyrirtækja í raf- og tölvuiðnaði (SART) um launakerfi, sem væri í samræmi við raunlaun (mark- aðslaun). Þetta hefur gengið prýðilega, Iágmarkslaunin hafa verið hækkuð í samningum RSI og SA og sá samningur er í raun orðin að rammasamningi. Raf- iðnaðarmenn hafa síðan þá gert fjölda fyrirtækjasamninga, sem byggja á honum og launakjör sem miðast það raunlaunakerfi sem RSÍ hefur gert við SART. Hag- deild RSÍ gerir reglulega launa- kannanir sem rafiðnaðarmenn hafa nýtt sér við gerð persónu- bundinna launasamninga. Þessar launakannanir byggja á launum „Fiskvinnslufyrirtækin eru uppistaðan í atvinnurekstri á landsbyggðinni og það eru þau sem hafa haft mestu völd- in innan SA Þau hafa ekki viljað kannast við tilvist raunlaunakerfisins við leiðréttingum á launum," segir Guð- mundur m.a. í grein sinni. allra starfandi rafiðnaðarmanna og eru mun víðtækari og þá rétt- ari en t.d. Iaunakannanir Kjara- rannsóknar. Raunlaunakerfið hefur verið endurskoðað reglu- lega og fylgt að mestu launaþró- un á almennum markaði. Reynsla okkar hefur þó leitt fram einn al- varlegan galla, launaþróunin úti á landi hefur ekki fylgt launabreyt- ingum raunlaunakerfisins og er svo komið í dag, að launamunur rafiðnaðarmanna á suðvestur horninu og á öðrum stöðum á landinu er farin að nálgast 20%. Fiskvinnslan Fiskvinnslufyrirtækin eru uppi- staðan í atvinnurekstri á Iands- byggðinni og það eru þau sem hafa haft mestu völdin innan SA. Þau hafa ekki viljað kannast við tilvist raunlaunakerfisins við leiðréttingum á launum. For- svarsmenn fyrirtækjanna á lands- byggðinni hafa með góðri aðstoð starfsfólks SA svarað; „Sam- kvæmt upplýsingum frá SA er hér um einhvern himnastiga og hugaróra RSÍ að ræða, sem þeir viti ekkert um og samþykki ekki. Séu menn ekki ánægðir með laun sín þá eru dyrnar þarna og reyndu svo bara að selja húsið þitt." Þetta er ástæða þess launa- munar sem ríkir milli höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinn- ar. Það er ástæða hins mikla fólksflótta, ætli stjórnvöld að leysa vanda landsbyggðarinnar, þá þurfa þau ekki að leita lausn- arinnar Iengra en upp í Garða- stræti. 1 undanförnum samning- um hefur RSI reynt árangurs- laust að fá SA til þess að viður- kenna tilvist raunlaunakerfisins. Ef félagsmenn RSÍ væru ein- ungis búsettir á höfuðborgar- svæðinu ættum við ekki við þetta vandamál að etja. Ef fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu greiðir ekki a.m.k. meðallaun þá flytja rafiðn- aðarmenn sig einfaldlega á milli fyrirtækja, það er ekki hægt ann- arsstaðar á landinu. Ef koma á raunlaunakerfi á hjá launamönn- um, þá er reynsla okkar sú, að setja verði inn í það lágmarksgólf sem virka utan höfuðborgar- svæðisins, annars býður það upp á enn frekari fólksflótta af lands- byggðinni. Eg er reyndar viss um að raunlaunakerfi mun verða verkafólki mun erfiðara í fram- kvæmd en hjá rafiðnaðarmönn- um. Það er mun auðveldara að starfrækja stéttarfélög á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. Rekstrarkostnaður er mun minni og kjarabaráttan er mun einfaldari. Mjög öflug stéttarfé- lög sem einungis starfa á höfuð- borgarsvæðinu og ekki þurfa að taka mið af hagsmunum allra launamanna, geta haft mjög al- varlegar afleiðingar fyrir launa- fólk á landsbyggðinni og reyndar fyrir þjóðfélagið í heild, þ.e.a.s. ef við viljum halda landinu öllu í byggð. Að marggefnu tilefni tel ég ástæðu til að benda á að samtök rafiðnaðarmanna stofnuðu til formlegrar starfsmenntunar í at- vinnulífinu 1974 og sömdu um eftirmenntunarsjóði 1977. Á síð- astliðnu ári var boðið upp á um 200 gerðir námskeiða í fræðslu- stofnunum okkar og tæplega 9.000 manns sóttu þau. Fræðslu- stofnanir okkar eru starfræktar í eigin húsnæði á 4000 ferm. Greiddir eru ferða- og uppihalds- sty'rkir íyrir þá sem búa fjarri námskeiðsstað eða ef þeir þurfa að leita sér lækninga fjarri heim- ili eða fjölskyldumeðlimir þeirra. Félagsmönnum RSÍ hafa verið tryggð 80% launa í fæðingarorlofi frá 1987. Akall tíl þjóðariimar Sýnum siðvit í verki. ÞORSTEINN SIGURÐSSON fv. skólastjóri, í stjórn SÍBS og Reykjalundar skrifar Góðir Islendingar: Tökum sið- ferðilegri brýningu biskups, for- seta og forsætisráðherra f ára- mótaræðum þeirra til þjóðarinn- ar um að vera sjúkum, öryrkjum og öldruðum vinir í raun á minn- ingarári kristnitöku. Gerumst dráttarklárar á sviði umönnunar, lækninga, hæfingar, endurhæf- ingar og almennra forvarna á heilbrigðissviðinu. Verum sam- taka á þessum tímum hlutaQár- kaupa um að fjárfesta líka í lífinu sjálfu. Nú er einmitt Iag til að taka þátt í sókn SÍBS á þessu sviði með kaupum á miðum í Vöruhappdrættinu. SÍBS eru fjölmennustu sjúk- Iingasamtök landsins. Þau hafa komið á fót og reka stærstu end- urhæfingarstöð á Islandi að Reykjalundi þar sem tugþúsund- ir sjúklinga hvaðanæva af land- inu hafa fengið heilsu og starfs- orku á ný. I Hlíðabæ rekur SÍBS ásamt RKÍ dagvist fyrir Alzheimersjúklinga. 1 húsi SlBS, Múlabæ, rekur SIBS ásamt Rauða krossinum og Reykjavík- urborg dagvist fyrir aldraða. SIBS hefur í fjörutíu ár rekið Múlalund, stærstu öryrkjavinnu- stofu landsins þar sem fjöldi manna hefur notið atvinnulegrar endurhæfingar. A Reykjalundi vinna einnig öryrkjar óg þar er f bígerð að stofna deild til nýtísku atvinnuendurhæfingar í sam- vinnu við Tryggingastofnun ríkis- ins. Allt þetta starf hefur þjóðin styrkt með fjárframlögum, en drýgstan þátt í kaupum á hús- næði og stofnbúnaði sem orðinn er milljarða króna virði hefur Vöruhappdrætti SÍBS átt. Hér er ástæða til að ræða sér- staklega Endurhæfingarmiðstöð- ina á Reykjalundi sem Félag end- urhæfingarlækna í nýlegri úttekt á stöðu og framtíð endurhæfing- ar á Islandi telur standa jafnfæt- is bestu stofnunum á þessu sviði erlendis, munurinn er þó sá að rekstrarkostnaður á Reykjalundi er aðeins helmingur á við það sem gerist erlendis. Um þessar mundir er á Reykjalundi stórátak á döfinni, bygging 2000 fermetra húss með þjálfunarsölum og þjálfunarsundlaug sem veldur byltingu í starfi stofnunarinnar þegar byggingin verður tekin í notkun. Ekki aðeins til að grynnka á mörg hundruð manna biðlista, heldur opnast um Ieið stórkostlegir möguleikar til fjöl- breyttrar forvarnastarfsemi fyrir almenníng síðdegis og um helgar, stórkostlega nýjung í heilbrigðis- málum sem gerir Endurhæfing- armiðstöðina á Reykjalundi að fullkomnustu stofnun heimsins á sínu sviði. Með öðrum orðum Reykjalundur heldur áfram að vera stolt þjóðarinnar og fyrir- mynd á heimsvisu eins og hann hefur verið hingað til. En þetta kostar fé. Og þar gefst ykkur góð- ir íslendingar færi á að vera virk- ir þáttakendur í þessu brýna verkefni, einsog áður, með kaup- um á happdrættismiðum í Vöru- happdrætti SÍBS. En auk þess verður bryddað upp á þeirri nýj- ung að stórfjölskyldum, starfs- hópum, hverskonar félögum og samtökum gefst nú kostur á að gerast félagar að Stoðdeild SÍBS með áskrift að átta miðum ( Vöruhappdrættinu. I aðildinni felst virk þátttaka í starfi heildar- samtakanna með möguleikum á áhrifum á stefnu þeirra og stjórn- un. Ennfremur verða skipulagðar sérstakar forvarnir af ýmsu tagi fyrir félaga Stoðdeildar með að- gangi að hinni breyttu og full- komnu þjálfunaraðstöðu og sér- hæfði starfsliði Endurhæfingar- miðstöðvarinnar. Eg heiti á ykkur að bregðast við kalli andlegra og veraldlegra for- ystumanna okkar og að siðvit okkar er ekki aðeins í orði heldur einnig í verki.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.