Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 13
T>Mptr FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR Stórsigur KR-inga Tveir leiMr fóru fram í úrvalsdeild kveima í körfuknattleik í fyrra- kvöld, þar sem topplið- in Keflavík og KR imnu bæði örugga sigra. Islands- og bikarmeistarar KR-inga í körfuknattleik kvenna unnu 87 stiga stórsigur, á Grindvíkingum, þegar liðin mættust í úrvalsdeild- inni í fyrrakvöld. Leikurinn sem fram fór í íþróttahúsi KR í Frosta- skjóli, endaði 108-21, eftir að stað- an var 51-11 í hálfleik. Leikurinn var fyrir margra hluta sakir merki- legur, því til dæmis var þetta langstærsti sigur í deildinni f vetur og gæti hugsanlega verið met í efstu deild kvenna. KR-stelpurnar jöfnuðu þarna stigametið í deild- inni í vetur, en áður höfðu Keflvík- ingar skorað jafnmörg stig í 108- 55 sigri gegn Tindastóli í lok nóv- ember. Þar að auki þarf að leita alla Ieið aftur til 7. október 1995 til að finna jafn lítið skor eins liðs j einum deildarleik, en þá skoraði IA tveimur stigum minna í 94-19 tapleik gegn Grindavík. KR-ingar byrjuðu leikinn með látum og beittu pressuvörn, sem Grindvíkingar réðu engan veginn við. Enda höfðu KR-stelpurnar raðað niður 19 stigum áður en boltinn rataði í fyrsta skipti niður í KR-körfuna. Hjá KR áttu þær Linda Stefáns- dóttir og Hanna Kjartansdóttir bestan leik, en Linda náði 9 stoln- um boltum og átti 5 stoðsendingar. Stig KR: Sigrún Skarphéðinsdóttir 17 Hanna Kjartansdóttir 16 Linda Stefánsdóttir 14 Hildur Sigurðardóttir 14 Gréta Grétarsdóttir 14 Guðbjörg Norðfjörð 12 Emilie Ramberg 12 Guðrún Sigurðardóttir 7 Kristín Jónsdóttir 2 Stig Grindvíkinga: Ólöf Pálsdóttir 5 Úr leik KR og Grindavíkur í fyrrakvöld. .$V • I 5^ * g V K W wJá ff B- ^ Wl tjjk 33 t: n IJrslit og leikir Jovana Stefánsdóttir 5 Sandra Guðlaugsdóttir 5 Sigríður Ólafsdóttir 2 Erna Magnúsdóttir 2 Bryndís Gunnlaugsdóttir 2 Fjórtán stiga sigur Keflvíkinga I Keflavík fór fram leikur heima- manna gegn IS og endaði viður- eign þeirra með 14 stiga sigri Kefl- víkinga 73-59. Heimaliðið hafði forystuna allan leikinn ef frá er tal- in upphafsmínútan og var staðan 43-26 í hálfleik. Heimaliðið skor- aði grimmt úr vítaskotum í fyrri hálfleiknum og rataði þá 21 af 25 vítaskotum í körfuna. Hjá Keflvíkingum bar mest á þeim Birnu Valgarðsdóttur og Öldu Leifsdóttur, en Birna tók alls II fráköst á meðan Alda átti 6 stoðsendingar og varði 5 skot. Anna María Sveinsdóttir átti líka góðan leik og tók alls 13 fráköst. Hjá stúdínum voru þær Krist- jana Magnúsdóttir og Hafdís Helgadóttir bestar og stigahæstar. Kristjana náði 7 fráköstum og átti 5 stoðsendingar, en Hafdís náði 11 fráköstum og varði 6 skot. Stig Keflavtkur: Birna Valgarðsdóttir 18 Alda Leifsdóttir 14 Erla Þorsteinsdóttir 13 Anna M. Sveinsdóttir 10 Kristín Þórarinsdóttir 8 Kristín Blöndal 4 Birna Guðmundsdóttir 3 Eva Stefánsdóttir 2 María Karlsdóttir 1 Stig ÍS: Kristjana Magnúsdóttir 21 Hafdís Helgadóttir 19 Þórunn Bjarnadóttir 6 Stella Kristjánsdóttir 5 Jófríður Halldórsdóttir 4 Júlía Jörgensen 4 Staðan: Keflavík 11 10 1 838:573 20 KR 10 9 1 739:419 18 ÍS 11 8 3 668:539 16 KFÍ 10 3 7 566:738 6 Tindastóll 10 2 8 559:756 4 Grindavík 14 1 13 622:967 2 Anelka á spjöld sögunnar Nicolas Anelka, Ieikmaður Real Madrid, skráði nafn sitt á spjöld sögunnar þegar hann skoraði fyrs- ta markið í fyrsta Ieik fyrstu heims- meistarakeppni félagsliða, sem hófst í Brasilíu í lyrrakvöld. Real Madrid mætti Saudí-Arabíska lið- inu A1 Nassr í fyrsta leik keppninn- ar í A-riðli og vann þar 3-1 sigur í leik sem minnti meira á léttan æf- ingaleik. Leikmcnn Real þurftu lítið að hafa fyrir hlutunum gegn þessu lítt þekkta liði frá Saudí Arabíu, enda engin stemmning á hálftómum Morumbi leikvanginum í Sao Paulo. Anelka opnaði markareikn- ing keppninnar á 21. mínútu leiks- ins og skoraði þar með sitt fyrsta mark fyrir Real, síðan hann kom til Iiðsins frá Arsenal í haust. Markið var hálfgert heppnismark, þar sem Anelka rak tánna f boltann, eftir að hafa lent í samstuði við Hadi Sharify, varmarmann A1 Nassr og þaðan Iak boltinn í netið. Þegar leið að lokum fyrri hálf- leiks náði Fahad A1 Husseini óvænt að jafna leikinn fyrir A1 Nassr, þegar dæmd var vítaspyrna á varnarmann Real. Við það færð- ist aðeins líf í leikmenn spánska liðsins, sem tókst þó ekki að bæta við mörkum fyrir leikhlé. I upphafi seinni hálfleiks tókst svo spánska Iandsliðsmanninum Raul, að hæta við öðru marki Real, þegar hann fiskaði boltann eftir slæm mistök markvarðar arabíska liðsins og staðan því orðin 2-1 fyr- ir Spánverjana. Þriðja og síðasta mark Real kom svo á 69. mínútu leiksins, þegar Brasilíumaðurinn Savio, skoraði úr vítaspyrnu eftir að hrotið hafði verið á Anelka inn- an vítateigs. Gjafaniark Seinni leikurinn í A-riðli var Ieik- inn á sama Ieikvelli strax að leik Real og AI Nassr loknum og fyllt- ust áhorfendasvæðin þá af dyggum stuðningsmönnum brasilísku meistaranna Corinthians, sem Iéku gcgn Afríkumeisturum Raja Casablanca frá Marokkó. Sá leikur þótti heldur líflegri, en var þó ekki alveg laus við leiðindi frekar en sá fyrri, því seinna mark Corinthians í 2-0 sigri gegn Raja, var auðsjáanlega aldrei skorað, þó dómarinn hafi dæmt mark. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Luizao, framherja brasilíska liðsins, loksins að ná forystu á 50. mínútu leiksins eftir sendingu frá Marcelinho Carioca. Vörn Mar- rokkómanna virtist ekki eiga í neinum vandræðum, en fyrir al- gjöran klaufaskap barst boltinn til Luizao sem skoraði af stuttu færi. Aðurnefnt gjafamark kom svo á 66. rnínútu leiksins, þegar varnar- maðurinn Fabio Luciano átti dúndurskot í þverslánna og niður. Boltinn kom auðsjáanlega niður utan marklínu, eins og greinilega sást í endursýningu brasilíska sjón- varpsins, en öllum á óvart dæmdi dómarinn, Stefano Braschi, mark. Fyrir markið höfðu leikmenn Raja, átt góða innkomu í Ieikinn og sýndu þá oft mjög góðan og yf- irvegaðan leik. Eftir fyrstu leikina í keppninni er nokkuð Ijóst, að hún stendur engan veginn undir nafni, sem heimsmeistarakeppni félagsliða. Af þeim liðunt sem léku í fyrra- kvöíd er Raja Casablanca til dæm- is eina liðið, sem er núverandi nieislari sinnar þjóðar, sem segir sína sögu. Johan Cruyffog Pele. Pele bestur Það kom fáum á óvart að knatt- spyrnusnillingurinn Pele skyldi kjörinn knattspyrnumaður ald- arinnar af alþjóðasamtökunum IFFHS, Alþjóðasamtökum um knattspyrnuspeki og tölfræði, á árlegri stórhátið samtakanna sem haldin var í Rothenburg í Þýskalandi fyrr í vikunni. í öðru sæti varð Hollendingurinn Jo- han Cruyff og Franz „Keisari" Beckenbauer í því þriðja. Af markvörðum aldarinnar, sem voru kjörnir sér, varð Rúss- inn Lev Yashin hlutskarpastur á undan þeim Gordon Banks, Englandi og Dino Zoff, Ítalíu, sem urðu í öðru og þriðja sæti. Fimmtíu bestu: 1. Pelé, Brasilíu 2. Johan Cruyff, Hollandi 3. Franz Beckenbauer, Þýskal. 4. Aifredo di Stefano, Spania 5. Diego Maradona, Argentina 6. Ferenc Puskas, Ungverjal. 7. Michel Platini, Frakklandi 8. Garrincha, Brasilíu 9. Eusebio, Portúgal 10. Bobby Charlton, Englandi 11. Stanley Matthews, Englandi 12. Marco van Basten, Hoílandi 13. Gerd Múller, Þýskalandi 14. Zico, Brasilíu 1 5. Lothar Matth%cus, Þýskal. 16. George Best, N.-írlandi 17. Juan A. Schiaffino, Urúgvæ 18. Ruud Gullit, HoIIandi 19. Gianni Rivera, Italíu 20. Valdir P. Didi, Brasilíu 21. Giuseppe Meazza, Italíu 22. Matthias Sindelar, Austurríki 23. Fritz Walter, Þýskalandi 24. Bobby Moore, Englandi 25. José M. Moreno, Argentínu 26. Hugo Sanchez, Mexíkó 27. George Weah, Líberíu 28. Roger Milla, Kamerún 29. José L. Andrade, Urúgvæ 30. Eracisco Gento, Spáni 31. Just Fontaine, Frankklandi 32. Ladislao Kubala, Spáni 33. Franco Baresi, Italíu 34. Josef Bican, Tékkóslóvakíu 35. Karl-H. Rummenige, Þýskal. 36. Enrique O. Sivori, Argentínu 37. Elias R. Fugueroa, Chile 38. Kevin Keegan, Englandi 39. Sandor Kocsis, Ungveijalandi 40. Héctor Scarone, Urúgvæ 41. Josef Masopust, Tékkóslóv. 42. Giacchinto Facchetti, Italíu 43. Alessandro Mazzola, Italíu 44. Raymond Kopa, Frakklandi 45. Uwe Seeler, Þýskalandi 46. Gunnar Nordahl, Svíþjóð 47. Thomas S. Zizinho, Brasilíu 48. Tesfilo Cubillas, Perú 49. Arsenio P. Erico, Paragvæ 50. Denis Law, Skotlandi Leikmenn heimsálfaima: Evrópa: Johan Cruyff, Hollandi Suður-Amertka: Pelé, Brazilíu Afríka: George Weah, Líberíu Asj'a: Bum-Kun Cha, S-Kóreu Mið- og Norður-Ameríka: Hugo Sánchez, Mexíkó Eyjaálfa: Wynton Rufer, Nýja Sjálandi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.