Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 8
8 - FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 Thypir FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 - 9 FRÉTTASKÝRING Hriktir í stoðum kvótákerfísins GUÐMUNDUR RÚNAK HEIÐARSSON OG SIGURDÓR SIGURDÓRS- SON SKRIFA Kvótadómurinn kallar á lunfaugsmikla um- ræðu um forsendur kvótakerfísins. Dagur ræðir hér við hags- munaaðila og fulltma í sjávanitvegsnefnd Al- þingis. Enn og aftur hriktir í stoðum kvóta- kerfisins og óvíst um framtíð þess. Héraðsdómur Vestfjarða hefur komist að þeirri niðurstöðu að önn- ur málsgrein 7. greinar Iaga um stjóm fiskveiða sé í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í máli ákæruvaldsins gegn skipstjóra og útgerð Vatnseyrinnar BA frá Pat- reksfirði. Akærðu voru því sýknaðir af ákæru um veiðar án þess að hafa kvóta. Sem kunnugt er þá hélt Vatneyrin BA til veiða í febrúar í fyrra án þess að hafa nokkurn kvóta og fékk um 34 tonn af þorski. Akæruvaldið taldi þetta vera brot á kvótalögum og krafðist þess að ákærðu yrðu dæmdir til að greiða verðmæti aflans í sekt, eða 4 milj- ónir króna og aflinn yrði gerður upptækur. Nær fullvíst er talið að þessum dómi verði áfrýjað til Hæstaréttar, enda mikil verðmæti í húfi hjá þeim sem fjárfest hafa í kvóta svo ekld sé minnst á stjórn og nýtingu nytjastofna sjávar og áhrif- in á efnahagslífið. Kemur á óvart Einn af þeim sem hefur verið mjög gagnrýninn á kvótakerfið er Grétar Mar Jónsson forseti Farmanna- og fiskimannasambands lslands. Hann segir að dómur Héraðsdóms hafi komið sér á óvart, enda telur hann að dómsvaldið hafi í gegnum tíðina verið hliðhollt stjórnvöldum. Hann telur að í framhaldinu þurfa stjórnvöld að breyta verulega um stefnu vegna þess að lögin standast ekki stjórnarskrána. Að öllu óbreyttu sé kvótakerfið hrunið. Hann segir að það sé ekki gott að spá um næstu skref, enda sé bolt- inn hjá stjórnvöldum og spurning Grétar Mar Jónsson forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands: „Dómurinn kom é óvart." hvemig málið muni þróast. Hann segir að stjórnvöld standi frammi fyrir því að vera búin að setja lög og reglur sem standast ekki stjórnar- skrá að mati héraðsdóms. Grétar telur að ef málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar og dómurinn mundi komast að annarri niðurstöðu, þá sé líklegt að því verði skotið til mannréttindadómstóla. Sjálfúr tel- ur hann að kvótakerfið sé óréttlátt og einn mesti ríkisstyrkur sem ein þjóð hefur látið ákveðinn hóp þjóð- félagsþegna njóta á kostnað ann- arra. Hliðstætt mál féll í Hæstarátti Arthur Bogason formaður Lands- sambands smábátaeigenda segir að það sé algjörlega Iffsnauðsynlegt fyrir sjávarútveginn að Hæstiréttur fjalli sem fyrst um 7. grein fisk- veiðilaganna, enda sé það aðal- hryggstykkið í þcim lögum. A með- an séu menn í biðstöðu með alla hluti. Hann segir að ef þessi dómur héraðsdóms stendur óbreyttur sé kvótakerfið meira og minna brotið og laskað. Afleiðingin af því yrði meiriháttar fyrir efnahag þjóðar- innar. Arthur bendir hinsvegar á að það sé stutt síðan Hæstiréttur fjall- aði um alveg hliðstætt mál. Það var í máli ríkisins gegn Garðari Björg- vinssyni trillusjómanni sem taldi sig geta veitt án kvóta með tilliti til atvinnufrelsis og jafnræðis. Þar dæmdi Hæstiréttur alveg þveröfugt við það sem héraðsdómur komst að í máli Vatneyrinnar. Af þeim sökum kom þessi niðurstaða héraðsdóms á óvart. Það hvarlar því að mörgum að það sé eins og að spila í skaf- miðahappdrætti að leggja mál lyrir dómstóla. Hinsvegar kemur það ekki óvart að dómurinn hafi litið svo á að 7. grein kvótalaganna sé jafn mikið á skjön við stjórnar- skránna og 5. greinin var f svo- nefndu Valdimars-máli. Ótrúlegt Hjá forystumönnum sjávarútvegs- fyrirtækja finnst mörgum niður- staða Héraðsdóms Vestfjarða vera alveg ótrúleg. Svo er einnig skoðun Brynjólfs Bjarnasonar forstjóra Granda í Rcykjavík og m.a. vegna þess að engir mcðdómendur hafi verið með í dómnum. Hann segist þó treysta því að faglega sé staðið að uppkvaðningu svona dóma. Þá sé það einnig ótrúlegt að mati Brynjólfe að 10 ára gömul Iög skuli brjóta í bága við stjórnarskrána og því kemur þessi dómur á óvart. Af þeim sökum sé brýnt að fá úr þessu skorið og eyða allri óvissu, enda sé það mikið óöryggi að búa við slíkt í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Hins- vegar séu menn ekki farnir að búa undir neinar breytingar á starfsum- hverfinu, enda breytir dómurinn ekki réttarstöðu manna vegna þess að honum verður líklega áfrýjað til Arthur Bogason formaður Landssam- bands smábátaeigenda. „Hliðstætt mál tapaðist fyrir stuttu I Hæstarétti." Hæstaréttar eins og sjávarútvegs- ráðherra hefur sagt. Þá séu menn ekkert farnir að titra í sjávarútvegi út af dómnum, enda séu þar æfðir menn við stjórnvölinn. Hann telur að það eigi síðan eftir að koma í ljós hvort dómurinn muni hafa áhrif á gengi hlutabréfa í sjávarútvegi. Sjálfur býst hann ekki við því svona fljótt á litið. Ávísiui á verri lífskjör Helgi Laxdal formaður Vélstjórafé- lags Islands segir að dómurinn hafi komið sér á óvart. I framhaldinu sé ekkert því til fyrirstöðu að menn haldi til veiða án þess að eiga kvóta. Sérstaklega þeir sem trúa því að Hæstiréttur staðfesti dóminn. Ef það gerist séu það ein stærstu tíð- indin í sögu landsins á síðari tím- um. Afleiðingin af því yrði sú að hver sem er gæti sótt sjóinn eins og honum sýndist og gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum muni hrynja. í slíkri stöðu gætu stjórn- völd aðeins sett hámark á afla fisk- tegunda, þ.e. takmarka heildarveið- ina. Hann bendir á að samkvæmt dómi Hæstaréttar í Valdimarsmál- inu sé ekki hægt að meina mönn- um um veiðileyfi séu þeir með skip sem uppfyllir kröfur Siglingastofn- unar. Niðurstaða héraðsdóms þýðir að það sé ekki hægt að úthluta veiðirétti á einstök skip. Hann seg- ir að ef þessi dómur gengur eftir í Hæstarétti, þá sé það ávísun á stór- kostlega lífskjaraskerðingu, enda verður þá ekki hægt að reka sjávar- útveginn með hagnaði og þeirri hagkvæmni sem sé samfara núgild- andi kerfi. Dómnum fagnað Sævar Gunnarsson formaður Sjó- mannasambands íslands segist fagna niðurstöðu dómsins sem slíks en bendir á að þarna sé um héraðs- dóm að ræða en ekki Hæstarétt. Hinsvegar hefði dómurinn ekki komið sér á óvart. Það sé vegna þeirrar skoðunar hans og Iögmanna sem hann ræddi við á sínum tíma að stjórnvöld hefðu ekki tekið á þessu máli í framhaldi af niður- stöðu Hæstaréttar í svonefndu Valdimarsmáli. Sá dómur hefði tek- ið á stjórnarskrárbundnu atvinnu- frelsi manna en ekki síður á kvóta- úthlutun en veiðileyfi. Sævar telur hinsvegar engin rök fyrir því í fram- haldinu að menn fari á sjóinn kvótalausir, enda viðbúið að dómn- um verði áfrýjað til Hæstaréttar. Hann segist bíða niðurstöðu hans og þá ekki síður viðbragða stjórn- valda. Þá segist hann ekki vera í neinum vafa um að það hafi hrikt f sjávarútveginum eftir dóminn. Hann segist einnig vera þeirrar skoðunar að á meðan frjáls verslun sé leyfð bæði með varanlegar veiði- heimildir og kvóta, þá verður eilífð- Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda: „Ótrúleg niðurstaða." ****** £5*’ Margir telja að grundvöllur núvernadi fiskveiðistjórnunarkerfis sé brostinn fari svo að Hæstiréttur staðfesti dóm undirréttar. hbas—i\u 'Æmmt liijw M |rl J'jT % ,T W rl y:|jSfc w/1! \™ ’ ar stríð um kerfið. Því muni ekki linna fyrir en stjórnvöld sýna þann manndóm að afriema framsalið í því formi sem það sé. Mjög skýr dómur Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í kvótamáli útgerðarmanns Vatneyr- arinnar og Háhyrnings, Svavars R. Guðnasonar, kemur stjórnmála- mönnum greinilega i opna skjöldu, jafn vel þótt búast hefði mátt við þessari niðurstöðu vegna dóms Hæstaréttar í máli Valdimars Jó- hannssonar í fyrra. Kristinn H. Gunnarsson, varafor- maður sjávarútvegsnefndar, segir að dómurinn hafi frekar komið sér á óvart. Til hins sé þó til þess að líta að í kvótadómi Hæstarcttar frá því í descmber 1998 hafi vegurinn verið varðaður. Þessi dómur sé að mikl- um hluta byggður á Hæstaréttar- dómnum og þess vegna segist Kristinn eiga von á því að Hæsti- réttur muni staðfesta þennan dóm Helgi Laxdal formaður Vélstjórafé- lags íslands: „Ávísun á stórkostlega skerðingu lífskjara." Héraðsdóms Vestfjarða. Hann geti varla annað. „Dómurinn er mjög skýr. Hann fellir úr gildi úthlutun á aflahlut- deild, þannig að verði hann stað- festur mega allir bátar veiða eins og þeir vilja og geta. Dómurinn gefur ástæður fyrir niðurstöðunni. Ann- ars vegar að úthlutanir veiðiheim- ilda séu ótímabundnar og við það gerir hann athugasemd og gefur í skyn að eðlilegt væri að þær væru tímabundnar. Hins vcgar gerir dómurinn athugasemdir við að þeir sem í upphafi áunnu sér veiðirétt eftir viðmiðunarárum skuli halda honum. Hann gerir kröfu til að síð- ari tíma útgerðarmenn eigi aðgang að veiðiheimildum. Það sé brot á atvinnufrelsi og jafnræðisreglu að hafa fyrirkomulagið eins og það er. Þetta sýnist mér dómurinn vera að segja og Hann er nokkuð skýr,“ sagði Kristinn. Hann segir að dómurinn vilji breyta fyrirkomulagi fiskveiði- Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands: „Fagnar niðurstöðu dómsins." stjórnunarinnar og tekur fram að menn megi gefa sér tíma til þess þannig að hann gefi aðlögunartíma að nýju fyrirkomulagi. „Þess vegna þarf ekki að skapast neitt óvissuástand ef Hæstiréttur staðfestir dóminn," segir Kristinn H. Gunnarssonm. MiMltíðindi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, var staddur norður í landi þeg- ar við náðum tali af honum. Hann sagðist ekl<i hafa lesið sjálfan dóm- inn, aðeins það sem komið hefði fram í fjölmiðlum. „Það cr dagljóst að ef þessi dóm- ur stæði í Hæstarétti og engu yrði breytt, þá væru það engin smá tíð- indi. Ef menn dæma framkvæmd- ina og jafnvel sjálfan grundvöll kvótakerfisins ólöglegan vegna þess að það samrýmist ekki atvinnufrels- is ákvæðum stjórnarskrárinnar, þá liggur í augum uppi að menn verða hugsa dæmið upp á nýtt. Það sem Kristinn H. Gunnarsson: „Dómurinn er mjög skýr" ég sagði í umræðum um kvótadóm Hæstaréttar í fyrra var að hann vís- aði til þess að dómstólar kynnu að setja skilyrði og setja fram kröfur um breytingar á framkvæmd kvóta- kcrfisins. En ég átti síður von á því að dómstólar dæmdu sjálfan grundvöll fiskveiðistjórnunarinnar ólöglegan," sagði Steingrímur. Hann segist telja að menn deili ekki um það að með einhverjum hætti verði að reyna að stýra sókn í fiskistofnana, en spurningin sé greinilega um sjálfa framkvæmd- ina. Þá vakni sú spurning hvort sóknarstýring sé eina færa leiðin í málinu til þess að ákvæði stjórnar- skrárinnar um atvinnufrelsi sé upp- fyllt. Eða aflamarkskerfi sem fram- kvæmt yrði með allt öðrum hætti en gcrt er nú í kvótakerfinu. „En hvernig sem litið er á þenn- an dóm er hann stór tíðindi svo ég tali nú ekki um ef hann verður staðfestur af Hæstarétti," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon: „Þetta eru mikil tíðindi!" Heföu átí aö hlusta Jóhann Arsælsson alþingismaður á sæti í sjávarútvegsnefnd Alþingis. Hann segir að þessi dómur HV sé greinilega byggður á dómi Hæsta- réttar frá í fyrra. Rökstuðningurinn sé sá sami. „Mönnum hefði ef til vill verið nær að hlusta á Hæstarétt í fyrra og nota sér tímann til að mynda aðlög- un að þessu sem nú blasir við. Eg vona að menn taki Ioks mark á þessu þegar þeir fá aðvörun öðru sinni,“ segir Jóhann. Ef Hæstiréttur staðfestir dóminn segir Jóhann að tvær leiðir séu fær- ar í stöðunni og segist þá ganga út frá því að allir vilji hafa sljórn á fiskveiðunúm. Onnur er sú að taka upp sóknarstýringu, sem margir hafi raunar lagt til, en verið bann- sungin af kvótamönnum. Hin leið- in sé að breyta kvótakerfinu ekki neitt en setja allan kvótann á leigu- markað sem allir landsmenn hafi jafnan aðgang að. Það væri einfalt Jóhann Ásælsson: „Vona að menn taki mark á aðvöruninni". kerfi og hægt að gera það með ýmsu móti til að tryggja að allir landsmenn hefðu sama rétt til að bjóða í kvótann. „Það er engin spurning að slíkt fyrirkomulag myndi standast jafn- ræðisregluna, sem svo mjög hefur verið vísað til. Kvótakerfið gæti þá verið áfram í gildi ef menn vilja það. Ef farið yrði yfir í sóknarstýr- ingu yrði að gera breytingar á lög- unum um stjórn fiskveiða. Þær yrðu þó minni en margan grunar," segir Jóhann. Hann var spurður hvernig málið snéri að bönkunum, sem hafa fýrst og fremst veð í kvóta útgerðarfyrir- tækjanna, því án kvóta eru skipin verðlaus. Jóhann segir að þar sem bankarnir hefðu aðeins litið til kvótans en ekki þess hvað fýrirtæk- in hafa verið að gefa af sér, gætu þeir lent í erfiðleikum verði dómur- inn staðfestur. En vel rekin fýrir- tæki ættu að vera vel samkeppnis- hæf þótt þau yrðu að keppa við önnur fýrirtæki í landinu um leigu á kvóta. Það væri bara spurning um samkeppnishæfni á þeim markaði. „Það yrði ekki neinn dauðadóm- ur fýrir fýrirtæki þótt þau þurfi að keppa um að leigja sér aflaheimild- ir. Það er út í bláinn að halda því fram að um efnahagslegt hrun verði að ræða ef Hæstiréttur stað- festir dóminn. Það er bara rugl. Mörg fýrirtæki eru og hafa verið að leigja sér aflaheimildir. Eg hef verið talsmaður þess að fýrirtækjunum í sjávarútvegi yrði gert kleift að að- lagast breytingunni þegar þetta kerfí yrði Iagt af. Það er spurning nú hvað rnenn geta tekið langan tíma í þá aðlögun. Vegna þess hvað stjórnvöld hafa lengið barið höfð- inu við steininn í þessu ntáli er spurning hvað sá aðlögunartími getur orðið langur. Ef menn bregð- ast ekki við nú þegar verður hér allt í öngþveiti ef Hæstiréttur staðfestir dóminn. Þá verða engar reglur í gangi og allir geta veitt eins og þeim sýnist. Menn setja ekki slíkar regl- ur sem þarf á einum degi. Þess vegna verður að bregðast við nú þegar,“ segir Jóhann Arsælsson. Engin augljós leiö fær „Þótt hægt sé að taka undir það sem fram kemur í dómnum að lög- gjafinn hafi haft nægan tíma til að finna aðra leið en kvótakerfið til að stjórna veiðunum svo eðlileg nýlið- un geti átt sér stað í greininni, er það staðreynd að kvótakerfið hefur skilað gríðarlega miklum árangri fyrir íslenskt efnahagslíf sem ekki er um deilt í rauninni," segir Krist- ján Pálsson þingmaður af Suður- nesjum. Hann segir að margir hafi talið að ekki væri ástæða til að festa kerf- ið of rnikið þannig að engu mætti hnika til í því án þcss að allt færi í Kristján Pálsson: „Kvótakerfið hefur skilað miklum árangri". uppnám. „Þess vegna hef ég lengi varað við því að leyfa veðsetningu á afla- heimildum og talið að það gæti orð- ið til þess að við fengjum þetta allt í bakið og menn sætu uppi með stór vandamál," segir Kristján. Hann segir að ef og það sé stórt orð í þessu tilfelli, að Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu séu ekki margar leiðir færar út úr vandanum. Sóknarstýring hafi ver- ið reynd og reyndist ónothæf. Blandað kerfi kvóta og sóknarstýr- ingar reyndist líka ónothæft. „Því er augljóst mál að ef kvóta- kerfið heldur ekki, skapast mikill vandi við að finna nýtt kerfi. Ef til vill er leiga á kvótanum eina leiðin sem eftir er að reyna í þessu sam- bandi en samt myndi það skapa vandamál. Hvað með veðsetningu aflaheimilda? Ég átta mig ekki á því hvernig það yrði leyst. Það var reyndar hent á það sem hættuspil þegar síðast var verið að ræða kvótamálin á Alþingi. Það er því nokkuð ljóst að engin augljós leið er til að leysa þann vanda sem skapast myndi ef Hæstiréttur stað- festir dóminn," segir Kristján Páls- son. Ótíast þrýsting á dómara Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjálslyndaflokksins, er að vonum ánægður mcð dóminn, enda er hann eins og prentaður út úr sam- þykktum Frjálslyndaflokksins. Sem dæmi um það má nefna ályktun flokksins frá auka landsþinginu í nóvember sl. þar sem segir m.a. „Frjálslyndiflokkurinn telur höfuð nauðsyn að leggja af núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi..." og síðan „Hann hefur einn flokka mótað skýra stefnu sem gæti tekið við þeg- ar núverandi framkvæmd kvóta- brasks kerfisins verður dæmd ólög- mæt...“ „Ég á frekar von á því að Hæsti- réttur muni staðfesta þennan dóm. Ég skal vera alveg hreinskilin með það að ég bjóst varla við því að einn dómari í héraðsdómi, hvar sem hann væri á landinu, hefði kjark til að útfæra dóm með þessum hætti í jafn viða miklu máli. Jafrivel þótt hann sé jafn vel rökstuddur og raun ber vitni enda byggður á dómi Hæstaréttar og vitnað til stjórnar- skrárinnar en ekki fiskveiðistjórn- unarlaganna. Það bendir allt til þess að fiskveiðistjórnunarlögin í heild sinni standist ekki stjórnar- skrána. En það sem maður kannski óttast mest er að nú f’ari þeir sem hafa vcrið að eignast auðlindina á undanförnum árum út í það að beita dómara einhverskonar þrýst- ingi í gegnum sín sambönd, pólitísk sem önnur,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson. Guðjón A. Kristjánsson: Á von á staðfestingu i Hæstarétti. ,( V f (í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.