Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 5
„Gagnlegur fundiir“ með N or dmöimum Hetgi Bjarnason, yfirmaður umhverfisdeiidar Landsvirkjunar, lengst tii hægri á myndinni, sýnir hér fuiitrúum Norsk Hydro, þeim Bernt Malme og Peter Johann Schei, virkjanasvædið á Eyjabökkum á korti. mynd: teitur. Fiilltrúar Norsk Hydro hitta í dag fuU- trúa Orkustofnimar og umhverfisráðu- neytisins. Eins og Dagur greindi frá í gær komu tveir fulltrúar Norsk Hydro til landsins og áttu fund með skýrsluhöfundum Lands- virkjunar. Þetta voru þeir Bernt Mamle, umhverfissérfræðingur Hydro Aluminium í erlendum verkefnum, og Peter Johann Schei, ráðgjafi á vegum norska álrisans. Þeir gáfu ekki færi á sér í viðtal er Dagur leitaði eftir því. Sögðust fyrst og fremst vera hér í „vinnuferð". Norðmennirnir komu ekki bara til að hitta fulltrúa Lands- virkjunar. Þeir áttu einnig fund í gær með forráðamönnum Nátt- úrufræðistofnunar islands og Náttúruverndar ríkisins, sem voru umsagnaraðilar Landsvirkj- unar í skýrslugerðinni. I dag eiga Norðmennirnir m.a. fundi með fulltrúum umhverfisráðuneytis- ins og Orkustofnunar. Eftir þessa Islandsferð skila þeir skýrslu til sinna yfirmanna hjá Norsk Hydro og Hydro Alumini- um. Umræða uin víöan völl Helgi Bjarnason, yfirmaður um- hverfisdeildar Landsvirkjunar, sagði í samtali við Dag að fund- urinn í gær hefði verið afar gagn- legur. „Þeir fóru efnislega yfir skýrsluna okkar og ræddu al- mennt um þessi mál. Umræðan fór um víðan völl og ekki staldr- að við eitt atriði öðru frernur," sagði Helgi, sem vikli aðspurður ekki kannast við að annað hljóð væri komið í norska strokkinn. Að sögn Helga hafa bæði Bernt og Peter Johann koniið áður til Islands í svipuðum er- indagjörðum og þekkja því bæri- lega til íslenskra aðstæðna. Ann- ar þeirra hefur t.d. aðstoðað við matsskýrslu á umhverfisáhrifum vegna álversins á Reyðarfirði. - RJB Siv skýtur og fær skot á móti. Skotið á Siv Náttúruverndarsamtök Islands hafa sent frá sér ályktun þar sem þau ítreka sína fyrri yfirlýsingu vegna vegarlagningu yfir Vatna- heiði á Snæfellsnesi. Siv Lrið- leifsdóttir hefur sagt samtökin hafa vísvitandi farið með rang- færslur í þessu máli, en á það er ekki fallist. I ályktun Náttúruverndarsam- takana segir að með því að heim- ila lagningu vegar yfir Vatnaheiði úrskurði umhverfisráðherra gegn áliti Náttúruverndar ríkis- ins sem telji norðurhluta heiðar- innar hafi mikið verndargildi, jafnvel á heimsvísu. Þá hafi ráð- herra úrskurðað gegn mati Skipulagsstjóra ríkisins, sem telji að samgöngur íbúa á norðan- verðu Snæfellsnesi breytist ekki til svo mikils batnaðar með nýj- um Vatnaheiðarvegi að hinni sérstöku landslagsheild þar sé fórnandi í þeim skiptum. Ennfremur segir að enn einu sinni hafi umhverfisráðherra að engu haft álit þeirrar ríkisstofn- unar sem eigi að veita faglegt álit í náttúruverndarmálum. Þess í stað gangi hann erinda sam- gönguráðherra sem hafi lýst því yfir að aðgerðir náttúruverndar- sinna myndu ekki tefja þessar fyrirhuguðu framkvæmdir. - SBS. Ætla að stefna Kára Fyrirtækið Genealogia Islandor- um ehf. og Þorsteinn Jónsson ættfræðingur hyggjast stefna ls- lenskri erfðagreiningu og Friðrik Skúlasyni vegna brota á höfund- arrétti. Stefna verður birt á allra næstu dögum og nema bótakröf- ur hundruðum milljóna króna. Málið snýst um ólögmæt afnot íslenskrar erfðagreiningar og Friðriks Skúlasonar á ættfræði- gögnum sem Þorsteinn Jónsson og Genealogia Islandorum ehf. segjast eiga höfundarrétt að. Eru þetta niðja-, stétta- og ábúenda- töl og ættfræðibækur, á annað hundrað talsins, sem Þorsteinn Kári Stefánsson. Friðrik Skúlason. Jónsson og fræðimenn á hans vegum hafa á undanförnum árum unnið upp úr frumgögn- um. „Islensk erfðagreining ehf. hef- ur með aðstoð Friðriks Skúlason- ar og starfsmanna hans slegið lögverndaðar upplýsingar sem þar er að finna inn í tölvu í ábataskyni, m.a. til rannsókna á arfgengi sjúkdóma,“ segir í frétt frá Þorsteinn Jónsson og Genea- logia Islandorum ehf. Segir þar ennfremur að engin tilraun hafi verið gerð til þess að bæta þess- um aðilum það tjón sem þeir verði óhjákvæmilega fyrir. Því hafa þeir falið hæstaréttarlög- mönnunum Ragnari Aðalsteins- syni og Ólafi Garðarssyni að undirbúa stefnu á hendur IE og Friðrik Skúlasyni. Björn Bjarnason menntamálaráðherra ekur afstað, með forstjóra B&L sér viðhlið. mynd: teitur. Bílagjöf Fræðslumiðstöð bílgreina hefur fengið að gjöf 6 glænýjar bifreið- ar að Hyundai-gerð. Afhending bifreiðanna fór fram í gær f húsakynnum Bifreiða- og land- búnaðarvéla, gefanda bílanna og umboðs Hyundai á Islandi. Menntamálaráðherra var við- staddur og ók hann einum bíl- anna til Fræðslumiðstöðvarinn- ar, sem staðsett er í Borgarholts- skóla. Bílarnir verða notaðir við kennslu hjá Fræðslumiðstöðinni en um 150 nemendur stunda iðnnám í bílgreinum hjá Borgar- holtsskóla. Eimskip fyrir Norðuxál Norðurál og Eimskip hafa samið um að Eimskip flytji lyrir Norðurál næstu þrjú árin. Eru þetta aðal- lega flutningar á áli frá Grundar- tanga til Rotterdam og innflutn- ingur á rafskautum til Þýskalands sem er flutt í gegnum Rotterdam. Auk þess mun Eimskip flytja allar almennar rekstrarvörur til Norður- áls, m.a. vegna stækkunar álversins sem hefst á þessu ári. Eimskip mun hinsvegar ekki flytja súrál fyrir Norðurál. Aætlað er að þessir flutningar nemi 140 þús. tonnum á ári. - SBS. Flugleiðahótel á Akureyri? Flugleioahótel hafa sent bæjarráði Akureyrar erindi þar sem sótt er um lóð undir hótelstarfsemi í miðbæ Akureyrar. A bæjarráðsfundi á Akureyri í gær var bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu. Hug- myndir Flugleiðahótela eru um að reisa hótel í miðbænum, jafnvel í tengslum við aðra starfsemi, svo sem menningarhúss sem fyrirhugað er að reisa á miðbæjarsvæðinu. Hugmyndin er að hótelið gæti orðið á bilinu 50-100 herbergja og vonast Flugleiðahótel eftir að það gæti risið fyrir vorið 2001. - BG. EIMSKIP Þrír sækja um bæjarlögmann Þrír sækja um starf bæjarlögmanns á Akureyri, en umsóknirnar voru kynntar á fundi bæjarráðs í gær. Þeir sem sækja um eru lögmennirn- ir Eyþór Þorbergsson og Sigurður Eirfksson á Akureyri og Hákon Stefánsson í Reykjavfk. - SBS. Banaslys á Vesturlandsvegi Banaslys varð á Vesturlandsvegi við Korpúlfsstaði um ld. 18.30 í gær- kvöldi. BíII, sem var á leið til Reykjavíkur, ók á ljósastaur og lést öku- maðurinn samstundis, að því er talið er. Mjög slæmt skyggni var á þessum slóðum þegar slysið varð, hvasst og skafrenningur, sem og víða annarsstaðar. A Reykjavíkursvæðinu og víðar átti veður að versna í nótt og á morgun. - SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.