Dagur - 07.01.2000, Síða 10

Dagur - 07.01.2000, Síða 10
10 -FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 SMÁAUGLÝSINGAR Vestfirðingar______________________ Þorrablót Vestfirðingafélagsins verður haldið 22. janúar að Fosshótel KEA. Matur, skemmtun og dans. Sjáumst sem flest. Stjórnin. íbúð óskast______________________ Oska eftir að taka á leigu 2ja-3ja her- bergja íbúð sem fyrst. Reglusemi og skil- vísum greiðslum heitið. Upplýsingar i símum 466-2347 á kvöldin og 868-4700. Takið eftir_____________________ Frá Sjónarhæð. Unglingafundir á föstu- dagskvöldum kl. 8:30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir fyrir drengi og stúlkur. Vonumst til að sjá vini okkar frá Ástjörn. Verið öll velkomin. Frumsýning á íslandi Halti Billi frá Miðey eftir Martin McDonagh Leikstjóri Hallmar Sigurðsson Næstu sýningar Föstudaginn 7. janúar ki. 20.30 Miðvikudaginn 12. janúar kl. 20.30 Föstudaginn 14. janúar kl.20.30 Miðasala í síma 462 1129 Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma ANNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Gilsá, í Eyjafjarðarsveit, lést miðvikudaginn ð.janúar á Dvalarheimilinu Hlíð. Jaröarförin auglýst síðar. Björn Garöarsson, Ágústa Sverrisdóttir, barnabörn og fjölskyldur nyjfl bio RÁÐHÚSTORGI lXll°°u"l O I G I T A L Thx SÍMI 461 4666 kl. 16:50,18:50,21 og 23:30 , Synd Synd Sýnd kl. kl. 18:40 kl. 21 16:50 m'ísl.tali Sýndkl. 23:15 ■ LÍF OG LIST Hemingway og Saga „Eg er með þijár gjörólíkar bækur á náttborðinu þessa stundin þó ekki hafi gefist mikill tími til lestrar síðustu vikumar," segir Haukur Ingi- bergsson, formaður 2000-nefndarinnar svo- nefndu. Lengst er ég kominn með Satt við fyrstu sýn sem rituð er af syni Ernest Hemingway upp úr handriti sem hann lét eftir sig er hann féll frá. Sagan er „afiísk“ í anda og áhugaverðastar eru lýsing- ar á veiðum á villtum dýrum og sú sálfræði og siðir sem þær byggj- ast á. Þó þetta sé tæplega dæmigerður Hemingway, kemur stfll karls- ins fram af og til. Eg er ekki kominn eins langt í bókinni um móður Teresu sem nefnist Leiðin einfalda. I bókinni er leitast við að gera grein fyrir lífsspeki hennar, visku og kærleik sem er rauði þráðurinn í hennar boðskap. Við fyrstu kynni er bókin aðeins sundurlaus og nokkuð um tilvitnanir en boðskapurinn kemur vel fram. Þriðja bók- in er Saga, tímarit Sögufélagsins og er hún mest að vöxtum, 350 blaðsíður. Það er mikil gróska í íslenskri sagnfræði um þessar mund- ir, margir ungir sagnfræðingar að stíga sín fyrstu skref og þeir eldri eins og til dæmis Guðjón Friðriksson blómstra sem aldrei fyrr. I þessu riti eru fróðlegar sagnfræðilegar ritgerðir um menn og málefni og Ijall- að um nýútkomnar bækur. Þetta er eitt af þessum ritum sem gott er að hafa við hendina og lesa eina og eina ritgerð þegar færi gefst.“ Edith Piaf og Tina Tnrner „Þessar vikurnar eru það einkum nokkrir disk- ar með Edith Piaf sem komast á spilarann hjá mér. Hún er meistaralega góð söngkona og túlkandi, var einkum fræg fyrir framkomu í kabarettum og tón- listarhúsum. Hún fæddist á götum úti í París 1915 og Iést 1963 og líf hennar einkenndist af sveiflum þótt ef til vill sé fulldjúpt í árina tekið að segja að einkalíf hennar hafi verið ein samfelld saga hörmunga og veikinda eins og segir á einu umslaginu. Stundum minnir Piaf á aðra stórstjönru, Tinu Turner þótt þær séu nánast eins ólíkar og hægt er að hugsa sér í útliti og söng. En það er þó einhver sameiginlegur, óútskýranlegur tónn sem er sameiginlegur hjá báðum. „ CNN stóð öllirni framar M&esSsé, „Undanfarnar vikur hef ég ekki gefið mér tíma fyrir eina einustu bíómynd. Ef tími hefur gef- ist til þá hef ég horft á sjónvarp og þá einkum CNN til að fylgjast með umfjöllun og fréttum um 2000 vand- ann. Hvað varðaði umfjöllun um það efni stóð umfjöllun CNN skrefi framar öllum öðrum stöðvum bæði núna um áramótin og áður. Arið 1984 dvaldi ég nokkra daga í Atlanta. Þá var farið í heimsókn í litla sjónvarpsstöð sem nýlega var tekin til starfa og hún ætlaði að sjónvarpa fréttum allan sólarhringinn sögðu gest- gjafar mínir og það gætti vantrúar í röddinni um að nokkur rekstrargrundvöllur væri fyrir slíkri stöð. Þetta var CNN, sem núna er sennilega orðinn áhrifamesti fjölmiðill heimsins. Svona getur mjór verið mikils vísir.“ ■ fra degi 7. dagur ársins, 359 dagar eftir. Sólris kl. 11.12, sólarlag kl. 15.56. Þau fæddust 7. janúar • 1844 fæddist heilög Bernadette frá Lourdes, malaradóttir sem sá sýnir og var fyrir vikið gerð að dýrlingi kaþólsku kirkjunnar. • 1845 fæddist Lúðvík III., síðasti kon- ungur Bæjaralands (1913-18). • 1851 fæddist írski málvísindamaður- inn George Abraham Grierson. • 1899 fæddist franska tónskáldið Francis Poulenc. • 1906 fæddist gríski skipakóngurinn Aristoteles Sokrates Onassis. • 1912 fæddist Jón Kristófer Sigurðsson kadett í hernum. • 1942 fæddist sovéski kraftlyftinga- maðurinn Vasilí Ivanovitsj Aleksejev. • 1964 fæddist bandaríski leikarinn Nicholas Cage. TIL DAGS Þetta gerdist 7. janúar • 1610 tók Galíleó Galilei eftir því að íjögur tungl snerust um Júpíter. • 1714 fékk Englendingurinn Henry Mill einkaleyfi á ritvélinni. • 1927 var í fyrsta sinn komið á síma- sambandi yfír Atlantshafið, milli London og New York. • 1928 var kvikmyndin Circus eftir Charles Chaplin frumsýnd. • 1955 tók Muddy Waters upp lagið „I'm Your Hootchie-Cootchie Man“. • 1979 var frystihús Isbjarnarins í Örfirisey í Reykjavík tekið í notkun, sem nú er rekið af Granda hf. • 1990 var skakki turninn í Písa lokaður ferðamönnum vegna þess að hann þótti vera farinn að hallast of mikið. Vísa dagsius Heimur er nú horfinn mér, í himnaríki víst ég er; eitthvað fyrir augun her sem ekki glöggt ég þekki. Ur Drykkjuvísum eftir Jón Thoroddsen Afmælisbam dagsius Bandaríski kvikmyndaleiluirinn Nicolas Cage fæddist á Long Beach í Kaliforníu þann 7.janúarárið 1964. Hann erbróð- ursonur kvikmyndaleikstjórans Francis Ford Coppola. Nicolas litli var skýrður Nicolas Kim Coppola og gegndi því nafni þar til hann komst að því að Coppolanafnið væri honum fj'ötur um fót. Hann byrjaði að leika til þess að komast undan stríðni í æsku. Hann lék fyrst í bíómynd árið 1982 en hefur síð- an leikið í kvikmyndum eins og Cotton Club, Birdy, Wild at heart og 8 milli- metrar. Ekkert er svo fáránlegt að einhver heim- spekingur hafi ekki sagt það. Cicero Heilabrot Hvað er það sem fer í skólann á hverjum einasta degi en lærir þó aldrei neitt? Lausn á síðustu heilabrotum: Spurn- ingin er: „Hverju myndirðu svara ef ég spyrði þig hvort vegurinn til hægri liggi að vatnsbólinu?" Gefum okkur að hægri veg- urinn liggi í raun að vatnsbólinu, þá væri svar öldungsins já ef hann hefði ákveðið að segja sannleikann. En ef hann hefði ákveð- ið að ljúga, þá væri svar hans líka já, því annars væri hann að segja satt um að hann hefði svarað neitandi. Sama gildir ef vegur- inn til vinstri liggur í raun að vatnsbólinu, nema þá væri svar öldungsins nei hvort sem hann hefði ákveðið að segja satt eða ljúga. Veffang dagsins Flestum fánum heims eru gerð góð skil á www.flags.net

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.