Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 07.01.2000, Blaðsíða 12
12*- FÖSTUDAdú'tf y. JA Nú'ÁR Tóoö^" ERLENDARFRÉTTIR Frelsuðu faugamir héldu til PaMstans Indverjar handtóku í gær fjóra menn í tengslum við flug- ránið. Indversk stjórnvöld sögðust í gær hafa handtekið fjóra menn í tengslum við flugránið fyrir áramót. Tveir þeirra eru pakistanar, einn nepalskur og einn indverskur. Ekki er þó um sjálfa flugræningjana að ræða, heldur menn sem Indverjar segja hafa veitt flugræningjun- um aðstoð. Jafnframt ítrekuðu Indverjar ásakanir sínar á hendur Pakist- an um að hafa staðið að baki flugráninu. Segjast Indverjar hafa fengið margar staðfest- ingar á þessum ásökunum. Fangarnir þrír, sem flugræn- ingjunum tókst að fá lausa úr indversku fangelsi í skiptum fyrir gíslana í flugvélinni, héldu hins til Pakistans eftir að þeir brunuðu með ræningjun- um fimm í bifreið frá flugvell- inum í Kandahar á gamlárs- dag. Meðal þeirra var trúarleið- toginn Maulana Masud Azhar, sem verið hefur í fangelsi á Indlandi frá því 1994, en hann hélt blaðamannafund í borg- inni Karachi í Pakistan í gær. Þar sagði hann flugræningj- ana fimm hafa kvatt sig og fé- laga sína tvo í Afganistan á veg- inum frá borginni Kandahar í Slaguriim liafÍTiTi Tveir frambjóðendur þykja sig- urstranglegastir í Króatíu. Atta manns hafa látið skrá sig til for- setaframboðs í Króatíu, en frestur til þess rann út á mið- nætti í gær. Kosningarnar fara fram þann 24. janúar næstkom- andi, sem er mánudagur. Sig- urstranglegastir þykja þó tveir frambjóðendanna, þeir Drazen Budisa og Mate Granic. Budisa er frambjóðandi sam- steypuflokkanna sex sem sigr- uðu með miklum yfirburðum í þingkosningunum á mánudag- inn var, en Granic er leiðtogi gamla stjórnarflokksins, HDZ, sem hefur stjórnað landinu frá því 1991. Skoðanakannanir hafa flestar bent til þess að Granic sé vin- sælastur meðal kjósenda, en vera kann að kosningaúrslitin frá því á mánudaginn hafi sett strik í þann reikning. Flokkarnir sex, fylkja sér í einingu á bak við Budisa og miðað við vinsældir þeirra má búast við að þeir geti haft veruleg áhrif á kjósendur í forsetakosningunum. Budisa er gamall andófsmað- ur sem mátd dúsa fjögur ár í fangelsi fyrir að vera forsprakki stúdentahreyfingar á áttunda áratugnum, sem krafðist aukins sjálfræðis Króatíu innan gömlu Júgóslavíu. Aðrir frambjóðendur eru tveir harðlínu hægrimenn, þeir Tomislav Mercep og Ante Djapic, ásamt Zvonimir Separovic, fyrrverandi dóms- málaráðherra, Stipe Mesic, fyrr- verandi fulltrúa Króata í gömlu Júgóslavíu, viðskiptamanninum Ante Ledo og félagsfræðingnum Slaven Letica. HEIMURINN Romano Prodi. Prodi vill Gaddafi í heimsókn EVRÓPUSAMBANDIÐ - Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill rjúfa einangrun Líbíu á alþjóðavettvangi með því að bjóða Moamar Gaddafi, forseta Líbíu, í opinbera heim- sókn til höfuðstöðva Evrópusambandsins í Brussel. Prodi hefur beðið Ieiðtoga aðildarnkja sambandsins um að samþykkja slíkt heimboð. Bandarísk stjóm- völd hafa verið í forystu um að einangra Gaddafí og hafa ítrekað sakað hann um að styðja alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. 24 lestir á móti rauðu ljósi NOREGUR - Dagblaðið Bergens Tidende í Noregi skýrði frá því í gær að á síðasta ári hafi það gerst a.m.k. 24 sinnum að járnbrautar- lest hafi verið ekið á móti rauðu ljósi og legið nærri við slysi. Þessi 24 skipti eru þó eingöngu þau þegar atvikið hefur verið skráð, en talið er að ekki hafí öll slík atvik verið skráð og því hafi þetta komið mun oft- ar fyrir í raun. Talið er að lestarslysið, sem var við =sta-brautarstöð- ina í Heiðmörk í Noregi á þriðjudag hafi orðið vegna þess að önnur lestanna nam ekki staðar á rauðu ljósi. Lestirnar voru á nærri 90 km hraða þegar áreksturinn varð og er nú talið að um 20 manns hafi týnt þar lífinu. Mauutjón Rússa í Téténíu eykst RÚSSLAND - íslamskir skæruliðar í Grosní, höfuðborg Téténíu, veita rússneska hernum æ harðari mótspyrnu og hefur mannfall í röðum Rússa aukist verulega síðustu daga. Ekki síst hafa verið blóð- ugir bardagar um aðalbrautarstöðina í suðurhluta Grosní. Yfirmenn rússneska herinn hafa jafnframt í fyrsta sinn viðurkennt mikið mann- fall í eigin röðum, án þess þó að nefna tölur þar um. Boris Jeltsín tjáði sig hins vegar um stríðið í gær, þar sem hann var staddur í heim- sókn í Jcrúsalem, og sagðist sannfærður um að því myndi ljúka inn- an tveggja mánaða. íslö sk skæraliðasamtök hætta ALSIR ;blöð í Alsír hafa skýrt frá því að samtök íslamskra bók- stafstri inna, AIS, sem hafa stundað hryðjuverk þar í landi, verði lögð m iðsmenn samtakanna fá sakaruppgjöf og ganga til liðs við stj( I í baráttunni gegn öðrum kryðjuverkasamtökum, GIA, sem t;> . bera ábyrgð á bróðurpartinum af þeim fjöldamorðum og voð; rkum sem framin hafa verið í Alsír á síðustu árum. Trúarleiðtoginn Maulana Masud Azhar ekur á brott eftir blaðamanna- fund í Pakistan í gær, umkringdur stuðningsmönnum. Afganistan til landamæra Pakistans. Þar stigu ræningj- arnir úr bílnum og fóru yfir í aðra bifreið. Þremenningarnir hefðu hins vegar aldrei séð framan í ræningjana, því þeir hefðu hulið andlit sitt. Azhar sagði flugræningjana hafa tárast og faðmað sig að sér. „Við erum frá Indlandi," segir hann þá hafa sagt, „við berum virðingu fyrir þér og dá- umst að þér, en við getum ekki tekið af okkur grímurnar." Hinir tveir mennirnir, sem látnir voru lausir í skiptum fyr- ir gísla flugræningjanna, eru Mustak Akmed Zargar, sem er indverskur Kasmírbúi og leið- togi múslimskra skæruliða- samtaka, og Akmed Umar Saíd, sem er breskur ríkisborg- ari en fæddur í Pakistan. Ekki var vitað í gær hvar þeir tveir væru niður komnir, en Zargar var sagður vera á leið til indverska yfirráðasvæðisins í Kasmír þar sem hann ætlar væntanlega að halda áfram baráttunni gegn indverska hernum ásamt skæruliðasam- tökum sínum, sem nefnast Ul-Umar Mujahedín. Um leið og flugræningjarnir skildu við þremenningana létu þeir lausan talibana, sem þeir höfðu tekið sem gísl til að tryggja að þeir fengju að fara óáreittir frá flugvellinum í Kandahar. ÍÞRÓTTIR Ðagur Ferguson svarar gagurýni Brasilískur blaðamaður hefur haldið því fram að Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United hafi engan sérstakan áhuga á heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú fer fram í Brasilíu og noti hana aðeins sér og sínum til hvíldar frá álaginu heimafyrir. Þessi orðrómur komst á kreik í kjölfar yfirlýs- inga Martins Edwards, stjórnarformanns fé- lagsins, um að betra hefði verið fyrir liðið að sitja heima og taka frekar þátt í ensku bikar- keppninni. Axel Ferguson hefur nú svarað þessum ásökunum blaðamannsins og segir að hann fari með rangt mál. „Ég veit ekld hvaðan hann hefur þetta. Ég sagði fyrir nokkrum vikum að þegar við ákváðum að taka þátt í keppni, þá erum við með til að sigra, sama hver keppnin er. Við höfum haft töluvert mikið fyrir undirbúningi og þátttöku í þessari keppni og höfum þurft að fórna ýmsu í staðinn,“ sagði Ferguson. Alex Ferguson. > Kanu sklpað að koma til Spánar Nígríumanninum Nwankwo Kanu, leikmanni Arsenal, hefur verið skipað að mæta í æfinga- búðir nígeríska landsliðsins á Spáni strax á föstudaginn, vegna undirbúnings liðsins fyrir þátttöku í Afríkubikarnum og sleppa þar af- leiðandi leik Arsenal gegn Leicester í enska bikarnum á sunnudaginn. Arsene Wenger hafði vonast eftir undanþágu fyrir Kanu, eins og Leeds félck fyrir Lucas Radebe, sem þýddi að hann þyrfti ekki að mæta til Spánar fyrr en eftir sunnudaginn. Forráðamenn nígeríska landsliðsins hafa enn ekki verið fáanlegir til að gefa leikmanninum undanþáfu, ekki frek- ar enCelestine Babayaro hjá Chelsea, sem er í sömu vandræðum. Að sögn Tijjani Yusuf, ritara nígeríska knattspyrnusambandsins, kem- ur ekld til mála að veita neinar undanþágur fyrir leikmennina. „Þeir verða því að vera mættir til Spánar á föstudaginn (í dag),“ sagði Yusuf. Að sögn Peter Hill-Wood, stjórnarformanns Arsenal verður allt gert til að leysa málið. „Þó það líti eldd vel út núna, þá munum við reyna til þrautar. Við get- um samt ekki tekið neina áhættu og Kanu spilar ekki nema hann fái til þess leyfi nígeríska knattspyrnusambandsins. Þeir hafa hótað að kæra okkur ef Kanu spilar og þá eigum við á hættu að vera dæmdir úr bikarn- um. Þá áhættu tökum við ekki,“ sagði Hill-Wood. Arsene Wenger var þó á öðru máli ef marka má fréttir í enskum fjöl- miðlum í gærkvöld. „Eg mun láta Kanu spila þó þeir hafi ekkert gefið eft- ir í málinu og þrátt fyrir allar hótanirnar," sagði Wenger, sem á í miklum vandræðum fyrir bikarleikinn, þar sem þeir Dennis Bergkamp og Marc Overmars eru báðir meiddir. „Eg ætla mér ekki að ræða málið neitt frekar við Nígerfumennina og finnst ég alls ekki þurfa þess. Kanu mun fara beint í æfingabúðirnar á Spáni eftirleikinn á sunnudaginn og þá eru fjórtán dagar þar til keppnin um Afríkubikarinn hefst. Að mínu mati ætti það að duga þeim," sagði Wenger. Kanu sagði sjálfur í viðtali við nígeríska útvarpsstöð í gær að hann muní koma til móts við fandsliðið strax hann fái Ieyfi frá Arsenal. „Nígería er mitt föðurland og ég er alltaf tilbúinn þegar ég er kallaður,“ sagði Kanu. Samkvæmt reglum FIFA telst leikur Arsenal gegn Leicester félaginu tapaður ef Kanu leikur með, auk þess sem félagið fengi háar fjársektir. Þar munar líklega einum degi samkvæmt reglunum, þar sem Afríkukeppnin hefst 22. janúar. Totti til Chelsea Italski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hjá Roma, hefur sterldega verið orðaður við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea. Þar á bæ sjá menn hann sem tilvalinn arftaka Gianfranco Zxifa, sem á 33ja aldursári og hefur lýst vilja sínum um að hverfa aftur til heimalandsins, til að ljúka ferlinum. Totti, sem er verðlagður á 15 milljónir punda, hefur oftar en einu sinni lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að breyta til og þá að- allega til að vinna titla, sem hann hefur hing- að til ekki unnið með Roma, undir stjóm Fabio Capello, þjálfara. Heiðar Helguson til Watford Norska úrvalsdeildarliðið LiIIeström sam- þykkti í gærkvöldi tilboð enska úrvalsdeildar- liðsins Watford í íslenska landsliðsmanninn Heiðar Helguson. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 180 milljónir íslenskra króna, en fyrir tveimur árum keypti norska liðin hann fyrir 450 þúsund krónur frá Þrótti í Reylcjavík. Hann hefur því heldur betur ávaxtað sig í Noregi og grátlegt fyrir íslenska knattspyrnu að sjá svo stórar fjárfúlgur renna beint í vasa norskra liða. Heiðar stóð sig frábærlega vel með Lilleström á síðasta leiktímabili og var markahæsti leikmaður liðsins í úrvalsdeild- ,, , inni með 16 mörk. Heiðar Helguson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.