Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 1
„Ummæli Davíðs með ólíkmdum66 Stj ómarandstaðan etnhuga í fordæm- ingu á ummæliun for- sætisráðherra um kvótadóminn í Kast- ljóssþættinum. Um- mælin iiin ásókn er- lendra útgerða til landsins sögð lýsa vanþekkingu eða heimsku. „Þessi ummæli Davíðs um kvóta- dóminn eru með ólíkindum og honum ekki sæmandi sem for- sætisráðherra. Að halda því fram að erlend veiðiskip flykkist á Is- landsmið vegna dómsins er frá- leitur málflutningur og lýsir mik- illi vanþekkingu ef ekki hreinni og beinni heimsku," segir Mar- grét Frímannsdóttir talsmaður Samfylkingarinnar um ummæli Davíðs Oddssonar forsætisráð- Halelújakór „Eg veit eigin- lega ekki hvcrj- ir þessir „svart- stakkar" eru,“ segir séra Torfi Hjaltalín Stef- ánsson. „Það orð teng- ist eiginlega einum manni öðrum fremur, Sigurði Sigurðarsyni vígslubisk- upi í Skálholti. Meðan Ólafur Skúlason var biskup og Geir Waage formaður Prestafélagsins var visst valdajafnvægi innan kirkjunnar. Þá var til stjórnar- andstaða og meiri umræða um hlutina. Síðan breyttist þetta þegar Karl Sigurbjörnsson varð biskup og stuðningsmaður hans, Helga Soffía Konráðsdóttir, for- maður Prestafélagsins." Torfi segir umræðuna hafa minnkað og prestastéttin sé orðin að hal- elújakór, þar sem þeir sem nöldra eitthvað lendi úti í horni. Sjá hls. 8-9 herra í Kastljóssþætti á miðviku- dag vegna dóms Héraðsdóms Vestfjarða í Vatneyrarmálinu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-græn- na, er sömu skoðunar og segir ummæl- in framúr hófi vanstillingar- leg. „Davíð hefði þurft að bíta á jaxlinn og telja upp að 10 áður en hann tjáði sig um málið,“ segir Stein- grímur. Margrét Frímannsdóttir: Lýsir mikilli van- þekkingu ef ekki hreinni og beinni heimsku. Stjómarandstaðan: Rangt mál Formenn þingflokka stjórnar- andstöðunnar á Alþingi, Sam- fylkingarinnar, Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs og Frjáls- lynda llokksins, sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir furða sig á ummælum Davíðs í Kastljóssþættinum. „Forsætisráðherra fór með rangt mál þegar hann lýsti því yfir að erlendar þjóðir gætu sótt óheft inn í íslenska fisk- veiðilögsögu ef Hæstirétt- ur staðfesti dóminn. Með orðum sínum gerði hann Hæstarétt ábyrgan fyrir ~ landauðn á Is- landi og hruni íslensks efnahagslífs ef rétturinn staðfesti dóminn. Formenn þing- flokka stjórnarandstöðunnar hárma að forsætisráðherra þjóð- arinnar bregði fyrir sig ógnun- um og ósannindum þegar hann er ekld sammála þeirri niður- stöðu sem dómstigið kemst að í þessu mikilvæga máli. Engin slík hætta er fyrir hendi ef tekið Steingrímur J. Sigfússon: Davíð hefði þurft að bíta á jaxiinn og teija upp að 10. er á málum af ábyrgð og festu," segir m.a. í yfirlýsingunni. Hæstiréttur irndir hótimum Margrét Frímannsdóttir segir ummælin fela í sér óviðurkvæmi- leg afskipti framkvæmdavaldsins af dómsvaldinu. „Hann ætti að biðja þjóðina afsökunar á þess- um málflutningi. Einföld þýðing á orðum hans er, að ef við gefum ekki fáum útvöldum allan fisk- inn í sjónum þá muni allt fara til andskotans. Það er kominn tími tíl að þessari vanstillingu Davíðs ljúki." Steingrímur segir Davíð hafa opinberað misskilning eða van- þekkingu sína og að ummælin í garð dómarans hafi ekki verið viðeigandi. „Forsætisráðherra er ckki hver sem er og hann gerir Hæstarétti ekki hægara um vik að snúa niðurstöðunni við, því það getur verið túlkað sem nið- urstaða sem fellur til undir hót- unum og heimsendaspádómum forsætisráðherra," segir Stein- grúmur. - fþg/bjb Á hálum í s u m : ; J Það er betra að fara varlega á hálum ís. Lögreglumenn komu til aðstoðar konu sem hrasaði á gatnamótum Grænugötu og Norðurgötu á Akureyri síðdegis í gær. Hún var flutt á slysadeild og reyndist handleggsbrotin. Að öðru leyti gekk umferðin á Akureyri stórslysalaust fyrir sig. Þæfingsfærð var á landinu í gær, skafrenningur á fjall- vegum og víðast snjóþekja, en víðast þó hægt að komast leiðar sinnar. mynd: brink. H ia karlar ekar Segia brandara? „Minn draumur var að gera leik- ið íslenskt efni að sjálfsögðum hlut. Að hinn íslenski sjónvarps- áhorfandi gæti gert þá eðlilegu kröfu að fá að horfa reglulega á leikið efni sem segði sögu úr samtímanum með upphaf, miðju og endi. Og mér finnst það hafa tekist,“ segir Sigurður Valgeirs- son sem látið hefur af störfum sem dagskrárstjóri Sjónvarps. „Ég hef annars sem dagskrár- stjóri leitast eftir að vinna með það að leiðarljósi að ég er að starfa fyrir áhorfendur. Ég er ekki að búa til dagskrá fyrir hópa listamanna eða sjálfstæða fram- leiðendur," segir hann. „íslendingar eru kannski svo miklir eyjaskeggjar að þeir gera sér enn ekki grein fyrir hversu heimurinn er lítill. Öðrum íbú- um heimsins finnst það ekki vera neitt einkamál Islendinga að eyðileggja hér mikilvægar nátt- úruauðlindir. Ef fólk byrjar að mótmæla virkjun getur það orðið þjóðinni mjög dýrt,“ segir Dal- víkingurinn Jouko Parviainen í viðtali um ferðaþjónustu og um- hverfismál. Eru konur mildar, kurteisar og tilfinninga- samar í tali en karlar ákveðnir, hnitmiðaðir og valdsmannsleg- ir? Segja karl- Lára Sturludóttir. arnir frekar sög- ur og brandara en konur halda samtölum gang- andi með ýmsum ráðum? Lára Sturludóttir hefur velt muninum í málhegðun kynjanna fyrir sér. Tvö pör, systur sem giftar eru hálfbræðrum, spjalla um lífið og tilveruna, Jónína Ben. ráðleggur lesendum með matseðil vikunn- ar, fjallað er um fötin í skíða- brekkuna og kostnaðinn við hann, Eyjólfur Sverrisson er í viðtali og margt, margt fleira birtist í helgarblaði Dags. Afgreiddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.