Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 6
6 - LAUGAKDAGUR 8. JANÚAK 2000 X^MI- ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson RitStjÓri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjórí: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Simar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.aoo KR. Á MÁnuði Lausasöiuverö: íso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Netföng auglýsingadei/dar: greta@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Ámundi Ámundason CREYKJAVÍKJ563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171CAKUREYRí) 551 6270 creykjavík) Heimsendaspár í fyrsta lagi Viðbrögð Davíðs Oddssonar forsætissráðherra við kvótadómi Héraðsdóms Vestfjarða eru ofsafengin. Forsætisráðherra virðist búinn að ákveða, að verði dómurinn staðfestur í Hæstarétti legg- ist byggð í landinu af bróðurpart ársins og að hér verði einungis verstöð sem fólk heimsæki á meðan verið sé að veiða árskvótann í hafinu í kringum landið. Jafnframt virðist ráðherrann telja að dómurinn muni opna íslenska fiskveiðilögsögu fyrir erlendum útgerðum. Það kemur því ekki á óvart að Davíð skuli jafnframt gagnrýna harðlega kvótadóminn sjálfan og rökstuðning hans, rétt eins og kvótadóm Hæstaréttar frá 1998. 1 öðru lagi Þó forsætisráðherra rökstyðji ekki að ráði forspá sína um íslensk ragnarök er ekki hægt að skilja hann öðru vísi en svo að hann telji illmögulegt og afar tímafrekt að breyta fiskveiðistjómunar- kerfinu þannig að það samræmist jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar eins dómstólar túlka hana. Það sé því aðeins ein raunhæf leið út úr málinu og hún sé sú að Hæstiréttur snúi við dómi undirréttar. Undirtónninn í þessum málflutningi jaðrar við af- neitun og veruleikafirringu - afneitun á þeim möguleika því að Hæstiréttur kunni að staðfesta dóminn. í Jiriðja lagi Einstrengingsleg og ofsakennd viðbrögð ar þessu tagi eru ekki til þess fallin að aulca trú manna á að skynsamlega verði tekið á þessu mikilvæga máli. Olíklegt er einnig að Hæstiréttur muni láta svona þrýsting hafa áhrif á afstöðu sína, eins og hefur ver- ið haldið fram. Þó er það huggun harmi gegn að ýmsir þing- menn stjórnarliðsins, þar á meðal Kristinn H. Gunnarsson, tals- maður Framsóknarflokksins í sjávútvegsnefnd nálgast málið með mun opnari huga en forsætisráðherra virðist gera. Aðalat- riðið er að stjórnvöld og Alþingi hafa verk að vinna við að undir- búa að þurfa jafnvel að breyta verulega fiskveiðikerfinu. Til slíks verks eru dólgslegar heimsendaspár mun óhentugri, en yfirveg- að og skipulegt mat valkosta og möguleika. Birgir GuÖmundsson. Skafiniðahai og sérálitamál Það var einhver óhugur í Garra og lumbra þegar hann vaknaði skjálfandi í gærmorgun og rím- aði fullkomlega við samfélagið sem nötraði í takt við Garra þennan morgun. Það hafði sem sé fallíð dómur á Vestfjörðum, þess efnis að kvótakerfið væri marklaus skítur á priki og allir kvótalausir Islendingar sem ættu minnstu belgbomsur eða aðrar fleytur til að róa á, gætu nú átölulaust haldið til hafs og mokað upp afla. Þetta þóttu Garra og þjóðinni tíðindi, enda sagði Davíð að efna- hagskerfi landsins myndi hrynja ef dóm- urinn yrði staðfestur í Hæstarétti. Garri getur hinsveg- ar huggað forsætisráð- herra með því að vitna í orð Arthúrs Bogason- ar trillukallaforingja sem sagði að „það væri eins og að spila í skafmiðahappdrætti að leggja mál fyrir dómstóla.“ Og dóm- stólarnir eru aukin heldur ekki ólíkir konfektkassa Forrest Gumps, menn vita aldrei hvað kemur upp úr dómstólunum. Sameign þjóðaxinnar! Þessvegna er eins vist að Hæstiréttur muni hrekja dóm Héraðsdóms Vestfjarða. Annað eins hefur nú gerst og raunar oftar en ekki. Garri treystir sér ekki til að taka efnislega af- stöðu til lögmætis kvótakerfis- ins og vægi 7. greinarinnar, enda hefur Garri Iagt áherslu á að lesa eldd þessa ógurlegu 7. grein. Og þó hann hafi að öðru íeyti fylgst grannt með umræð- um um kvótakerfið árum sam- an, þá viðurkennir hann fús- lega að hann þekkir hvorki haus né sporð á þessu dýrindis kerfi, sem aðrar þjóðir ku dá V fram úr hófi en íslendingar meta flestir minna, nema þeir sem kvótann eiga, löglega eða ólöglega. En Garri er hinsvegar tilbú- inn til að leggja dóm á dómstól- ana. Og tekur undir með Túra Boga, þeir eru eins og skaf- miðahappdrætti. Sérálitamál Lögspekingar komast sem sé yf- irleitt aldrei að samræmdri nið- urstöðu í nokkru máli. Venju- lega byrjar þetta í héraðsdómi sem kemst að ein- hverri ósamræmdri niðurstöðu með einu og einu séráliti í bland. Málið fer fyrir Hæstarétt sem sendir málið til baka vegna formgalla eða ónógs sön n u nafærslu fyrir- tektarleysis. Héraðsdómur end- urskoðar nú málið og kemst að svipaðri niðurstöðu og áður og endursendir til föðurhúsanna í Hæstarétti. Og eftir ftarlega umfjöllun, klofnar svo hæsti- réttur. Þrír dómarar hrinda dómi undirréttar, einn skilar séráliti sem styður fyrri dóminn og sá fimmti skilar sérlunduðu séráliti sem gengur á skjön við sérálit félaga hans, niðurstöðu meirihluta Hæstaréttar og dóm undirréttar. Þetta er nú yfirleitt gangur mála hjá dómstólunum á ís- landi, eins og allir vita sem fylgst hafa með brölti þeirra á undaförnum árum. Og því þarf Davíð ekkert að óttast. Hann er farsæll maður og heppinn og verður ekki skotaskuld úr því að vinna í þessu nýja skafmiða- happdrætti allra landsmanna. - GARRl BIRGIR GUÐMUNDS- SON SKRIFAR Það virðist ekki ætla að verða hlut- skipti Kára Stefánssonar að sigla Iygnan sjó. Síðan hann kom fram með hugmyndina að gagnagrunni á heilbrigðissviði hefur hann stað- ið í nær látlausum deilum við hina og þessa, en samhliða hefur hann orðið hetja fjölda stuðningsmanna og aðdáenda. Raunar er rétt að undirstirika að deilurnar í kringum Kára snúast að minnstu leyti um persónu hans sjálfs, heldur það frumkvöðlastarf sem hann er að vinna og það hvernig hann er að vinna það. Kannski er það þegar allt kemur til alls þetta síðast- nefnda, HVEBNIG frumkvöðla- starfið er unnið, sem hvað mestum styrr hefur valdið. Þeir sem eru að bijóta nýjar lendur, á hvaða sviði sem er, eru eðli málsins samkvæmt líklegir til að lenda upp á kant við samferðamenn sína. Þeir eru að rjúfa tregðulögmál og halda þá gjarnan beint af augum frekar en að velja greiðfarnari krók. En engu Krókur og kelda að síður skiptir miklu hvernig menn bera sig að, upp á það hversu alvarlegir þessir árekstrar eru. Hér gildir eins og annars stað- ar, að betri er krókur en kelda. Merk gjöf Á nýársdag var boðað til blaða- mannafundar í Listasafni Island til að kynna gjöf Islenskrar erfða- greiningar og Friðriks Skúla- sonar til þjóðar- innar. Þetta var ættfræðigrunnur á Vefnum - Islendingabók - sem lengi hefur verið unnið að og búið er að setja tugi mannára í sam- kvæmt því sem Kári Stefánsson upplýsti. Þessi vefur á að verða opinn öllum Islendingum, sem áhuga hafa á ættfræði og mun ef- laust verða vel þegin hjá þúsund- um landsmanna um allt land. Þetta er vissulega höfðinglegt hjá þeim Kára og Friðriki, enda verið að gera að almenningseign veruleg verðmæti. En eins og svo oft virð- ist gerast hjá Kára, þá kemur eitt- hvað uppá þegar síst skyldi. Eða svo grið sé til orða Jóhannesar úr Kötlum; „Gömul útslitin gáta þó úr/ gleð- inni dró: / Hvað hér hundur karls Friðrik Skúlason. sem 1 afdölum -------- bjó?“ Kæra Boðuð hefur verið höfundarréttar- kæra vegna gagna sem slegin voru inn í ættfræðigrunninn í heimild- arleysi úr útgáfum frá fyrirtækinu Genealogia og frá Þorsteini Jóns- syni ættfræðingi. Oneitanlega set- ur svona kæra leiðindablett á ann- ars höfðinglega gjöf og gagnmerkt framtak. Enn á ný kemur upp spurningin um það HVERNIG hlutirnir eru gerðir, hlutir sem í raun gætu verið hið besta mál. Einfalt atriði eins og notkun á höf- undarréttarvörðu efni á ekki að dúkka upp allt í einu. Augljóst er á tilkynningu Genealogia Islandor- um að það er að sækjast eftir pen- ingagreiðslu. Miðað við umfang málsins og kostnaðinn við ætt- fræðigrunninn er ótrúlegt annað en að höfundarréttargreiðslunar hefðu verið hlutfallslega lítill við- bótarkostnaður, ef menn hefðu sest niður á fyrri stigum og samið um þær, en engin tilraun er sögð hafa verið gerð til þess. En nú, þegar allt er komið í hart, er líklegt að herkostnaðurinn verði mikill auk þess sem skugga ber á þessa merku gjöf. Skyídi Kári aldrei velta fyrir sér hvort krókurinn sé ekki, þegar allt kemur til alls, stundum betri en keldan? Blasirvið landauðn á íslandi verói Vatneyrar- dómurinn staðfestur í Hæstarétti? Signý Jóhannesdóttir formaðurVerkalýðsfélags Vóku í Siglu- firði. „Þessari fullyrð- ingu Davíðs er ég óssammála að því leytinu til að engin landauðn verður, þó svo útgerðarmenn hafi ekki algjör yfirráð yfir fiskin- um í sjónum. Komi upp nýjar að- stæður, kemur nýtt kerfi og við munum læra að búa við leikreglur þess. Fullyrðingar um landauðn eru skilaboð til Hæstaréttar um að dæma „rétt“ í þessu rnáli." Bjami Hafþór Helgason framkvæmdastjóri Útvegsmannafél. Norðurlands. „Það er alveg ljóst að ef at- vinnuréttindi þeirra sem hafa veiðiheimildir yrðu gerð upp- tæk og öllum heimilt að veiða fisk, þá hrynur arðsemin í greininni. Hér yrði geðveikt kapphlaup í veiðum úr heildarkvóta og efnahagslegt hrun kæmi í kjölfarið. Fyrri blóð- völlurinn yrði landsbyggðin eins- og hún leggur, og höfuðborgar- svæðið fylgdi í kjölfarið. Þetta sjá allir í hendi sér, hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki.“ PéturBolli Jóhannesson sveitarstjóri íHrísey. „Satt best að segja á ég ekki von á slíku, mál- ið snýst um það til hvaða aðgerða stjórnvöld grípa í framhaldinu. Óháð þessum dómi er þó ljóst er að gera þarf einhverskonar breyt- ingar á fiskvéiðistjórnarkerfinu í þá veru að hægt sé að hafa lífsvið- urværi af fiskveiðum um allt land. Einsog staðan er í dag eru affa- heimildnar að færast á sífellt færri hendur, að minnsta kosti á meðan kvótinn er bundinn við skip. Byggðatengja þarf kvóta í ríkari mæli, þannig að fólkið hafi trygga atvinnu af því sem sjórinn gefur.“ Ámi Steinar Jóhanesson „Ég held að hér hafi menn full mikið upp í sig tekið - og þessi dómur staðfestir enn eina ferðina nauðsyn þess að taka lög um stjórn fiskveiða til endurskoðunar og laga þau að vilja þjóðarinnar. Um ummæli forsætisráðherra um Iandauðn þá hefur blasað við íbúum margra staða auðn vegna núverandi fyrir- komulags fiskveiðistjórnarmála. Breytingar á kerfinu eru því sam- eiginlegt viðfangsefni allra, þann- ig að um það náist sátt. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð vænt- ir þess að menn geti náð sátt um að þróa kerfið til aukinna vist- vænna strandveiða. Það mun korna byggðunum til góða og landinu öllu.“ þingmaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.