Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 - S Tfgptr FRÉTTTR Hafa efasemdir lun vinnubrögð íslenskir umhverfis- vemdarsinnar áttu fundi með fulltrúa Norsk Hydro í gær. „Það kom skýrt fram á fundinum að Norðmenn hafa engan áhuga á 120 þúsund tonna álveri held- ur tryggingu fyrir 480 þúsund tonna álveri. Þetta er enn ein staðfestingin á því að Fljótdals- virkjunarævintýri ríkisstjórnar- innar er bara sjónhverfing. Það er ekki hægt að halda því að fólki að þetta sé sjálfstætt fyrirbæri, að ekki verði haldið áfram yfir í þetta risaálver," sagði Olafur F. Magnússon, foringi Umhverfis- vina, í samtali við Dag eftir að hann, við annan mann, átti fund í gær með Peter Johann Schei, ráðgjafa Hydro Aluminium. Eins og Dagur hefur greint frá hafa Peter Johann og Bernt Malme, yfirmaður umhverfisdeildar Hydro Aluminium, verið staddir Ólafur F. Magnússon. hér á landi til að kynna sér skýrslu Landsvirkjunar og hitta aðila sem málið varðar. Fulltrúar Náttúruverndarsam- taka íslands áttu einnig fund með Peter Johann í gær. Arni Finnsson frá samtökunum sagði við Dag að það væri alveg ljóst að Árni Finnsson. Norsk Hydro hefði miklar efa- semdir um vinnubrögð íslenskra stjórnvalda í málinu. Minnti á Umba í Kristni- haldinu „Það var mjög ánægjulegt að hitta manninn og útskýra fyrir honum okkar sjónarmið. Hann var skemmtilegur og virtist vera hlutlægur. Einnig sögðum við honum frá þeim milda árangri sem við höfum náð. Honum þótti það ákaflega athyglisvert að þetta fámenn þjóð væri búin að safna 40 þúsund undirskriftum. Að sjálfsögðu leystum við hann út með gjöfum og gáfum honum veggspjaldið okkar og afrit af fyrsta undirskriftarskjalinu með nöfnum stofnenda Umhverfis- vina,“ sagði Olafur. Hann sagði Peter Johann hafa minnt sig á Umba í sögu Laxness um Kristnihaldið. „Það var eins og að hann hefði komist að sömu niðurstöðu og Umbi, að kristni- hald ríkisstjórnarinnar á þessu sviði væri ekki með felidu. Eg vona að minnsta kosti að það verði endanleg niðurstaða hjá honum,“ sagði Olafur F. Magn- ússon. - bjb Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra kynnti skýrslu um ástand £/ Grillo í gær. Hremsun „sem fyrst“ Engin bráðahætta er ríkjandi vegna olíunnar í skipinu E1 Grillo á botni Seyðisijarðar, en sérfræðingar og yfirvöld eru þó sammála um að „sem fyrst“ verði að fjarlægja þá 2.400 rúm- metra af svartolíu sem enn eru í skipinu. Stýrihópur um aðgerðir vegna EI GriIIo hefur komist að þeirri niðurstöðu að þótt ástand skips- skrokksins sé nokkuð gott, þá sé alls ekki tryggt að leki taki sig ekki upp að nýju næsta sumar, en Ieki á sér fyrst og fremst stað í hlýjum sjó. Þegar hefur verið talað við norskan sérfræðing f þeim efnum og er reiknað með að í sumar eða næsta sumar verði framkvæmdaaðilar valdir eftir útboði á alþjóðlega vísu. Umhverfisráðherra segir rfkis- stjórnina sammála um þessa leið og mikilvægi málsins. - FÞG Sjávarútvegsnefndin kom saman í gær. Kristján H. Gunnarsson tekur í hönd Jóhanns Ársælssonar. Við borðsend- ann situr formaðurinn, Einar K. Guðfinnsson og Hjálmar Árnason og Guðmundur Hallvarðsson lengst til hægri. mynd: hilmar þór. „Eðlilegast að bíða eftir Hæstarétti“ Meirihluti sjávarút- vegsnefndar hafnaði þeirri kröfu minni- hlutans að endurskoð- un Hskveiðistjómun- arkerfisins yrði færð til nefndarinnar. Sjávarútvegsnefnd Alþingis kom saman til fundar f gær til að fjalla um niðurstöðu Héraðs- dóms Vestfjarða í Vatneyrarmál- inu margfræga. Að sögn for- manns nefndarinnar, Einars K. Guðfinnssonar, var farið yfir dóminn og reynt að glöggva sig á niðurstöðum hans. „Málið er í þeim farvegi að dómnum verði áfrýjað til Hæsta- réttar. Enn fremur er heildar- endurskoðun á fiskveiðilöggjöf- inni í gangi og að mínu mati eðli- Iegast að bíða hennar," sagði Einar en meirihluti sjávarútvegs- nefndar hafnaði þeirri kröfu minnihlutans að endurskoðun Iöggjafarinnar yrði tekin frá ráð- herranefndinni sem fjallað hefur um þetta og vinnan færð til sjáv- arútvegsnefndar. Hann sagði það einnig eðlilegt að bíða eftir nið- urstöðu Hæstaréttar. A meðan gæti sjávarútvegsnefnd ekki að- hafst mikið. Möguleikar á margs konar viðbrögðum Aðspurður um cigin afstöðu til málsins sagði Einar það fara eft- ir viðbrögðum við niðurstöðun- um. „Ef maður Ies dóminn þá sýnist mér að hann opni mögu- leika á margs konar viðbrögðum. Dómurinn kveður fyrst og fremst á um það að ekki standist stjórn- arskránna sú úhlutun sem fram fer á aflahluta og kvótum. Auð- vitað er hægt að bregðast við með ýmsum hætti,“ sagði Einar. Spurður hvort hann væri sam- mála þeirri túlkun forsætisráð- herrans að dómurinn hefði það í för með sér að erlend skip að- stoðuðu Islendinga við að þurrka upp fiskinn úr sjónum, minnti Einar á löggjöf um eignarhald í sjávarútvegi sem segði að Islend- ingar einir gætu veitt innan landhelginnar. - BJB BSRB varar við verðhækkuniiin Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendi í gær frá sér ályktun þar sem varað er við þeirri þróun verðhækkana sem hefur átt sér stað undanfarið. Segir að þíbr verðhækkanir dragi verulega úr kaupmætti launafólks og hafi áhrif á lánskjaravísitölu og skuldastöðu heimila. BSRB segir að á síðasta ári hafi hver verðhækkunin komið á eftir annarri og hið sama gerist nú. Fasteignagjöld hækki um 12%, leik- skólagjöld í Reykjavík um 13% og einnig hafi rafmagn hækkað, stræt- isvagnafargjöld, rekstrarkostnaður bíla, póstburðargjöld, mjólkurvör- ur - og jafnframt hafi þátttaka Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði breyst um áramót. Við þessu öllu varar BSRB og bendir á að frá des- ember til sama mánaðar hafi verðbólga verið 5,6%, árið þar á undan aðeins 1,3%, 2% árið 1997 og 2,3% 1996. - SBS. Lottóið á Stöð 2 í kvöld Islensk getspá hefur flutt Lottóið og Víkingalottóið frá Sjónvarpinu til Stöðvar 2. Framvegis verður dregið í beinni útsendingu í frétta- þættinum 19>20, á laugardögum kl. 19.45 í Lottóinu, lýrst í kvöld, og á sama tíma á miðvikudögum í Víkingalottóinu. Nær allir lands- menn ættu að geta fylgst með dráttunum því þeim verður sjón- varpað samtímis í opinni dagskrá á Stöð 2 og Sýn og útvarpað á Bylgj- unni, Stjörnunni og Mónó 877. Einnig verður hægt að nálgast upplýsingar um útdráttinn á textavörpum sjónvarpsstöðvanna, á Internetinu á slóðinni \w\rw.lotto.is og á upplýsingarás Breiðbandsins. Auk þess verða tölurnar áfram lesnar upp í símsvara Islenskrar get- spár. I tilefni flutningsins til Stöðvar 2 verður bryddað upp á ýmsum nýjungum f útsendingu Lottósins. Tekin verður í notkun sérhönnuð útdráttarvél sem hefur verið flutt til landsins frá Frakklandi og verð- ur hún notuð í fyrsta skipti í kvöld. Sú nýbreytni verður í Lottóinu að nú verður hægt að vinna á tvo rétta auk bónustölu. Vinningshöfum í Lottói 5/38 á því eftir að Ijölga á nýju ári. Gerir lítið með gagnrýni Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist í viðtali á Bylgjunni í gær ekki taka mikið mark á ásökunum stjórnarandstöðunnar um að hann beiti ógnunum og rcyni að hafa áhrif á dómara Hæstaréttar vegna Vatneyrardóms. Hann sagði stjórnarandstöðuna ekki hafa lesið dóm- inn ef hún héldi því fram að ekki færi alit á hvolf ef Hæstiréttur stað- festi dóminn. llann sagði að veð í skipum myndi hrynja og þar með bankakerfið. Forsætisráðherra kvaðst aftur á móti ekki búast við að dómurinn, sem nú hefur verið áfrýjað, verði staðfestur. Bergsveinn Sampsted, fram- kvæmdastjóri íslenskrar getspár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.