Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 7
T^gMT' LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 - 7 RIT STJ ÓRN ARSPJ ALL Markaðslögmál fátæktariimar Fyrri hluta desembermánaðar hlekktist olíuskipinu Erica á við vesturströnd Frakklands. Mikið magn af olíu fór í sjóinn og enn vellur óþverrinn úr tönkum skips- ins og rekur út á áður fengsæl fiskimið og mikið magn skolast upp á strendur Frakklands og veldur þar ómældu tjóni. I fyrstu fréttum af óhappinu þótti einsýnt að tjónið og hreinsun olíunnar mundi lenda á franska ríkissjóðn- um og þeim sveitarfélögum sem verða fyrir mestum skaða vegna olíunnar sem rekur á land og svo þeim fiskimönnum sem stunda sjóinn á þeim miðum, sem olían eyðileggur á lengri eða skemmri tíma. Olíufélagið sem átti farm- inn og útgerðin sem átti skipið fá sitt á hreinu hjá tryggingafélög- um. Síðar mun hafa verið ákveðið að sækja olíufélagið til saka og freista þess að láta það borga kostnað af þeim miklu skemmd- um sem olíulekinn veldur. Al- menningur í Frakldandi og víðar sættir sig ekki lengur við að olíu- farmar sem nema hundruðum þúsund lesta lendi í sjó eða á fjör- um vegna kæruleysis og græðgi útgerðarfélaga og olíufélaga. Olíuskipið sem fórst sigldi und- ir hentifána og þannig komst út- gerðin hjá því að fara eftir ströng- um reglum um viðhald og sjó- hæfni. Það er ljóst að mikið vant- aði að skipið gæti talist í sæmi- legu lagi og skipasmíðastöðin sem síðast fór yfir skipið hefur vottað að margt hafi verið ógert þegar þegar útgerðin ákvað að skipið væri sjóhæft og fyrirskipaði að ldössun væri lokið. Ekki er vitað til að viðkomandi tryggingafélög hafi skipt sér af málinu. Annað bættist á sem ætla má að hafi átt einhvern þátt í hvernig fór. Skipshöfnin var samtíningur manna úr ýmsum heimshornum. Skipstjórinn var rússneskur og er dregið í efa að hann hafi mikla reynslu á siglingum á þeim leið- um sem olíuskipið fór um. Aðrir í skipshöfninni voru menn sem ekki þurfti að greiða hátt kaup. En kunnátta þeirra til að sigla nú- tíma skipi er takmörkuð og ekki bætir úr skák að vegna takmark- aðrar málakunnáttu áttu menn- irnir erfitt með að skilja hvorir aðra eða vera vissir um hvað fyrir skipanir yfirmanna þýddu. Það fylgir fréttum um það mikla tjón sem olíumengunin veldur, að olíufélagið og útgerð Erica hafi sparað sér nokkur þús- und dollara með því að nota lélegt og úr sér gengið skip til flutninga á hundruðum þúsunda tonna af olíu á einni fjölförnustu skipaleið heims. Þar ofan í kaupið er spar- að að ráða hæfa og samhenta skipshöfn vegna þess að hægt er að fá menn úr öðrum og þriðja heiminum til starfa um borð í flutningaskipum fyrir mun lægra kaup en boðlegt þykir að greiða hæfum sjómönnum, eða þeir geta sætt sig við. Það eina sem vakir fyrir olíufé- lagi og útgert er að ná sem mest- um afköstum með sem minnstum tilkostnaði. Stjórnir slíkra félaga hlusta ekki á samtök sjómanna og enn síður þá sem Iáta sér annt um umhverfi og fyrirbyggandi aðgerð- ir til að spilla því sem minnst. Hið eina sem hugasað er um, er að hluthafar njóti hámarkságóða. Uppgjör handa hlutabréfaeigend- um er allt sem máli skiptir. Arðrán og afætur Svo skiptir eðlilega miklu máli að stjórnarmenn og forstjórar fyrir- tækjanna fái sín ríflegu laun, sem fara hlutfallslega hækkandi víðast hvar í veröldinni. Eitt stykki for- stjóri skipafélags fær gjarnan kaup á við heila skipshöfn og kannski að kaup hans sé á við laun margra þriðja heims áhafna þar sem afætunum tekst best upp við arðránið. Ef einhver heldur að arðrán og afætur séu úrelt fvrirbæri, er það höfuðlvgi sem ímyndanafræðing- ar nýkapítalismans halda að okk- ur með dyggum stuðningi verð- bréfabraskara og Ijölmiðla, sem eru eins og ómótaður leir í hönd- um postula frjálshyggjunnar, sem fer sigurför um bæði hinn ríka og fátæka heim. Islenskum farskipum fækkar jafnt og þétt. Hentifánaskip eru að koma í stað skipa sem áður sigldu undir íslenskum fána og lutu íslenskum lögum. Islenskum farmönnum fækkar að sama skapi og fá samtök sjómanna ekkert að gert. Utgerðarmennirnir segjast ekki vera samkeppnisfærir á sigl- ingaleiðum heimshafanna ef þeir eiga að greiða laun samkvæmt ís- lenskum kjarasamningum. En hluthöfum og sérstaklega sjálfum sér geta þeir greitt ríflegar fúlgur og hæla sér af góðum rekstri skipafélaganna. Sjómannaskólinn er að tæmast því ekki þykir fýsilegt að keppa við þriðja heims liðið um skipsrúm á hentifánaskipum, sem ekki þurfa að standa við neina kjarasamn- inga og varla við reglugerðir um sjóhæfni skipa heldur. Oprúttnir útgerðarmenn raka sama fé af fullkomnu ábyrgðarleysi og kæra sig kollótta um siðlega kjarasamn- inga við sjómenn eða hvers konar tjóni skip þeirra valda á meðan þeir þurfa ekki að borga það sjálf- ir. Þrælakistur þriðja heimsins Það er víðar pottur brotinn í sam- skiptum ríku iðnaðarþjóðanna og ódýrs vinnuafls í þriðja heimin- um. Gróft dæmi eru fótboltanir, sem mikið selst af um allan heim. en eru saumaðir að miklu leyti af börnum fátæka heimsins. Barna- þrælkun viðgengst í margfallt meiri mæli en viðskiptajöfrar heimsins viðurkenna eða neyt- endur ríku þjóðanna kæra sig um að hugsa til. Börnum, konum og öðrum fá- tæklingum eru borgurð smánar- laun fyrir að þræla mun lengri vinnudag en þekkist meðal efn- aðri þjóða. Fatnaður og íþrótta- vörur ýmis konar og margt fleira er unnið í þrælakistum þriðja heimsins. Allt miðast við að spara vinnulaunin og þar með fram- leiðslukostnað. Með því móti er hægt að ná fram hámarksgróða og jafnframt að halda vöru á sam- keppnishæfu verði. Framleiðendur sem nýta sér vinnuafl þrælaþjóðanna segja eins og útgerðarmennirnir, ef við nýt- um okkur ekki nevð annarra til að greiða lágmarkslaun erum við ekki samkcppnisfærir. Fátækragildrur Fyrirtækin sem notfæra sér bjarg- arleysi og eymd þriðja heimsins til að maka krókinn í skjóli þess að kjarasamningar og vinnulöggjöf er ekki til, friða samviskuna með því að halda fram, að börnin og fá- tæku konumar hefðu ekkert að starfa og engar tekjur ef þeint væru ckki send verkefni úr ríka heiminum. Því er líka haldið fram að með þessu móti öðlist fólk verkhæfni sem það færi annars á mis við. En sannleikurinn er sá að þrælakisturnar eru lítið annað en fátækragildrur. Innfæddir „at- vinnurekendur“ njóta þess litla hagnaðar sem vera kann af starf- seminni en fátæklingarnir sem fá vinnu hjá þeim eru við mjög ein- hæf störf og Iaunin hrökkva ekki til annars en að halda líftórunni í sér og sín um nánustu. Þrælkun fólks í þriðja heimin- um hefur verið lítill gaumur gef- inn til þessa. Hjáróma raddir kveða stundum upp úr um barna- þrælkun hér eða þar, en svo gleymist vandlætinginn og við hrósurn happi yfir að fá ýmsa vöru á hagstæðu verði án þess að hugsa nokkru sinni út í hvar hún er framleidd og af hverjum. Neyslusamfélagið heimtar sí- fellt meira fyrir minna. Reynt er að koma á móts við kröfurnar með því að lækka framleiðslu- kostnað og ein leiðin er að sneiða hjá þeim löndum og fyrirtækjum þar sem mannsæmandi kjarasam- ingar gilda og farið er að lögum. Atvinnuleysi er ein af helstu meinsemdum iðnríkjanna sem ómögulegt virðist vera að kljást við. Ein af orsökunum er hve mörg störf eru flutt til láglauna- svæða þar sem réttindasnauð börn og konur vinna verkin fyrir smánarlaun, ef laun skyldi kalla. Utan allra samnmga Að sama leyti streymir ódýrt vinnuafl til iðnríkjanna. I Banda- ríkjunum til að mynda eru engar tölur til um ólöglega innflytjend- ur, sem eru meira og minna rétt- indalausir og taka að sér störf fyr- ir mun lægri laun en hægt er að fá heimamenn til að starfa fyrir. Innan Evrópusambandsins veit enginn hve mikið er af svokallaðri „svartri vinnu“, sem unnin er í trássi við alla kjarasamninga og utan við lög og reglur samfélags- ins. A íslenskum vinnumarkaði eru það einkum hentifánaskip og skipshafnir sem samanstanda af ódýru vinnuafli frá þriðja heimin- um sem sem bola íslenskum sjó- mönnum frá borði og er far- mannastéttin hverfandi. En það skiptir engu máli ef að- eins hluthafar og forstjórar fá sitt. En svo eru Islendingar orðnir aumir í öllu sínu ríkidæmi að við höfum ekki efni á að halda úti ís- lenskum farskipum fremur en þegar þjóðveldið leið undir lok og við tóku myrkar, kaldar og fátæk- ar aldir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.