Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 FRÉTTIR Utburöarmal í Reykjavík eru nú í brennidepli. Útbiirðardómiir fyrir Hæstarétt I athugun er að áfrýja ein- um dómi af mörgum. Tveimur útburðum Félags- bústaða frestað fram yfir helgi. Einstæðar mæður og örykjar með börn. Tveimur útburðum úr íbúðum Félags- bústaða var frestað í vikunni og fram til n.k. mánudags. Þetta var ákveðið eftir að Ogmundur Jónasson, formaður BSRB og þingmaður Vinstri hreyfingar- innar, og Jón frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna, höfðu gengið í málið og rætt það við fulltrúa sýslu- manns. Þá er verið að kanna þann möguleika að áfrýja einum af mörgum útburðardómum Héraðsdóms Reykja- víkur til Hæstaréttar. Prófmál Formaður Leigjendasamtakanna segir að hugsanleg áfrýjun til Hæstaréttar sé gerð á grundvelli lögfræðilegrar greinar- gerðar sem Lúðvík E. Kaaber héraðs- dómslögmaður vann fyrir samtökin þeg- ar Félagsbústaðir voru stofnaðir. Þar kemur fram að borgin hafi ekki heimild til að framselja skyldur sínar gagnvart leigjendum sínum með stofnun lyrir- tækisins. Ef af þessu verður, þá verður einn útburðardómur tekinn fyrir og hann rekinn sem prófmál fyrir Hæsta- rétti. Þá munu menn reyna að halda uppi vörnum í þeim útburðarmálum sem eiga eftir að koma fyrir héraðsdóm vegna kröfu Félagsbústaða. Einstæðar mæðux með böm Utburðarfrestunin í vikunni náði til tveggja einstæðra mæðra með tvö og þrjú börn. Þessar tvær fjölskyldur séu til viðbótar þeim 50 sem stendur til að bera út úr íbúðum Félagsbústaða í lok næstu viku, eða 15. janúar n.k. að öllu óbreyttu vegna vangoldinnar húsaleigu. Formaður Leigjendasamtakanna segir að mikið af því fólki séu öryrkjar með börn á framfærslu. Onnur þessara ein- stæðu mæðra sé 75% öryrki sem varð gjaldþrota við að bjarga móður sinni eft- ir að faðir hennar Iést. I þeim hremm- ingum hefði hún ekki getað greitt húsa- Ieigu í um það bil ár. Hún sé hinsvegar búin að vinna sig út úr gjaldþrotinu og er að sækja um Ián til að greiða húsa- Ieiguskuldina við Félagsbústaði. Hann segir að þrátt fyrir það sé ekkert sem bendir til þess að útburði hennar verði frestað á meðan að hún sé að reyna hvað hún getur til að greiða sínar skuld- ir. Þá sé nær ekkert að hafa upp úr því að leita til félagsráðgjafa Félagsþjónust- unnar vegna þessara tveggja fjölskyldna og fleiri vegna erfiðleika þeirra. Jón frá Pálmholti segist einnig hafa leitað til umboðsmanns barna og for- stjóra Barnaverndarstofu vegna málsins. Hann hefði síðan vísað þeim til fram- kvæmdastjóra barnaverndarnefndar sem hefði reynt að liðsinna þeim. I við- ræðum þeirra Ögmundar og Jóns við fulltrúa sýslumanns hefði hann lofað að skrifa Félagsþjónustunni bréf þar sem þess sé krafist að búið verði að leysa mál þessara tveggja fjölskyldna fyrir n.k. mánudag. — GRH Jakob Bjömsson fyrrnm bæjar- stjóri á Akureyri liefur nú verið ráðinnframkvæmdastjóri Orku- sjóðs og er sjóðurimi samhliða fluttur til Akureyrar. Pottverjum þykir þetta allt hið besta mál, enda Jakob vel inni í orkumálum sem stjómarmaður í Landsvirkj- un. Það sem mönnum þykir liins vegar tíðindum sæta er aö það skuli verða eitt af íyrstu verkum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra að setja Jakob í þetta nýja starf, en sem kmmugt er fór Jakob fram gegn Valgerði í próf- kjöri framsóknarmanna á Norðurlandi eystra íyrir síðustu kosningar. Segja framsóknarmeim í kjördæminu þetta til marks um að próíkjörs- átökum sé lokið, en pottverjar úr öðram flokk- um benda á að nýja starfið og flutningurhui til Akureyrar hafi verið kokkaður upp í tíð Firnis... Jakob Björnsson. í pottinum ræða menn mikið um foringjaslag- inn í Samíylkingunni, en sem kunnugt er em þeir Guðmundur Ámi og Össur Skarphéðinsson taldir líklegir til að berjast um fomstuna. í pottínum var fullyrt að Össur stæði betur að vígi, ekki síst eftir að Guðmundur Ámi greiddi atkvæði með bygg- inu Fljótsdalsvirkjunar á þingi. Stuðningsmenn virkjimar í Samfylkingunni séu að vísu margir úti á landi, en á Stór- Reykjavík- ursvæðinu séu þeir fáir og það ríði baggamunin- um... Össur Skarp- héðinsson. Pottverjar vom í gær líka að rifja upp hugmynd- ir Margrétar Frímannsdóttur og fletíi um að gott gætí verið að fá utanað komandi formaim, þ.e. einhvem sem ekki hefði verið í forastusveit gömlu flokkanna. Þegar þeir flettu Mogganum kom í ljós að einn slíkur kandídat - sem ekki hef- ur verið í umræðunni lengi - minnti á sig með aðsendri grein. Það var Egill Skúli Ingibergs- son!!L. FRÉTTAVIÐTALIÐ Sigrún JakoDsdóttir starfsmaðurlijá Rekstri og ráðgjöf Norðitrlandi Hafiti er úttekt á hótelum og gististöðum til stjömugjaf- ar. Mikilvægtfyrir stefnumót- unfyrirtækjanna. Hlutlægt mat. Ekki til alþjóðlegur stað- aHiUiJl'iuir. ióv;y ,6i Markaðuriiui kallar a stjomugjof - / hverju felst þessi úttekt á hótelum og gististöðum sem þú vinnur að? „Þetta felst í því að taka út alla gististaði sem óska eftir því. Við fylgjum staðfærðri útgáfu af staðli sem dönsku hótelsamtökin eiga. Við notum hann og athugum 110 at- riði við hverja úttekt. Hótelin fá síðan ein- kunn eftir því, sem er stjörnur frá einni upp í fimm. Það er ekki til neitt alþjóðlegt kerfi í sambandi við þetta, það er hvert land með sitt kerfi.“ - Öfugt við það sem margir halda ef til vill? „Já, það er málið. Fimm stjörnu hótel í Balí í Indónesíu er allt annað en fimm stjörnu hótel á Islandi. Þetta er eitthvað sem fólk á eftir að finna eða athuga. Dan- irnir hafa notað sitt kerfi í þrjú ár og vænt- anlega verður það orðið að skandinavísku kerfi í framtíðinni með okkar hjálp og svo eru Grænlendingar að taka þetta upp líka.“ - Þtí athugar 110 atriði, hvað er það sem • þúshoðar?ii i... ,:iniíurnöb ,l|fl - „Það er allt frá snögum á baöherbergi og uppúr, en það er ekki lagt mat á þjónustu, andrúmsloft eða neitt slíkt. Þetta er fyrst og fremst hlutlægt mat. Við athugum stað- reyndir og aðbúnað gestsins en ekki þjón- ustuna.“ - Er það hvergi gert við svoiui stöðlun? „Jú, skoska kerfið er þannig og það hafa Færeyingar tekið upp. Það er vandmeðfarið en við sjáum fyrir okkur að slíkt mat gæti komið f framhaldi af þessu. Danirnir eru núna að tengja þjónustustigið við menntun starfsfóiks og gera þá kröfur um að ákveðin menntun starfsfólks í ýmsum störfum sé fyrir hendi." - Hvert er síðan framhaldið hjá þér? Þií ert með allt landið er það eklii? „Jú, við veröum á fullu næstu vikur og mánuði, heimsækjum til dæmis nokkur fyr- irtæki í Reykjavík í næstu viku og sfðan tek- ur eitt við af öðru. Fólk er mjög áhugasamt um aðvera með. Þetta tekur gildi þann 1. septemben; ogí'-þfbrer hótblum leyfilegtjyaði nota þetta í sínu kynningarefni. Þetta er hins vegar ekki lögbundið og hótelum og gististöðum í sjálfsvald sett hvort þau eru með eða ekki. Þetta verður þannig að núna fara allflest stærstu hótelin í þetta og svo fylgja hinir með. Það tekur kannski eitt eða tvö ár að koma þessu yfir en þetta er eitt- hvað sem markaðurinn inun síðan kalla á, ferðaskrifstofur og fleiri.“ - Þetta er þá væntanlega eitthvað sem liótel og gististaðir ættu að geta nýtt sér í markaðssetningu, til dæmis þeir sem fá margar stjörnur? „Já, ég myndi segja það. En það getur ver- ið betra að vera með gott þriggja stjörnu hótel heldur en lélegt fjögurra stjörnu hótel. Þetta'hjálpar hótelunum í þeirra stefnumót- un, um það hvernig þau vilja vera." - Sérðu fyrir þér að innanfárra ára verði þetta kerfi komið í notkun hjá nánast öll- um hótelum og gististöðum hér á landi? „Já, ég geri það,“ - IIi i -íijö-iucp.Ó/ .mad íríúóöJR'iu un i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.