Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 11

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 11
Xfc^HT' LAVGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Kohl er úti í kuldamim Angela Merkel, framkvæmdastjóri CDU, deifir athyglinni frá fjármála- hneykslinu meö dreifiblöðum þar sem hækkun bensínskatta er gagnrýnd. Helmut Kohl er í vondum málum. Helmut Kohl, heiðurs- formaður CDU og fyrr- verandi kanslari Þýskalands, lætur ekki sjá sig á mikilvægum áramótafundi Hokks- ins. Wollgang Schauble, flokksfor- maður Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, sagði í gær að tímabili Helmuts Kohls hefði endanlega lokið með kosningaó- sigrinum í september 1998. Jafn- framt sagði Scháuble að skilyrðis- laust verði að upplýsa allt sem varðar greiðslur til flokksins sem Kohl tók við en Iét ekki bókfæra með eðlilegum hætti. Því fyrr sem botn fæst í þau mál öll því betra - bæði iyrir flokkinn og reyndar líka fyrir Kohl, segir Schauble. Schauble sagði í viðtalinu í gær að ábyrgðin á þessum reiknings- færslum utan við bókhald flokks- ins liggi alfarið hjá Kohl sjálfum. „Hver formaður ber sjálfur ábyrgð á verkum sínum,“ sagði Scháuble. „Það er augljóst að við getum ekki tekið á okkur ábyrgð á hlutum sem við vissum ekkert um.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Scháuble hefur opinberlega tekið með jafn afdráttarlausum hætti undir kröfur um að upplýsa verði málið til fulls og Kohl verði að taka afleiðingum þess. Mikil vin- átta hefur jafnan verið milli þeirra, og jókst um allan helming eftir að Scháuble varð fyrir morð- tilræði árið 1990. Hann hefur síð- an verið lamaður fyrir neðan mitti og farið allra sinna ferða í hjóla- stól. Kohl hefur haldið verndar- hendi sinni yfir Scháuble, sem fyrir sitt leyti hefur jafnan sýnt Kohl óskoraðan stuðning. Þangað til núna. Það er til marks um veika stöðu Kohls innan flokksins að hann lætur ekki sjá sig á tveggja daga áramótafund flokksins, sem hófst í gær og Iýkur í dag. Á þessum fundi er meiningin að vinna að stefnumótun og málefnavinnu, en Ijóst er að málefni kanslarans fyrr- verandi og heiðursformanns flokksins verða ekki langt undan. Angela Merkel, framkvæmda- stjóri flokksins, hefur gengið hvað harðast fram í því af flokksfélög- unum að gagnrýna Kohl. Með yf- irlýsingum sínum hefur Scháuble nú tekið undir með henni að mörgu leyti, jafnvel þótt flokksfor- ustan hafi samþykkt í upphafi fundarins í gær að ekki skyldi gera þá kröfu að Kohl hætti virkum af- skiptum af stjórnmálum, en radd- ir þar um hafa heyrst æ oftar und- anfarna daga. Forustunni er greinilega mikið í mun að forðast klofning í flokknum vegna máls- ins, því nóg er nú samt. „Kosningabaráttan verðux erfiðari“ Það er ekki síst í ljósi kosninga, sem brátt eiga að fara fram í tveimur þýskum samhandslönd- um, Slésvík-Holtsetalandi og Nor- drhein-Westfalen, sem flokks- hræður og -systur Kohls eru nú að Ieggja áherslu á að gagnrýna Kohl opinberlega og skapa meiri fjar- lægð milli hans og flokksins. Fjár- málahneyksli hefur tvímælalaust töluverð áhrif á kjósendur. „Kosningabaráttan verður erfið- ari,“ sagði Scháuble í viðtalinu við Die Welt. Opinber rannsókn á greiðslum til flokks Kristilegra demókrata, sem Kohl tók við á árunum 1993- 98 hófst síðastliðinn mánudag, en þann 16. desember síðastliðinn viðurkenndi Kohl að hafa tekið á móti 1,5 til 2 milljónum marka á þessu tímabili, eða jafnvirði um það bil 60 til 75 milljóna króna. Trúnaðarbrot Rannsóknin snýst um það hvort Kohl hafi brotið gegn lögum um starfsemi stjórnmálaflokka með því að gera forseta þingsins ekki fulla grein fyrir fjárframlögum til flokksins og þar með sekur um trúnaðabrot gagnvart flokknum samkvæmt 266. grein þýsku hegn- ingarlöggjafarinnar. Til þess að teljast brotlegur í skilningi lag- anna skiptir engu máli hvort Kohl hafi sjálfur hagnast á fénu, sem hann tók við en færði ekki rétt til bókar. Hins vegar telst hann ekki brotlegur nema hann hafi jafn- framt valdið flokknum Ijárhags- Iegu tjóni með gerðum sínum. Lög um starfsemi stjórnmála- flokka leggja þá skyldu á herðar forystu flokkanna að gera ár hvert forseta þýska sambandsþingsins grein fyrir fjárframlögum til flokk- anna. Kohl hefur játað að hafa ekki gert það að fullu, og það kost- ar flokkinn sektir til ríkisins og að auki verður hann að hluta til af Ijárframlögum frá ríkinu. Vill peningana til baka Á fimmtudaginn gerðist svo það, að Karlheinz Schreiber, 65 ára gamall þýskur vopnasali sem er búsettur í Kanada, sagðist vilja fá til baka peningaupphæð, sem nemur rúmlega 1,1 milljón marka, eða um 40 milljónum ís- Ienskra króna. Schreiber lét þessa upphæð af hendi árið 1991 í Sviss og Ienti hún í höndum trúnaðar- manna Kohls en komst aldrei inn í opinbert bókhald flokksins, eins og Schreiber segir nú að hann hafi ætlast til, enda væri þetta hugsað sem stuðningur við flokk- inn. Það var rannsókn á skattsvikum Schreibers og hugsanlegri vopna- sölu sem leiddi til þess að upp komst um leynireikninga Kohls í byrjun nóvember. Söfnirn til aö draga úx skaðanum Eftir sem áður á Kohl sér þó dygga stuðningsmenn innan flokksins. Félagar hans í Neðra- Saxlandi hafa t.d. hafið söfnun til stuðnings Kohl og hvetja alla flokksmenn til þess að Ieggja tíu mörk inn á „samstöðureikning". Ef allir skráðir flokksmenn, alls 630.000 talsins, leggja sitt af mörkum telja forsvarsmenn söfn- unarinnar að nægilega há upphæð fáist til þess að bæta flokknum upp þann Ijárhagslega skaða sem Kohl hefur valdið honum. Kohl var formaður flokksins í 25 ár og kanslari Þýskalands í 16 ár, eða frá 1. október 1982 til 26. október 1998, lengur en nokkur annar kanslari Þýskalands frá stríðslokum. ílffiílTT- i LnuuU HEIMURINN Hóta heilögu stríði INDÓNESÍA - Tugþúsundir múslima á Indónesíu hóta kristnum mönnum á Mólúkkaeyjum hcilögu stríði. Múslimar líta svo á að kristn- ir íbúar á Mólúkkaeyjum beri alfarið ábyrgðina á óeirðunum þar, sem brutust út fyrir u.þ.b. ári, en meira en þúsund manns hafa látist í átök- unum sem eru á milli múslima og kristinna manna. í Jakarta, höfuð- borg Indónesíu, hótuðu múslimar því að senda þúsundir manna í heil- agt stríð til Mólúkkaeyja ef stjórnvöldum á Indónesíu tekst ekki að koma í veg fyrir ofbeldið á eyjunum innan eins mánaðar. Trúarleiðtogi flúinn frá Tíbet INDLAND - Fimmtán ára trúarleiðtogi Tí- betbúa er flúinn til Indlands, en hann telst vera þriðji æðsti trúarlegi Ieiðtogi lands- manna í Tíbet og ber titilinn Karmapa og er sá 17. í röðinni. Orgyen Trinley Dorje er leið- togi einnar af stærstu trúardeildum tíbetsku búddatrúarinnar. Hinn 15 ára leiðtogi fór fót- gangandi yfir Himalajaljöllin til Indlands líkt og Dalaí Lama gerði á sínum tíma, og er nú kominn til Dharamsala þar sem hann hitti Dalaí Lama að máli. Utlagastjóm Tíbets hef- ur aðsetur í Dharamsala. Rússar berjast í suðrinu RUSSLAND - Hernaður Rússa í Grosní, höfuðborg Téténíu, hefur ekki gengið jafn vel og rússneskir ráðamenn töldu sjálfum sér og al- menningi trú um, og hefur manntjón rússneska hersins aukist jafnt og þétt síðustu daga. Rússneski herinn hefur því gripið til þess ráðs að draga úr áherslunni á að ná Grosní og herða þess í stað árásir á skæru- Iiðana í suðurhluta Téténíu. íslömsku skæruliðarnir hafa suðurhluta Iandsins enn á valdi sínu, en þar er fjalllendi og erfitt um vik fyrir rúss- neska herinn að athafna sig. Orgyen Trinley Dorje, trúarleiðtogi Tíbeta sem flúinn er til Indlands. ELD sðtn Vandaðar, fallegar. Ótrúlega hagstætt verð. -MDflÐÚRVAL- Clintpn kemur til bjargar BANDARÍKIN - Friðarviðræður Israelsmanna og Sýrlendinga, sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana, voru í gær komnar í sjálf- heldu eina ferðina enn og sá Bill Clinton Bandaríkjaforseti sig til- neyddan til þess að blanda sér í viðræðurnar og freista þess að miðla málum til þess að koma þeim af stað aftur. Hvernig sú tilraun tókst var ekki ljóst seinni partinn í gær. Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, og Farouk al-Sharaa, utanríkisráðherra Sýrlands, hafa átt ákaflega erfitt með að koma sér saman um í hvaða röð deilumál ríkjanna eigi að koma til umræðu. Sýrlending- ar vilja aðallega ræða um Gólan- hæðir en Israelsmenn vilja láta öryggismálin vera í forgangi í við- ræðunum. Jeltsín hélt upp á jólin í Betlehem ISRAEL - Boris Jeltsíns, fráfar- andi förseti Rússlands, hefur ver- ið í heimsókn í Israel undanfarið og meðal annars rætt þar við rússneska Gyðinga, sem eru fjöl- mennir í Israel. I gær brá Jeltsín sér svo á jólaguðsþjónustu í Bet- lehem, en rússneska rétttrúnað- arkirkjan fylgir enn gamla stíl, þ.e. júlíanska tímatalinu sem not- að var áður en gregorska tíma- talið var tekið upp í kaþólskum og lúterskum löndum fyrir 3-400 árum. Samkvæmt gamla stíl var 25. desember í gær, og hittist svo á að í gær var einnig síðasti dag- ur föstumánaðar múslima, rama- dan. Alvarlegur vatns- skortur í vændum Sérfræðingar alþjóðlegrar vatns- nefndar telja að alvarlegur vatns- skortur muni verða um heim all- an eftir aldarfjórðung, en talið er að þá verði vatnsþörf jarðarbúa um það bil 40% meiri en hún var um miðjan áratuginn. Sérfræð- ingarnir telja að Iífssldlyrði á jörð- inni versni gífurlega vegna vatns- skorts ef mannkynið bætir ekki ráð sitt og fer að umgangast þessa mikilvægu náttúruauðlind með öðrum hætti en hingað til. Skýrsla nefndarinnar verður lögð fram á alþjóðlegri ráðstefnu um vatn, sem haldin verður í Haag í Hollandi um miðjan mars. Verð frá 69.900. PFAFF f HeimilisUvkjm 'erslmt Grensásvegur 13-108 Reykjavík - Sími 533 2222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.