Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 2
 2 —LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu: Dómsmálaráðherra og allsherj- arnefnd þingsins ættu að skoða lagaákvæðið og velta fyrir sér breytingum. Myndin er úr Barnahúsinu. FRÉTTIR Enn óvist um framtíð Bamahúss. Samviniia Bamavemdarstofu og dómstólaráðs um málþing. „Það eina sem við vitum um er að það rignir yfir okkur stuðn- ingsályktunum," segir Bragi Guðbrandsson forstjóri Barna- verndarstofu spurður frétta af málefnum Barnahúss. Hann Barnaverndarstofu biða eftir formlegu svari við erindi sem sent var dómstólaráði fyrir um tveimur mánuðum, þar sem þeim tilmælum var beint til dómstólaráðs að það setti leið- beinandi reglur fyrir dómara þar sem í væri fólgið að skýrslutaka af börnum yngri en fjórtán ára færi fram í Barnahúsi en á móti myndi það lána sfna sérfræðinga hvert á land sem er til að taka skýrslur af börnum á aldrinum fjórtán til átján ára. Bragi viðurkennir þó að með tilkynningu dómsmálaráðs á dögunum hafi því crindi ef til vill verið neitað f raun, en þó ekki með afdráttarlausum hætti að hans mati. „Það er bent á það f fréttatilkynningu dóm- stólaráðs að það geti ekki sett bindandi reglur fyrir dómara og við gerum okkur grein fyrir því, en ég held hinsvegar að það mæli ekkert gegn því að dóm- stólaráðið beini slíkum tilmæl- um til dómara." Ekki logandi strið Bragi leggur áherslu á að ekki sé í gangi „logandi stríð“ milli Barnaverndarstofu og dómstóla- ráðs. „Eg legg mjög mikla áher- slu á að við reynum að finna við- unandi niðurstöðu í málið," seg- ir Bragi en segir að vissulega sé til staðar efnislegur ágreiningur. Hins vegar segir hann að spurn- ing sé hvort ekki þurfi hreinlega að taka til baka breytingu sem gerð var á lögum síðastliðið vor, þar sem dómurum var gert að annast skýrslutöku af börnum sem sætt hafa kynferðislegu of- beldi. „Það er dálítið athyglisvert að Dómarafélag Islands lagðist mjög gegn þessari lagabreytingu þegar hún var gerð, ásamt ríkis- saksóknara og lögreglustjóranum í Reykjavík, svo dæmi sé tekið,“ segir Bragi og bendir á að því hljóti að vera efni til þess af hálfu dómsmálaráðherra og alls- herjarnefndar þingsins að velta málinu fyrir sér og skoða umrætt Iagaákvæði. Dómstólaráð og Barnavernd- arstofa vinna nú að því í samein- ingu að undirbúa málþing þar sem meðal annars verða fengnir erlendir sérfræðingar til að fjalla um skýrslutöku af börnum. - HI Risamjrí Borgarbíó „Við töldum rétt að tryggja það að á Akureyri yrðu áfram tvö bíó,“ segir Einar Valdimarsson framkvæmdastjóri Háskólabíós, en Háskólabíó hefur tekið hönd- um saman við Skífuna, Laugar- ásbíó og Stjörnubíó um rekstur Borgarbíós á Akureyri. Ætlunin er að setja upp THX- kerfi í Borgarbíói en að öðru leyti verður rekstur þess að mestu óbreyttur að sinni. Þó hafa þegar verið teknar upp 5, 7, 9 og 11 sýningar. Einhverjar hugmyndir eru um breytingar en Einar segir ekki tímabært að upplýsa þær að sinni. Hann seg- ir hugsanlegt að þegar fram líði stundir muni bíóinu verða lokað í einhvern stuttan tíma en síðan opnað aftur með pompi og prakt. Jóhann Norðfjörð fram- kvæmdastjóri Borgarbíós segir stöðu Borgarbíós styrkjast mikið við þessa breytingu. „Við erum með fleiri myndir og frá fleirum en nokkru sinni fyrr. Þessir jarl- ar ætla að auka vegsemd Borgar- bíós,“ segir Jóhann, en hann verður áfram framkvæmdastjóri Borgarbíós. - Hí Kringlaii of litíl! Ekki er nægjanlegt pláss í Kringlunni og hefur nú verið óskað eftir leyfi til að inn- rétta fataverslanir I lagerhúsnæði. Lager fataverslana í íymtm skemmtistaða í kjaUara Krmglunn- ar. Betri nýting á verslunarplássi. Eignarhaldsfélag Kringlunnar hefur nýlega fengið leyfi bygging- arfulltrúa til að koma fyrir lager lyrir fataverslanir í því húsnæði sem áður var notað fyrir skemmtistað í kjallara suðurhúss Kringlunnar. Þarna er um að ræða 800 fermetra húsnæði sem skemmtistaðurinn Amma Lú og fleiri slíkir voru til skamms tíma. Það er fyrirtækið NTC sem rekur margar verslanir í Kringlunni og meðal annars þekkt fyrir verslun- ina Sautján sem nýtir megnið af þessu húsnæði undir fatalager. Betri nýting Einar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, vill þó ekki meina að þessi ráðstöfun sé til marks um það að Kringlan sé þegar orðin of lítil. Sem kunn- ugt er þá stækkaði Kringlan um fleiri þúsund fermetra í haust sem leið þegar ný viðbygging var tekin í notkun. Hann segir að þetta sé hinsvegar hluti af þeim breytingum sem orðið hafa á Kringlunni í framhaldi af stækk- uninni. Þá sé þetta einnig liður í því að verslanirnar geti nýtt sem best það rými sem þær hafa fyrir sjálfa verslunina f stað þess að hluti þess sé notaður undir lager. Þessi nýting á kjallaranum þýðir Iíka að ekki sé gert ráð fyrir að nota það húsnæði undir skemmtistaði sem á sínum tíma voru reknir þar með misjöfnum árangri. - GRH Rækja á Flænimgjagmiim Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra gaf í gær út reglugerð um rækjuveiðar íslenskra fiski- skipa á Flæmingjagrunni á árinu, það er veiðar á samningssvæði Norðvestur-Atlantshafs fiskveiði- stófnunarinnar, NAFO. Þeim fiskiskipum sem hafa aflamark á Flæmingjagrunni á árinu 2000 og uppfvlla önnur skilyrði til að fá veiðileyfi þar, er heimilt að veiða samtals 9.300 lestir af rækju á hafsvæðinu. Hér t'r iim bráðabirgðaákvörðun áð ræða og mun ákvörðun um Árni M. Mathiesen. heildarmagn verða endurskoðuð síðar á árinu, þegar endanlegar^ upplýsingar um rækjuveiðar allra samningsþjóðanna að NAFO á Flæmingjagrunni á árinu 1999 hafa borist ráðuneytinu. Þessi bráðabirgðaákvörðun nú er mið- uð við leyfilegan heildarrækju- afla íslenskra fiskiskipa á Flæm- ingjagrunni á síðasta ári, sem var einnig 9.300 lestir. - HI 62% óttast verðbólguskrið Samkvæmt spurningaleik Dags á fréttavef Vísis.is þá voru 62% þeirra sem þátt er óttuðust verðbólguskrið í kjölfar verðhækkúnar á mjólk og mjólkurafurðum. Þeir sem éngar áhyggjur höfðu eru þvf 38% þeirra sem svöruðu spurningunni. Ný spurning Dags hefur verið sett á vefinn og hljóðar hún svo: „Telurðu að Vatneyrardómurinn verði staðfestur í Hæstarétti?" Slóðin er sem fyrr www.visir.is Aflamark skarkola hækkar Sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, hefur ákveðið að hækka aflamark á skarkola úr 3.000 tonnum í 4.000 tonn á yfirstandandi fiskveiðitímabili. í kjölfar úttektar Hafrannsóknastofnunar síðastliðið vor, þar sem mögulegt var í fyrsta sinni að beita aldursaflagreiningu, kom í ljós að stofninn hefur minnkað verulega. Til þess að stuðla að hraðri uppbyggingu stofnsins var ákveðið að lækka kvótann úr 7.000 tonnum í 3.000 tonn. Þessi mikli niðurskurður hefur gert veiðiskipum erfitt fyrir þar sem meðafli af skarkola er meiri en þessu nemur. - GG Memmtgarverðlaiiii Visa Menningarverðíaun Visa Island voru af- hent í vikunni, alls að upphæð tvær milljóna I<róna. Hér eru verð- launahafarnir saman- komnir. Frá vinstri eru það Karl Sigur- björnsson biskup, en Þjóðkirkjan var verð- launuð fyrir framlag til þjóðmenningar og almenningsheilla, Frá afhendingu verðlaunanna. mynd: þúk Helgi Björnsson, jarð- eðlis- og jöklafræð- ingur, lýrir Iramlag til vísinda, Guðjón Friðriksson, rithöfundur og sagnfræðingur, fyrir framlag tii ritlistar, Garðar Cortes, fyrir framlag til sönglistar, og loks koma leikararnir úr Fjórum hjörtum, þeirÁrni Trýggvason, Bessi Bjafna"sön, Gurinár 'EýjóJFsson ogmffílc Háralds- son, sem verðlaunaðir voru fyrir framlög sín til leiklistarinnar. wisir^is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.