Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 12
12- LAVGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 Úrvalslið „eldri“ landsliðsmanna gegn KA „Atli verður tekinn úr umferð,“ sagði Ami Stef- ánsson, liðsstjóri KA-manna í handbolta um stjörnuleik sem verður í KA-heimilinu í dag á milli úrvalsliðs „eldri“ landsliðsmanna og KA. Sannkallaður afmælisleikur því Atli Hilmarsson heldur upp á nýlegt fertugsafmæli sitt, alveg óvart á afmælisdegi KA! Atli riíjar væntanlega upp gömul „flug“ fyrir utan punktalínu, ásamt kjarnanum úr stjörnulið- inu frá HM í Sviss 1986 og má þar nefna „gaml- ingja“ eins og Sigga Sveins, Kristján Arason, Sig- urð Gunnarsson, Pál Ólafsson, Gunnar Bein- teinsson og mögulega verður Guðmundur Guð- mundsson einnig með. Þorgils Óttar Mathiesen verður líka með en er slæmur í hné þannig að væntanlega stjórnar hann liðinu. Einnig verða með gamlir félagar Atla úr Fram, þeir Egill Jóhannesson, Jón Árni Rún- arsson og Hermann Björnsson. Þá verður „gamlinginn" úr KA lánaður til stjörnuliðsins en „hann verður ungur í þessu liði“ sagði Atli um Erling Kristjánsson. Stefán Arnaldsson mun væntanlega dæma leikinn, sem verður í KA- heimilinu klukkan 17 í dag og er aðgangseyrir 300 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn. Það eina sem gæti sett strik í reikninginn er ef ekki verður flugfært norður en þá er bara að vona það besta. - Hl Atli Hilmarsson þjálfari KA og afmlæisbarn - verður tekinn úr um- ferð! Nýársmót fatlaðra í dag Nýársmót fatlaðra bama og unglinga í sundi, fer fram í Sundhöll Reykja- vfkur í dag og hefst kl. 15:00. Þátttakendur á mótinu eru börn og ung- lingar 17 ára og yngri frá félögum fatlaðra í Reykjavík, Hafnarfirði, Akra- nesi, Selfossi og Borgarnesi. Heiðursgestur mótsins verður Björn Bjarna- son, menntamálaráðherra, en hann afhendir í lok mótsins viðurkenning- ar til allra keppenda og sérstök verðlaun til þeirra sem verða stigahæstir. Magalending Mandiester United DavidBeckham, leikmaður Manchester United og Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri liðsins, fengu báðir að líta rauða spjaldið, þegar United náði 1-1 jafntefli gegn mexíkanska liðinu Necaxa í íyrsta leik B-riðiIs heimsmeistamóts félagsliða í Rio de Janeiro í Brasilíu í fyrrakvöld. Eins og svo oft áður lét David Beckham ýmis- legt fara í taugarnar á sér í leiknum, sem endaði með því að uppsafnaður pirringur braust svo út í fólskulegu broti á Mexíkananum Milian rétt fyrir leikhlé. Beckham, sem var að missa Milian fram hjá sér, gerði sér lítið fyrir og sparkaði í læri hans og Iá hann eftir á vellinum. I kjölfarið var Alex Ferguson, sem undanfarna daga hefur látið allt og flest alla fara í taugarnar á sér, síðan vikið af varamannabekknum, eftir að hafa kvartað og kveinað í starfsmönnum vallarins og síðan eftirlits- dómara leiksins. Að hans mati var það leikmönnum mexíkanska liðsins að kenna að Beckham var vikið af velli, en ekki dekurdregnum sjálfum. „Þeir voru að beijast um boltann og Mexíkaninn lenti undir. Það er því honum að kenna að Beckham var rekinn af velli,“ sagði Ferguson, scm gerir allt til að verja Beckham, minnugur leiðindanna sem fylgdu í kjöl- far atviksins þegar strákur fékk að líta rauða spjaldið í leiknum gegn Argentínu á HM í Frakklandi. Sá draugur fylgir Beckham ennþá og á eflaust eftir að magnast töluvert eftir þetta atvik í Rio. Mexíkanarnir mun betri United mátti þakka fyrir jafnteflið í leiknum, en Iítill heimsmeistarabrag- ur var á leik liðsins á meðan mexíkönsku Ieikmennirnir léku mun betur. Necaxa náði verðskuldaðri forystu á 15. mínútu Ieiksins, þegar Montecinos vippaði boltanum yfir Mark Bosnich í markinu bcint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Eftir að staðan var 1 -0 í hálfleik fékk Necaxa tækifæri til að bæta við marki á 57. mínútu þegar Alex Aguinaga lét Bosnich verja frá sér illa tekna vítaspyrnu. Það sama gerðist hjá Dwight Yorke þegar hann lét gamla brýnið Hugo Pineda, markvörð Necaxa verja frá sér víti á 80. mín- útu. Yorke borgaði þó fyrir mistökin tveimur mínútum seinna, þegar hann skoraði jöfnunarmark United eftir undirbúning Ole Gunnars Sol- skjærs. Góð byrjim bjá Vasco da Gama Það var ölfu léttara yfirleik Vasco da Gama gegn ástralska liðsinu South Melbourne, þar sem Vascko vann 2-0 sigur með mörkum Felipe og snill- ingsins Edmundos, sem bæði voru skoruð í seinni hálfleik. Felipe skor- aði með þrumuskoti af 30 metra færi og ekki var mark Edmundos síðra, en hann tók boltann Jaglega á bringuna áður en hann sendi hann í net- ið fram hjá ástralska markverðinum. Margir biðu spenntir eftir að sjá samvinnu þeirra Romarios og Ed- mundos hjá Vasco da Gama, sem að undanförnu hafa varla talast við eft- ir leiðindi sem upp komu með brasilíska landsliðinu. Þeir virðast þó hafa tekið gleði sína aftur því þeir sáust faðmast eftir að Romario hafði klúðr- að dauðafæri frá Edmundo. Antonio Lopes, þjálfari Vasco sagði eftir leildnn að hann hefði verið erfiður. „Astralimir spiluðu mjög vel. Þeir em ekki tekniskir en spila skipulagðan bolta,“ sagði Lopes. Vasco mætir Manchester United í dag og þá tekur David Beckham út eins Ieiks bann sem hann hefur þegar verið dæmdur í, auk smá sektar. Sir Ferguson, verður heldur ekki á bekknum, en hann fékk Iíka eins leiks bann fyrir fýlukastið í fyrrakvöld. David Beckham. ÍÞROTTIR Á SKJÁNUM Laugard. 8. jan. íþróttir Kl. 14:00 íþróttaanáll 1999 Handbolti Kl. 16:1 5 Leikur dagsins 1. deild kvenna Stjarnan - Víkingur Körfubolti Kl. 12:00 NBA-tiIþrif Fótbolti Kl. 14:45 Enski bikarinn Fulham - Wimbledon Fótbolti KI. 20:05 HM félagsliða Man. United - Vasco da Gama Sunnud. 9. jan. Skíði Kl. 11:00 Heimsbikarinn Frá heimsbikarmótinu í Cham- onix. Svig karla fyrri umferð. Seinni umferð kl. 12:00. Körfubolti Kl. 12:20 NBA-leikur vikunnar Fótbolti Kl. 13:45 Enski bikarinn Man. City - Leeds KI. 15:55 Enski bikarinn Arsenal - Leicester Kl. 19:25 ítalski boltinn AC Milan - Roma Ameríski fótboltinn Kl. 21:25 Ameríski fótboltinn Farið yfir helstu atriði og leikreglur. KI. 21:55 NFL-deiIdin Seattle - Miami ÍÞRÓTTIR UM HELGINA Laugard. 8. jan. ■ handbolti Urvalsdeild kvenna KI. 16:15 Stjarnan - Víkingur Kl. 16:30 Grótta/KR - ÍR KI. 16:30 UMFA - Valur 2. deild karla Kl. 14:00 Breiðablik - Fjölnir ■ KÖRFUBOLTI 1 ■ deild karla Kl. 16:00 Breiðablik - Stafholtst. Kl. 16:00 Þór, Þorl. - Höttur Renaultbikar karla Kl. 16:00 Haukar - Selfoss Renaultbikar kvenna Kl. 16:00 Grindavík - ÍS ■ blak 1 ■ deild kvenna IG. 14:00 Þróttur N. - Þróttur R. Sunnud. 9. jan. ■ HANDBOLTI Urvalsdeild kvenna Kl. 20:00 Haukar - Valur ■ körfubolti 1. deild karla Kl. 15:00 Stjarnan - ÍV Kl. 14:00 Selfoss - Höttur Renaultbikar karla Kl. 20:00 Hamar - KR Kl. 20:00 KFÍ - Njarðvík Kl. 20:00 Tindastóll - Grindavík Renaultbikar kvenna Kl. 18:00 Tindastóll - KR ■ blak 1. deild kvenna Kl. 14:00 Þróttur N. - Þróttur R. -ÐMjur HWA RllN £ 0 Laugard. kl. 15 og 18.40. Sunnud. kl. 15 og 18.40. Mánud. kl. 18.40. Laugard. kl. 21. Sunnud. kl. 21. Mánud. kl. 21. RÁÐHÚSTORGl VRm SÍMl 461 4666 I HX Laugard. kl. 23.15. Sunnud. kl. 23.15. Mánud. kl. 23.15. The 13th Warrior Laugard. kl. 16.50,18.50, 21 og 23.15. Sunnud. kl. 16.50,18.50, 21 og 23.15. Mánud. kl. 16.50,18.50, 21 og 23.15. Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio Laugard. kl. 17,19,21 & 23 Sunnud. ki. 17,19,21 & 23 Mánud. kl. 17,19, 21 & 23 Laugard. kl. 15 Sunnud. kl. 15 KE Laugard. kl. 15 og17 Sunnud. kl. 15 og 17 Mánud. kl. 17 53E augard. kl. 19, 21 og 23 uiinud. kl. 19, 21 og 23 íánud. kl. 19, 21 og 23 nnfooLBYj nniooLBYi D 1 G I T A L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.