Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 - 9 FRÉTTIR -Oagur T>Mptr_ Þar sem ftiður rfldr er kölsld að verki Torfi Hjaltalin Stefánsson, prestur á MöðruvöHum í Hörg- árdal ákvað í vikunni að láta af preskap í Hörgárdal frá 1. júní. í viðtali ræðir hann veruna á MöðruvöU- um, samskiptin við sóknarhömin og presta, hlutverk og skipulag kirkjunnar og fleira. I Hörgárdal eru fjórar sóknir en á Möðruvöllum er stundaður bú- skapur og segir Torfi að hann sé með um 150 ferfætta sauði. En tímasetningin ráðist að því að hann vilji ekki fara frá fermingar- börnum. Hann telur sig vera meiri kennimann en bónda og segist tæplega halda áfram bú- skap. „Eg held að ég sé svo sem enginn sérstakur bóndi. Eg er bú- inn að vera það mikið í fram- haldsnámi, að ég tel mig vera fullfæran á við aðra presta að stunda prestskap. Ég held því að ég sé enginn pokaprestur. Það var einn sóknarnefndarmaðurinn sem sagði sem svo að ég væri ekki mjög mikill pokaprestur. Hann er vanur að vera spar á hrósið bless- aður, og því orðaði hann þetta svona.“ Kærleiksríkt bod I nóvembermánuði fékk séra Torfi áminningu frá biskupi um að hann þyrfi að bæta ráð sitt og fór hann þá fram á rökstuðning frá biskupstofu sem hann fékk um miðjan desember. „Þar er sagt að mörg sóknarbörn hafi leyst sóknarband og að mörg sóknar- barna leiti annað um prestverk. Almennt kirkjulegt starf sé óvið- unandi og að ég njóti ekki trúnað- ar sóknarbarnanna. Þá átti ég að gæta háttsemi minnar og fram- komu jafnt í starfi sem utan þess og ná eðlilegu ástandi í presta- kallinu fyrir 1. mars. Bréf um þetta fékk ég 15. des- ember en í hyrjun desember hafði ég að sent bréf til séra Péturs Þórarinssonar, prests í Laufási, um athöfn sem fór fram hérna um jólin, sem átti að vera helgi- stund fyrir þá tuttugu sóknarleys- ingja sem leystu sóknarband í september. Samkvæmt lögum um sóknarbandsleysingja þá eiga þeir rétt á að fá afnot af kirkju og að kjörprestur þeirra sjái um slíkt og því höfðu þeir rétt á þessari at- höfn um jólin. Eg skrifaði til Pét- urs og sagði að honum stæði kirkjan að sjálfsögðu til boða, en ég færi fram á það að hann myndi ekki auglýsa athöfnina opinber- lega, heldur einungis láta boð út ganga meðal sóknarleysingjanna. Hann svaraði með því að senda bréf til biskups þar sem hann kvartaði yfir mér og sendi Ijósrit af mfnu bréfi með. Eg fékk þessi gögn í hendurnar-af-tiJviIjun þeg- ar ég fór fram á áðurnefndan rök- stuðning. Þá skrifaði ég bréf til biskups og fór fram á að þessi at- höfn, þann þriðja í jólum, yrði ekki auglýst, og taldi það vera brot á Iögunum um leysingu sóknarbands frá 1882 ef það yrði gert. Sem svar fékk ég tilkynn- ingu í gegnum prófastinn að ann- aðhvort segði ég tafarlaust af mér embætti en fengi að sitja á Möðruvöllum á Iaunum fram til vors, eða að mér yrði tafarlaust sagt upp. Mér var sem sé stillt upp við vegg vegna frekar lítilla saka. Ég vildi þó ekki þiggja þetta góða boð um að sitja hérna á launum fram á vor sem einhver ölmusumaður. Þess vegna bauðst ég til að segja upp frá og með 1. júní, með því skilyrði að ég fengi að starfa hérna sem prestur þang- að til. Biskupsmenn þáðu þetta boð enda varla hægt annað. Ef ég hefði hætt svona rétt fyrir jólin hefði það þýtt að messuhaldið hér á jólum hefði alit verið í upp- lausn. Ég veit reyndar ekki af hverju það kom allt í einu þessi mikla harka í málið, ég hafði jú fengið þriggja mánaðar frest, nema ef það hafi verið vegna bréfs til bisk- ups í sambandi við þessa athöfn séra Péturs hér á staðnum. Ég tel það mjög líklegt. Séra Pétur lof- aði reyndar sjálfur seinna að aug- lýsa ekki þessa athöfn, en tók fram að hann gæti ekki komið í veg fyrir að sóknarleysingjarnir auglýstu hana. Sú fullyrðing er þó mjög hæpin þar sem yfirleitt eru það prestar sem auglýsa messurnar, enda er það skýrt í lögum um leysingu sóknarbands og afnot af kirkjum að það eru prestarnir sem ráða afnotum, en ekki sóknarbörn eða sóknarleys- ingjar. Síðan kom dreifimiði í sveitina þar sem tekið var fram að allir væru boðnir velkomnir. Meira að segja mér var boðið og fannst mér það reyndar mjög kærleiksríkt af þeim.“ Skipulagsleysi dregur úr fnunkvæði Torfi segir vandamálið á Möðru- völlum eiga sér þann uppruna að þegar hann kom á staðinn fyrir rúmum tíu árum hafi tveir fyrir- rennarar hans verið stárfandi prestar inni á Akureyri. Annar hafi verið fæddur og uppalinn í prestakallinu. Þeir hafi haldið áfram að sinna prestverkum á Hörgárdal. „Vandamál mitt þegar að ég kom hingað var að ég náði ekki almennilega að kynnast sóknarbörnunum vegna þessa og ég tel að réttur minn að fá að þjóna þeim hafi verið tekinn frá mér.“ - Telurðu að þú sért lagður í ein- elti? „Nei ekki endilega, ég tel að þetta mál eigi sér miklu dýpri rætur. Orsökin er deilur innan kirkjunnar um skipulagsmál hennar. Það er vandamálin innan kirkunnar um sóknarbönd eða sóknarskipun. Vandamálið er að það er engin regla til í þjóðkirkj- unni lengur um hvort að þú eigir að leita til sóknarprests um prestsverk eða ekki. I Reykjavík er það þannig að fólk veit yfirleitt ósköp lítið um hver sóknarprestur þess er og einnig lítið um hver sóknarkirkja þess er. Samt borgar fólk sóknargjöldin sín til sóknar- kirkjunnar og í þetta starf sem fer þar fram. Svo leitar það til ein- hvers prests sem það þekkir, en -ekki- - -sóknarprestslns.- Þetta Mér finnst kirkjan eiga erfitt með að vinna faglega og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Hún spilar hlutina svolítið eftir eyranu, það er frekar að hún bíði eftir því hvað kemur frá fólkinu en að vera sjálf mótandi, “ segir séra Torfi Hjaltalín Stefánsson sóknarprestur á Möðruvöllum. ástand hefur verið að færast út á Iand, sérstaklega hingað til Akur- eyrar og nágrennis," segir Torfi. I júní árið 1996 svaraði siða- nefnd Prestafélagsins fyrirspurn sem Torfi sendi henni um starfs- „Auðvitað er það eðli prestsembættisins að boða aUt sem Kristur sagði, ekld aðeins fyr- irgefninguna heldur líka gagnrýnina. „Vei yður, þér bræsnarar, þér eruö að iniian eins og kalkaðar grafir.“ Þetta sagði hann þd fólk vHji gleyma því.“ vettvang sóknarpresta. í svarinu kemur fram að nefndin telur meginregluna eiga að vera þá, að sóknarprestur annist prestsþjón- ustu fyrir sín sóknarbörn og að sá ruglingur sem kominn sé á þessi mál sé óviðunandi. Torfi vísar í þetta álit og segir að skipan Þjóð- kirkjunnar sé smám saman að riðlast. „Siðanefndin talar um al- mennar illdeilur í söfnuðum vegna -þessa skipulagsleysis og nefnir sem dæmi að prestar sem hafi látið af embætti séu með fleiri jarðarfarir en þjónandi sóknarprestar. Þá kemur fram í álitinu að skírnir fari í vaxandi mæli ekki fram í söfnuðum við- komandi. Þannig að þessi safnað- arvitund, sem skírnin á að vissu leyti að höfða til, er ekki til stað- ar. Einnig tala þeir um að það sé niðurlægjandi fyrir presta, sér- staklega úti á landi, að það sé gengið í þeirra prestsverk. Þeir nefna og að þetta skipulagsleysi dragi úr frumkvæði presta. Þar eiga þeir við að prestar veigri sér við að koma í heimsókn til fólks, þar sem andlát hefur átt sér stað, því að þá sé litið svo á að þeir séu að snapa sér prestsverk. 1 stað þess að litið sé svo á að við séum að skyldustörfum, enda erum við skyldugir að annast okkar sóknar- börn. I siðareglum presta kemur fram að prestar eiga að virða starfsvett- vang hvers annars og ekki koma inn í prestakall annars prests og vinna prestsverk þar. Siðanefndin hafði áhyggjur af því að ef sókn- arprestar færu að mótmæla þessu, þá væri hætta á að þeir yrðu flæmdir úr embætti. Síðan skorar siðanefndin á óviðkom- andi presta sem leitað er til að benda á sóknarprestinn og þann- ig sé háegtmð leysa vandamálið.11- Tap fyrir kirkjiuia Torfi veit ekki hvað tekur við núna en segir að sér standi ekki til boða að starfa innan kirkjunn- ar. „Ég er svosem gjaldgengur í prestsstörf innan hennar, því það er ekki búið að svipta mig hemp- unni. Eg efast þó um að ég starfi þar áfram og ekki er mér boðið neitt. Eg fæ ekki að þýða norska skýrslu og ekki fæ ég embætti er- lendis eins og sumir hafa fengið.“ - ITvað áttu við þegar að þú seg- ir að það séu engir bitlingar í boði? „I rauninni meina ég ekkert leiðinlegt með því. Það er nauð- synlegt fý'rir kirkjuna að geta fært menn til í starfi þegar upp kemur ágreiningur um prinsippmál. Kerfið innan kirkjunnar er bara þannig að menn verða að fara í baráttu um þau embætti sem eru laus og það er erfitt fyrir mann sem hefur lent í átökum í starfi. Þetta er slæmt því kirkjan er sú stofnun sem ætti að taka mann- úðarlegar á starfsmönnum sínum en aðrar stofnanir og ganga á undan mcð góðu fordæmi. Hún ætti helst allra stofnana að geta leyst svona mál.“ Torfi segist hafa fyrir löngu óskað eftir tilfærslu í starfi þar sem ljóst hafi verið að málin hafi verið í klemmu sem aldrei myndi Iagast að fullu. Hann hafi þó aldrei fengið tilboð um annað starf innan kirkjunnar þrátt fýrir að hafa mjög góða framhaldsmenntun og þónokkra reynslu af prestskap og gæti því unnið ýmislegt fyrir kirkjuna ef kirkjan vildi. „Mér sýnist að ég sé að hrökklast úr þjónustu hennar. „Síðaxt kom dreifi- miði í sveitina þar sem tekið var fram að allir væru boðnir vel- komnir. Meira að segja mér var boðið og fannst mér það reynd- ar mjög kærleiksríkt af þeim.“ Ég tel það vera tap fyrir hana, því ég er búinn að vera í námi sem hún hefur borgað að hluta." - Það hafa verið deilur innan kirkjunnar og talað um Svart- stakka, telst þú til þess háps? „Ég veit eiginlega ekki hverjir þessir „svartstakkar" eru. Það orð tengist eiginlega einum manni öðrum fremur, Siguröi Sigurðar- syni vígslubiskupi í Skálholti. Meðan Olafur Skúlason var bisk- up og Geir Waage formaður Prestafélagsins var visst valda- jafnvægi innan kirkjunnar. Þá var til stjórnarandstaða og meiri um- ræða um hlutina. Síðan breyttist þetta þegar Karl Sigurbjörnsson varð biskup og stuðningsmaður hans, Helga Soffía Konráðsdóttir, formaður prestafélagsins." Torfi segir umræðuna hafa minnkað og prestastéttin orðin að halelúja- kór, þar sem þeir sem nöldra eitt- hvað lendi úti í horni. „En ég hef heyrt f sambandi við síðustu bisk- upskosningar að séra Sigurður hafi fengið jafnmörg atkvæði meðal presta og séra Karl. Ef það er rétt þá telst helmingur presta til þessara svartstaklía. Menn eru einnig að tala um að stuðnings- rnenn Sigurðar séu óðum að hrökklast úr starfi innan kirkj- unnar.“ Kirkjan á að móta þjóðina Torfi segist ekki endilega vera í opinberri andstöðu við forystu kirkjunnar en hins vegar sé hann óánægður með að ekki skuli tekið á ákveðnum málum. „Mér finnst kirkjan eiga erfitt með að vinna faglega og eiga erlitt með að taka ákvarðanir. Hún spilar hlutina svolítið eftir eyranu, það er frekar að hún bíði eftir því hvað kemur frá fólkinu en að vera sjálf mótandi. Kannski halda menn að það sé eðli þjóð- kirkjunnar'áð vera þannigi Það er PJETUR ST. ARASON aftur á móti til önnur skilgreining á þjóðkirkju. I Svíþjóð er talað um að kirkjan sé þjóðin. Þá er það kirkjan sem mótar þjóðina. Ég fylgi þeirri línu, það er að kirkjan eigi að móta þjóðlífið en ekki öfugt, ekki að þjóðlífið eigi að móta kirkjuna. Ég tel það sé í meira samræmi við lútherska guðfræði, sem er auðvitað okkar guðfræði. Ég tel að það eigi að vera Orðið, fagnaðarerindið, sem að eigi að móta kirkju og þjóð. Annars er hætt við að kirkjan geti ekki gagnrýnt samfélagið,“ segir Torfi og bætir við að þó herra Karl Sigurbjörnsson biskup sé mikill kennimaður þá fylgi hann ekki eftir í praktík því sem hann boðar. Biskup sé með of mikið af fólki í kringum sig sem vinnur stjórnsýsluverkin fyrir hann og krikjan sé að verða heilmikið lagabákn. Prestar verða að hafa sann- færingn Sjaldan veldur einn þegar tveir deila en Torfi segir að ekki sé hægt að fara fram á það við prest að hann láti alltaf undan. „Lúth- er sagði að prestar í embætti væru bæði persóna og embættis- maður. Sem persóna eigi hann alltaf að láta undan en þegar menn standa vörð um embætti sitt þá gildi allt annað. Presturinn hlýtur að hafa einhverja sannfær- ingu sem hann vill standa fastur á og verður að hafa einhverja sannfæringu til þess að geta verið persóna, geta verið manneskja. Ef maður heldur fast við sann- færingu sína og vill hafa áhrif þá leiðir það til árekstra. Það er ansi mikil rola sem aldrei segir neitt eða gerir neitt sem er andstætt einhverjum. Ég er heldur ckki sammála því að presturinn eigi alltaf að sætta menn og að hafa alla góða. Hann þarf að geta sagt meiningu sína. Hann verður að geta boðað Orð- ið. Þá þarf hann að feta í fótspor Krists. Kristur var ekki hara að boða kærleika. Hann boðaði líka stríð eða ófrið. Einn texti sem Ies- inn er á annan í jólum fjallar um þetta. Þar kemur fram að Kristur hafi ekki komið til þess að boða frið heldur sundurþykki, að móð- ur verði sundurorða við dóttur og fleira í þeim dúr, og að orð hans muni hafa þessi áhrif. Fólk þarf að taka afstöðu með eða á móti því sem Kristur hefur að segja. Því hann hafði ákveðinn boðskap fram að færa. Presturinn verður að flytja þennan boðskap áfram. Lúther sagði að ef það ríkir friður og sátt í trúarsamfélaginu þá geti menn verið vissir um að þar er Kölski að verki. En þcgar ófriður er og ósemja, þá er guðsorð boð- að. Orðið er beitt ef það er notað rétt og boðað rétt. Kristur var krossfestur fyrir að gangrýna samtíð sína. Fólk snerist frá hon- um og valdi Barrabas. Auðvitað er það eðli prestsembættisins að boða allt sem Kristur sagði, ekki aðeins fyrirgefninguna heldur líka gagnrýnina. „Vei yður, þér hræsnarar, þér eruð að innan eins og kalkaðar grafir.“ Þetta sagði hann þó fólk vilji gleyma því. Jesú var ekkert atvinnugóð- menni eins og prestunum er ætl- að að vera. Hann var það alls ekki. Hann var gagnrýninn og fékk því fólk upp á móti sér.“ Torfi hefur setið í tíu ár á Möðruvöllum og segir að ekki sé laust við eftirsjá. „Þetta er náttúr- lega nokkuð góður staður, enda mikið höfuðból. Hér hefur gerst mikil saga. Ég á ágætis vini hérna og kann vel niig á Norðurlandi. Bjarni Thorarensen amtmaður og skáld sagði, þegar hann kom hingað á Möðruvelli á síðustu öld, að það að vera á Möðruvöll- um væri eins og að vera amtmað- ur yfir eintómum höfðingjum. Það er að mörgu leyti gott að vera hér. Hér er loftslag mjög gott, hér er fallegt og staðarlegt. Þetta er ágætis prestakall enda sóttum við um fjórir þegar ég var valinn. Það verða því eflaust nógir til að sækja, þó menn séu hálfhræddir að koma í þennan suðupott. Hér hefur nefnilega ýmislegt gerst. Það er ekki bara ég sem hef lent í vandræðum. Hér hafa menn ver- ið hraktir úr embætti áður, skóla- stjóri rekinn og prestur hrökklast úr embætti á sjöunda áratugnum. Ég held að fólk verði aðeins að fara að hægja á sér hérna ef það vill halda í embættismennina." „Lúther sagði að efþað ríkir friður og sátt í trúarsamfélaginu þá geti menn verið vissir um að þar er Kölski að verki. .....En þegar ófriðuf er og ósemja, þáer guðsqrð boðað, Orðið er þeitt efþað er notaðréttog boðað rétt“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.