Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 08.01.2000, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 X^HT- FRÉTTIR Kristján til ÚA Gengið hefur verið frá ráðningu Kristjáns Aðalsteinssonar sem sölu- og markaðsstjóra hjá UA, sem cr nýtt starf hjá félaginu. I til- kynningu frá UA, sem barst Verð- bréfaþingi í gær, segir að unnið hafi verið markvisst að því undan- farin misseri að byggja upp mark- aðs- og þróunarsvið félagsins. Ráðning Kristjáns er liður í því uppbyggingarstarfi og hefur hann störf hjá UA í lok febrúar nk. Með- al fyrri starfa Kristjáns má nefna að hann var eitt sinn framkvæmda- stjóri Sæplasts á Dalvík. Síðast var hann framkvæmdastjóri frysti- geymslunnar Kuldabola í Þorláks- höfn. — BJB Nýr Iðnskóli í Hafnarfirði Nýtt skólahúsnæði Iðnskólans í Hafnarfirði verður vígt í dag; laug- ardag, að Flatahrauni 12. Þetta er fyrsta skólahúsnæðið á lslandi sem byggt er í einkaframkvæmd að undangengnu útboði. Til þessa hefur skólinn starfað á tveimur stöðum, að Reykjavíkurvegi 74 og í verknámshúsi við Flatahraun, sem nú verður rifið. Nýja húsið er tæplega 4.500 fermetrar að stærð. Verktaki var ístak en arkitektar eru Hilmar Þór Björnsson og Finnur Björgvinsson. Kennsla hefst í skólanum næsta mánudag. Jakob yfir Orkusjóði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra hefur ákveðið að flytja Orku- sjóð til Akureyrar og hefur Jakob Björnsson bæjarfulltrúi á Akureyri verið ráðinn framkvæmdastjóri. Hlutverk Orkusjóðs er að stuðla að hagkvæmri nýtingu orkulinda ís- lands með fjármögnun grunnrann- sókna á sviði orkumála annars vegar og fjárhagslegum stuðningi við ýms- ar framkvæmdir hins vegar. — HI Nýr spjaUvefur á Vísi.is Nýr spjallvefur, Fókusspjall, var opnaður á Vísi.is í gær. Þar verður boðið upp á umræður um kynlíf, tónlist, kvikmyndir og íþróttir. Fók- usspjallið er þannig byggt upp að netverjar koma fyrst inn í „anddyri" spjallsins þar sem þeir geta valið sér fjögur „herbergi" þar sem þeir geta látið ljós sitt skína eða notið birtu annarra! Vísismenn fengu val- inkunnt fólk til að opna vefinn í gær; leikarana í Englum alheimsins, Geir Sveinsson handboltakappa, Möggu Stínu og Pál Oskar. Geiríálverið Hæfi hf., undirbúningsfélag um byggingu álvers í Reyðarfirði, hef- ur ráðið Geir A. Gunnlaugsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Geir er doktor í vélaverkfræði frá Brown University í Bandaríkjun- um. Hann starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Marel hf. en lét af störfum þar í lok síðasta árs. Full- trúar eigenda Hæfis hafa undan- farna mánuði unnið að nánari greiningu verkefnisins og i frétta- tilkynningu segir að Geir hafi verið ráðinn til að efla það ferli. „Stefnt er að því að endanleg ákvörðun um hvort farið verði út í byggingu ál- vers í Reyðarfirði liggi fyrir síðla vors eða snemma sumars. Það er markmið íslensku aðilanna sem að undirbúningnum standa að bjóða langtíma fagfjárfestum þátttöku í verkefninu þegar að undirbúningi er lokið, verði niðurstaðan sú að byggja álverið," segja þeir, Hæfis- menn. Borgarbúar nærri 110 Jnxsiuid Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru íbúar Reykjavíkur 109.795 hinn 1. desember sl., en voru 108.362 á sama tíma árið áður. íbúum hefur því fjölgað um 1.433 á einu ári. Arið 1989 voru fbúar í Reykjavík 96.727. Síðastliðinn áratug hefur íbúum borgarinn- ar fjölgað um 13.068 manns, eða 13,5%. Breiðholt er enn stærsta hverfi borgarinnar með um fimmtung borgarbúa, en 1989 bjuggu þar um 25% íbúanna. I Reykjavík er nú búið við 694 götur, við 692 árið 1998 og 634 árið 1989. Hraunbær er fjölmennasta gata borgarinnar eins oa mör« undanl’arin ár. Þar búa 2.351 manns, um 30 færri en árið 1989. Miklar deilur hafa að undanförnu staðið á Húsavík vegna sameiningar Fiskiðjusamlags Húsavlkur og Ljósafells og er kæra vegna bæjarstjórnarfundar angi afþví máli. S veitarstj ómarlog brotin á Húsavík? Sj álfstæðisflokkur- iiin á Husavík hefur sent erindi til Félags- málaráöuneytis og fer fram á úrskurð um hvort fundur sem haldinn var í bæjar- stjóm Húsavikur 21. desember sl. hafi ver- ið löglegur Málið snýst um fjarveru Gríms Kárasonar, eins af aðalbæjarfull- trúum meirihluta H-listans, á þessum fundi. A fundinum var tekist á um sameiningu Fiskiðju- samlags Húsavíkur og Ljósavík- ur í Þorlákshöfn sem meirihlut- inn hefur barist fyrir. Stefnt er að hluthafafundi sem tekur ákvörðun um sameininguna í kringum 20. janúar næstkom- andi, en minnihluti bæjarstjórn- ar hefur viljað láta skoða málið betur fyrir hluthafafundinn. Ljóst var fyrir bæjarstjórnar- fundinn 21. desember að Grím- ur væri ekki samstíga félögum sínum í meirihlutanum í þessu máli og talið líldegt að hann myndi styðja tillögur minnihlut- ans, sem fjölluðu meðal annars um að nýta forkaupsrétt bæjar- ins á hlutabréfum í FH og einnig um að láta gera faglega og óháða úttekt á stöðu FH og Ljósavíkur og samrunaferli fyrirtækjanna. Grímur mætti hinsvegar ekki á fundinn og varabæjarfulltrúi í hans stað og allar tillögur minni- hlutans voru því felldar af sam- stíga meirihluta. Sjálfstæðis- menn telja að ef Grímur hefði mætt á fundinn eins og honum bar skylda til og fylgt sannfær- ingu sinni, þá hefðu tillögur þeirra náð fram að ganga. Hon- um hefði því einfaldlega verið meinað að mæta á fundinn vegna skoðana sinna. Akvörðun Gríms Kristján Asgeirsson, oddviti H- listans, segir í samtali við Dag að það hafi verið ákvörðun Gríms að mæta ekki á fundinn, enda að sjálfsögðu ekki hægt að meina honum það frekar en öðrum réttkjörnum aðalfulltrúum. I upphafi samstarfs Alþýðuflokks og Alþýðubandalags og óháðra í H-listanum, hefði verið gert samkomulag sem miðaði að því að viðhalda einingu listans í ákvarðanatöku í stórmálum sem snertu heildarhagsmuni bæjar- búa. Þannig að ef einn af fimm fulltrúum meirihlutans hefði aðra skoðun í slíkum málum en félagar hans fjórir, þá myndi við- komandi einstaklingur ekki taka þátt í afgreiðslu á málinu, til að riðla ekld samstöðu meirihlut- ans. „Lýðræðið ræður sem sé innan meirihlutans," segir Krist- ján. Lög brotin Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í bæj- arstjórn, segir að menn vilji ein- faldlega fá úr því skorið hvort sveitarstjórnarlög hafi verið brot- in á þessum fundi, þegar einn bæjarfulltrúi mætti ekki án þess að geta borið við Iögboðnum for- föllum eins og þau eru skilgreind í lögunum. „Umræddur bæjar- fulltrúi var í vinnu á fundartím- anum og það höfum við fengið vottað. Hann var því ekki löglega forfallaður.“ Dagbjört segist ennfremur telja að landslög hljóti að vera æðri og vega þyngra en einhverj- ar innbyrðist samþykktir mciri- hluta H-listans sem hafi ekkert lagalegt gildí. „Við viljum fá það á hreint hvort sveitarstjórnarlög hafa verið brotin í þessu tilviki og ef það kemur á daginn, þá er fundurinn ólöglegur og allt það sem tekið var fyrir á fundinum ólöglegt," sagði Dagbjört. Stonnur í vatnsglasi? Kristján Asgeirsson telur málið storm í vatnsglasi. „Allan þann tíma sem ég hef verið í bæjar- stjóm á Húsavík, hefur aldrei tíðkast að gera þyrfti grein fyrir forföllum bæjarfulltrúa. Vara- bæjarfulltrúar hafa einfaldlega mætt og engir gert athugasemd- ir við það fyrr en nú.“ Og Krist- ján kveðst ekki sjá að það komi félagsmálaráðuneytinu nokkurn skapaðan hlut við hvernig menn kjósa að standa að ákvarðana- töku í bæjarstjórn Húsavíkur eða hvaða ástæður liggi að baki ákvörðunum einstakra bæjarfull- trúa um að mæta ekki á fundi í bæjarstjórn. — JS Iðnaður á uppleið Nær fjórðungs aukning útfluttra iðnaðarvara á árinu (jan./nóv.) hressir heldur upp á bágborinn vöruskiptajöfnuð, sem síst veitir af, þar sem útflutningur sjávar- afurða er nú 2 milljörðum (2%) minni. Yfir helminginn af 11 milljarða auknu útflutningsverð- mæti fengum við samt fyrir flug- vélar og skip sem seld hafa verið úr landi. Útflutningsverðmæti iðnaðar- vara var 34 milljarðar í nóvem- berlok, 6,3 milljörðum meira en fyrir ári. Aukningin er mest (28%) í álinu, sem hefur skilað 21 milljarði í ár og er 13,6% alls útflutnings. En menn hafa líka „spítt í Iófana“ í almennum iðn- aði, sem vaxið hefur meira en fimmtung milli ára, í 10,4 millj- arða. Þjóðin var heldur hófsöm í innflutningi í nóvember, sem var ekkert meiri en ári áður, svo vöruskiptajöfnuður var m.a.s. réttu megin við strikið í mánuð- inum. Frá áramótum vantar þó 22 milljarða á að útflutnings- tekjurnar nægi fyrir innflutn- ingnum, sem var kominn í 155 milljarða í nóvemberlok, 4% meiri en í fyrra. — HEl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.