Dagur - 22.01.2000, Side 6

Dagur - 22.01.2000, Side 6
22 - LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 Hver er staðan? Mikil umræða hefur verið í gangi að undan- förnu um stöðu ís- lenska karlalandsliðs- ins í handknattleik, sem nú tekur þátt í úr- slitakeppni EM í Króa- tíu. Sitt sýnist hverjum, en flestir virðast á þeirri skoðun að liðið eigi þar ekki mikla möguleika. Það er ljóst, þrátt fyrir minni væntingar en oft áður, að fólk gerir ákveðnar kröfur til ís- lenska handknattleikslands- liðsins í úrslitakeppni EM í Króatíu og draumurinn um sæta sigra blundar í mörgum. Þeir bjartsýnustu vænta þess að liðið tryggi sér sæti bæði á HM í Frakklandi á næsta ári og einnig á OL í Sydney í haust, en þeir svartsýnustu ____ búast við að liðið komi heim með öngulinn í rassinum. Einn maður stendur þó teinréttur upp úr efasemdunum, en það er Þorbjörn Jens- son, landsliðsþjálfari, sem sagði fyrr í vet- ur að strákarnir ættu eftir að koma á óvart í keppninni. Til að ræða málin, um stöðu boltans og væntingar í Króatíu, hafði Dagur sam- band við þá Alfreð Gíslason, Geir Hall- steinsson og Hilmar Björnsson, sem allir hafa mikla reynslu af landsliðsmálum. Al- freð og Geir sem leikmenn til margra ára og Hilmar sem þjálfari. Fjárvana hreyfing Hilmar Björnsson, kom tvisvar á þjálfara- ferli sínum að þjálfum Iandsliðsins. Fyrst á árunum 1968-1972 og svo aftur á árun- um 1980-1983. Hann segir að þróunin í boltanum undanfarin ár beri þess merki að hreyfingin sé fjárvana. „Það á ekki bara við um HSI, heldur lfka félögin. Allir bestu Ieikmennirnir fara erlendis og fé- lögin sem ala þá upp fá lítið sem ekkert fyrir sitt uppbyggingarstarf. A móti þurfa félögin svo að borga þeim leikmönnum sem eftir eru heima ýmsar sporslur, auk þess sem erlendir leikmenn á fullum launum eru fengnir til að fylla í skörðin. Þessir leikmenn eru að spila lykilhlutverk með félögunum og halda þar af leiðandi ungum og efnilegum strákum á bekkn- um. Ef við gefum okkur að þessir útlend- ingar séu tíu þá er það Ijóst að tíu færri Islendingar eru á uppeldisstöðvum bolt- ans. Þetta er þróun sem er okkur engan veginn til framdráttar og á eftir að skaða okkur,“ segir Hilmar. Landslið íslendinga í handknattleik sem nú keppir á EM í Króatiu. upp í boltanum, sem eru þeir Olafur Stefánsson, Dagur Sig- urðsson og Patrekur Jóbannes- son, en bæði Patrekur og Dagur hafa átt í meiðslum og það gæti sett strik í reikninginn. A góðum degi eru þessir leikmenn á heimsmælikvarða og á því bygg- ist vonin. Svo er það spurningin um Duranona, sem virðist koma illa undan jólum. Hann getur unnið leiki á góðum degi, en mér sýnist hann sé ekki í sínu besta formi þessa dagana. Það veikir liðið líka mikið að þeir Bjarki Sigurðsson ogAron Krist- jánsson skuli ekki vera með. Miðað við þetta ástand og þann stutta undirbúningstíma sem liðið fékk þá tel ég raunhæft að ná þriðja til fjórða sæti í riðlin- um. Ég tel möguleikana gegn Svíum og Bússum litla sem enga, en töluverða gegn Dön- um, Slóvenum og Portúgölum ef sjálfstrausið verður í lagi.“ Innra starfið ekki gott „ Innra starfið hefur eldd verið nógu gott, þar sem gamli skuldadraugurinn er enn að íþyngja mönnum. Það má aldrei slaka á í uppbyggingunni, hún þarf sífellt að vera í gangi, annars fáum við það í bakið eftir á. En framtíðin er björt og við eigum fullt af ungum of efnilegum leikmönnum bæði stráka og stelpur sem sýna mikinn áhuga. Þessu fólki verum við að sinna og skapa þeim verkefni í yngri landsliðunum. Það er framtíðin," sagði Geir. Vona það besta Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburg í Þýskalandi, sem Iék með Iandsliðinu á ár- unum 1980-1993, sagðist vona það besta fyrir strákana. „Þeir eru að fara í hörku- keppni við sterkustu þjóðir heims, sem verður mjög erfið. Þeir hafa margir verið mjög óheppnir með meiðsli í vetur og hafa sumir átt í öðrum vandræðum hjá liðum sínum hér í Þýskalandi. Ekki síst skytturn- ar, sem er mjög slæmt fyrir okkur, þar sem þær hafa yfirleitt verið okkar helsta tromp í stórkeppnum. Eg tel okkur vera vel setta með Olaf Stefánsson og vandamálið þá frekar vinstra megin og á miðjunni, þar sem bæði Dagur og Patrekur hafa verið meiddir og því ekki í besta formi. Tobbi er þó með góðan hóp í höndunum og spurn- ing hvort honum tekst að ná upp stemmn- ingu. Hann hefur verið að gera góða hluti og þessi kjarni er nú kominn með það góða reynslu að hann ætti að geta staðið sig. Ég hefði ekki stórar áhyggur af þessu ef allir væru í lagi, en þar sem ástandið er eins og það er, þá getur auðvitað brugðið lil heggja vona.“ Ungir miðað við Svía „Ég er ekki sammála því sem heyrst hefur að kominn sé tími á endurnýjun í liðinu. Ég tel aftur á móti að það sé alveg á réttu róli og ef við miðum okkur til dæmis við Svía, þá er liðið nokkuð ungt og kjarninn á besta aldri. Það sem vantar uppá er frekar innra starfið heima. Lítið er gert fyrir bolt- ann og landsliðið er í hálfgerðu svelti. Það skelfir mig því að hugsa til framhaldsins ef dæmið gengur ekki upp í Króatíu. Þá Iiggur í raun ekkert annað lyrir en byrja upp á nýtt, sem gæti reynst okkur erfitt. Þessi keppni er okkur því mjög mikilvæg og strákarnir verða að fá góðan stuðning. Það þekki ég frá mínum landsliðsferli, en þá félik landsliðið mun meiri athygli og stuðn- ing en strákarnir eru að íá í dag. Að mínu viti er Tobhi að spila vel úr því sem hann hefur og ég vona bara að þeir standi sig. Ef allt smellur saman þá tel ég að þeir ættu góða möguleika á þriðja sætinu í riðlinum. En þa þurfa skvtturnar að hlómstra og vonandi hjálpar hungrið þar til," sagði Al- freð. -EK Jákvæð og neikvæð reynsla „Hvað varðar valið á landsliðinu, þá hefur mikið verið talað um reynslu. Hún getur verið mismunandi og hún getur bæði verið jákvæð og neikvæð. Ég tel einmitt að nokkrir af þeim leikmönnum sem spila er- lendis hafi ekki þá jákvæðu reynslu sem til þarf. Þeir hafa alls ekki fengið að spila nægilega mikið upp á síðkastið og verið meira og minna meiddir. Þetta kalla ég nei- kvæða reynslu sem er ekld nógu gott fyrir hópinn. Þess vegna hefði ég talið heppi- legra að velja fleiri leikmenn f hópinn sem spila og standa sig vel hér heima, þó þeir hafi minni reynslu. Hún er þó alla vega já- kvæð,“ segir Hilmar. Spuming um getu „Þær væntingar sem gerðar eru til Iiðsins í dag geta hins vegar verið til góða. Þegar væntingarnar eru minni eins og nú virðist vera, hafa þær áhrif á spennustigið hjá leikmönnum, sem getur haft góð áhrif þeg- ar í slaginn er komið. Þetta er þó alltaf spurning um getu, hún verður að vera til staðar. En ég er viss um að allir reyna sitt besta, það gera allir á svona stórmótum og þá er það spurningin hvort getan er næg og hvort menn ganga heilir til skógar. Við verðum þó að horfa jákvætt til keppninnar og standa með okkar mönnum, öðruvísi gengur þetta ekki. Raunhæf niðurstaða úr riðlinum er kannski fimm til sex stig og þriðja sætið. Við ættum að ráða við Dani og Portúgali, en verðum að passa okkur á tíu. „Það litla sem ég sá til liðsins fýrir EM, sem reyndar var aðeins æfingaleikur við I Iaf narfjarðarú rval í Kaplakrika, lofaði alls ekki góðu. Þar sá maður ákveðna veikleika hjá liðinu. Það er ljóst að Júlíus Jónasson og Geir Sveinsson skilja eftir sig skörð í varnarleiknum og eins var sóknarleikurinn engann veginn sannfærandi. Mér fannst þessi leikur svo skömmu fyrir keppnina, segja heilmikið um stöðuna. Lykilmenn eru alls ekki í nógu góðri leikæfingu og það vantaði heilmikið uppá bæði í vöm og sókn.“ Ragnar mesta efhið „Hvað varðar valið á liðinu þá er ég óhress með að Þorbjörn skyldi ekki hafa valið Ragnar Óskarsson í Iiðið. Hann er eitt mesta efnið í boltanum í dag og á skilyrðislaust að vera í hópnum. Ég er ekki sammála honum um að ekki sé hægt að nota nýliða í svona stórkeppnum. Ein- hvers staðar verða menn byrja og talandi um reynslu, þá verður hún ekki til á vara- mannabekknum í Þýskalandi. Ég hefði hiklaust skilið eftir tvo til þrjá leikmenn sem leika erlendis og hafa lítið fengið að spreyta sig og þess í stað valið stráka sem hafa verið að standa sig hér heima. Ég tel að það hefði verið betri blanda með kjarnanum og hefði frískað verulega upp á hópinn. Það hefði líka haft góð áhrif á boltann hér heima og gefið honum meira gildi,“ segir Geir. Alfreð Gíslason. Geir Hallsteinsson. Fræðslan í molum „Það er ljóst að við þurfum nú að staldra við og endurskoða allt innra starf hreyfingarinnar. Þar þarf að gera áherslubreytíngar og það gengur ekki að draga lappirnar öllu lengur. Fræðslu- málin eru í molum, bæði gagnvart þjálf- un og almennri kynningu á íþróttinni. Ekki síst landsbyggðinni, þar sem íþróttahúsin hrannast upp án þess að handboltinn fái þar næga athygli, segir Hilmar. „Undirbúnigur landsliðsins fyrir EM, endurspeglar einmitt vel þetta slæma ástand. Liðið fær engan veginn næg verkefni eða tíma til undirbúnings og ef við berum okkur saman við aðrar þjóðir sem eru með í keppninni, þá standa þær allt öðru vfsi að hlutunum. Enda er keppnin mjög mikilvæg þegar við lítum fram á veginn og hefur í raun allt að segja um verkefnin á næstunni, þar sem bæði er verið að keppa um sæti á Olympíuleikum og HM." Slóvenum. Ég tel nokkurn vegin vonlaust að vinna Svíana, en sé smá von á móti Rússum ef stemmningin verður í lagi,“ sagði Hilmar. Lofar ekki góðu Geir Hallsteinsson sem á II8 landsleiki að bald og skoraði í þeim alis 531 mark, hefur hæfilega mildar væntingar til liðsins í Króa- Hilmar Björnsson. Besti þríhymingurínn „Varðandi væntingarnar í Króatíu," segir Geir, „þá vil ég ekki vera svo svatsýnn að strákarnir muni ekki standa síg. Það er oft svo að þegar va*ntingarnar eru minni að þá gerast hlutirnir og ég er sannfærður um að þeir munu herjast. Við erum með í liðinu besta þríhyrninginn sem lengi hefur komið

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.