Dagur - 22.01.2000, Qupperneq 14
30
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000
Tkgpr
Skæð inflúensa hef-
ur lagt ófáa íslend-
inga í rúmið síðustu
vikurnar, en sóttin
er nú á undanhaldi.
Læknar vara við
úðalyfi og segja
bólusetningar sígilt
ráð. Er ný veirusótt á
heimsvísu í nánd?
„Bólusetningar gegn inflú-
ensu eru alltaf það sem
dugar best og því vil ég vara
við því að að notkun inflú-
ensulyfsins Relenza sé ein-
hver allshetjarlausn,“ segir
Ólafur Hergill Oddsson, hér-
aðslæknir á Norðurlandi. Sú
skæða inflúensuveira sem
„Óvíða ílöndum heims eru bóiusetningar við flensu meiri en einmitt hér og ég vil undirstrika
mikilvægi þeirra, “ segir Ólafur Hergiii Oddsson héraðslæknir á Norðuriandi hér i viðtalinu.
mynd: -sbs.
braggast eftir það
segir Ólafur að sjálf-
sagt sé fyrir fólk að
leita læknis.
Um veikindi eldra
fólks segir Ólafur
Hergill að bólusetn-
ingar gegn inflúens-
unni sé það sem hann
hafi tröllatrú á.
„Óvfða í löndum
heims eru bólusetn-
ingar við flensu meiri
en einmitt hér og ég
vil einmitt undirstrika
mikilvægi þeirra,“
segir hann og bæt
ir við að ekki sé
hægt sé að útiloka in-
flúensu þrátt fyrir
bólusetningu, en sótt-
in verði þó í flestum
tilvikum vægari þar
sem fólk myndi
mótefni eftir bólu-
setningu.
farið hefur einsog eldur í sinu yfir landið
hefur ekld síður gert usla á nyðra, en ann-
arsstaðar á landinu. Það er þó mat Ólafs
Hergils að veiran sé heldur á undanhaldi
þessa dagana.
Leggi þá í rúmið
Hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri voru
af völdum inflúensunnar skráð 86 tilfelli í
desember og rúmlega 300 það sem af er
janúar. Mun fleiri hafa þó lagst í rúmið af
völdum inflúensunnar en þessar tölur
gefa til kynna, því góðu heilli þurfa ekki
allir að leita Iæknis þó flensan leggi þá í
rúmið. En forföll fólks frá vinnu hafa ver-
ið mikil. KEA og dótturfyrirtæki þess eru
væntanlega fjölmennustu vinnustaðirnir á
Akureyri og segir Heiðrún Jónsdóttir,
starfsmannastjóri KEA, talsvert hafa verið
um forföll starfsfólks vegna inflúensu síð-
ustu daga og nokkrir aðrir atvinnurekend-
ur sem blaðið ræddi við hafa svipaða sögu
að segja.
Hiti, bólgur og ertingarhósti
Inflúensan illræmda sem leggur svo
marga í rúmið um þessar mundir er af A-
stofni og lýsir sér með hita á bilinu 38 til
41 stig. Fylgikvillar geta verið bólgur,
eins og til dæmis eyrnabólgur, barka-
bólgur, nefholubólgur, lungnabólgur og
ertingarhósti getur komið í kjölfar veik-
indanna. Óiafur Hergill segir að þegar
inflúensa hafi varað í einhverja daga fari
umræða um hana að verða almenn úti í
samfélaginu og í fjölmiðlum og þannig
fái margir upplýsingar um hvað gera
skuli. Inflúensan getur varað frá tveimur
og upp í sjö daga - en fari fólk ekki að
Margir hafa að undanförnu komið á Heilsugæslu-
stöðina á Akureyri og fengið þar sprautu gegn
innflúensu, en sprautan er það ráð gegn flensunni
sem læknar teija að virki best. Af myndinni mætti
ráða að fólkið væri á raftækjaútsöiu í ELKO.
mynd: -brink.
Hægt í sakirnar
Á síðustu dögum hafa borist fréttir um
nýtt lyf til varnar inflúensu sem er komið
á markað hérlendis. Relenza heitir lyfið og
er tekið inn í úðaformi. Fregnir bárust í
vikunni af því að landsliðsmenn í hand-
bolta hefðu fengið að taka Iyfið inn til þess
að þeir gætu frískir og fjörugir lagt í leik-
ferð til Króatíu, en Ólafur Hergill leggur
hins vegar áherslu á, að rétt sé að fara
hægt í sakirnar með notkun þessa nýja
Iyfs, þannig að það verði sem lengst gagn-
legur valkostur í glímunni við inflúensu. I
þessu sambandi má minna á, að ónæmi
sýkla gegn hinum ýmsu sýklalyfjum er vax-
andi vandamál í heiminum.
Af og til verður umtalsverð breyting á
erfðaefni inflúensuveirunnar og er spænska
veikin sem fór um heiminn 1918 til 1919
dæmi um slíkt, en 21 milljón manna lést í
þeim faraldri. Ef breytingar á inflúensu-
veirunni eru miklar er ekki viðnám fyrir
hendi hjá mannfólkinu og þá getur veikin
orðið að skæðri heimssótt. Slíkar breyting-
ar hafa orðið af og til á öldinni sem er að
líða, en ekki síðustu áratugina og óttast
margir þetta logn.
-SBS.
Vondu strákarnir
verða vinsælir
Árásargirni og uppreisnarandi geta orð-
ið til þess að manni er sparkað úr skól-
anum en þessir eiginleikar geta líka orð-
ið til þess að viðkomandi verður dáðasti
krakkinn í bekknum. Þetta hefur komið
í ljós í bandarískri rannsókn á vinsælum
krökkum í grunnskólanum. Bandarísk
grunnskólabörn dást nefnilega að eigin-
Ieikum eins og árásargirni, uppreisnar-
anda og andfélagslegri hegðun.
Um 450 krakkar í 52 bekkjum voru
fengnir til að nefna það hvaða lýsingar-
orð gilda um hvern bekkjarfélaga þeirra,
lýsingarorð og lýsandi nafnorð á borð
við samstarfsfús, leiðtogi, íþróttagarpur,
áflogahundur, feiminn og það flottast af
öllu: „kúl“. Nemendurnir voru einnig
fengnir til að gefa sjálfum sér einkunn
með lýsingarorðunum og kennarar voru
líka fengnir til að gefa hverjum og ein-
um einkunn í því formi.
Feiminn eða „kúl“ - það getur gert gæfumuninn.
Árásargirni = vinsæl?
Á grundvelli þessara einkunnagjafa
komust sálfræðingar að þeirri niðurstöðu
að tveir þriðju þeirra, sem teljast vinsæl-
astir, voru dæmigerð fyrirmyndar börn,
íþróttagarpar, samstarfsfús, dugleg að
læra og til fyrirmyndar í hegðun. Afgang-
urinn var hins vegar nöldrandi vanda-
málapakki með ófélagslega hegðun.
Það er athyglisvert að ekki eru öll árás-
argjörn börn vinsæl. Það þurfti eitthvað
annað til. Ef barn var til dæmis árásar-
gjarnt og feimið þá var það ekki vinsælt f
hópnum. Ef það var hins vegar árásar-
gjarnt og myndarlegt, árásargjarnt og
duglegt í íþróttum, árásargjarnt og vina-
legt, svo að eitthvað sé nefnt, þá féll það
í kramið...
-GHS
Trúboðar í röri
Parið þurfti nefnilega að vera grafkjurt meðan myndir voru teknar, og það tekur
meira að segja drjúgan tíma með svona ægilega mikilli tækni - óþægilegt fyrir
mjög æsta.
Kæru lesendur,
nú er ég stein-
hætt að sýna
vægð og eys
áfram yfir ykkur
tækniumfjöllun
með Iiffæra-
fræðilegu ívafi.
Örvæntið þó
eigi, undirrituð
heldur enn f ein-
hverja glóru og
lofar að setja ei-
Iítið blautlegri orð á prent að
viku liðinni. Nú er komið að því
að svipta hulunni af leyndardómi
innri kynfæra karls og konu í
þéttum trúboðasamförum (og
þessu hafa einhverjir beðið lengi
eftir). Nýlega var gerð feykisnið-
ug rannsókn þar sem nýjasta
tækni læknavísindanna var notuð
til þess að skoða einmitt þetta.
Fólk var fengið til að skríða inn í
rör og koma sér í trúboðastöð-
una, Iimurinn vel inn, og svo
voru teknar innri myndir með
tækni sem kallast á fínni íslensku
segulómun. Með þessu fengust
svo skýrar myndir af afstöðu
innri kynfæra og grinda trúboða-
fólksins, að nú finnst vísinda-
mönnunum málið bara klárað -
a. m. k. hvað trúboðann varðar.
En við vitum nú hvernig vísindin
geta hagað sér, við hlæjum iðu-
Iega að sannleik gærdagsins svo
að kannski er ágætt að hafa var-
ann pínulítið á og vera því viðbú-
in að skipta um skoðun, það er
ekki nema hollt.
Sjálfboðaliðar
En hvernig í ósköpunum fær mað-
ur fólk til að skrfða inn í rör og
byrja að ríða? I þessari rannsókn
voru það sjálfboðaliðar milli tví-
tugs og tæplega fimmtugs, á ann-
an tug para, sem hreinlega bauð
sig fram eftir að auglýst hafði ver-
ið eftir fólki til verkefnisins á sjón-
varpsstöð. Rannsakendur gerðu
sér grein fyrir því að kannski yrði
það erfitt fyrir suma þátttakendur
að ná kynferðislegri örvun við
þessar einkennilegu aðstæður svo
að þeir keyptu eitt glas af VIAGRA
og nokkrir karlanna nýttu sér Iitlu
bláu pillurnar til að herða stálið.
Konurnar máttu gjörasvovel að sjá
sjálfar um að rakastigið hækkaði
nægilega í þeirra innstu kimum.
Svo var riðið í röri en rörið var í
sérherbergi og rannsakendur
höfðu samband viðelskendurna
gegnum talstöð. Svona gæti sam-
tal hafa hljómað: „Jæja er hann
kominn inn“, „ Já, ahhm“, „Vin-
samlega hefjið samfarahreyfing-
ar“, „ah, oh, mmm, uh“, „Stöðvið
hreyfingar, nú verður fyrsta mynd-
in tekin“, „Djö uh, ókei“. Parið
þurfti nefnilega að vera grafkjurt
meðan myndir voru teknar, og það
tekur meira að segja drjúgan tíma
með svona ægilega mikilli tækni -
óþægilegt fyrir mjög æsta. Hluti
paranna náði fullnægingarsamför-
um í rörinu en ef það gekk ekki
upp var karlinn látinn skríða út og
konan látin klára dæmið ein síns
liðs, og auðvitað djúpmynduð á
meðan.
Til að vitna í
á góðri stund
Pörin fórnfúsu hafa nú lagt sitt
af mörkum við að færa lýðum eft-
irfarandi upplýsingar: Limurinn
tekur á sig lögun bjúgverpils í
trúboðasamförum. Um það bil
þriðjungur hans er f leggöngum
en restin liggur inn og aftur á við
í grindarholi karlsins. Limurinn
Iiggur f sömu stefnu og hrygg-
Iengja konunnar og kóngurinn
þrýstist milli blöðrunnar og legs-
ins, en ekki í átt að endaþarmi
eins og áður var haldið. Fram-
veggur legganga konunnar leng-
ist og legið lyftist og hallast aftur
á við, það stækkar ekki eins og
Masters og Johnson ályktuðu eft-
ir þreifingarannsóknir sínar.
Þessi staða Iegsins helst eftir að
fullnæging á sér stað en dvín á
ca. 20 mínútum.
Þakkir
Eg þakka þeim sem sendu mér
tölvupóst f vikunni og mun sann-
arlega taka til umljöllunar þau
efni sem lesendur óska eftir. Net-
fangið er kynlifspist-
ill@hotmaiI.com.
Ragnheiður Eiríksdóitir er
hjúkrunarfræðingur