Dagur - 22.01.2000, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 - 31
Tkyur.
íslenskir karlmenn hafa iðkað
glímu frá landnámi og segja
má að hún sé hin eina sanna
þjóðaríþrótt íslendinga. Það
er þó bara á síðustu árum
sem konur hafa ruðst inn á
glímuvöllinn og því fylgja nýj-
ar þarfir og ný tíska í glímu-
búningum.
Inga Gerða Pétursdóttir er 16 ára
menntaskólamær úr Mývatnssveitinni.
Hún hefur stundað glfmu frá því hún
var nfu ára og hefur sigrað á flestum
mótum síðustu árin, er því sannkölluð
Zið verðum öll í eins búningum í landsglímunni,
segir glímudrottning íslands
glímudrottning íslands. Á æfingum
klæðist hún bolum og buxum úr eig-
in fataskáp en í keppnum var
glímubúningur karlanna í HSÞ
lengi vel það eina sem kom til
greina.
„Karlabúningarnir eru með
hlírabolum og það bara hentar
ekki fyrir kvenfólk," segir Inga
Gerða. „Þessvegna fórum við stelp-
urnar í glímunni að huga að því að
hanna nýjan kvenbúning og hann var
síðan samþykktur af glímusambandinu.
Við höfðum hann með litlum ermum og
háan upp í háls, með rennilás í bakið.
Efnið er hálfgert sundbolaefni enda
þarf búningurinn að vera aðskorinn og
við höfðum hann í vínrauðum, grænum
og bláum lit. Það er aðeins öðruvísi en
gamli karlabúningurinn sem er rauður,
grænn og blár.
Karlmönnunum í HSÞ fannst þessi
nýi búningur okkar svo flottur að þeir
ætla að fara að fá sér nýjan og breyta
honum til samræmis við okkar. Hér eftir
verðum við öll í eins búningum sem
keppum í Iandsglímunni."
Mývetningar hafa lengi verið í farar-
broddi í íslensku glímunni. Faðir Ingu
Gerðu, Pétur Yngvason hlaut fimm
sinnum titilinn Glímukóngur lslands.
Hún á því ekki langt að sækja áhugann
og árangurinn.
Úr bókinni íslensk glíma
og glímumenn
I ritgerð eftir Mývetninginn sr. Þorstein
Pálsson sem uppi var frá 1806-1873
segir: „Til glímu er best að bera Iéttan
og rúman klæðnað, hafa þó fremur að-
heldin buxnahöld, eða vera gyrtur belti
um mitti og með innlenda skó á fótum.“
Og í kafla um annan Mývetning, sr.
Helga Hjálmarsson koma þessar upplýs-
ingar: „Klæddust menn þá sterkum bux-
um úr vaðmáli og tóku hver annan
glímutökum, svokölluðum buxnatökum.
Inga Gerða Pétursdóttir í glímubúningnum
nýja sem bún og vinkonur hennar hönnuðu.
Svona lítur gamli búningurinn út hjá HSÞ.
Gb'mubelti voru þá ekki til ogþekkt-
ust ekki.“
Á fyrstu Islandsglímunni á Akureyri
1907 var búningur glímumanna þannig:
„Buxur voru hvítar úr hálfstrigakenndu
efni, hnepptar fyrir neðan hné (með
þremur eða fjórum hnöppum). Að ofan
nenn klæddir peysu eða skyrtu.
Spennt var belti um mittið úr sama efni
og var í buxunum. Skórnir voru úr
mjúku leðri með þunnum sólum, hæla-
Iausir. Sumir voru með sauðskinnsskó á
fótum. Glímubelti þckktust þá ekki.“
„Ármenningar gengust fyrir gagn-
gerðri fegrun og umbótum á glímubún-
aði í íslenskri glímu. Hið sálræna hug-
arfar og yndi þessara ágætu glímu-
manna á glímu fann út hinn rétta
glímubúnað sem hæfði íþróttinni - ís-
lensku glímunni. Glímubúningurinn var
gerður úr prjónuðum samfestingi, hlýra-
bol og leistabrókum sem féll vel að lík-
amanum, með svarta sterka mittisskýlu
og með strigaskó á fóturn."
Vestmannaeyingar áttu sinn búning.
Svona er honum lýst árið 1913: „I eldri
flokknum var búningurinn þannig: Ljós
búningur úr teygjanlegu þunnu efni sem
féll þétt að Iíkamanum, en mittisskýlur
voru dökkar og voru þeir íleikfimiskóm og
með glímubelti. I yngri flokknum var
búningur þannig: Hvít léreftsskyrta og
hvítar léreftsbuxur er náðu rétt niður
fyri hné, svartir hnéháir ullarsokkar
og hvítbryddaðir sauðskinnsskór,
blásteinslitaðir. Aðvísu áttu ekki
allir glímubelti en þau voru lánuð
eftir þörfum.“ -GUN
I
fciDínl EBdí
a!Ss> v«rka^WjFkl. 13:00-1'Mlö
l ngiiphingajrd^i^i
1 1480 • www.l^ikfelagJj,
Sýningar kl. 20:00,
laugardagskvöld 22. janúar,
föstudagskvöld 28. janúar,
laugardagskvöld 29. janúar
Ath. takrnarkaður sýningarfjöldi!!
DV.
.... óborganleg söng
°S dansatriði sem
óttu ekki svo litinn
þcitt t hlátri
leikhúsgesta..,.
H.F.
eftirArnmund Backman
Mbl.
Blessuð jólin er sýning sem
hittir i mark ...gefur
áhorfendum kærkomið
tækifæri til að hlæja
hjartanlega...
Dagur:
Margt spaugilegra
atvika ber fyrir
augu og vckur
kátinu i
leikhúsgesta. J