Dagur - 22.01.2000, Side 16

Dagur - 22.01.2000, Side 16
32 - LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 X^tr Fluguveiðar að vetri (151) Maður eigin flugna Valið í „Tíuflugnaboxið" heldur áfram og nú er það enginn annar en sjálfur ritstjóri Veiði- mannsins, Gylfi Páls- son, sem hefur orðið. „Tíuflugnaboxið" hefur fengið mjög góðar við- tökur og nokkrir valin- kunnir veiðimenn sent inn tillögur sínar. Eins og minnuga lesendur rámar í er tíuflugnabox- ið hugsað sem eins og bókin sem maður myndi helst taka með sér á eyðieyju: það geymir þær 10 flugur sem veiði- maðurinn vildi helst hafa með sér til veiða á íslandi. Skilyrði er að hann velji saman flugur sem veiði lax, sjóbirting, bleikju og urriða. Engar smá flugur sem þarf til að sinna þessum veiðiskap! Þessi hugmynd er heimasmíðuð, en ekki ný, frekar en annað gott undir sól- inni. Bandarískt tímarit lét einu sinni velja „bestu“ flugur í öllum fylkjum Bandaríkjanna og fékk síðan valinkunna veiðimenn til að velja sex flugna box úr öllum tilnefningum. Hvað gerðist? Eng- inn hinna frægu veiðimanna valdi sömu sex flugurnar! Það þarf því ekki að koma á óvart að íslenskir veiðimenn fari í ýmsar áttir í vali sínu. En ætli Gylfi Pálsson sé ekki Iangt frá meðalhófinu í sérvisku? Hann útskýrir það sjálfur: 10 flugna box Gylfa: Gylfi segir: „Það er nú svo með mig að ég hef alla daga átt mjög erfitt með að taka við fyrirmælum, boðum og tilskip- unum, að ég ekki segi að hlíta lögum og reglum, og talið mér betur borgið með því að halda eigin leiðir. Því er svo einnig farið í vali á veiðiflugum, ég nenni helst ekki að fylgja uppskriftum. Til laxveiða nota ég, af eigin sköpun- arverkum, oftast Bleikálu, sem er með laxbleikum búk gerðum úr rayonþræði, svörtu skeggi og svörtum væng og síðan Grængolu sem hefur grænan búk en svart skegg og væng. Þó verð ég að segja að í bakhöndinni hef ég alltaf Sweep og Undertaker, núorðið hnýttan á silfur- öngul. í urriðaveiði brúkaði ég mest á Skott- urnar, brúna og gráa sem ég uppdiktaði er ég veiddi á urriðasvæðinu í Laxá í Þingeyjarsýslu. Þær eru einfaldlega straumflugur með silfruðum legg og sú brúna með brúnu, bekkjóttu íkorna- skotti f væng og gulu skeggi, hin með gráu íkornaskotti og bláu skeggi. Mest veiddi ég á langa Limerick-öngla númer 8 og 6. Eg hef svo sem ekki stundað sjóbirt- ingsveiði ýkja mikið en tvær flugur úr eigin smiðju hafa reynst mér vel, Apó- tekarinn og Organistinn. Hvort tveggja eru straumflugur, báðar með gylltum legg, litirnir í væng og skeggi þeirrar fyrrnefndu eru rauðgult og svart en grænt og gult í hinni síðarnefndu. Bleikjuveiðinni finnst mér mega skipta í tvennt, veiðar á staðbundinni bleikju og svo sjógenginni. Eg hef aðal- lega Iagt mig eftir sjóbleikjunni við norðurströnd landsins og veiði gjarnan í sjónum með sérlega gerðum spæni sem af sérstökum ástæðum nefnist Janny, eftir Janny Spies fyrrum ferðaskrifstofu- drottningu. En þegar bleikjan er komin í ferskvatn reyni ég fyrir mér með litlum straumflugum, og nefni ég þá tvær til sögunnar, Ljómalind sem er með gyllt- um legg, gulu skeggi, rauðfjólubláum innri væng og hvítum hænsnafjöðrum utan yfir. Hin er Huppa, búnaðurinn er sá sami nema hænsnafjaðrirnar eru svartar." Einfalt og gott Það sem manni verður fyrst á orði um flugur Gylfa er „einfalt og gott“. Fyrir mína parta eru þetta allt flugur sem spennandi væri að reyna. Undertaker er sjálfsagt meðal allra vinsælustu laxa- flugna á Islandi, en hef ekki heyrt um hana áður á silfurkrók, sem ég viður- kenni að virðist heillandi. Myndi veðja á hana. Þá eru sjóbleikjuflugurnar spenn- andi, og nefni ég sérstaklega þá sem mér þótt lofa góðu á pappírnum: Ljómalind. Rauðfjólublár innri vængur er einmitt nokkuð sem leggjandi er und- ir að veiði vel. Þá rifjast upp minning frá síðasta sumri er ég náði nokkrum góðum bleikjum á rauðfjólubláa prinsessu einhverja. Þegar ég opnaði bleikjurnar og tók innan úr þeim kom í ljós að himna við hrogn og svil var með nákvæmlega þcnnan sama lit og var í flugunni. Nánast ofskynjana-rauðfjólu- blá á lit. Er eitthvert samband þar á milli? Já. Eitthvert. Eg veit bara ekki hvert. Söguhornið í tilefni þess að fjöldi pistla nálgast nú 200 snúum við okkur að fróðleik hér í hinum nýja söguhorni fluguveiða að vetri. Um þessar mundir gælir maður við drauminn um fiska næsta sumars. Að mati Þingvallasérfræðings þáttarins er nú raunhæfur möguleiki á nokkrum 7-14 Þingvallaurriðum í þeim stofni sem er í vatninu. Og a.m.k. þrjár bleikj- ur komu upp úr vatninu í fyrra, 10 pund og yfir. Víðar eru líkur nokkrar á risasilungum, í Veiðivötnum og á sjó- birtingaslóðum, og náungarnir sem kunna á Eyjafjarðará glíma alltaf við 10 punda drauminn. Þvf miður fækkar óðum þeim laxveiðimönnum sem geta gert sér raunhæfa von um 20 pund og meira, hnignunin er slík. Og 30 pund- arinn er vísast alveg horfinn okkar dög- um. En hver eru metin hjá vinum okkar á Bretlandseyjum? Þar veiddist stærsti urriði sögunnar á stöng fyrir fjórum árum: rúm 25 pund. Stærsti regnboga- silungur Bretlands var aðeins pundi léttari. Mikilfenglegasti sjóbirtingur Breta veiddist 1992, rúm 28 pund. Stærsta bleikja Breta er rétt tæp 10 pund, veidd 1995. Og svo er það hinn goðsagnakenndi lax sem frú Ballantyne tók í Tay í Skotlandi, 64 pund, árið 1922. Þeir sem eiga leið um London ættu að kíkja við hjá Hardy á Pall Mall til að skoða ferlíkið. Athyglisvert er að stærstu silungarnir skuli tiltölulega ný- veiddir, en langt um liðið síðan goð- sögulegir laxar komu á land. Auðvitað er átt við náttúrlega fiska. Bretar eiga mik- ið af sleppitjörnum og hafa verið að rækta upp rosalega eldisfiska til að „setja met“. Hér í söguhorninu er þau ekki talin með! Munið: allir eru hvattir til að taka þátt í að velja „10 flugna böxið" fyrir lax, sjóbirting, urriða og bleikju. Sendið valið til: SJH, pósthólf 79, 101 Rvík eða á netfangið stefanjon@islandia.is og valið verður skemmtilegra! FLUGUR Stefán Jón Hafstein skrifar Q_ ' ' r xffiftt TRÉ * KLAf1' V FJALL' 3 LöFT- oP LÍF ' V DfiYKK- 2 Fjöloa MÚLAl/- UAi 80Ré- AHO1 FUÓT- F/EMI HR’ofi- neu REI-BAR SVEll 5>0fA OtlLA VALDl >. lllli HlTTA 11111 Ir 1 Kl A L'IFT- IR > t K/UOI ' nTEtm- Sr Áfot... FAISKI k MlLOI Rusl Htiom 0YSJA 5 «£LT| 0EIT1- SlCLiKö /EXL- f/?uma 6£LT) IlllS Í.ÆKK- UN uTArl 8 mA Rösk s fiAEUOI ‘ATT ÖkbLEO K0RA t f(YK- \ KOkti V£K U'AT 7 STÖRF- uöu AUfiUÍA TÆPlR HRATT TIL- KALL CU66I DKAC- SPiLI 6 8LAÉ BRll&LA HíFtU UtoRÓT 'AFORm SKdÓL \ t TRÖLL (0 Wri R'OFA ;>T LEYFl GAXkti- L£01 E>rot SV)K ViDSÓT R 0 L A Huri&u/t 8LEKK- IM EFM 0001 -SS&rf&Sgá :ixx-:;xý:;sí K&RSLA bmtfT J tala H/VARR- RElST heaiti iKMrt- FITA 1 fERSK RÖLT 'AT T X&e- UA SVARti Wz&m Vló- KVÆMA WfMMA HAL0 KVÆfil TAK6I Blab elour 8R8G0 t5 HÍ |ll:: YF/R; tiÖFjL. Þvoif- U R <S-0ö_ ViRfi- l/VG HRESS R'o.í, G- ■S0M STOfU PINNA FUbTIC Mjlm- áííð/i KEYRlfi m PAHT- uR b KOMAST 'OTTAST 1 7 REYKJA fjrir 14/ /2/Í i K V 1 K/tf 0- LIM 5 P i L Hkós þl/lM A t Helgarkrossgáta 170 í krossgátunni er gerður greinarmunur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð sendist til Dags (Helgarkrossgáta nr. 170), Strandgötu 31, 600 Akureyri eða með símbréfi í númer 460-6171. Lausnarorð 168 var „álfakóngur“. Vinningshafi er Hanna G. Jónsdóttir, Hólmgarði 54 í Reykjavík og fær senda bókina Ég skal, eftir Onund Björns- son. Skjaldborg gefur út. 1/erðlaun: Dreka- tár eftir Dean Koontz. Skjald- borg gefur út.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.