Dagur - 22.01.2000, Síða 17
t^wr;
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 - 33
íslensk
stjórnvöld
hafa fengið
norskan
skipaverk-
fræðing til að
vinna ráð-
gjafastörf vegna El Grillo
í Seyðisfirði. Thor Haavie
hefur víðtæka reynslu af
að meta ástand skips-
flaka við strendur Nor-
egs og ráðleggja hvernig
dæla eigi olíunni upp.
„Efvið erum mjög svartsýn eða bjartsýn, eftir þvi hvernig á það er litið, þá eru 5.500 tonn eftir en það er ekki öll sagan því að eitthvað hefur lekið og við vitum ekki
hversu mikið það er, “ segir Thor Haavie skipaverkfræðingur sem hefur verið fenginn til að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar um dælingu olíu upp úr flakinu El
Grillo i Seyðisfirði.
Thor Haavie er norskur skipa-
verkfræðingur sem var hér á landi
í vikunni á vegum umhverfisráðu-
neytisins tii að skoða aðstæður í
Seyðisfirði, spjalla við íbúana og
leggja mat á það hvort dæla eigi
olíu upp úr flaki E1 Grilio og þá
hvernig réttast sé að standa að þvf
auk þess sem hann mun reikna
út kostnaðaráætlun. Búist er við
tillögum frá Haavie eftir nokkrar
vikur og mun íslenska ríkisstjórn-
in þá taka ákvörðun um hvert
framhaldið verður. Hugsanlegt er
að framkvæmdin verði hoðin út.
Haavie er skipaverkfræðingur
að mennt og rannsóknarstjóri hjá
ráðgjafarf>TÍrtækinu Hitec-Fram-
nes í Noregi. Hann hefur víðtæka
reynslu af hönnun herskipa og
starfi íyrir norska ilotann, verið
iykilmaður í því að skipulcggja
rannsóknir á ilökum skipa sem
hafa legið í norskum fjörðum og
jafnvel áratugum saman og koma
þeim í framkvæmd. Hann hefur
meðal annars rannsakað 14
skipsflök við norsku ströndina og
skipulagt dælingu á olíu upp úr
fjórum þeirra. Nokkur hundruð
tonnum af olíu var dælt upp úr
íjórum flökum í fyrrasumar, mest
tvö hundruð tonnum upp úr einu
skipanna, við afar erfiðar aðstæð-
ur.
Svartsýn eða bjartsýn?
Það var hinn 10. febrúar 1944
sem olíuilutningaskipið E1 Grillo
sökk í Seyðisfirði eftir að sprengja
frá þýskum flugvélum hafði
sprungið 70 metra frá stjórn-
borðssíðu skipsins. Ein sprengjan
olli gríðarlegum skemmdum á
stefninu en olíutankarnir héldust
óskemmdir. Þeir innihéldu 9.000
tonn af olíu. Stefnið sökk nánast
samstundis niður á 40 metra dýpi
þannig að skuturinn stóð upp úr
sjónum. Eftir sex tíma komu
bandarískir hermenn að flakinu
þrátt fyrir hættuna sem að þeim
stafaði og losuðu botnventla
þannig að skipið sylcki til fulls.
Sem betur fer sökk skipið á góð-
um stað á botninum, að sögn
Thor Haavie þar sem hann er ný-
kominn af fundi hjá Hollustu-
vernd.
Árin liðu. Árið 1952 lét íslenskt
olíufélag vita af því að það hefði
tæmt 4.000-4.500 tonn af olíu úr
tíu tönkum í flakinu. Sögusagnir
voru á kreiki um að freygáta hefði
tekið olíu úr skipinu daginn áður
en það sökk. Sé það rétt þá telur
Haavie að það sé tæplega meira
en 500 tonn sem hafi verið dælt
upp. „Við teljum aö íslenska olíu-
félagið hafi tekiö 4.500 tonn af
vökva úr skipinu en höldum að
það hafi ekki verið meira en
3.000 tonn sem var olía. Ef við
erum mjög svartsýn eða bjartsýn,
eftir því hvernig á það er litið, þá
eru 5.500 tonn eftir en það er
ekki öll sagan því að eitthvað hef-
ur lekið og við vitum ekki hversu
mikið það er.“
Stálplötumar em í lagi
- Olia hefur lekið af og til lír El
Grillo í ámnna rás. Er það ekld
tiltölulega lítið niagn sem hefur
lekið?
„Það er það sem er svo erfitt að
segja því að það eru 4-6 gráðu
hiti á hafsbotninum. Það þýðir að
olían er mjög seig þarna niðri,
nánast eins og fita. Þó að það séu
loftgöt á sldpinu þá vitum við ekki
hvernig olían hefur komist út. Ef
þetta hefði verið díselolía og sjór-
inn 15 gráður heitur þá hefði það
verið allt annað mál. En svo er
ekki og því þorum við ekki að
halda neinu fram,“ svarar hann.
Tvennar teikningar af E1
Grillo liggja fyrir og eru þær frá
Englandi árið 1922. Þær segir
Haavie að sýni að upprunalegar
stálplötur á skrokki E1 Grillo
hafi verið 13-16 millimetrar að
þykkt. „Við höfum ekki gert
neinar mælingar þannig að við
vitum ekki hversu mikið stálið
hefur rj'ðgað. Miðað við hið lága
hitastig í sjónum þá held ég að
það sé ekki meira en einn til
tveir millimetrar. Sjálfar plöt-
urnar held ég því að séu í lagi.
En á skrokknum eru boltar og
naglar sem hafa kannski ryðgað.
Það þýðir að heilu boltarnir geta
horfið. Ef það hefur gerst þá er
ljóst að olían hefur lekið,“ segir
Haavie.
Olíu var dælt upp úr
fjórum skipum síðasta
sumar og voru erfiðustu
aðgerðirnar í Blbcher
1994, þýsku herskipi
sem sökkt var í seinni
heimsstyrjöldinni í
Óslóarfirði. í því tilfelli
var skuturinn á 100
metra dýpt og stefnið á
50 metra dýpi.
Borað með
fjarstýrðum vélmennum
Norðmenn hafa verið að skoða
skipsflök á botni sjávar á undan-
förnum árum með það fyrir aug-
um að taka ákvörðun um hvort
dæla eigi olíu upp úr flökunum
eða ekki. Haavie vann skýrslu um
12 skipsflök af þeim 25 sem
norska umhverfisráðuneytið taldi
að gætu ógnað umhverfinu væru
þau Iátin liggja óhreyfð á sjávar-
hotni. í sumurn tilvikum komst
Haavie að þeirri niðurstöðu að
um svo litla olíu væri að ræða að
það borgaði sig ckki að dæla
henni upp. I öðrum tilvikum
þurfti þess hins v'egar nauðsyn-
lega og þá segir hann að það hafi
verið gert í nokkrum stigum.
„Fyrst var kafað niður til að
skoða aðstæður, svo voru göt bor-
uð í skrokkinn og gerð urn það
skýrsla," segir hann. Hali niður-
staðan verið sú að tæma flakið af
olíu þá hafi það verið gert. Olíu
var dælt upp úr Ijórum skipurn
síðasta sumar og voru erfiðustu
aðgerðimar í Blucher 1994,
þýsku herskipi sem sökkt var í
seinni heimsstyrjöldinni í Óslóar-
firði. I því tilfelli var skuturinn á
100 metra dýpt og stefnið á 50
metra dýpi þannig að kafarar gátu
ekki athafnað sig nógu vel því að
þeir mega ekki fara niður fy'rir 50
metra. Skrokkurinn samanstóð af
tvöföldu lagi af stálplötum með
20 millimetra á milli laga og því
þurfti fyrst að bora í gegnum fy'rra
íagið og svo það síðara. Allar að-
gerðir fóru fram með fjarstýrðum
vélmennum, neðansjávarborum,
því að aðstæður voru svo erfiðar.
Veikleiki í boltunum
- Hvað telur þti á þessari stundu
að geti veríð heppilegast að gera i
Seyðisfirði?
„Hér held ég að sé skynsamleg-
ast, að kanna málið vel fyrst. Það
er alveg hægt að bora göt í hvern
tank og tæma olíu í leiðslu í skip.
Skipið flytur olíuna svo í tanka á
landi. Ef skipið er það stórt að
það getur flutt olíuna í einu lagi
þá gerir það það en ef það þarf að
dæla 3.000 tonnum af vökva upp
úr flakinu þá þarf það kannsld að
fara tvisvar í land. Það skiptir ekki
svo miklu máli. Við höfum hugs-
að okkur að gera tilraunaborun,
þannig verður það ódýrast fyrir
Island. Hvort sem við fínnum
1.000 tonn eða 5.000 tonn, það
skiptir ekki svo miklu máli því að
það er áfall, hvort sem er,“ segir
Itann og telur nánast útilokað að
láta flakið liggja án þess að dæla
upp úr því.
- Er sá möguleiki fyrír hendi að
láta fakið hara liggja og dæla olí-
unni ekki upp?
„Það er auðvitað hægt að láta
það liggja en það má segja að það
sé bara tímaspursmál hvenær olí-
an lekur út og fer að menga um-
hverfið,“ svarar Haavie og kveðst
giska á að það taki sjóinn um 100
ár að vinna á stálplötunum í skip-
inu ef það er bara spurning um
þær. Veiklcikinn felist í boltum,
skrúfum og nöglum á stálplötum
og lúgum og því getur þetta verið
spurning um tvö ár, fimm, tíu eða
ennþá lengri tíma. Um það þori
hann ekki að dæma á þessu stigi.
„Það er enginn í heiminum sem
getur sagt til um það,“ segir Tor
Haavie.
-GHS
Olían er mjög seig i flakinu i Seyðisfirði, nánast eins og fita, að mati Thors Haavie.
„Þó að það séu loftgöt á skipinu þá vitum við ekki hvernig olían hefur komist út.
Efþetta hefði verið díselolía og sjórinn 15 gráður heiturþá hefði það verið allt
annað mál. En svo er ekki og þvi þorum við ekki að halda neinu fram, “ segir hann.
Guðrún Helga
Siguröardóttir
skrifar