Dagur - 22.01.2000, Page 23

Dagur - 22.01.2000, Page 23
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2000 - 39 SKAKMOLAR Árið 2000 hefur byrjað af mildum krafti í skákinni. Heimsklassamótið í Wijk aan zee í Hollandi byrjaði á dög- unum, og er nú lokið fjórum umferðum. Besti skákmaður beims, Gary Kasparov, hefur alveg ábyggilega ekki valdið vonbrigðum með frábærri taflmennsku á köflum. T.d lá hollenski stórmeistarinn Wan Wely fyrir honum í aðeins 25. leikjum! En sá besti er þó ekki óbrigðull. I fjórðu umferðinni sem fram fór á miðvikudag var hann með svart gegn enska stórmeistaranum Ad- ams og tefldi Adams byrjun- ina mjög vel. Eitthvað virtist það fara í taugarnar á Kasparov því að hann fórnaði ótímabært peði, en náði svo síðar á mjög dramatískan hátt að knýja fram jafntefli. Önnur úrslit í fjórðu um- ferð urðu annars þessi: Piket-Van Wely 'A-'A Anand-Kramnik 'A- 'A. Morozevich-Korchnoi 'A-'A Short-Polgar' 1-0 Timman-Nikolic Z'- 'A Lputian-Leko 0-1 Þetta var með öðrum orð- um einkar tilþrifaiítil umferð en var það þó helst skák Ad- ams og Kasþarov sem kryddaði tilveruna. Staðan í mótinu eft- ir fjórar umferðir er annars sú að þeir Kaspdrov, Kramnik og Piket eru efstir og jafnir með 3 vinninga. Þetta mót stendur yfir fram til loka janúar og er hægt að fylgjast með skákunum beint, sjá úrslit, stöðu og skýringar á heimasíðu mótsins: http://chess.lostcity.nl/corus. UMSJÓN: HALLDÓR B. HALLDÓRSSON Skákþing Reykjavíkur Skákþing Reykjavíkur stend- ur nú sem hæst og eru nú búnar fjórar umferðir og hef- ur þetta verið hin besta skemmtun. Bæði hefur mik- ið verið um óvænt úrslit og skemmtilegar skákir. Efsti maður mótsins er nokkuð óvænt Júlíus Frið- þjófsson en hann hefur sigr- að í öllum sínum skákum og þar af tvo af okkar sterkustu skákmönnum í dag þá Jón Viktor Gunnarsson og Sigur- björn Björnsson. Fast á hæla Júlíusar koma svo þeir Bragi Þorfinnson, Þröstur Þórhallssonjstór- meistari), Sigurður P. Stein- dórsson og Kristján Eðvars- son, allir mcð 3 og '/ vinning. Á sunnudaginn byrjar svo skákþing Akureyrar og verður umfjöllun um það í næsta dálki, allir eru hvattir til að vera með! Vost@centrum. .is Undrabarn Miu og Woodys Seamus, sonur Woody Allen og Miu Farrow, er yngsti nemandi háskólans í Barrington í Massachuset. Yngstu nemendur þess skóla hafa yfir- leittt verið sextán ára en Seamus er fjórum árum yngri og yngstur allra nemenda sem stundað hafa nám við skólann. Sér- greinar hans síðasta ár voru latína og líf- ræði. Mia, mamma hans, ekur honum til og frá skóla alla daga. Seamus þykir afburðagreindur og námfús. Hann er mikill bók- menntaunnandi og byrjaði að lesa skáldsögur Kafka átta ára gamall. Seamus ásamt födur sínum Woody Allen og móöur sinni Miu Farrow. Tólf ára gamall er hann kominn í háskóla. STJÖRNUSPÁ Vatnsberinn Heimaleikfimi er heilsugóð í af- mælum. Sunnu- dagur er jafnan til sælu. Ó,ó! Fiskarnir Það eru engar lík- ur á að þú fáir umhverfisverð- laun fyrir að ryk- suga íbúðina. En gerðu það samt. Hrúturinn Það er einhver draugagangur og óhljóð í blöndun- artækjunum á baðinu. Hafðu samband við pípulagninga- mann eða miðil. Nautið Þér verður boðið upp á glas um helgina. Ekki fara upp á það! Það er hátt fallið af glas- barminum. Tvíburarnir Þú ert hættur að reykja opinber- lega. En sumir reykja undir rós. Við viljum hvetja alla sem hafa eitthvað í pokahorninu að senda okkur efni. Utanáskriftin er: Dagur - Barnahorn Strandgata .31 600 Akureyri Tölvupóstur: pjetur@dagur.is KRAKKAHORNIB Finnið 10 breytingar Krókur skipstjóri er hér að skoða sjókortið við kertaljós. Þegar vel er að gáð kemur í ljós að myndirnar eru ekki eins, þær eru ólíkar á 10 stöðum. Getið þið fundið þessi tfu atriði? Vissir þú? .....að það eru 63 alþingisrhenn á íslandi ...að lýðveldi þýðir að þjóðhöfðinginn er forseti ...að íslenski forsetinn heitir Ólafur Ragnar Grímsson ...að fyrirliðinn í ríkisstjórnarliðinu heitir forsætisráðherra ...að íslenski forsætisráðherrann heitir Davíð Oddsson ...að borgarstjórinn í Reykjavík heitir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ...að bæjarstjórinn í Hafnarfirði heitir Magnús Gunnarsson ...að bæjarstjórinn í Kópavogi heitir Sigurður Geirdal ...að bæjarstjórinn á Akureyri heitir Kristján Þór Júlíusson Brandan Strákurinn kom hlaupandi inn til pabba síns sem var sestur framan við sjónvarpið og var að fara að horfa á handboltann. Strákurinn sagði: Pabbi, pabbi, það er einhver ókunnur maður uppi í rúmi hjá mömmu! „Guði sé loP‘ sagði pabbinn, ég hélt þú ætlaðir að segja mér að Valdimar Grímsson væri meiddur. ANDRÉS ÖND Krabbinn Vertu viðbúinn! Skátar leggja þig í einelti um helg- ina. Ging gang gúili. k Ljónið Ekki er allt sem sýnist. Og fátt sem sjaldan týn- ist. Leitið og þér munuð villast. Meyjan ;Þú verður hugs- anlega útnefndur sem Evrópuálfur ársins 2000. Eða Kanasleikja ald- arinnar. Af tvennu illu. k Vogin T \ Afstaða stjarn- anna bendir til að nú sé heppilegur tími til að fjár- festa í nýju bindi. Kauptu þér jakkaföt við. Sporðdrekinn Heimasigur hjá Derby, ekki spurning. Enda eru þeir á útivelli, Bogamaðurinn (slendingar eiga ekki sjens á Evr- ópumótinu í handbolta fyrst þú ert ekki með. Steingeitin Spilaðu Chopin fjórhent með harmonikkuna á bakinu. Heimt- aðu svo lista- mannalaun.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.