Dagur - 03.02.2000, Page 7
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 - 7
ÞJÓÐMÁL
Réttmdamál og einka-
framkvæmd í brennidepli
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
ALÞINGISMAÐUR OG
FORMAÐUR BSRB
SKRIFAR
Vel á fimmta hundrað trúnaðar-
menn í aðildarfélögum BSRB
sóttu ráðstefnu bandalagsins í vik-
unni þar sem ræddar voru áhersl-
ur bandalagsins í réttindamálum,
þ'allað var um leiðir til að styrkja
stöðu trúnaðarmanna á vinnustöð-
um auk þess sem tekið var á máli
sem brennur á samtíðinni, einka-
væðingunni og þá sérstaklega nýj-
ustu útgáfu hennar svokallaðri
einkaframkvæmd.
Viljum byggja umræðu á stað-
reyndum en ekki óskhyggju
Fulltrúar heilbrigðis- og mennta-
málaráðuneytis skýrðu stefnu
stjórnvalda varðandi einkafram-
kvæmd innan almannaþjónust-
unnar, en Tryggvi Harðarson bæj-
arfulltrúi í Hafnarfirði og Guð-
mundur Hallvarðsson alþingis-
maður og stjórnarformaður Hrafn-
istu vörpuðu gagnrýnu ljósi á
þessa stefnu. Hvorugur kvað gagn-
rýni sína byggjast á afdráttarlausri
andstöðu við einkavæðingu en
staðnæmdust við nýleg dæmi,
annars vegar Iðnskólann í Hafnar-
firði og hugmyndir um einkafram-
kvæmd við grunnskóla og hins
vegar einkaframkvæmd elliheim-
ila. Tryggvi kvað forsendur lítt
traustvekjandi og athygli vakti þeg-
ar Guðmundur Hallvarðsson sagði
frá því að Dvalarheimili aldraðra
sjómanna hefði lýst sig reiðubúið
að byggja álmu við Hrafnistu í
Hafnarfirði eða í Reykjavík ef því
væri að skipta og nýta þannig stoð-
þjónustu sem væri fyrir hendi og
„Stundum hefur verið kvartað yfir félagslegri deyfð innan samtaka launafólks. Þessi fjölmenni og kröftugi fundur
ber öðru vitni, “ segir greinarhöfundur. Myndin var tekin á ráöstefnu BSRB. - mynd: teitur
framkvæmdir þannig hagkvæmari.
Þessu hefði ekki verið tekið og
greinilega markmiðið að gera til-
raun á sviði einkaframkvæmdar.
Að okkar dómi er mikilvægt að
efna til lýðræðislegrar og málefna-
legrar umræðu um þær bretyting-
ar sem nú er verið að framkvæma
á almannaþjónustunni. Þærsnerta
skattborgarann, notendur þjónust-
unnar og þá sem við hana starfa. A
undanförnum árum hefur BSRB
gengist fyrir ráðstefnum og fund-
um um slíkar breytingar og boðið
fyrirlesurum til íslands til að miðla
fróðleik og reynslu annarra þjóða.
Það hcfur því miður viljað brenna
\dð að ráðist sé í breytingar nánast
umhugsunarlaust og vill BSRB
Ieggja sitt af mörkum til að stuðla
að gagnrýninni umræðu sem bygg-
ir á staðreyndum en ekki ósk-
hyggju.
Þörf á að bæta réttmdin
Á ráðstefnunni var fjallað um rétt-
indamál og Iýst stuðningi við þá
stefnu sem BSRB hefur mótað í
samvinnu við BHM og Kennara-
samband Islands. Fyrir þessum
samtökum vakir tvennt. í fyrsta
lagi hefur það verkefni beðið allar
götur síðan 1996 þegar lögum um
réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna var breytt að færa yfir
í kjarasamninga ýmis réttindi sem
voru áður tryggð í þessum laga-
bálki en hanga þar nú á bráða-
birgðaákvæði. Það á við um bæði
veikindarétt og fæðingarorlof. Það
er sameiginlegur vilji samningsað-
ila beggja vegna borðsins að fá
þessi mál til lykta leidd þótt það
hafi dregist úr hömlu.
I öðru lagi vilja samtökin að
sjálfsögðu bæta réttindin á ýmsa
lund og hafa sett fram ákveðnar
hugmyndir í því cfni. Áhersla er
lögð á að bæta réttindi aðstand-
enda barna til að vera hjá veikum
börnum sínum og gengur krafan
út á að lengja þennan rétt úr sjö
dögum fyrir börn undir 13 aldri
óháð fjölda í fimmtán daga fyrir
hvert barn. Einnig vilja samtökin
horfa sérstaklega til langveikra
barna og er lögð áhersla á að rétt-
ur aðstandenda þeirra verið stór-
aukinn og færður í svipað horf og
þekkist með grannþjóðum okkar. A
Norðurlöndum hafa aðstandendur
langveikra barna rétt til launaðrar
fjarvistar frá vinnu í langan tíma, í
Noregi eru allt að 780 veikinda-
dagar, þar af full Iaun í 260 daga
og í Danmörku hefur annað for-
eldri rétt til 90% launauppbótar
meðan á meðferð stendur, svo
dæmi séu tekin. Eðlilegast væri að
tryggja foreldrum þennan rétt í
gegnum almannatryggingakerfið
en í kröfugerð fyrrnefndra sam-
taka er þessari kröfu beint til við-
semjendanna. Mikilvægt er að
hún nái fram að ganga.
Varðandi önnur atriði þar sem
áhersla er lögð á úrbætur má
nefna kröfu um sjúkrasjóði til að
standa straum af ýmsum kostnaði
sem fólk verður lyrir vegna veik-
inda og vegna tyrirbyggjandi að-
gerða.
Sú tillaga sem vakið hefur mesta
athygli er tillaga okkar um fæðing-
arorlofssjóð þar sem atvinnurek-
endur greiði iðgjald af öllum laun-
um og út úr sjóðnum verði síðan
greitt þegar starfsmenn taka fæð-
ingarorlof. Það er mikilvægt að
tryggja að börn eigi kost á því að
hafa foreldra sína hjá sér á unga
aldri og forsenda þess að svo verði
er að tryggja þeim fjarveru frá
vinnu án tekjuskerðingar. Samtök-
in leggja áherslu á að tryggja sjálf-
stæðan rétt feðra til fæðingarorlofs
og hefur þeirri hugmynd verið
varpað fram að nái sú krafa fram
að ganga að fæðingarorlof yrði
lengt í 12 mánuði kæmi vel til álita
að þriðjungurinn af þessunt tíma
yrði sjálfstæður réttur feðra til
fæðingarorlofs.
Kröftug ráðstefna
Stundum hefur verið kvartað yfir
félagslegri deyfð innan samtaka
launafólks. Þessi fjölmenni og
kröftugi fundur ber öðru vitni.
Reyndar er það svo að trúnaðar-
menn á vinnustöðum gera sér
grein fyrir því að þeirra bíður sífellt
mikilvægara hlutverk á vinnustöð-
um því í síauknum mæli færast
samningar inn fyrir veggi einstakra
stofnana og fyrirtækja og er þess
vegna áhugi af þeirra hálfu á því
að afla sér aukinnar þekkingar til
að takast á við verkefni sem þessu
fylgja. Fyrir sitt Ieyti hefur BSRB
lýst þeim ásetningi að vinna að
bættri réttarstöðu trúnaðarmanna
og er sú fundaherferð sem samtök-
in nú standa fyrir um allt land lið-
ur í því átaki.
STJÓRNMÁL Á NETINU
Gríðarleg eignatilfærsla
Á vefsíðu Grósku var í gær Ijallað
um stóru tíðindin úr kvótaheimin-
um - sölu á stórum hluta í Sam-
herja fyrir ríflega þrjá milljarða.
Þar segir m.a.:
„Þorsteinn Vilhelmsson einn af
stofnendum Samheija seldi í gær
hlut sinn í fyrirtækinu fyrir 3.150
milljónir króna. Að okkar mati er
þetta líklega svæsnasta dæmið um
þá gríðarlegu eignatilfærslu sem
átt hefur sér stað í skjóli kvótakerf-
isins. Markaðsvirði fyrirtækisins
markast að nokkru Ieyti af afkomu
þess og eignum, en sá þáttur sem
mestu varðar sú milda kvóta“eign“
sem íylgir fyrirtækinu. Þarna er
Þorsleinn m.ö.o. að selja óveiddan
fisk sem hann hefur keypt sér
eignarétt yfir og það án þess að
bijóta lög.
Það er nefnilega ekki við Þor-
stein að sakast þar sem hann hef-
ur einungis spilað eftir þeim leik-
reglum sem honum hafa verið
settar af löggjafanum. Samheiji er
bara dæmi um vel rekið og fram-
sækið fyrirtæki sem verður til
vegna dugnaðar manna sem vita
út á hvað leikurinn gengur og skal
skýrt tekið fram að ekki er við þá
að sakast.
Það æpandi óréttlæti sem felst í
þessum gerningi er hins vegar slíkt
að orð skortir til að lýsa. Hvernig í
veröldinni datt mönnum í hug að
búa til kerfi þar sem óveiddur fisk-
ur getur orðið að slíkum auðæf-
um? I lögum um stjórn fiskveiða
stendur að fiskurinn í sjónum sé
þjóðareign en þessi sala sýnir auð-
vitað að sú grein laganna er ekki
einu sinni bleksins virði enda er
hún einkum notuð sem inngangs-
setning í hrokat’ullum lygum ráða-
manna í ræðum sem þeir flytja á
hátíðarstund.
Þorsteinn Vilhelmsson.
Þetta kerfi er varið með kjafti og
klóm af þeirri íhaldsstjórn sem nú
situr við völd og sýnir enn og aftur
að jöfnuður, sanngirni og réttlæti
eru ekki ofarlega á blaði hjá þeim
sem völdin hafa. Það er alveg á
hreiny gð reiðin yfir þessu órétt-
læti mun halda áfram að aukast
þar til þessu kerfi verður breytt
með þeim hætti að arðurinn af
auðlindinni í hafinu renni til þjóð-
arinnar allrar en ekki bara til Ijöl-
skyldunnar í Hjarðarlundi 11 áAk-
ureyri."
Siðleysi fj ármálaíyrirt ækj a
„Það er alvarlegt áfall fyrir trúverð-
ugleika Ijármálamarkaðarins að
sex fjármálaíyrirtæki hafa brotið
verklagsregiur um viðskipti starfs-
manna og stjórnenda um bann við
viðskiptum með óskráð verðbréf.
Enn hefur ekki komið fram hve
lengi þessi brot hafi viðgengist eða
hversu umfangsmikil þau voru.
Eftir því verður að ganga,“ segir
Jóhanna Sigurðardóttir á vefsíðu
sinni.
Og hún heldur áfram:
„Fyrstu viðbrögð viðskiptaráð-
herra við þessum tíðindum eru
rétt. Nú reynir á að málinu verði
fylgt fast eftir. Þegar í stað þarf að
setja samræmdar siðareglur fyrir
allar Ijármálastofnanir og herða öll
ákvæði í löggjöf um verðbréfavið-
skipti bæði í viðskiptum með skráð
og óskráð verðbréf. Spurning er
Iíka hvort siðferðisvottorð Verð-
bréfaþings nægi gagnvart nýlegum
innherjaviðskiptum í Búnaðar-
bankanum og hvort Fjármálaeftir-
litið þurfi ekld að skoða máliö nán-
ar.
Sérstaldega þarf herða á öllum
ákvæðum til að koma í veg fyrir
innherjaviðskipti. Trúverðugleiki
verðbréfamarkaðarins er í húfi.
Það gengur gegn öllu siðferði og
lögum, að starfsmenn eða stjórn-
endur fyrirtækja taka til sín skjót-
fenginn en óeðlilega hagnað í
skjóli trúnaðarupplýsinga sem
áhrif hafa á verðmæti hlutabréfa,
sem þeir íjármagna jafnvel með
lánveitingu hugsanlega á sérkjör-
um til kaupanna frá viðkomandi
fyrirtæki. Þá þarf jafnframt tafar-
laust að tryggja að Fjármálaeftirlit-
ið geti knúið á um úrbætur með
beitingu refisákvæða.
Þingflokkur Samfylkingarinnar
mun fylgja málinu eftir á Alþingi
enda lagði hann fram í haust
frumvarp um að styrkja Fjármála-
eftirlitið og að viðskiptaráðherra
beindi því til allra stofnana og fyr-
irtækja á Ijármálamarkaðinum að
þær settu sér sérstakar siðareglur í
viðskiptum."
Ömurleg lrainkoma
Undir framangreindri fýrirsögn er
Ijallað á vefsíðu Vinstrihreyfingar-
innar græns framboðs um hótanir
í garð Norsk Hydro, og segir þar:
„Forsvarsmenn Norsk Hydro
segja að fyrirtækinu hafi borist
bréf þar sem starfsmönnum hafi
verið hótað lífláti ef þeir kæmu
hingað til lands. Jafnframt segja
þeir að bréfið hafi verið sent frá Is-
landi.
Því miður virðist þeim hcldur
fara fjölgandi hér á Iandi sem eru
svo lítilsigldir að hafa í frammi
hótanir um morð og Iíkamsmeið-
ingar til að hafa sitt fram. Nýverið
Talsmenn Norsk Hydro á fundinum
á íslandi.
hafa a.m.k. tveir þingmenn fengið
að kynnast slíkum vinnubrögðum
svo ekki sé minnst á endurteknar
fréttir af innheimtumönnum á
vegum eiturlyfjabaróna.
Enginn málstaður réttlætir
ffamkomu á borð við þá sem for-
svarsmönnum Norsk Hydro var
sýnd með umræddu bréfi og hún
er engum málstað til framdráttar.
Hún er Islendingum öllum - og þó
alveg sérstaklega hinum huglausa
bréfritara - til háborinnar skamm-