Dagur - 03.02.2000, Síða 13

Dagur - 03.02.2000, Síða 13
FIMMTUDAGV K 3. FEBRÚAR 2000 - 13 ÍÞRÓTTIR L .... Beckham til Arsenal? Devid Beckham. Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Manchester United, stendur nú frammi fyrir því ad þurfa að sjá á eftir einhverjum af uppalingum sínum hjá félaginu og gæti David Beckham orðið sá fyrsti þeirra til að yfirgefa félagið. Bresldr fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Arsenal væri tilbúið til að leggja fram allt að 40 milljónum punda (um 4,7 milljarðar ísl. króna) til að tryggja sér kaup á enska landsliðsmanninum David Beckham frá Manchester United og munu háttsettir menn frá fé- lögunum hafa sest niður til að ræða málið, eftir jafnteflisleik fé- laganna á Old Trafford í síðustu viku. Beckham í vanda Hjónakornin Beckham og Spice- stelpan Victoria, eiga hús í Suð- ur-Hertfordsskíri nálægt London, nærri þeim stað þar sem Victoria bjóð áður en þau gengu í hjónaband. Hún mun hafa sett þau skilyrði að þar ætli hún að búa áfram eða hvergi annars staðar en í nágrenni London. Það hefur sett Beckham í mikinn vanda, þar sem hann þarf að dvelja langdvölum í Manchester vegna æfinga og keppni og hefur það haft slæm áhrif á samband þeirra hjóna. Ástandið er farið að hvíla þungt á kappanum og er það álit margra að það sé þegar farið að hafa slæm áhrif á getu hans á knattspyrnuvellinum og sé jafnvel farið að íþyngja sálar- tetrinu. Arsenal meira en tilbúið Þessu hafa forráðamenn Arsenal fyrir löngu gert sér grein fyrir og hafa þvi af og til látið út leka að þeir væru meira en tilbúnir til að auðvelda honum lífið, með því að kaupa hann til Highbury í London. Hugsanlegt kaupverð hefur þó eitthvað vafist fyrir þeim og hafa ýmsar tölur verið nefndar á síðustu mánuðum. United mun vilji fá að minnsta kosti 30 milljóir punda í sinn kassa, auk þess sem dágóð summa myndi renna í vasa Beck- hams sjálfs. Þar að auki er talið að Beckham muni gera kröfu um að minnsta kosti 60 jrúsund punda vikulaun (um 7 milljónir króna), sem er það sem kappinn mun vilja fá ef hann endurnýjar samning sinn við United. Það eru meira en tvöföld vikulaun Nígeríumannsins Nwankwo Kanu, sem nýlega endurnýjaði samning sinn við Arsenal. Arsene Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, hefur ekki viljað tjá sig mikið um málið og aðeins sagt að hann kannist ekki við að tilboð hafi verið gert í Beckham og standi ekki til. Fjármögun kaupanna ætti þó ekki að vefjast fyrir forráðamönnum Arsenal, því þetta ríka férlag á enn svo til óhreyfðar þær 23 milljónir punda sem félagið fékk fyrir Niocolas Anelka í haust. Stirt samband Þó Beckham hafi stöðugt haldið því fram að hann vilji vera áfram hjá United og klára þau tvö ár sem hann á eftir af samningnum við félagið, er ljóst að samband hans og Fergusons framkvæmda- stjóra hefur stirðnað að undan- förnu. Ferguson er ckki ánægður með glanslífið sem lýlgir sam- búðinni við Victoriu Adams og hefur staðið hálfgert stríð milli hans og Viktoriu um hylli eigin- mannsins. Hvað gerist í málum Beckhams, sem hóf fer- ilinn hjá jjriðju deildar liðinu Leyton Orient áður en United uppgötvaði hann í knattspyrnu- skóla Tottenham, er því enn óráðið, en jió víst að málið mun skírast fyrr en langt um líður. Það er alla vega vilji Victoriu að fá eiginmanninn heim til Hert- fordsskíris, sem jjýðir að hann verður að yfirgefa United. Beck- ham stendur því frammi fyrir erf- iðri ákvörðunartöku þar sem hann í raun verður að velja á milli eiginkonunnar og Sir Alex Fergusons og því aðeins spurn- ingin hvort þeirra verður ofaná. Viktoria hefur meira að segja gert sitt til að liðka fyrir hugsanlegum félagaskiptum og sagt að hún sætti sig jafnvel við Spán eða Italíu, frekar en krummaskuðið Manchester. Fleiri áhyggjumál Beckham er ekki eina áhyggjumál Fergusons þessa stundina og ör- ugglega í fleiri horn að Iíta eftir misjafnt gengi United að undan- förnu. Ferguson virðist nú loks hafa komist að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að styrkja liðið með fyrsta flokks stjörnuleik- mönnum ef ekki á illa að fara og því aðeins spurning hvaða Ieiðir hann fer. Hann virðist ekki ánægður með framherja liðsins og hefur kvisast út að staða Dwight Yorke hjá liðinu hangi á bláþræði. Yorke sem skoraði 29 mörk fyrir United á síðustu leiktíð og virtist þá ætla að fylla vel í skarð Erics Cantona, hefur aðeins skorað 1 5 mörk í vetur, sem hefur orðið til j)ess að hann hefur ekki átt fastan sess í liðinu. Hann hyrjaði þó vel í haust og skoraði 8 mörk í fyrstu 10 leikjunum, en hefur aðeins skorað 5 í síðustu 17 leikjum. Samvinnan við Cole hefur heldur ekki gengið eins vel og í fyrra, en þá skoruðu þeir félagar til dæmis báðir mark í 10 leikjum, sem að- eins hefur gerst fimm sinnum í vetur. Markið sem Yorke gerði gegn Necaxa á HM félagsliða í Brasilíu var aðeins hans fjórða mark síðan 16. október og J)að finnst Ferguson ekki nógu gott. Sama er að segja um árangurinn í meistaradeildinni, þar hefur hann aðeins skorað eitt mark í vetur, sem var gegn austurríska liðinu Sturm Graz á móti átta mörkum í allri keppninni í fyrra. Ungamir hans Fergusons Það má því búast við að Ferguson muni endurskoða leikmannamál- in rækilega fyrir næstu leiktíð og leggja af þá ofurást á uppalingum sínum, sem hannn hefur haldið hjá sér eins önd ungum, jrrátt fyr- ir misjafnt gengi. Það getur eitt besta félagslið í heimi ekki leyft sér og breytinga er j)örf. Ferguson má þó eiga það að hann hefur gert fjölda tilrauna til að styrkja lið sitt en verið afar óheppinn, sérstaklega vegna aðhaldssemi stjórnar félagsins hingað til. AUir vita um áhuga hans á Rivaldo frá Barcelona og spurning hvort skriður sé komin á þau mál bakvið tjöldin. Sala á Beckham ætti þar að liðka fyrir Ijárhagslega og gæti ennfremur gefið Ferguson tæki- færi til að hressa upp á fremstu víglínu hjá félaginu. Þar myndu framherjar eins og Chilebúinn Salas eða Argentínumaðurinn Batistuta sóma sér vel í besta fé- lagsliði heims, frekar en súper varamennirnir Sheringham og Solskjær, sem eru að gróa fastir við varamannbekkinn. Ekki ætti að vera vandkvæðum bundið að losna við þá fyrir ágætt verð, því ensk stórlið hafa sýnt þeim mik- inn áhuga að undanförnu. Má þar nefna áhuga Tottenham á Sol- skjær og West Ham á Shering- ham. Til að standa undir nafni, sem besta félagslið Evrópu, verð- ur Ferguson að grípa til aðgerða, annars fer illa. ÍÞRÓTTAVIÐTALID Árið í ár verður ár Breiðahliks Logi Kristjánsson formaður afmælisnefndar Breiða- bliks Ungmennafélagið Breiða- blik í Kópavogi verður 50 ára þann 12. febrúarog verðurhaldið veglega upp á tímamótin. Að sögn Loga Kristjánssonar, formanns afmælisnefndar ogfyrrver- andiformannsfélagsins, byrjarhátíðin á laugardag- inn með dagskráfyrir þá yngstu. - Stendur mikið til hjú ykkur Blikum vegna afmælisins? „Það verður heilmikið að gerast hjá okkur í tilefni afmælisins. Sjálfur afmælisdagurinn er 12. febrúar, sem er laugardagurinn í næstu viku, en afmælisdagskráin hefst núna á laugardaginn 5. febrúar, með dagskrá fyrir þau yngstu f Smáranum. Félagið hef- ur um árabil rekið íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum þriggja til sex ára og okkur fannst við bæfi að þau, sem eru framtíð félags- ins, fengju að hefja afmælishátíð- ina. Þeirra dagskrá verður í íþróttasal Smárans, frá klukkan 10 til 12 og þar verður ýmislegt til gamans gert. Snuðra og Tuðra, sem krakkarnir þekkja vel, munu koma í heimsókn og taka þátt í Ieikjum með krökkunum og ein- nig mun Tóti Trúður koma í heimsókn. Eftir hádegið, frá klukkan 14 til 17, er svo dagskrá fyrir næsta ald- urshóp sem er á aldrinum sjö til tólf ára. íþróttaálfurinn ásamt Glanna glæp og félögum úr Lata- bæ mæta á staðinn og skemmta krökkunum auk Tóta Trúðs. Þar verðum við líka með diskótek og danssýningu frá dansfélaginu í Kópavogi." - Hvenær verður svo aðal «/' rnælisiuítíðin? „Hún byrjar reyndar daginn fyrir afmælið, föstudaginn 11. febrúar, á sérstakri hátíð fyrir unglinga 17 ára og yngri. Hún stendur frá klukkan 19 til 23 og er skipulögð í samvinnu við fé- lagsmiðstöðvarnar í bænum og því sniðin að þörfum krakkanna. Á sjálfan afmælisdaginn hefst dagskráin klukkan 18:00, með opnun sögusýningar í Smáran- um, sem við köllum „Brot úr sögu Breiðsbliks". Ólafur Rag nar Grímsson, forseti Islands, mun opna sýninguna. sem verður í fé- Iagsaðstöðunni á annarri hæð, en hann verður síðan heiðursgestur á afmælishátíðinni. Borðhald hefst svo strax á eftir, þar sem ýmislegt verður til skemmtunar, en hápunkturinn er þó flutningur stórhljómsveitar Jóns Ólafssonar á skemmtidagskrá eftir Valgeir Skagfjörð, sem er nokkurs konar svipmyndir úr sögu Breiðabliks og bæjarins í máli, músík og myndum og verður Hjálmar Hjálmarsson sögumaður." - Áttu von ú miklu jjölmenni á hátíðina? „Ég á von á því að þarna verði að minnsta kosti 600 manns mættir til að halda upp á afmæl- ið. Við höfum reyndar sæti fyrir um j>að bil 900 manns, þannig að ég hvet alla félagsmenn og vel- unnara til að mæta og taka með sér gesti. Þetta er upplagt tæki- færi fyrir gamla félaga til að hitt- ast og rilja upp gömul kynni og ekki síst til að sjá sögusýninguna og hlýða á dagskrána sem henni er tengd. Miðasalan fer fram í Smáranum og ég vil hvetja fólk til að kaupa þá eða panta borð sem fyrst.“ - Verður eittlivað annað á dag- skrá afmælisársins? „Starfið innan félagsins hjá þeim sjö deildum sem eru starf- andi er mjög umfangsmikið og þegar við fórum að skoða málið kom í ljós að þar er af nógu að taka. En auðvitað munum við tengja alla íþróttaviðburði sem fé- lagið stendur fyrir á einhvern hátt afmælinu, þannig að það mun ör- ugglega standa alveg til loka árs- ins. Það byrjaði reyndar með glæsilegri flugeldasýningu og brennu um áramótin og síðan erum við búin að fá tvær glæsi- legar afmælisgjafir, sem eru ís- landsmeistaratitlarnir tveir í inn- anhússknattspyrnu. Þegar kemur að einstökum íþróttagreinum munu deildirnar sjá um þau mál, en í lok ársins mun aðalstjórnin gefa út veglegt afmælisblað, þar sem sögunni oj> afmælisárinu verða gerð skil. Árið í fyrra hefur verið kallað ár KR-inga, en við erum ákveðin í að árið í ár verði ár Breiðabliks." - Hvaða tþróttagreinar eru stundaðar innan félagsins? „Hjá okkur eru starfandi sjö deildir sem hafa knattspyrnu, körfuknattleik, frjálsar íþróttir, sund, handknattleik, skíðaiðkun og karate á dagskrá. Mjög blóm- legt og öflugt starf er hjá þeim öllum, sem eykst með hverju ár- inu. Framtíð félagsins er því björt og ástæða til að halda veglega upp á þessi tímamót."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.